Morgunblaðið - 07.09.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.09.1983, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR 203. tbl. 70. árg. MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Rússar víðurkenna að hafa grandað þotunni Tveir féllu Bandarískur land- gönguliði miðar í Éeirút skammt frá flugvellinum þar sem þeir háðu stórskota- liðseinvígi við Drúsa. Tveir landgönguliðar féllu. New York, Moskvu, 6. september. AP. RÚSSAR OG Bandaríkjamenn deildu í Öryggisráöinu í dag um Kóreuþotu- málið og sovétstjórnin viðurkenndi í yfirlýsingu að Rússar bæru ábyrgð á því að hafa „bundið enda“ á ferð þotunnar. „Tími til kominn," var sagt í Hvíta húsinu og upplýst að Bandaríkjastjórn hefði undir höndum „óhrekjandi" sannanir auk hljóðritana um að Rússar vissu að þeir eltu uppi áætlunarvél. í yfirlýsingunni sagði að herþot- ur hefðu skotið þotuna niður án þess að vita að hún væri áætlun- arvél. Flugmennirnir hefðu „fram- fylgt skipun frá stjórnstöð um að binda enda á ferð“ þotunnar í samræmi við lög um landamæri Sovétríkjanna. Veitzt var að Ron- ald Reagan forseta fyrir að halda því fram að flugmennirnir hafi vísvitandi ráðizt á áætlunarflug- vél og sagt að Rússar mundu áfram neyta þess réttar sam- kvæmt alþjóðalögum að verja landamæri og lofthelgi. Einnig sagði að kallmerki á dulmáli hefðu sýnt að þotan var í njósnaferð. Þrátt fyrir viðvörun- arskot hefði þotan neitað að hlýða skipunum um að lenda og reynt að komast undan. Farþegarnir hafi orðið fórnarlömb nýrra glæpa bandarisku leyniþjónustunnar. Sovétstjórnin harmi dauða þeirra en Bandaríkin beri alla ábyrgð á harmleiknum. Aldrei var sagt ber- um orðum að þotan hefði verið „skotin niður". Talsmaður bandaríska sendi- ráðsins í Moskvu kvað yfirlýsing- una of rýra og alltof síðbúna. Rússar neyddust til að viðurkenna að hafa grandað þotunni, en reyndu að skjóta sér undan fullri ábyrgð. Nokkru áður birti Tass beiskju- lega árás á Ronald Reagan for- seta, hina svæsnustu sem talin er hafa verið gerð á bandarískan for- seta, og gaf í skyn að hann bæri ábyrgðina. Reagan hefði reynt í ræðu sinni í gær að skjóta sér undan ábyrgð á sviðsettri ögrun gegn Sovétríkjunum, en reynt að skilja eftir undankomuleið ef nýj- ar staðreyndir kynnu að koma fram. Öryggisráðinu var sýnd upptaka á myndbandi er sýndi árás Rússa á þotuna. Fulltrúi Bandaríkjanna, Jeanne Kirkpatrick, sagði Rússa hafa gert sig seka um hneykslan- lega lítilsvirðingu fyrir mannslíf- um og haft í frammi ósannindi. Það varði ekki dauðadómi að vill- ast af leið hjá siððmenntuðum þjóðum. Bandaríska könnunar- flugvélin á svæðinu hefði lent klukkutíma áður en Kóreuþotan týndist. Bandaríkjamenn haldi ekki uppi könnunarflugi í sovézkri lofthelgi. Rússnesk flugvél flaug hvað eft- ir annað lágt yfir japanskri ferju á Japanshafi þegar 60 ættingjar hinna látnu reyndu að halda minningarathöfn. Fjölmenn minningarathöfn fór fram í Seoul. í Sapporo í Norður-Japan var eldsprengju varpað að ræð- ismannsskrifstofu Rússa, en eng- an sakaði. McFarlane reynir að koma í kring vopnahléi Beirút, 6. september. AP. TVEIR bandarískir landgönguliðar féllu og tveir særðust auk sex ítala í dag þegar Drúsar tóku bæinn Bhamdoun við þjóðveginn milli Beir- út og Damaskus. Bardagar kristinna manna og Drúsa fara harðnandi og taka Bhamdoun er fyrsti meiriháttar sigur Drúsa á kristnum falangist- um síðan ísraelsmenn hörfuðu. Mannfallið varð þegar landgöngu- liðarnir svöruðu árás frá stór- skotaliðsstöð Drúsa. í Washington varaði talsmaður Hvíta hússins Sýrlendinga við því að „æsa til ofbeldis" í Líbanon, því að Bandaríkjamenn „byggju yfir miklum skotkrafti" undan