Morgunblaðið - 20.09.1983, Síða 48

Morgunblaðið - 20.09.1983, Síða 48
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1983 „Eigum eftir að eflast meira“ sagði Peter Shilton eftir stórsigur Southampton WEST Ham tapaöi sínum fyrsta deildarleik á tímabilinu er liðið heim- sótti West Bromwich Albion á laugardag, en liðið hafði unnið alla leiki sína fram að þessu. Einu taplausu liðin eru því nú meistarar Liverpool og Southampton. Liverpool sigraði Aston Villa 2:1 á Anfield, og South- ampton vann stóran sigur á Manchester United — 3:0, á The Dell. West Ham er enn efst í deildínni, en Southampton og Liverpool eru Jðfn í öðru sætinu. Southampton þó með betra markahlutfall. Liðið hefur aöeins fengið á sig eitt mark í leikjunum sex, og Peter Shilton sá til þess á laugardag að þau yrðu ekki fleiri í bili: varöi oft frábærlega í leiknum við United. „Við erum með frekar fámennan hóp, en það býr mikið í honum og við eigum effir að eflast enn meira. Þegar við erum undir pressu — eins og í leiknum i dag — höfum við sýnt aö við getum heldið hreinu og það er mikils viröi. Það standa allir mjög vel saman hjá félaginu nú," sagöi Peter Shilton, mark- vörður Southampton og enska landsliðsins, eftir leikinn á laugar- dag í samtali við AP-fréttastofuna. Williams með tvö Steve Williams skoraði tvö mörk fyrir Dýrlingana á fyrstu sautján mín. leiksins. Síðara markið var gullfallegt: fast snúningsskot beint úr aukaspyrnu framhjá varnarvegg United. Peter Shilton varöi nokkr- um sinnum sérstaklega vel er Manchester-liðiö kom meira inn í myndina — en í seinni hálfleiknum greip örvæntingin um sig í liði gestanna og Southamtpon bætti marki viö í einni af skyndisóknum sínum. Það var David Armstrong sem geröi þriöja markiö með skalla eftir fyrirgjöf Nick Holmes ellefu mín. fyrir leikslok. Áhorfend- ur: 20.674. Sorglegur afmælisdagur Mark Garry Thompson á 87. mín. leiksins gegn West Ham kost- aði Lundúnaliðið sitt fyrsta tap á tímabilinu. Sérstaklega voru úrslit- in sorgleg fyrir Billy Bonds, fyrirliöa West Ham, en hann hélt á laugar- daginn upp á sinn 37. afmælisdag. Trevor Brooking mistókst að stöðva Barry Cowdrill á hægri vængnum, Cowdrill stakk hann af og sendi fyrir markið þar sem Thompson stökk hæst allra og skallaði í netið. West Ham náöi aldrei að leika eins vel og liöið hef- ur gert í undanförnum leikjum og var liðið heppiö aö tapa ekki stærra. Áhorfendur voru 15.161. Walsh hálsbrotinn? Colin Walsh, sem valinn var í landsliöshóp Skotlands gegn John Barnes er í fínu formi þessa dagana, og hann gerði tvö mörk fyrir Watford um helgina. Þessi frábæri leikmaður er ein af fram- tíðarstjörnum enska landsliösins. Ungverjum á morgun, skoraöi glæsilegt „hat-trick“ fyrir Forest gegn Norwich, meiddist er hann skoraöi þriðja markið á 65. min. með fljúgandi skalla. Hann var borinn af velli, og lék grunur á að hann hefði hálsbrotnaö — en þaö eru ein verstu meiðsl sem hugsast geta fyrir knattspyrnumann. Keith Bertschin og John Deehan komu Norwich tvívegis yfir í fyrri hálfleik en Walsh jafnaði í bæði skiptin. Áhorfendur voru 15.017. Þrátt fyrir hrakspár Coventry til handa fyrir keppnistímabilið er liö- iö nú i sjötta sæti deildarinnar eftir sigur á Leicester. Lífið hefur reynst nýliðunum erfitt í 1. deildinni og liðið hefur tapað öllum sex leikjum sínum. 12.377 áhorfendur sáu Nicky Platnauer skora fyrir Cov- entry í fyrri hálfleik, Terry Gibson bæta öðru við og Gary Lineker gera eina mark Leicester. 