Morgunblaðið - 16.10.1983, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR16. OKTÓBER 1983
57
Jafnhliða víg.slubiskupsembættinu gegnir Ólafur störfum sóknarpresta {
Bústaðasöfnuði, sem er hans aðalstarf. Hér er Ólafur fyrir framan Bústaða-
kirkju.
hvort við gætum ekki sameinast
um sjónvarpsauglýsingu og kynn-
ingu á annan máta.
Ég man eftir því, þegar ég var
æskulýðsfulltrúi, að þá settum við
tilkynningar um æskulýðsdaginn í
alla strætisvagna. Við ættum að
gera meira af þess háttar.
Ég var í Gautaborg í vor og þá
töluðu þeir um það, að þeir hefðu
verið með kirkjulega vakningu þar
eða leitazt við að koma henni á.
Þeir settu upp auglýsingar alls
staðar í borginni og spurningin
var: „Hve'r er að koma?“ Það var
ekkert sagt annað í auglýsingun-
um en þetta: „Hver er að koma?“
Síðan þegar kirkjuvikan átti að
hefjast, þá kom loksins svarið við
spurningunni: „Jesús er að korna."
Biskupinn i Gautaborg sagði, að
þetta hefði haft geypimikil áhrif.
Fyrst eftirvæntingin, spurningin,
hver væri að auglýsa svona. Fólkið
var svo hissa. Er þetta kirkjan?
Fólk átti ekki von á því, að hún
væri að reyna eitthvað svona ný-
stárlegt. Við eigum að koma boð-
skapnum á framfæri. Ef erkibisk-
upinn í Svíþjóð telur að þetta sé
svona nauðsynlegt hjá þeim, þá
held ég, að það sé ekkert síður hjá
okkur.
Hefur hitinn í hel-
víti snarlækkað?
Djöfullinn dó á íslandi árið 1801
með útgáfu Leirgerðar, sálmabók-
arinnar, þar sem skynsemishyggj-
an réð ríkjum og hafi endanlega
dáið með tilkomu frjálslyndu guð-
fræðinnar upp úr síðustu aldamót-
um. Er það líkt með „Ljóta kallin-
um“ eins og storkinum og jóla-
sveininum, að þegar menn vaxa úr
grasi, þá sjá þeir, að hann er bara
plat? A.m.k. finnst manni eins og
hitinn I helvíti hafi snarlækkað
síðan á dögum Vídalínspostillu, sé
miðað við predikanir í dag.
— Einhvern tímann las ég það,
að myrkrahöfðinginn kallaði tií
sín mestu trúnaðarvini sína og var
að spyrja þá að því, hvernig þeir
gætu haft sem bezt áhrif. Þeim
datt ýmislegt í hug. En loksins
samþykktu þeir allir eina uppá-
stungu einróma. Hún var um það,
að koma því inn hjá fólki, að hann
væri bara alls ekkert til.
Það er alveg rétt, að við heyrum
ekki í dag predikanir eins og voru
þrumaðar áður, um vítisloga og
brennistein. Ég myndi sjálfur
aldrei predika þannig. Þó þurfum
við ekki að fara langt til þess að
sjá áhrif hins illa. Þurfum bara að
taka blaðið í dag til þess að sjá, að
það er margt sem minnir á að það
er tekizt á i heiminum á milli þess
illa og þess góða. Hvort sem við
almennt í boðuninni persónuger-
um hið illa eða ekki. Það er aftur á
móti annar handleggur. En ég
held, að enginn geti lokað augun-
um fyrir því, að hið illa er í sókn.
Það er máttugt og það má ekki
láta taka sig sofandi og fljóta
þannig að feigðarósi. Það er líka
sannleikur, að við tölum ekki mik-
ið um þetta. A.m.k. ekki í þeim
dúr, sem gert var áður. En ég held
að við séum okkur meðvitandi um
það, að það er tekizt á í heiminum.
Mennirnir ákvarða
ekki tíma Guðs
Og að lokum, ólafur. Heldur þú,
að það sé ekki farið að styttast
allítarlega í endurkomu Krists til
að dæma lifendur og dauða, eins
og við játum i hinni postullegu
trúarjátningu við skírn, fermingu
og ævinlega við messur, þegar far-
ið er með hana þar?
