Morgunblaðið - 07.09.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.09.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1983 3 Götur víða hækkaðar til að ná niður umferðarhraða „AÐ UNDANFÖRNU hafa götur í ibúðahverfum verið þrengdar og hækkaöar á köflum til þess að draga úr umferðarhraða. Þetta hefur verið að tilstuðlan íbúa, þeir hafa haft samband við umferðarnefnd Reykja- víkur og lögregluna og lýst áhyggj- um vegna mikils hraða bifreiða. Það er ánægjulegt þegar fólk hefur frum- kvæði í umferðarmálum,“ sagði Óskar Ólason, yfirlögregluþjónn umferðardeildar lögreglunnar í Reykjavík í samtali við Mbl. Víða í Breiðholti hafa götur ver- Dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt í GÆR var kveðinn upp í Sakadómi V-Skafafellssýslu dómur yfir Ingi- mari Ingimarssyni, fyrrum sóknar- presti í Vík í Mýrdal. Ingimar var dæmdur í 15 mánaða fangelsi og gert að greiða allan sakarkostnað, þar með talin 60 þúsund krónur í málsvarnarlaun og 60 þúsund krón- ur í saksóknarlaun í ríkissjóð. Hann var sakfelldur fyrir fjárdrátt og skjalafals þegar hann var oddviti í Ilvammshreppi. Samtals dró hann að sér 9,2 milljónir gkróna á árunum 1976 til 1979. Upp komst um fjárdrátt á miðju ári 1979 og í janúar 1980 var málið kært og sætti síðan rann- sókn Rannsóknarlögreglu rikisins. Dómsrannsókn í málinu hófst 1 júní á þessu ári. Á árinu 1979 greiddi Ingimar hreppnum að miklu leyti það fé, sem hann hafði Lítil viðbrögð hollenskra fjölmiðla „ÞAÐ VAR frétt í Volkskraet í morgun þar sem sagt var frá því að gullskipið heföi reynst vera gamall þýskur togari, en það eru einu viðbrögð fjölmiðla sem ég hef ennþá orðið vör við vegna þessara tíðinda," sagði Ásdís Hildur Runólfsdóttir, sem nemur lágfiðluleik í Amsterdam, í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Hún var spurð hvernig hollenskir fjöl- miðlar hefðu brugðist við fréttun- um af Skeiðarársandi um helg- ina. Ásdís Hildur sagðist vera nýkomin frá íslandi og því ekki hafa fylgst með fréttaflutningi hollenskra fjölmiðla i sumar, en þó sagðist hún vita til þess að eitthvað hefði verið fjallað um leitina að gullskipinu þar sem almenningur virtist þekkja til málsins. ©' INNLENT tekið sér og hefur nú greitt fjár- hæðina að fullu. Sigurður Hallur Stefánsson, skipaður umboðsdóm- ari í málinu, kvað upp dóminn. Verjandi var Jón ólafsson, hrl. og sókn málsins af hálfu ákæruvalds- ins annaðist Bragi Steinarsson, vararíkissaksóknari. ið þrengdar óg hækkaðar; meðal annars í Jaðarseli, Látraseli, Klyfjaseli, Seljaskógum við Gróf- arsel, en breytingar voru sam- þykktar fyrir skömmu á opnum fundi Umferðarnefndar Reykja- víkur að Kjarvalsstöðum í tilefni Reykjavíkurviku. Ibúar komu áð máli við nefndina og lýstu áhyggj- um sínum. Þá hefur Rofabær verið þrengdur og hækkaður, svo og Kleppsvegur, þar sem beygt er inn af Elliðavogi. „Fólk er vel vakandi um um- ferðarmál og það er greinilegt aí. óhug hefur slegið að fólki vegna tíðra slysa á börnum. Hættan stafar ekki af hinum almenna ökumanni. Hann ekur gætilega — það eru undantekningarnar sem við erum að glíma við — ökumenn sem aka of geyst," sagði Óskar Ólason. Víða hafa götur verið þrengdar og þær hækkaðar á kafla til þess að ná niður umferðarhraða. Morgunbiaðið/Július. Metaðsókn að Iðnsýningu METAÐSÓKN varð að Iðnsýningu 1983, en tæplega 80 þúsund manns gáfu sér tíma til að fara inn í Laug- ardalshöll og skoða sýninguna. Milli 13 og 14 þúsund manns sóttu sýning- una heim á laugardag og sunnudag. Að sögn forsvarsmanna sýn- ingarinnar kemur sýningin til með að standa undir sér, þrátt fyrir lágan aðgangseyri. Allir kostnað- arliðir við sýninguna hafi þó hækkað mikið, meðal annars vegna þess að nýjum skemmtiat- riðum hafi verið bætt inn í dagskrá. Ólafsvík: Togarinn Már frá vegna vélarbilunar Ólafsvík, 6. september. TOGARINN Már kom til Ólafsvíkur í dag með bilaða vél. Skipið kom þó fyrir eigin vélarafii. Ekki er fréttarit- ara kunnugt um hve alvarleg bilunin er, en búast má við alllöngum tíma, sem skipið verður frá veiðum. Kem- ur þetta sér illa, ekki síst vegna þess að nýbúið er að selja héðan tvö togskip. Hráefnið er þó nægilegt í fisk- vinnslustöðvunum eins og er, því netabátar hafa haft góðan afla að undanförnu, jafnvel sex til tíu lestir eftir nóttina og þokkalegan afla hefur gefið f önnur veiðar- f*ri- Fréttaritari. ÓlíktfK) iÍ* með Lotus • wusta örygg'1- Þay sig 'gevs"e9t msssSsíss*1---------------- ma5"'eCeyKu< s»éu9'e"' .». » __ J t»musemev« ,u... .. flj Bm*o «u^ * „lastpoW tV'9" ’ auk ÞeSS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.