Morgunblaðið - 07.09.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1983
23
Gísli Jónsson menntaskólakennari:
Mishermi leiðrétt
Skipverjar á Gissuri og Vísi bera saman bækur sínar um spærlingsútbún-
aðinn. Morgunbladid/ Steinar.
Tregur afli Hafnarbáta
Höfn, 4. september.
MIKIL aflatregða hefur verid hér á Höfn í sumar eins og reyndar víöa
annars staöar. Nokkrir bátar hafa siglt með afla sinn í sumar og þá flestir
til Færeyja.
Þar hefur fengist ágætt verð, en yfirleitt hefur magnið verið lítið.
Tveir bátar, Visir og Gissur, hafa verið að gera klárt á spærlings-
veiðar. Gissur er búinn að landa einu sinni, rúmlega 42 tonnum, en
Vísir fer út næstu daga. — Steinar.
Ráðstefna um vanda
norrænna stjórnmála
Föstudaginn 2. september sl.
birtist hér i blaðinu grein eftir
gamlan og góðan nemanda minn,
Skúla Magnússon, sem kynntur er
„Yoga-kennari og nuddari að at-
vinnu“. í grein þessari er mis-
hermi sem ég verð, sannleikans
vegna að leiðrétta. Skúli segir:
„Islenskufræðingar hafa unn-
vörpum lýst því yfir að þeir séu
ekki „sérfræðingar" í framburði
og sneiði því fremur hjá því að
gera slíkum málum skil. Má t.a.m.
nefna Helga Halldórsson — sem
lengst og best annaðist þáttinn
Daglegt mál, eða Gísla Jónsson —
þann er nú sér um islenskuþátt
Morgunblaðsins.
Hver er orsökin?
Hver önnur en sú að Háskólinn
vanrækir skyldur sínar?" Tilvitn-
un lýkur.
Ég ætla ekki að svara fyrir aðra
en sjálfan mig, þótt ég minnist
þess ekki að íslenskufræðingar
hafi unnvörpum gefið gefið þá
yfirlýsingu sem Skúli telur.
Ég svara aðeins fyrir mig.
Vel má vera að ég hafi einhvern
tíma látið þau orð falla, að ég væri
ekki sérfræðingur í framburði.
Ekki rekur mig þó minni til þess,
að ég hafi gefið mér nokkrar eink-
unnir í því efni.
Hitt er alrangt, að ég hefi sneitt
hjá því að gera framburðarmálum
skil. Það hef ég gert oft og mörg-
um sinnum, í útvarpi, í sjónvarpi
og hér í blaðinu.
Ég ætla ekki að tína til öll dæmi
þess. Það yrði langt mál. En svo
vel vill til, að ég á gott handrit að
síðasta þætti mínum um daglegt
Hinn 29. ágúst síðastl. varð sjö-
tug Björg Sæmundsdóttir, Aðal-
stræti 87 á Patreksfirði. Hún er
fædd í Litlu-Hlíð á Barðaströnd.
Þar bjó hún um margra ára skeið
með eiginmanni sínum, Jóhanni
Jónssyni á Ytri-Múla. Nú um ára-
bil hafa þau búið á Patreksfirði.
Á þessum tímamótum ævi
hennar sendi ég Björgu innilegar
hamingjuóskir, um leið og ég bið
þeim hjónum allrar blessunar.
Vinur.
mál í útvarpinu. Þar sagði ég orð-
rétt:
„Ég hef styrkst í þeirri trú, að
talað mál sé fremur í hættu en
ritað mál. Breytingar á áherslu og
tóni eru í uppsiglingu, breytingar
sem við hljótum að streitast á
móti. Þessar breytingar séu meira
viðfangsefni en breytingar á beyg-
ingakerfi og orðaforða. Og kemur
þá að heimilum og skólum, því að
áherslur og tónbrigði lærum við
ekki af bóklestri.
Flestir menn tala miklu meira
en þeir skrifa. Því held ég að í
skólum þurfi nú að gera skipulegt
átak til þess að þjálfa fólk í fram-
burði, framsögn og ræðugerð. Það
er íslenskur stíll ekki síður en rit-
að mál. Þessar æfingar þarf að
hafa á öllum stigum skyldunáms,
svo og í framhaldsskólum, t.d.
menntaskólunum. Reynsla mín
kennir mér að nemendur hafi
mjög mikinn áhuga á slíku og
mikið yndi af að þjálfa sig í með-
ferð talaðs máls. Ég er þeirrar
skoðunar að hinn litla málýsku-
mun, sem til er í landinu, eigi að
virða, að svo miklu leyti sem hann
er til kominn við varðveislu þess
sem var sameiginlegur framburður
allra landsmanna í fornöld. En
þennan mállýskumun þarf að
kenna, þannig að menn taki ekki
upp einhverjar vitleysur, þegar
þeir reyna að tileinka sér fram-
burð sem þeir námu ekki við móð-
urkné." Tilvitnun lýkur.