— Þeir spurðu, lærisveinarnir,
þegar Jesús var með þeim, hvenær
dagurinn yrði. Það hefur verið
spurt um þetta alla tið síðan. Allt-
af hefur hver kynslóð séð ýmis
teikn þess, að hann sé að koma. Og
kannski hefur engin kynslóð rík-
ari ástæðu til þess að halda að
endurkoman sé í nánd, þegar við
skoðum þá möguleika á eyðingu
heimsins, sem núna er. Sem betur
fer eru það ekki mennirnir, sem
ákvarða tíma Guðs. Það eru held-
ur ekki mennirnir, sem ráða því,
hvernig Guð starfar. Sem betur
fer, segi ég. 1 þvi felst þetta, að við
vitum, hvar við eigum að vera. í
hógværð og í auðmýkt og eigum að
biða. En við eigum alls ekki að
bíða í skelfingu. Þetta er ekki
ógnin, sem við erum að hugsa um,
þegar Jesús sannar okkur öllum
mátt sinn og dýrð sína. Við eigum
að vaka og vera tilbúin.
Jesús líkir t.d. endurkomu sinni
við veizlu. Við hræðumst ógnirnar
í dag, en við eigum þann Drottin
og frelsara sem eyðir þeim ógnum,
ef við aðeins trúum á hann. Hvort
sem hann kemur á okkar tíma eða
ekki. Það getum við ekki sagt til
um, sem betur fer.
— Pb
Gleymduþér í nokkmdaga
íGlasgow. Frábær helgarferó
fyrir aðeins 8.202.- krónur
Borg í næsta nágrenni
Þú átt kost á ódýrri og ánægjulegri skemmtiferð
til Glasgow. Ef til vill þeirri bestu, sem þú hefur
farið hingað til.
gerðar. í Glasgow eru fjölmargar verslunargötur,
margar hverjar þeirra eru göngugötur með fal-
legum blómaskreytingum og nægum tækifærum
til að tylla sér niður og njóta umhverfisins.
Eftir tæplega 2ja klukkustunda flug lendir Flug-
leiðaþotan á flugvellinum rétt fyrir utan Glasgow
og þú ert kominn inn í eina af skemmtilegustu
borgum Evrópu áður en þú veist af.
Sjötíu skemmtigarðar
í borginni við ána
Það hefur átt sér stað gjörbylting í Glasgow.
Borgin er hrein, lífleg og nýtískuleg. Um leið
heldur hún hinu gamla og rótgróna yfirbragði
með byggingarstíl Viktoríutímabilsins, stórkost-
legum safnbyggingum, listasöfnum, bókasöfnum,
fallegri dómkirkju í gotneskum stíl, köstulum og
sveitasetrum í næsta nágrenni. Hvorki meira né
minna en 70 lystigarðar setja lit á umhverfið, og
ekki má gleyma göngubrautinni meðfram ánni
Clyde, sem teygir sig 5 km frá miðborginni út í
sveitina. Ef þú vilt tilbreytingu, þá er önnur
stórkostleg borg í aðeins klukkustundar fjarlægð,
ef ekið er eftir næstu hraðbraut, - Edinborg. Þar
geturðu skoðað heimsfrægan kastala um leið og
þú lítur við í verslunum Princes Street, verslun-
argötu sem á sér fáa líka.
Verslanaparadís
Eins og þú getur ímyndað þér, vilja Skotamir gera
góð kaup - og þú auðvitað líka. Þess vegna em
verslanir Glasgowborgar sérstaklega vel úr garði
Fáar borgir bjóða fjölbreyttara
skemmtanalíf
Skoska óperan, ríkishljómsveitin og ballettinn em
auðvitað í Glasgow. Skoski fótboltinn á líka sína
aðdáendur. Skotar eiga Evrópumeistaraliðið 1983
og landsvöllur Skotlands er í Glasgow við Hamp-
den Park. Fimm hörku fótboltalið með Celtic og
Rangers í broddi fylkingar hafa aðstöðu í borginni.
í Glasgow em nýtísku kvikmyndahús, leikhús og
söngleikjahús. Þar em fjölleikahús og látbragðs-
leikir, kabarettar, næturklúbbar, dansstaðir og
diskótek. í Glasgow er úrval prýðilegra veitinga-
staða með skoskum nautakjötsréttum, ítölskum,
frönskum, indverskum og austurlenskum matseðl-
Flugleiðir
Það tekur tæplega tvær klukkustundir að fljúga
frá Reykjavík til Glasgow með Flugleiðum, sem
fljúga alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga
(þriðjudaga og laugardaga frá og með 1. nóvem-
ber) til Glasgow.
FLUGLEIÐIR
Gott fólk hjé traustu fólagi
Ókeypis bæklingur á íslensku
Hafðu samband við söluskrifstofu Flugleiða, um-
boðsmann eða ferðaskrifstofu og fáðu ókeypis
eintak af bæklingi breska ferðamálaráðsins um
Glasgow og nágrenni borgarinnar. Hann er stút-
fullur af nytsamlegum upplýsingum og litríkum
ljósmyndum.
Scotíands,
fiyime.!