Morgunblaðið - 16.10.1983, Page 1

Morgunblaðið - 16.10.1983, Page 1
í dansi 53/54/55 ólafur Skúlason 56/57 La Traviata 58/59 Halldór Gfslason 62/63 Pottarfm/Súpa og lifur 68 Dauðinn 78/79/80/81 Eddukvæði 82 Pappfr 83 Sunnudagur 16. október Hræringur 84/85 Myndasögur 86 Skák/bridge 86 Á förnum vegi 89 Dans/bió/leikhús 88/91 Velvakandi 92/93 Jeane Horney 94/95 Eins og getið hefur verið í fréttum lést breski leikarinn góðkunni sir Ralph Richardson síð- asta mánudag í Lond- on áttræður að aldri. Hann hafði legið á spítala í um vikutíma en veikindi hans höfðu neytt hann til að draga sig í hlé frá sýningum á leikritinu „Inner Voices" í London. Ferill . Richardsons í breskum leikhúsum og kvikmyndum spann- aði yfir sex áratugi og afköst hans voru með ólíkindum því á ævi sinni lék hann í yfir 200 leikritum og 100 kvikmyndum og með hon- um er genginn einn stórkostleg- asti leikari Breta af elstu kynslóð- inni. Þesi kraftmikli og ljúfi breski leikari var í hópi með sir Laurence Olivier (76) og sir John Gielgud (79) svokallaður „riddari breska leikhússins". Sir John, sem lék með Richard- son í leikriti Harolds Pinters, „No Man’s Land“, fyrir stuttu sagði að árinu 1983 hafi verið „spillt" með láti Richardsons. „Hann var dá- samlegur og stórkostlegur leikari og sjálfur var hann stórkostlegur maður. Hann var vinnusamur leikari allt til endalokanna og lifði lífinu til fulls." Þegar Sir Ralph Richardson var áttræður sl. desember skrifaði leiklistargagnrýnandinn Nicholas Wapshott í Lundúnablaðið The Times: „Af öllum leikara-riddur- unum er sir Ralph mest elskaður af almenningi. Fólk má dást að Gielgud. Það má snobba fyrir Olivier. En það er ofurselt sir Ralph." „Aldrei eins góöur og Gielgud og 01ivier“ Breskir leikhúsgagnrýnendur hafa alltaf freistast til að bera þá saman, Richardson, Olivier og Gielgud. Richardson talaði alltaf um þá af kurteisi mikilli, stundum örlaði á kaldhæðni, en það var líka allt. Þrátt fyrir samkeppni þess- ara risa breska leikhúsheimsins á árum áður myndaðist góður vin- skapur á milli þeirra, einkum og sér í lagi eftir að hver um sig hafði gert sér það ljóst að þeir skyggðu ekki hver á annan, heldur þvert á móti gátu bætt hver annan upp. En lítillæti og hlédrægni Rich- ardsons var viðbrugðið. Hann sagði eitt sinn í sjónvarpsviðtali: I stöðvað af fallegum endi. En það hættir aldrei að hreyfast.“ Æskuár Sir Ralph Richardson (hann var aðlaður 1947 á undan Olivier og Gielgud) fæddist í Cheltenham ár- ið 1902, þriðji sonur listakennara í kvennaskóla staðarins. Þegar hann var fjögurra ára fór móðir hans frá manni sínum og tók drenginn með sér til Shoreham- on-Sea, þar sem þau bjuggu um sig í gömlum járnbrautarvögnum við stöðina. Eftir að hafa lokið skyldunámi, reynt fyrir sér sem skrifstofumaður, hafið teikninám við listaskóla í Brighton og verið um hríð blaðamaður, lagði Rich- ardson af stað út á leiklistar- brautina. Við listaskólann í Brighton þóttist Richardson hafa komist að því að hann hefði enga stórkost- lega hæfileika sem málari eða að minnsta kosti að hann hefði enga löngun til að grafa eftir þeim. Hann gældi við þá hugsun að verða apótekari en komst að því að námið var langt og strangt svo hann gaf það upp á bátinn. Eins gaf hann blaðamennskuna upp á bátinn og svo virtist sem hann gæti ekki einbeitt sér að neinu ákveðnu. Sem barn hafði hann oftlega farið í leikhús í Brighton, oftast einn því móðir hans hafði takmarkaðan áhuga á efninu. En Ralph hinn ungi hafði alltaf haft þennan áhuga í einhverjum mæli og í ævisögu hans sem Garry O’Connor skráði og kom út á síð- asta ári segir frá því á dramatísk- an hátt þegar hann eitt sinn fór á sýningu á Hamlet í