Morgunblaðið - 16.10.1983, Qupperneq 4
52
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983
Stefna Sovétmenn að stórkostlegra
náttúruslysi en áður hefur þekkst?
ÞRIÐJA stærsta innhaf
veraldar, Aralvatn í Mið-
Asíuhluta Sovétríkjanna, er
að hverfa. Ef ekkert verður
að gert verður það horfið
innan ekki langs tíma með
hörmulegum afleiðingum
fyrir iandið og fólkið, sem
býr á þessum slóðum.
Stjórnvöld í Sovétríkjunum
virðast ófær um að snúa
þróuninni við og raunar
hafa þau á prjónunum ann-
að náttúruslys enn ægi-
legra. Þau hafa lengi gælt
við þá hugmynd að beina
síberísku fljótunum, sem
renna í Norðuríshafið, í
suðurátt og nota vatnið til
áveitu en afleiðingarnar af
því gætu orðið skelfilegar,
ekki aðeins fyrir Sovét-
menn sjálfa, heldur einnig
fyrir Norðurlönd og allt líf-
ríkið á norðurhveli jarðar.
Til að auka afrakstur jarðar-
innar í Sovétlýðveldunum
Kasakstan, Turkmenistan og
Uzbekistan hafa verið gerðar
gríðarmiklar áveitur og vatnið
er tekið úr fljótunum, sem renna
í Aralvatn. Svo mikil er vatns-
notkunin, að mörg eru orðin
þurr áður en að ósnum er komið.
Þar sem áður var 20—25 metra
djúpt vatn er dýpið nú hálfu
minna og sums staðar hefur
flaeðarmálið færst til um allt að
60 km. Eftir situr víðáttumikil
saltslétta og grunnvatnsborðið
hefur lækkað svo mjög, að veru-
legar breytingar hafa orðið á
jurta- og dýralífi.
Þetta náttúruslys var nýlega
gert að umtalsefni í vikublaðinu
Moscow News og viðtal haft við
rithöfundinn Abdizhamil Nurp-
eisov. Þar kemur fram, að menn
hafi vitað að hverju stefndi fyrir
langa löngu en standi samt ráð-
þrota frammi fyrir vandamál-
inu. Landbúnaðurinn á þessum
slóðum og fólkið, sem þar býr,
getur ekki án áveituvatnsins
verið en stafar um leið stórkost-
leg hætta af örlögum Aralvatns.
Þegar vatnið gufar upp, situr
saltið eftir, kristallast og fýkur á
brott með vindinum. Þess vegna
er það nú á góðri leið með að
eyðileggja akrana, sem vökvaðir
eru með vatni, sem með réttu til-
heyrir Aralvatni. Þar sem áður
voru grænar grundir og gott
beitiland meðfram vatninu eru
nú aðeins saltauðnir og fiskveið-
arnar eru úr sögunni.
Hópur sérfræðinga frá sov-
ésku vísindaakademíunni hefur
gert skilmerkilega grein fyrir
þeim hörmulegu afleiðingum
fyrir náttúruna, sem uppgufun
Aralvatns hefur í för með sér.
Aðrir tala um óhjákvæmilega
kreppu en hvergi er ýjað að
nokkurri lausn.
Um áratugaskeið hafa Sovét-
menn gengið miskunnarlaust á
auðlindir náttúrunnar og í við-
talinu við Nurpeisov segir hann,
að „við erum eins og börn, sem
ekki kunna að meta það, sem þau
eiga“. Ráðist er í miklar fram-
kvæmdir án þess fólk fái nokkuð
til málanna að leggja og allt,
sem almenningi er uppálagt, er
að hrópa húrra fyrir því, sem
rikisfjölmiðlarnir kalla „stór-
kostleg brautryðjendaverk".
Opin umræða er ekki til og þær
fáu gagnrýnisraddir, sem heyr-
ast, ná ekki út fyrir þröngan hóp
vísindamanna og pólitíkusa.