250. leikur Dalglish Kenny Dalglish hélt upp á sinn 250. leik meö Liverpool með því að skora í 2:1 sigri Liverpool á Villa. Leikmenn Villa höfðu varist frá- bærlega vel kröftugri sókn meist- aranna þar til Dalglish náöi aö skora á 74. mín. lan Rush skoraöi svo annað mark meistaranna sex mín. síðar með föstu lágskoti af 25 m færi. Colin Gibson minnkaði muninn á 84. mín. Öll mörkin skor- uð seinni hlutann — og á síöustu mínútunni var Steve McMahon, sem Villa keypti í haust frá Ever- ton, rekinn út af eftir aö hafa lent saman viö Graeme Souness. Áhorfendur: 34.246. Ipswich tapaöi sínum fyrsta leik í vetur og paö var Howard Gayle sem tryggði Birmingham stigin þrjú með marki á 62. mín. meö stórglæsilegu marki. Fast skot hans af 20 metra færi söng í net- inu. Birmingham yfirspilaöi Ipswich lengst af í heldur slökum leik, en Ipswich stal næstum stigi í lokin er skalla frá Paul Mariner var bjargað á línu og Kevin O'Callaghan átti skot í stöng. Áhorfendur: 13.159. Barnes í stuöi John Barnes átti stórleik með Watford gegn Stoke og skoraði tvö mörk. Þrátt fyrir tap í Þýska- landi í UEFA-keppninni í miðri viku voru leikmenn Watfordf hinir hressustu og lék liöið stífan sókn- arleik. Jan Lohman, fyrirliði liösins, og Richard Jobson skoruöu hin mörk liðsins. 12.691 manns sáu leikinn. Stoke hefur nú fengiö á sig níu mörk í tveimur leikjum án þess að ná að svara fyrir sig. Paul Walsh, einn efnilegasti leik- maður í Englandi um þessar mundir, kom Luton á sporið gegn Wolves, á 23. mín. Hin mörkin gerðu Brian Stein á 51. min., og Brian Horton skoraöi tvö mörk, á 63. og 77. mtn. Áhorfendur voru 10.975. Hoddle og Brazil ekki meö Keith Burkinshaw, stjóri Tott- enham, stillti upp óbreyttu liði frá því í 6:0 sigrinum í miöri viku í ir- landi, og voru þeir Alan Brazil og Glenn Hoddle því ekki meö. En lið- ið virðist ekki geta náö sér á strik í deildinni. Peter Reid og Kevin Sheedy komu gestunum 2:0 yfir í fyrri hálfleik en í seinni hálfleiknum minnkaði Mark Falco muninn. Sig- ur Everton var mjög sanngjarn. Áhorfendur á White Hart Lane voru 29.125. Nicholas meiddist Loks kom sigur hjá Arsenal. Eft- ir þrjá tapleiki í röö sigraði liðið nú Notts County 4:0 á útivelli. Gra- ham Rix skoraði fyrsta markið eftir aðeins 27 sekúndur. David Hunt skoraði svo sjálfsmark á 22. mín. Charlie Nicholas haltraði af velli snemma í seinni hálfleik, en Brian Talbot, sem kom inn á í hans staö, skoraöi þriðja markið eftir aö Pat Jennings í Arsenal-markinu haföi þrívegis variö snilldarlega. Tony Woodcock gerði fjórða markið. Áhorfendur: 10.217. John Gregory sýndi engin snilld- artilþrif á Loftus Road þar sem enski landsliöseinvaldurinn Bobby Robson var meðal áhorfenda. Úr- slitin gefa engan veginn rétta mynd af leiknum, því Sunderland lék býsna vel. Terry Fenwick skor- aöi fyrsta markið úr mjög vafa- sömu víti á 36. mín. og viö þaö brotnuðu Sunderland-leikmenn- irnir. Simon Stainrod og Clive All- en geröu hin mörk QPR. 12.929 áhorfendur voru á leiknum. Morgunblsðið/Símamynd AP. Jim Arnold, markvörður Everton, gríprr hér örugglega inn í leikinn viö Tottenham ó White Hart Lane á laugar„ iginn. Hann hefur þarna stokk- iö upp á Garth Crooks. Markahæstu menn DAVE Swindlehurst hjá West Ham er enn markahæstur í 1. deildinni, hefur skorað sex mörk. John Barnes, Watford, er næstur með fimm mörk en hann gerði tvö um helgina. Síöan koma fjórir kappar meö fjögur mörk: Eric Gates og Paul Mariner frá Ipswich, lan Rush, Liv- erpool og Simon Stainrod, Queen Park Rangers. I annarri deild hefur Kerry Dix on, Chelsea, örugga forystu keppninni um markakóngstitilinn hefur þegar gert niu mörk. Marl Lillis, Huddersfield, hefur gert se: og Simon Garner, Blackburn, o< lan Tolmie , Manchester City, eri báöir meö fimm. • Kenny Dalglish lók sinn 250. leik meö Liverpool og hélt upp é daginn með því aö skora fyrra mark liðsins gegn Aston Villa. Meiósli Ardiles tóku sig upp: Verður líklega skorinn upp OSVALDO Ardiles, Argentínu- maðurinn hjá Tottenham, lék á laugardag með varaliði félags- ins í Ipswich, en eftir 27 mín. varð hann að yfirgefa völlinn er hann fékk spark í vinstri legg- inn en meiðsli í honum hafa veriö að angra hann undanfarn- ar vikur. Leikurinn var talinn skipta öllu máli fyrir Ardiles, og Keith Burk- inshaw, framkvæmdastjóri liðs- ins, sagöi í samtali viö AP: „Nú veröum við að hugsa alvarlega um að láta skera hann upp. Við getum ekki haldiö svona áfram." Forráðamenn félagsins hafa ekki viljað að Ardiles gengi undfr upp- skurð hingaö til — heldur von- uöu peir aö hann næði sér að fullu með hvíld. Nú eru litlar likur á að þaö verði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.