Brighton. í einu atriðinu er Hamlet að tala við Andann og Andinn segir; „Revenge his foul and most unnat- ural murder" og Hamlet svarar með því að draga upp sverðið og rispa sviðsgólfið með því, svo úr varð undarlegur hávaði. Richard- son þótti sem hljóðið kæmi úr sjálfu Helvíti þaðan sem Andinn kom og það dáleiddi hann full- komlega. Guð minn góður, hugsaði hann, ef ég gæti nú gert þetta. Og hann fann að hjartað í sér sló sem aldrei fyrr. Ó, ó, hugsaði hann. Aðeins ef ég gæti orðið leikari, ef ég aðeins hefði sverð og drægi það eftir gólfinu. Ég mundi ekki vilja gera neitt annað. Sír Ralph Richardson K (1902-1983) , „Ég er hreint gáttaðu á því að ég skuli vera orðinn eins gamall og ég er. Ég hélt alltaf að þegar ég yrði gamall yrði ég hræðilega gáfaður. Ég yrði afar lærður, ég yrði skemmtilega vitur. Fólk í kringum mig kæmi til mín til að leita ráða. En enginn leitar til mín með neitt, og ég veit ekki nokkurn skapaðan hlut.“ (Kalph Kichardson, 1975) „Ég hef aldrei verið eins góður og þeir. Ég hef aldrei unnið afrek til jafns við Olivier í Hamlet eða Gielgud í Ríkarði II. En mér hefur bara farnast vel. Ég þekki mín takmörk. í raun og veru hef ég ekki afrekað miklu. En ég hef ver- ið lánsamur maður. Ég hef fengið að fást við það sem mér hefur ver- ið hugleiknast í lífinu. Það eru ekki allir sem eru jafn stálheppnir og ég.“ Sagt var að Richardson hefði ekki til að bera þá ótrúlegu tækni sem Laurence Olivier ræður yfir og er mjög meðvitaður um að hann býr yfir samkvæmt sjálfs- ævisögu hans. Öfugt við Olivier hefur alltaf verið heldur hljótt um Richardson. En þar með er svo sannarlega ekki sagt að hann hafi ekki fengið að njóta sín sem leik- ari og víst hefur hann notið frægðarinnar á sinn yfirlætis- lausa hátt. Hann var alla tíð ljúf- ur i viðmóti og vinsamlegur og hann nálgaðist hlutverk sín af mikilli yfirvegun og vitsmunum. Engin eftirlætishlutverk Richardson átti sér engin eftir- lætishlutverk. Hapn kunni ekki við að líta til fortíðarinnar, en ef hart var lagt að honum gat hann sagt af fyrstu kvikmyndinni sem harin lék í á ferli sínum, The Ghoul frá árinu 1933, á móti Boris Karloff. „Ég lék þar mann, mjög ungan mann með kringluleitt sakleysislegt andlit, og húseigand- inn sem var kona kunni afskap- lega vel við hann, treysti honum. En allan tímann var hann að safna saman eldiviði í bálköst því hann ætlaði að brenna húsið til grunna. Ég hef aldrei leikið skemmtilegra hlutverk á ævinni." Þó að sir Ralph færi afskaplega leynt með einkalíf sitt hafði hann alltaf jafngaman af því að tala um starf sitt í leikhúsi. í sjónvarps- viðtali á síðasta ári sagði hann: „Það er viss spenna fólgin í að leika í leikriti, sem aldrei yfirgef- ur þig. Þú ert að leika í leik á móti tíma. Leikrit minnir mig alltaf á gríðarstóran stein, nokkur tonn á þyngd efst uppi á hæð, og þegar leikritið hefst tekur einhver stoð- ina frá þessu skrímsli og það fer að rúlla ... auðvitað niður í móti ... til enda. Kannski endar það í eyðileggingu, eða kannski er það Hann hóf að leita fyrir sér í leikhúsum í Brighton og hann komst að hjá St. Nicholas Players. Hann var 18 ára og stjórnandi þessa hálf-atvinnumannaleikhúss samþykkti að taka hann inn með það í huga að borga honum seinna ef hann reyndist einhvers virði. Leikhúsið var til staðar í gömlu kjötverkhúsi nálægt járnbrauta- stöðinni og Richardson fékk lítið að gera í fyrstu, en frami hans var skjótur og hann hafði ekki verið ár með leikhúsinu þegar hann var farinn að leika aðalhlutverkin. Andstreymi og meðbyr Hann kom fyrst til London á 21 árs afmælisdaginn sinn í leit að nýjum verkefnum, en það var ekki SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.