Morgunblaðið - 07.09.1983, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1983
t
Maöurinn minn og faöir okkar,
JÓHANN ÓLAFSSON,
Skriöufalli,
Þjóraárdal,
lést aö morgni 5. september.
Þórdís Björnsdóttir og börn.
Maöurinn minn, t EIRÍKUR KRISTINSSON,
flugumferöaratjóri,
er látinn. Anna M. Axelsdóttir.
t
Jarðarför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa,
INGÓLFS GUDMUNDSSONAR,
fyrrverandi bakaramaistara,
Njörvasundi 11,
fer fram frá Langholtskirkju, flmmtudaginn 8. sept. kl. 13.30.
Þórey Siguröardóttir,
Örn Ingólfsson, Garöur Baldursdóttir.
Guðmundur Ingólfsson, Kristín Júlíusdóttir,
Sigþór Ingólfsson, Sólveig Kristjónsdóttir,
Jósaf G. Ingólfsson, Erla Símonardóttir,
Ingibjörg Þ. Ingólfsdóttir, Snorri Staindórsson
og barnabörn.
t
Eiginkona mín og móöir okkar,
GUÐRÚN SÖRENSEN,
Kleifarvegi 8,
verður jarösungin frá Dómkirkjunni i Reykjavík, fimmtudaginn 8.
september kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaö en þeim sem vilja minn-
ast hennar er bent á Hjartavernd.
Ólafur Þ. Pálsson,
Georg Ólafsson,
Hafsteinn Ólafsson,
Ágúst Ólafsson,
Jónína Ólafsdóttir.
Minning:
Ari Guðmundsson
forstöðumaður
Fæddur 15. desember 1914.
Dáinn 31. ágúst 1983.
Látinn er í Reykjavík Ari Guð-
mundsson, forstöðumaður Húsa-
trygginga Reykjavíkur, 68 ára að
aldri.
Ari fæddist að Borgum í Nesj-
um í A-Skaftafellssýslu. Foreldrar
hans voru hjónin Guðmundur
Jónsson frá Borgarhöfn í Suður-
sveit og Ingibjörg Jónsdóttir frá
Þórisdal í Lóni. Guðmundur var
þekktur búhöldur, er bjó á Hofi í
Öræfum, Hvammi í Lóni, Borgum
í Nesjum, Reykjanesi í Grímsnesi
og að Nesi i Selvogi, þar sem hann
bjó frá 1928—1946. Var hann þar
um skeið með eitt stærsta fjárbú
landsins, um 800 fjár. Guðmundur
átti 8 börn.
Ari fluttist barn að aldri að
Reykjanesi og ólst þar upp og síð-
ar að Nesi við þau sveitastörf, sem
til féllu á stórbúi föður hans. Var
hann snemma dugmikill til allra
verka.
Ari hafði eigi tök á því að afla
menntunar fyrr en eftir tvítugt,
en þá hleypti hann heimdraganum
og settist í Gagnfræðaskóla
Reykjavíkur árið 1938—1940. Það-
an lá leiðin i Samvinnuskólann,
þar sem hann stundaði nám
1940—1941. Að því loknu hóf hann
störf sem bókhaldari við heild-
verslun Kristjáns G. Gíslasonar
og starfaði þar 1941—1945. Árið
1945 hélt Ari svo enn á ný til náms
og lá nú leiðin til Stokkhólms. Þar
stundaði hann nám í trygginga- og
viðskiptafræðum við Pálmanns
Institut í einn vetur.
Þegar Ari kom aftur heim réðist
hann til starfa hjá Almennum
tryggingum, jafnframt því sem
hann hafði með höndum stunda-
kennslu í Sjómannaskólanum 1946
og Kvennaskólanum 1947—1948.
Varð Ari skjótt deildarstjóri hjá
tryggingafélaginu.
Arið 1954 atvikaðist svo, að
Reykjavíkurborg ákvað að taka
brunatryggingar húseigna í borg-
inni í sínar hendur.
Borgarstarfsmenn bjuggu eigi
yfir þekkingu á tryggingamálum
og því var það að Tómas Jónsson,
þáverandi borgarritari, fékk Ara
sér til liðsinnis við að byggja upp
Húsatryggingar Reykjavíkurborg-
ar. Ari hóf störf hjá Reykjavík-
urborg 1. apríl 1954 og hefur
tryggingastarfsemin dafnað vel
undir farsælli handleiðslu Ara.
