Morgunblaðið - 16.10.1983, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983
55
Sóley leggur línuna tyrir næsta dana.
íhugun i dansgóltinu.
„Er þatta ekki alveg öruggtega
sem ig er aö setja fram?“
verða hugarfarsbreyting hjá táning-
um, varðandi áhugamál, sem hvoru
kyninu fyrir sig „leyfist" að hafa og
er það vel.
„Maður leggst ekki í gólfíð
í sparikjólnum sínum“
„Jæja stelpur, nú eigið þið að bjóða
strákunum upp.“ Það er dömufrí þeg-
ar blm. ber að garði i Dansskóla
Heiðars Ástvaldssonar í Breiðholt-
inu. Þar sér Svanhildur Sigurðar-
dóttir danskennari, af aðdáunar-
verðri lagni og þolinmæði um að ekk-
ert fari úr böndunum hjá hópnum,
sem er á aldrinum fjögurra til sex
ára og alveg nýbyrjaður að tileinka
sér hina göfugu dansmennt.
„Þið megið ekki slást um þá,“ bætir
Svanhildur við, þegar hún sér hvert
stefnir, því það er ekkert verið að
tvínóna við hlutina. Svo er dansgólfið
líka svolítið hált, handagangur I
öskjunni og nemendurnir ennþá
óvanir að fóta sig á blankskóm. Því
verður sumum fótaskortur og Svan-
hildur þarf að benda þeim á að það sé
hreint ekki til siðs að leggjast 1 gólfið
í sparifötunum sínum. Frumatriðin
eru fyrst á dagskrá, herrarnir verða
að læra að hneigja sig fyrir dömun-
um og öfugt. Svo á að læra að dansa
hliðar-koss, sömbu, twist og la bost-
ella. Og þó að enginn verði alþjóðleg-
ur dansmeistari í fyrsta sinn, gengur
allt stóráfallalaust fyrir sig enda fer
Svanhildur fint í sakirnar og dulbýr
dansana sem leiki, sem allir hafa
gaman af. í lok tímans tvista allir af
Sumir kunna ekki alveg viö þaö aö leggja hendurnar á axlirnar i þeim
næstu og lita nægja aö taka í kjóltaldinn.
hjartans list, nema tvö sem standa
hvort í sínu horni á dansgólfinu,
reyna að láta fara lítið fyrir sér og
eru greinilega ekki alveg komin með
sveifluna á hreint. En verða það
væntanlega í næsta eða þarnæsta
tíma. Svo streymir strollan út í fínni
röð „svo mamma verði nú hissa“.
Þær Eva og Petra, sem báðar eru
fjögurra ára, eru ekkert á því að
halda uppi andríkum samræðum um
gildi dansmenntar. Þeim ber þó sam-
an um að strákar séu leiðinleg fyrir-
bæri og lítið gaman að dansa við þá.
„Stelpur eru betri" segja þær með
áherslu og snúa sér síðan að því að
bera saman skóna sína, en þær eru
báðar í skóm með „punktum" og þyk-
ir greinilega mikið stöðutákn. Nú
kemur kvenmannshandleggur og
kippir Evu út um dyrnar sem við sitj-
um við, en við Petra ræðum svolítið
um ljósbláa pífukjólinn hennar „sem
pabbi kaupti í útlöndum". Svo er
Petru kippt út og blm. snýr sér að
Svanhildi danskennara.
„Þetta tekur ekkert á mann,“ segir
Svanhildur, aðspurð hvort það sé
ekkert þreytandi að stappa stálinu i
smáfólkið svona daginn út og inn.
„Lagnin er það sem blífur og það er
reglulega gaman að kenna þeim litlu.
Það er mjög þýðingarmikið að læra
að tjá sig með líkamanum, þau verða
ófeimnari og komast að því að þau
geta umgengist hvort annað á annan
hátt en bara í gegnum slagsmál og
læti,“ segir Svanhildur og snýr sér að
því búnu að næsta hóp, sem er aðeins
eldri, sjö til níu ára.
„Hann ætlaði ekkert
að bjóða mér upp“
Seinni hópurinn er fámennari en
sá fyrri, tíu stykki, átta stelpur og
tveir strákar — sá þriðji snýr við í
dyragættinni þegar hann sér hvað
kynbræður hans eru fáliðaðir. „Þú
kemur bara næst,“ segir Svanhildur,
„þá verða komnir fleiri strákar."
Tíminn hefst á því að herrarnir tveir,
sem inni eru, eiga að bjóða upp.
„Dömurnar" flissa og pískra og sem
snöggvast finnur blaðamaðurinn
gömlu dansskólafeimnina læsast um
sig fyrir þeirra hönd og „herranna".
En það er einmitt hún, sem á að yfir-
stíga og meðan Svanhildur lokar
augunum og telur upp að þremur,
hafa báðir herrarnir sig í það að
hneigja sig pent sinn fyrir hvorri
dömunni. „Hann ætlaði ekkert að
bjóða mér upp,“ segir önnur þeirra
og er í einhverjum vafa um hvort það
hafi verið hún, sem raunverulega átti
að bjóða upp. Herrann kveður svo
hafa verið. Hann er ekkert á því að
sleppa þeirri útvöldu, fyrst hann hef-
ur lagt í þessa mannraun á annað
borð og þau halda saman út á gólfið.
Hitt parið er strax svo pottþétt í
sveiflunni að það er eins og þau hafi
dansað saman í fyrra lífi. Stelpurnar
sem eftir eru dansa svo hver við aðra
og þykir ekki verra. Svo koma líka
fleiri strákar næst... HHS