Síðan ég sagði þetta hef ég
styrkst í þessari trú og margoft
látið hana i Ijósi. Ekki er lengra
síðan ég ítrekaði hana en i þætti
hér í blaðinu frá 13. ágúst sl. (204).
Þar sagði ég:
„Ljóst er að hefja verður mark-
vissa framburðarkennslu i öllum
skólum landsins til þess að varð-
veita réttar áherslur, réttan hreim
og rétta hrynjandi máls okkar.“
Tilvitnun lýkur.
Mig undrar, ef Skúli Magnússon
hefur ekki lesið þetta, þvi að ein-
mitt í síðustu þáttum minum hér i
blaðinu hef ég verið að gera ágæt-
um bréfum hans þau skil sem ég
hef talið boðleg.
En hvað þá um Háskólann og
vanrækslusyndir hans? Á mínum
námsárum í skólanum var þar í
hópi kennara dr. Björn Guðfinns-
son, og kennsla hans var slík að
ekki gleymist. Vegna einstæðra
rannsókna sinna á islenskum
framburði var hann óumdeilan-
legur sérfræðingur í þeirri grein.
Það er því ekki vanrækslu Háskól-
ans um að kenna né kennslu dr.
Björns, heldur okkur nemendum
hans sjálfum, ef við erum illa að
okkur eða tómlátir um framburð
móðurmálsins.
3. september ’83. GJ
„VANDI norrænna stjórnmála" var
verkefni fundar Sambands nor-
rænna stjórnmálafræðinga, sem
haldinn var í Reykjavík nýlega. Voru
á fundinum lagðar fram ritgerðir og
greinargerðir um fundarefnið.
Svanur Kristjánsson lektor
kynnti ritgerð um Kommúnista-
hreyfinguna á íslandi 1920—1938,
þar sem þróun hennar var skýrð
með hliðsjón af samskiptum við
Alþjóðasamband kommúnista og
innanlandsaðstæðum. Einnig er
m.a. leitað skýringa á tiltölulega
miklu fylgi Kommúnistaflokks fs-
lands á þessu tímabili.
Stefán ólafsson átti ritgerð um
Flugvél
nauðlendir
LÍTIL flugvél með fjóra farþega
nauðlenti á túni skammt frá
flugvellinum á Selfossi um tvö-
leytið á laugardag. Engan sakaði
og litlar sem engar skemmdii
urðu á flugvélinni. Flugvélin vai
nýlega komin á loft, þegar bral
heyrðist í vél hennar og mótorinr
stöðvaðist, en flugvélin var þa<
lágt á lofti að hún náði ekki ti
flugvallarins aftur og því tók flug
maðurinn þann kost að lenda a
túninu.
verðbólgu á íslandi, að því er segir
í fréttatilkynningu frá Félagsvís-
indadeild Háskóla íslands. Grunn-
hugmynd Stefáns er að verðbólga
eigi sér rætur í flóknu samspili
ýmissa þátta og átökum þjóðfé-
lagshóps.
Þá kynnti Ólafur Þ. Harðarson
fyrstu fræðilegu kosningakönnun-
ina, sem gerð hefur verið hérlend-
is. Gagnasöfnun er að mestu lokið
og hefur verið rætt við um 1.000
manns á kosningaaldri víðsvegar
um landið.
Samband norrænna stjórnmála-
fræðinga heldur uppi fjölbreyttri
starfsemi og má þar nefna útgáfu
tímaritsins Scandinavian Political
Studies.
Meginverkefni stjórnarfundar
sambandsins, sem haldinn var í
Reykjavík um leið og þingið, var
að skipuleggja dagskrá næsta
þings sambandsins, sem haldið
verður í Svíþjóð að ári.
NÁMSBÆKUR
Bókabúö
Braga
Laugavegi 118, simi: 29311
HLEMMI
VELA-TENGI
Tryggingayfirlæknir:
Ororkumatsgjörðir og
hlutverk yfirlæknis
Morgunblaðinu hefur borizt eftir-
farandi athugasemd frá Birni Ön-
undarsyni, tryggingayfirlækni.
Til ritstjórnar Morgunblaðsins:
„í blaði yðar 24. f.m. birtist opið
bréf til mín frá Maríu Magnús-
dóttur, húsmóður í Kópavogi.
