Morgunblaðið - 16.10.1983, Qupperneq 6
54
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983
Mikilvægt apor í uppaiglingu.
S'
I dansi
„Þiö megið dansa
ykkar eigin dans“
„Nú megið þið sjálfar ráða hvað
þið dansið, ykkar eigin dans, eða
bara hvað sem er. Kn þegar ég siekk
á músikinni, verðið þið að vera aiveg
kyrrar," segir Sóley Júhannsdóttir
við stelpurnar sínar fimmtán, sem
allar eru komnar í steilingar á stóru
dansgóifinu í Dansstúdíói Sóleyjar í
Brautarholtinu. Sóley er ekki fyrr
búin að sieppa orðinu en dúndrandi
diskótónlist dynur yfir salinn og það
færist heldur betur fjör í hópinn.
Síðar kemur í ljós að „stoppdansinn"
er eitt það skemmtilegasta, sem
steipurnar vita, auk þess að vera
ágæt aðferð fyrir kennarann til þess
að skoða hópinn og sjá hvernig hver
og ein tjáir sig.
Nú eru tveir litlir bræður komnir í
heimsókn. Þeir standa við útjaðar
dansgólfsins og reyna að vekja at-
hygli dansmeyjanna á sér með sveifl-
um og handapati en stoðar lítt. Þetta
eru pínulitlir pattar í lopapeysum og
gúmmístígvélum, hoppa upp og niður
í takt við tóniistina og iangar greini-
lega að vera með. Vonandi verða þeir
ekki of feimnir til þess þegar þeir eru
orðnir aðeins hærri í loftinu, en þó er
hætta á því. „Það byrja svo fáir
strákar á þessum aldri,“ segir Sóley,
en hópurinn sem við erum að fylgjast
með er á aldrinum sex til níu ára.
„Og þeir sem byrja hætta oft jafnvel
þótt þeim þyki gaman vegna þess
hvað það eru fáir aðrir strákar."
Öðru máli virðist gegna um eldri
flokkana, þar fer strákunum sífjölg-
andi og það hefur dregið úr því sem
áður var, að strákum var strítt ef
þeir höfðu gaman af því að dansa.
„SÍS“ segja sumar hnáturnar, er
þær verða varar við ljósmyndarann
og síðan ekki söguna meir, enda er nú
verið að æfa háalvarleg spor. Síðan
taka við nokkrar léttar fettur og
beygjur, stoltar mæður fylgjast með
álengdar — fáir feður — það er
stokkið í loft upp og staðið á einum
fæti og þar með er tíminn búinn.
„Æfum okkur mikið heima“
„Það er ágætt að vera í dansi. Ég
byrjaði af því að mig langaði svo að
vera með bestu vinkonu minni. Við
gerum sko allt saman nema borða
nestið í skólanum,“ segir María, átta
ára í stuttu spjalli að loknum tíman-
um. En mikilvægi þess að eiga góða
vinkonu þegar maður er átta ára ætti
að vera öllum ljóst. Systurnar Helga
og Fjóla Valdís, sem eru sjö og níu
ára, segjast æfa sig mikið heima
„þótt að við rekumst oft hvor á aðra
þegar við erum að því“. Þær bæta þvl
við að pabbi og mamma hafi verið í
dansi en svara neitandi þegar þær
eru spurðar hvort fjölskyldan æfi sig
þá stundum öll saman. „Pabbi er allt-
af I vinnunni og mamma er alltaf að
taka til “ segja þær. Þórdís Eik, sjö
ára og Agústa Amelía, sem er níu ára
og heitir Amelía eftir ömmu sinni,
eru engir nýgræðingar, voru í fyrra
líka og eru báðar svolítið að hugsa
um að verða dansmeyjar. „Ég er að
verða tíu ára og ætla örugglega f
framhaldsflokk," segir Ágústa Am-
elía. „Mér finnst allt jafn skemmti-
legt sem við gerum hérna. Svo er hún
Sóley líka alveg æðisleg og maður er
ekkert feiminn. Við erum að setja
saman dans, lærum nokkur spor í
hvert skipti. Það gengur vel og við
erum komnar langt. Svo þegar það er
búið byrjum við á nýjum." Helga
Guðný, sex ára með ljósa tíkarspena
og eina framtönn, segir að sér þyki
æfingarnar skemmtilegastar, „sér-
staklega teygingarnar". Hún ætlar
nú samt ekki að verða dansmey eða
fimleikakona „heldur flugfreyja eins
og mamma og kannski líka snyrti-
kona“. Svo er hún að verða leið á að
bíða eftir þessari nýju tðnn, bætir
hún við, svona utan dagskrár. Krist-
veig, sjö ára, er í rauðum buxum með
hárið í fínum hnút í hnakkanum —
mamma lagar á henni hárið. Hún æf-
ir sig heima án þess að hafa músik
með. „Það er alveg óþarfi," segir hún.
