Morgunblaðið - 07.09.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.09.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1983 7 ÞÝZKAN Málaskólinn Mímir vill vekja athygli á þýzkukennslu skólans. Talmáliö er þjálfaö allt frá byrjun. Málfræöin er kennd meö æfingum og þannig gerö auöveldari. Sími 10004 og 11109 1.1—5 e.h.) I TOYOT A-SAUM AVEL AR KOSTABOÐ Á KJÖRGRIPUM PÁLÍNA KR. 8438 TOYOTA-VARAHLUTAUMBOÐIÐ ÁRMÚLA 23 — SÍMI 81733 Bladburöarfólk óskast! Úthverfi Vesturbær Austurbær Nökkvavogur Fálkagata, Lindargata frá 40—63A Langholtsvegur 151—208 Faxaskjól fWi>r0iiii#Xfi$>ífr Sérstæð verkaskipting Áhrifamenn ( Alþýöu- bandalaginu hafa skipt með sér verkum með dálít- ið sérsta'ðum hætti. Á rík- Lsstjórnaráruni flokksins voru verkalýðsforingjar hans kúgaðir til þess að hafa hægt um sig. Þeir höfðu átt mestan þátt í kosningaúrslitunum 1978 með því að beita verka- lýðssamtökunum gegn þá- verandi ríkisstjórn. Að kosningum loknum var þeim hins vegar sagt að þegja og því hlýddu þeir. Það er td. athyglisvert, að Ásmundur Stefánsson lét aldrei sverfa til stáls í deiF um við Svavar Gestsson á ríkisstjórnarárum hans, og var augljóst, að forseti AF þýðusambandsins hafði ekki kjark til þess. Nú er Alþýðubandalagið ekki lengur í ríkisstjórn og þá bregður svo við, að Ás- mund Stefánsson skortir ekki lengur hugrekki til þess að þeysa fram á víg- völlinn. Hann stendur fyrir auglýsingum í blöðum, hann skrifar greinar í blöð og lætur ófriðlega með ýmsum hætti. Þessi breyt- ing á atferli Ásmundar Stefánssonar frá því fyrir kosningarnar 1978, er hann var enn einn helzti sérfræðingur ASÍ f efna- hagsmálum, síðan á ríkis- stjórnarárum Alþýðu- bandalags og loks nú, þeg- ar Alþýðubandalagið er komið í stjórnarandstöðu, sýnir svo ekki verður um villzt, hver verkaskiptingin er. I>egar Alþýðubandalag- ið er í stjórnarandstöðu, má Asmundur Stefánsson láta til sín taka og beita áróðursmætti ASI gegn þeirri ríkisstjórn, sem við völd er. I>egar Alþýðu- bandalagið er í ríkisstjórn, á ASÍ að hafa hægt um sig. Guðmundur J. Guðmunds- son hagar sér á sama veg, Heimilisböl Framsóknar Eitt helzta vandamál forystumanna Fram- sóknarflokksins um þessar mundir er megn óánægja þeirra fyrrverandi ráö- herra, sem Steingrímur Hermannsson forsætisráöherra útilokaði frá ráöherra- stólum í vor. Þetta heimilisböl Framsókn- arflokksins er slæmt og erfitt viðureignar, en þó kannski ekki jafn afleitt og Alþýðu- flokksins, sem hefur hreinlega týnzt. í Al- þýöubandalaginu hafa foringjarnir hægt um sig í von um, að verkalýðsforingjarnir vinni verkin fyrir þá. en spurningin nú er sú, hvort Þröstur Olafsson, framkvæmdastjóri Dags- brúnar, hefur þrek til þess að standa gegn þessari misnotkun Álþýðubanda- lagsins á verkalýðssamtök- unum. Hitt er svo önnur saga, að ekki er mikil reisn yfir þeim forseta ASÍ, sem lætur nota sig og verka- lýðssamtökin með þessum hætti. Ólafur óánægður Það er opinbert leynd- armál, að eitt helzta vanda- mál forystumanna Fram- sóknarflokksins um þessar mundir er að fást við fyrr- verandi ráðherra flokksins. Olafur Jóhannesson er sáróánægður með að vera ekki lengur ráðherra og lætur það koma skýrt fram með margvíslegum hætti. Ingvar Gíslason getur með engu móti leynt því, hversu mikið hann sér eftir ráð- herrastólnum. Líklega mundi ný Búlgaríuferð ekki duga til þess að hugga hann! Tómas Árnason krefst sárabótar á þann veg, að hann verði gerður að bankastjóra Seðlabank- ans, þegar Framsóknar- flokkurinn á þess kost. Menn spyrja, hversu traustir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar þeir þre- menningar verði, þegar þing kemur saman. Heim- ilisböl stjórnmálaflokk- anna er margvíslegt, en þetta er áreiðanlega með þeim verri, þótt hljótt fari. Er Alþýðu- flokkurinn týndur? Áhugamenn um stjórn- mál hafa velt því fyrir sér síðari hluta sumars hvað hafl orðið um Alþýðuflokk- inn. Til hans hefur ekki spurzt frá því hann hrökkl- aðist út úr stjórnarmynd- unarviðræðum ( maímán- uði sl. CITROÉN* Cltroén C 35 árgerð 1983 Vegna hagstæöra samninga getum viö útvegaö örfáa bíla á frábæru veröi ca. 495.000 kr. til atvinnubílstjóra. Innifalinn eftirtalinn útbúnaður: Rennihurð á hægri hlið — 5 gíra gírkassi. Sæti fyrir 2 farþega viö hliö ökumanns. Mjög þægíleg vinnuaðstaöa. Framhjóladrif. Mjög góð greiðslukjör. Stuttur afgreiðslufrestur. Globus/ LAGMUl I 5. Blaðid sem þú vaknar við!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.