Starfsmannahald og allur kostn-
aður hefur haldist í lágmarki og
arður af starfseminni hefur komið
fram í lágum brunatryggingaið-
gjöldum húseigenda í borginni og
miklum endurbótum brunavarna
á Reykjavíkursvæðinu.
Á starfstíma sínum hjá Reykja-
víkurborg átti Ari jafnan náið
samstarf við þá, er gegnt hafa
starfi borgarritara, fyrst Tómas
Jónsson, en síðar Gunnlaug Pét-
ursson og Jón G. Tómasson. Hafa
þeir allir metið störf hans að verð-
leikum.
Ari kvæntist eftirlifandi konu
sinni Mikkelínu Sigurðardóttur
frá ísafirði, sem fædd er 1.12.
1924. Þeim varð fjögurra barna
auðið, en þau eru: Guðmundur, f.
26.7.1956, læknir; Þorgils, f. 13.12.
1957, verkfræðingur; Ingi, f. 26.7.
1959, nemandi í Tækniskólanum
og Helga Aðalheiður, f. 3.7. 1963,
Minning:
Hjördís Þorbjörg
Sigurðardóttir
t
Þökkum af alhug samúö og vinarhug viö andlát og útför,
JÓNS ÁGÚSTS GUOJÓNSSONAR,
Heysholti.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á lyflækningadeild
Landspitalans.
Sigríöur Guðmundsdóttir,
Óskar Guömundsson.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför eigin
manns míns, fööur, tengdafööur og afa,
JÓNS Þ. HINRIKSSONAR.
Sigurlín Ólafsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför eigin-
konu minnar, móöur og tengdamóður,
STEFANÍU SIGURDARDÓTTUR,
Dvalarheimilinu Hliö,
Akureyri.
Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki og vistmönnum dvalarheim-
ilisins fyrir auösýndan hlýhug og samúö.
Siguröur Rósmundason,
börn og tengdabörn.
Fædd 1. maí 1925.
Dáin 31. ágúst 1983.
Hjördís Þorbjörg Sigurðardótt-
ir, svilkona mín, andaðist þann 31.
ágúst sl. eftir harða og stranga
baráttu í um það bil hálft ár við
sjúkdóminn skelfilega, sem allt of
marga leggur að velli.
Hjördis var fædd 1. maí 1925 og
því liðlega 58 ára gömul. Foreldr-
ar hennar voru Ágústa Hildi-
brandsdóttir og Sigurður Árna-
son. Þau bjuggu lengst af á Lind-
argötu 15 i Reykjavík, en þar var
æskuheimili Hjördísar. Sigurður
heitinn var vel virtur og þekktur
borgari, gjarnan kenndur vif
Nordalsíshús gömlu Revkjavíkur
Systkini Hjördísar eru Árni, lést i
janúar sl., Aðalsteinn og Bryndís.
Þau Hjördfs og Kristinn, mágur
minn, kynntust er þau voru vií
nám í Verslunarskóla íslands.
Bæði luku þau burtfararprófi vor-
ið 1945 og gengu í hjónaband þann
4. október 1947.
Kristinn hafði þegar á þessum
árum sannfært söngunnendur um
söng- og tónlistarhæfileika sína.
Hafði hann starfað með ýmsum
kórum, m.a. undir stjórn föður
síns í Kátum félögum og síðar í
Fóstbræðrum. Því var það, að
nokkrir Fóstbræður og velunnarar
urðu til að styrkja hinn unga og
efnilega söngvara til náms erlend-
is, þar sem þau hjónin dvöldu árin
1951 til 1954, er Kristinn tók burt-
fararpróf. Hjördís tók heilshugar
þátt í námi mann síns og öllu, sem
af því leiddi. Styrkur skapgerðar
hennar var m.a. að geta veitt
stuðninginn bak við sviðsljósið,
oft erfitt hlutskipti en mikilvægt.