Kristveig á eina systur, em er í List-
dansskóla Þjóðleikhússins og þangað
langar hana líka með tíð og tfma.
„Að fínna hvort
þau hafa takt“
„Að hafa takt“ er að vera búin
þeim eiginleikum að skynja hrynj-
andi í hljómfalli og geta hreyft sig í
samræmi við hana. Að hafa takt er
því sambærilegt við það að halda lagi
og líkt og fólk er misjafnlega lag-
visst, er það misjafnlega taktvisst.
Sá „taktlausi" er þó mun betur
settur en sá laglausi. Það er varla
vinnandi vegur að kenna laglausu
fólki að syngja, en eftir þvf sem Sóley
segir, getur fólk orðið hinir prýði-
legustu dansarar jafnvel þótt það
hafi litla sem enga tilfinningu fyrir
hljómfalli.
„Annars eru voðalega fáir, sem
ekki hafa einhvern takt f sér,“ bætir
Sóley við. „Þið ættuð UL bara að
koma hingað aftur eftir þrjá mánuði
og sjá breytinguna, sem þá verður
orðin á stelpunum. Þær eru ennþá að
fikra sig áfram og komast upp á lag-
ið. Sumar eru þó alveg fæddar með
þetta og maður sér fljótlega hvað býr
í þeim. Ég legg ekki aðaláhersluna á
að þær séu liðugar í byrjun, það kem-
ur af sjálfu sér. Hins vegar fá þær
nokkuð strangar upphitunaræfingar
til þess að auka þolið. Ég fer hægt í
sakirnar þegar dansar eru annars
vegar. Það þýðir ekki að ætla að
kenna þeim langa og flókna dansa
svona í byrjun, heldur tökum við
nokkur spor f hverjum tíma og að
lokum er orðin til fyrsti heili dans-
inn. Fyrsta mánuðinn nota ég ein-
göngu tónlist með einföldum og föst-
um takti, sem er auðvelt að ná. Sfðan
tekur við barnamúsik, úr barnaleik-
ritum og söngleikjum, sem þær
þekkja. Þá fá þær lfka að leika atriði
í bland við dansinn. Þvf hafa þær
mjög gaman af og það heldur áhug-
anum við. Annars sakna ég þess að
hafa ekki neina íslenska barnatón-
list. Það hefur afskaplega lftið verið
gert af því að semja íslenska barna-
tónlist. En það væri ánægjulegt að
hafa fslenskt efni í höndunum til
notkunar við kennsluna, eitthvað
sem stendur krökkunum nær en t.d.
bandarískir barnasöngleikir, þó að
þeir geti verið skemmtilegir.
Það fer ekkert milli mála að öll
börn hafa gott af því að læra að
dansa. Það skilar sér f auknu
sjálfstrausti og betri líkamsburði,"
segir Sóley.
„Það þarf ekki annað en að lfta á
krakka, sem hafa verið f einhvers
konar dansi til að sjá hvað þau bera
sig fallega og eru oft óþvingaðri f
framkomu en ella.“
Að lokum víkjum við aðeins að
þessu með strákana. Sóley hefur rek-
ið Dansstúdíóið f þrjú ár. Nú eru 25
strákar í skólanum en fyrsta árið var
aðeins einn. Sá var sextán ára, efni-
legur og áhugasamur, en sá sig til-
neyddan að hætta eftir að upp komst
í skólanum að drengurinn stundaði
jassballett í frístundum — innbrot í
sjoppur hefðu væntanlega þótt virðu-
legra tómstundagaman.
En eins og tölurnar sýna, þá er að