strönd Líbanons. Um 2.000 manna vel bú- ið lið bandarískra landgönguliða kemur til Miðjarðarhafs síðar í vikunni, en ekki er ráðgert að setja það á land. Robert C. McFarlane, fulltrúi Bandaríkjaforseta, ræddi við Am- in Gemayel Líbanonsforseta og fór síðan til Sýrlands til að reyna að fá Hafez Assad til að leggja fast að Drúsum að samþykkja vopnahlé. Bandar Bin Sultan prins, næsti sendiherra Saudi Arabíu í Wash- ington, kom til Damaskus með „áríðandi orðsendingu" frá Fahd konungi. Áður hafði konungur hringt til Gemayel, lýst áhyggjum sínum vegna ástandsins og heitið aðstoð. Andlegur leiðtogi sunníta, Sheik Hassan Khaled, skoraði á arabíska þjóðhöfðingja að koma á vopnahléi. Israelsmenn hyggjast ekki sker- ast í leikinn nema Sýrlendingar eða Palestínumenn sæki inn á svæði, sem Drúsar hafa náð. Rík- stjórnarfundur var haldinn vegna falls Bhamdoun. Alls hafa 216 fallið og 561 særzt síðan ísraelsher hörfaði á sunnu- dag. Orrusta í Herat Flugmenn vilja banna Moskvuflug í 60 daga I/ondon, 6. september. AP. VESTRÆNAR ríkisstjórnir íhug- uðu í dag sameiginlegar refsiað- gerðir gegn Rússum vegna árásar- innar á suöur-kóreönsku farþega- þotuna, en talsmaður vestur-þýzku stjórnarinnar kvaðst ekki gera ráð fyrir að Evrópuríki mundu banna flug Aeroflot-flugvéla eins og Bandaríkjamenn og Kanadamenn. Alþjóðasamband atvinnuflug- manna (IFAPA) hvatti í dag til 60 daga banns við flugferðum til Moskvu til að láta í ljós and- styggð sína á verknaðinum. Hvatt var til þess að bannið yrði fyrirskipað fljótlega og endur- skoðun færi fram eftir einn mánuð til að ákveða framleng- ingu og útvíkkun þess. Atvinnuflugmenn krefjast þess einnig að Rússar ábyrgist að þeir muni ekki skjóta niður áætlunarflugvélar I framtíðinni. Verði slíkt loforð ekki veitt verði frekari aðgerðir ihugaðar. Utanríkisráðherra Breta, Michael Haseltine, sagði að árásin sýndi að Vesturveldin mættu aldrei sofna á verðinum. Brezku og norsku utanríkisráðu- neytin sögðu að samræmdar að- gerðir yrðu ræddar þegar vest- rænir utanríkisráðherrar kæmu til Madrid síðar í vikunni að sitja öryggismálaráðstefnu Evr- ópu. Hollenzka stjórnin aflýsti um óákveðinn tíma heimsókn vara- utanríkisráðherra Rússa, Vlad- imir Komplektov, til Hollands og ferð landbúnaðarráðherra Hol- lands, Gerrit Braks, til Moskvu. Utanríkisráðuneytið í Haag sagði að Rússar hefðu ekki gefið viðhlítandi skýringar á atburð- inum eða ábyrgzt að slíkir at- burðir muni ekki endurtaka sig. Nýju Delhí, 6. september. AP. TÆPLEGA 300, þar af 50—100 sov- ézkir hermenn, féllu í meiriháttar orrustu í Herat, þriðju stærstu borg Afganistans, þegar sovézkir her- menn umkringdu úthverfi til að framkvæma húsleit fyrir tæpum mánuði að sögn vestrænna diplóm- ata í dag. Skæruliðar streymdu til svæðis- ins frá nálægum þorpum og um- kringdu Rússa. I hefndarskyni gerðu Rússar loftárásir á þorp, þar sem þeir töldu að skotið hefði verið skjólshúsi yfir skæruliða. Viku síðar féllu rúmlega 100 Afganir í átökum stuðningsmanna hinna stríðandi fylkinga stjórnar- flokksins, Parcham- og Khalque- fylkinganna, þar á meðal lögreglu- menn og hermenn. Öryggisástandið í Herat hefur versnað. Hermenn geta ekki farið langt frá búðum sínum nema margir saman og nokkrir háttsett- ir embættismenn og foringjar hafa fallið í flugskeytaárásum. Þegar bezt lætur hefur rafmagn ekki verið á nema frá ljósaskipt- um til miðnættis, en nú er alger- lega rafmagnslaust. Aðalmark- aðstorgið er aðeins opið á morgn- ana. Paul Nitze, aðalfulltrúi Bandaríkjanna í Genfarviðræðunum, heilsar sovézka aðalfulltrúanum, Yuri Kvitsynski. Sjá frétt á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.