Hún var músíkölsk, skýr í hugsun,
hávaðalaus og óháð prjáli. Þannig
tók hún þátt í margvíslegum
störfum, sem tengdust skyldum
Kristins. Hún vann að félagsmál-
um og Iagði m.a. sitt af mörkum í
þágu Fóstbræðra með virkri þátt-
töku innan kvenfelags kórsins.
Hin hljóðláta húsmóðir helgaði
líf sitt heimilinu og börnunum
fjórum, sem nú eru uppkomin. Þau
eru Guðrún, gift Brynjari Dag-
bjartssyni, búsett í Svíþjóð; Ág-
ústa, fulltrúi hjá sjónvarpinu; Sig-
urður, starfandi í Svíþjóð og Anna
Bryndís, gift Ólafi Steinbergssyni.
Barnabörnin eru fjögur og var
hún þeim góð og umhyggjusöm
amma.
Við fráfall Hjördísar leita á
hugann minningar allt aftur til
þeirra ára þegar við tengdadæt-
urnar á Barónsstíg 65 vorum
þrjár. Auk okkar Hjördísar var
Oddný Jónsdóttir gift Ágústi,
elsta syninum. Vonir okkar voru
bjartar og bundnar tilhlökkun að
takast á við lífið og framtíðina.
Við sáum fyrir okkur dugnað og
fórnfýsi tengdamóður okkar, sem
vissulega sópaði af og alltaf hafði
nægan tíma fyrir þá sem á þurftu
að halda. En hér fór nokkuð á
annan veg. Oddný lést um aldur
fram og sömuleiðis Hjördís, sem
nú er öll.
Baráttan síðustu vikurnar var
Hjördísi erfið og þungbær að-
standendum, sem ekki undu sér
hvíldar. Kristinn og dæturnar
tvær, Ágústa og Anna Bryndís,
véku nánast ekki frá henni síðustu
sólarhringana. Það var Hjördísi
hughreysting og styrkur. Þá naut
hún hlýlegrar umhyggju hjúkrun-
arfólks, sem er Ijúft að þakka.
Við í Hvassaleiti þökkum
nemandi í menntaskóla. Þá gekk
Ari í föðurstað tveimur stjúp-
börnum, en þau eru: Elín Lyngdal,
f. 9.9.1944, húsmóðir, býr í Banda-
ríkjunum og Sigurður E.R. Lyng-
dal, f. 13.8.1948, kennari í Reykja-
vík.
í ljóðinu „Vort eilífa líf“ eftir
Leif heitinn Haraldsson segir
m.a.:
„Vér lifum, störfum aðeins nokkur ár.
Að æviskeiði loknu er holdið grafið.
En stritsins sviti og öll vor tregatár
um tímans eilífð renna í mikla hafið.
En þótt vér förum þannig, hver og einn
og þúsundir í skugga fárra gleymist,
í bygging heims er byrgður margur
steinn
sem byltum vér og hlóðum — og þar
geymist."
Að loknu lífshlaupi Ara Guð-
mundssonar er byrgður margur
steinn í árangri af störfum hans,
hjá ástríkri fjölskyldu og í ljúfum
minningum allra samferðamanna.
Blessuð sé minning Ara Guð-
mundssonar.
Björn Friðfinnsson
Hjördísi einlæga vináttu og sam-
fylgd og biðjum Guð að styrkja
Kristin og börnin.
Blessuð sé minning hennar.
Dóra
í dag er til moldar borin mág-
kona mín, Hjördís Þorbjörg Sig-
urðardóttir. Mig langar til að
minnast hennar með örfáum orð-
um.
Hjördís var dul en skynsöm
kona. Hún tók lífinu eins og það
var, ýmist ljúft eða leitt, eins og
gengur. í erfiðri sjúkdómslegu
sýndi hún æðruleysi, sem Guð
einn gat gefið henni. Hún átti
mann og börn, sem stóðu henni við
hlið, þegar mest á reyndi og veittu
henni styrk. Einnig var hún þeirra
stoð, ekki aðeins góð móðir heldur
líka frábær félagi.
Ég minnist mágkonu minnar
nú, ekki síst fyrir það, hve vel hún
reyndist mér og drengjunum mín-
um ævinlega. Því er ég henni inni-
lega þakklát.
Ég bið góðan Guð að styrkja
Kristin og börnin nú og ávallt.
Anna