Morgunblaðið - 07.09.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.09.1983, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1983 hlaðinn verðlaunum Játvarðs. Hundaræktarfélaginu hafa borist að gjöf margir farandverðlaunagripir sem bestu íslensku fjárhundarnir hljóta á hverri sýningu. Dómsýning Hundaræktarfélags íslands: Tveir beztu úr sömu fjölskyldunni HUNDAR hjónanna Þórðar Þórð- arsonar og Emilíu Sigursteinsdóttur úr Garðabæ urðu sigursælir á dóm- sýningu Hundaræktarfélags íslands, sem haldin var að Félagsgarði í Kjós sl. laugardag. Golden-retriever-tík Þórðar, Vörðu-Lísa Margrét, hlaut fyrstu verðlaun sýningarinnar, en hún er tæplega tveggja ára. í öðru sæti varð hundur Emilíu af pug-kyni, Albert Guðmundsson að nafni. Hann er rúmlega þriggja ára. íslenzkur fjárhundur, Játvarð- ur, varð í þriðja sæti. Hann er í eigu Daníels Daníelssonar og í fjórða sæti varð poodle-hundurinn Erró. Bezti hvolpur sýningarinnar var labradorhundurinn Amor, eig- andi Guðsteinn Eyiólfsson, besti öldungurinn Islendingurinn Röskvi frá Ólafsvöllum, eigandi Sigríður Pétursdóttir. Dómari á sýningunni var breskur, Jean Lanning, en hún dæmdi nú hér- lendis í þriðja sinn. 91 hundur var skráður til keppni. Tíu tegundir hunda mættu til keppni og var fyrst keppt innbyrð- is milli tegunda og hverri tegund skipt í flokka eftir kynferði, auk Vörðu-Lísa stillti sér upp og lagði loppuna hreykin á kné eiganda síns eftir að hafa grandskoðað verðlaunin sem hún hlaut í fyrsta sæti. Albert tók útnefn- ingunni í annað sætið með stóískri ró og hafði meiri áhuga á tiltektum Ijósmyndaranna en verðlaunabikarnum. Ljósm. Mbi. fp. þess sem keppt var sérstaklega í hvolpa- og öldungaflokki. Bezti hundur hverrar tegundar tók síð- an þátt í úrslitakeppninni, auk þess sem útnefndur var bezti hvolpur og bezti öldungur sýn- ingarinnar. Þetta var sjötta sýningin sem Hundaræktarfélagið stendur fyrir, en hin fyrsta var haldin í Hveragerði 1973 með tilstyrk ís- landsvinarins dr. Mark Watson. Watson styrkti íslenzka hundaeig- endur ötullega á meðan hann lifði og gaf hann íslendingum m.a. Dýraspítalann. Á sýningunni á laugardag var einnig sérstök sýning á vegum hlýðninefndar Hundaræktarfé- lagsins, en félagið vinnur nú að því að halda fyrstu hlýðnisýn- ingarkeppnina hérlendis en slíkar sýningar njóta mikilla vinsælda meðal hundeigenda erlendis. í Hundaræktarfélaginu eru nú um 1.000 félagar. og notaöir Lada 1300 Lada Safír Lada Canada Lada Sport kr. 142.000 kr. 162.000 kr. 192.000 kr. 271.000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.