Aralvatn er að
hverfa með
hörmulegum
afleiðingum en ef
þeim áœtlunum
verður hrundið
í framkvœmd
að snúa við rennsli
fljótanna, sem
renna í Norður-
íshaf verður útkoman
e.t.v. alvarleg
veðurfarsbreyting
á norðurhveli
jarðar
Þetta á t.d. vel við um þær
hugmyndir, sem nú hafa verið á
döfinni í rúman áratug. Það er
að segja að snúa við rennsli
nokkurra fljóta í Síberíu. Þau
renna nú í Norðuríshafið en með
stærri stíflum en áður hafa
þekkst er unnt að beina rennsli
þeirra í suðurátt til vatnslitiila
svæða. Reiknað hefur verið út,
að ef þetta tekst, er unnt að
rækta korn á stórum svæðum í
Mið-Asíu, sem hingað til hafa
ekki verið til kornræktar fallin,
og auk þess bæta Aralvatni upp
vatnsmissinn og Kaspíahafi líka,
en vatnsborð þess hefur einnig
lækkað um nokkra metra.
Þessar fyrirhuguðu fram-
kvæmdir hafa sætt gagnrýni
ýmissa vísindamanna í Sovét-
ríkjunum og erlendis. Þeir óttast
nefnilega, að verulegar breyt-
ingar geti orðið á hitastigi og
seltu sjávarins í Norðuríshafi og
það leiði svo aftur til alvarlegra
veðurfarsbreytinga, ekki bara í
Sovétríkjunum heldur einnig á
Norðurlöndum og annars staðar
á norðurhvelinu.
Enginn utan Sovétríkjanna
veit á hvaða stigi þessar áætlan-
ir eru en eftir óstaðfestum upp-
lýsingum, sem fengust í Moskvu
í fyrra, hafa nú þegar farið fram
undirbúningsframkvæmdir við
fljótið Sutsjona, sem er í 600 km
fjarlægð í norðaustur frá
Moskvu. Þetta á að hafa komið
fram í bréfi til Brezhnevs, þáver-
andi leiðtoga, frá ýmsum sovésk-
um vísindamönnum, sem mót-
mæltu þessum framkvæmdum.
Fyrir einu ári sagði Tass-
fréttastofan frá því, að gervi-
tunglum hefði verið komið á
braut um jörðu til að finna forna
árfarvegi á því svæði, sem fljótin
Ob og Jenisei renna um. Það
sýnir ljóslega, að ráðamenn í
Sovétríkjunum stefna enn að því
að snúa við stórfljótunum, sem
renna í norður, og guð einn veit
hvað annað mun snúast við um
leið.
SS (Heimild: Aftenposten)
TILBOÐ TIL MÁNAÐAMÓTA
ATH.: Ný
og endurbætt
þjónusta
:tP
Nú getur þú fengið
springdynu sem hentar \
þér nákvæmlega. ........................................
Komdu á Smiöjuveginn til okkar og láttu okkur finna út hvaö hentar þér því þaö er mikið atriði
aö dýnan henti þér nákvæmlega til þess aö þú fáir fullkomna hvíld og endurnýist á hverri
nóttu.
góö dýna þýöir fallegra vaxtarlag
Einnig gerum við upp gömlu dvnuna ef hægt er. Sækjum að morgni, skilum að kveldi.
DÝNU- OG BÓLSTUGERÐIN,
Smiöjuvegi 28,
Kópavogi.
Sími 79233.
/
Útboð
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í Reykja-
nesbraut frá Vífilsstööum að Hafnarfirði annars
vegar og Vesturlandsveg í Leirársveit hins vegar.
Helstu magntölur eru:
1. Reykjanesbraut:
Fylling og burðarlag 63.000 rúmmetrar.
Malbik 31.600 fermetrar.
Regnvatnslagnir 1.000 metrar.
Kantsteinar 2.400 metrar.
Verkinu skal lokið 1. september 1984.
2. Vesturlandsvegur:
Fylling og burðarlag 91.400 rúmmetrar.
Verkinu skal lokiö 20. júní 1984.
Útboðsgögn verða afhent hjá aðalgjaldkera Vega-
gerðar ríkisins, Borgartúni 5, 105 Reykjavík, fyrir
bæði útboðin og á afgreiðslu Vegagerðar ríkisins,
Borgarbraut 66, 310 Borgarnesi, fyrir Vestur-
landsveg frá og með 17. október 1983 gegn 2.000
kr. skilatryggingu. Skila skal tilboði í lokuðu um-
slagi merktu nafni útboðs til Vegagerðar ríkisins
fyrir kl. 14.00 hinn 31. október 1983 og verða þau
opnuð sama dag kl. 14.15.
Reykjavík, í október 1983.
Vegamálastjóri.
V