Vil ég þakka Maríu fyrir til-
skrifið og það að gefa mér enn eitt
tækifæri til að leiðrétta rótgróinn
misskilning um hlutverk trygg-
ingayfirlæknis og örorkumats-
gjörðir embættisins.
Að verulegu leyti er bréf Maríu
veikindasaga og um göngur henn-
ar milli lækna og stofnana, en
snerta ekki sjálfa matsgjörðina,
sem fer samkvæmt lögum um al-
mannatryggingar nr. 67/1971, þar
sem segir í 12. gr. laganna um að
rétt til örorkulífeyris skuli þeir
eiga sem:
„eru öryrkjar til langframa á svo
háu stigi, að þeir eru ekki færir
um að vinna sér inn V* þess, er
andlega og líkamlega heilir
menn eru vanir að vinna sér inn
í því sama héraði við störf sem
hæfa líkamskröftum þeirra og
verkkunnáttu og sanngjarnt er
að ætlast til af þeim, með hlið-
sjón af uppeldi og undanfarandi
starfa."
Þá segir einnig í 12. gr. téðra
laga um almannatryggingar að
Tryggingastofnun ríkisins sé
heimilt,
„að veita örorkustyrk þeim, sem
skortir að minnsta kosti helming
starfsorku sinnar ...
...Tryggingaráð setur
reglur um örorkustyrki, og skulu
þær staðfestast af ráðherra."
Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðherra staðfesti reglugerð skv.
ofansögðu hinn 29. mars 1974 og
er sú reglugerð nr. 116/1974.
Reglugerð þessi hefur lagagildi
sem aðrar- reglugerðir settar af
ráðherra skv. heimild í lögum.
í 2. gr. þessarar reglugerðar seg-
ir að:
„við úthlutun styrkja skal höfð
hliðsjón af:
1. Eignum og tekjum umsækj-
anda og MAKA HANS ... “
(leturbreyting mín).
Húsmæður eru alls ekki í nein-
um sérflokki við matsgjörð á ör-
orku en embætti mínu er skylt að
líta á félagslegar aðstæður þess er
leitar eftir örorkumati, eins og til-
vitnaðar lagagreinar bera með
sér.
Björn Önundarson,
tryggingayfirlæknir."
Allar geröir
Öxull — í — öxul.
Öxull — í — flans.
Flans — í — flans.
Tengið aldrei stál — í — stál,
hafið eitthvað mjúkt á milli,
ekki skekkju og titring milli
tækja.
Allar stærðir fastar og frá-
tengjanlegar
JmLL
SöyoHaKyigjtuiir
öJ<S)(n)©©®iR) <&
Vesturgötu 16, sími 13280
/Hk
Lestunar-
áætlun
Skip Sambandsins
munu ferma til íslands
á næstunni sem hér
segir:
HULL/GOOLE:
Jan .. 5/9
Jan .. 19/9
Jan .. 3/10
Jan .. 17/10
ROTTERDAM:
Jan .. 6/9
Jan .. 20/9
Jan .. 4/10
Jan .. 18/10
ANTWERPEN:
Jan ... 7/9
Jan ... 21/9
Jan ... 5/10
Jan .. 19/10
HAMBORG:
Jan ... 9/9
Jan ... 23/9
Jan ... 7/10
Jan ... 21/10
HELSINKI:
Helgafell ... 12/9
Helgafell ... 6/10
LARVIK:
Hvassafell ... 12/9
Hvassafell ... 26/9
Hvassafell ... 10/10
Hvassafell ... 24/10
GAUTABORG:
Hvassafell ... 13/9
Hvassafel! ... 27/9
Hvassafell ... 11/10
Hvassafell ... 25/10
KAUPMANNAHÖFN:
Hvassafell ... 14/9
Hvassafell ... 28/9
Hvassafell ... 12/10
Hvassafell ... 26/10
SVENDBORG:
Amarfell ... 8/9
Hvassafell ... 15/9
Helgafell ... 16/9
Hvassafell ... 29/9
Hvassafell ... 13/10
ÁRHUS:
Arnarfell ... 8/9
Hvassafell ... 15/9
Helgafell . 16/9
Hvassafell ... 29/9
Hvassafell ... 13/10
GLOUCESTER MASS.:
Jökulfell ....... 10/9
Skaftafell ...... 20/9
Skaftafell ...... 22/10
HALIFAX, KANADA:
Skaftafell ...... 22/9
Skaftafell ...... 24/10
SKIPADEILD
SAMBANDSINS
Sambandshúsinu
Pósth. 180 121 Reykjavík
Sími 28200 Telex 2101
Sterkurog
hagkvæmur
auglýsingamiöiU!