Morgunblaðið - 16.10.1983, Page 11

Morgunblaðið - 16.10.1983, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 59 °g La Traviata I>egar Giuseppe Verdi dvaldist í París 1852 var hann þrátíu og níu ára að aldri og í þann veginn að byrja á sautjándu óperu sinni. Hann var allt annað en hinn dæmi- gerði suðurlandabúi, eins og norð- urálfubúar gera sér hann í hugar- lund. Verdi var innhverfur og þung- ur í lund, ómannblendinn og dulur. Hann átti að baki mikla lífsreynslu er hér var komið sögu. Ungur að árum hafði hann gengið að eiga fagra og blíðlynda konu, sem hann unni mjög, og eignuðust þau tvö börn. í apríl 1840 misstu Verdi- hjónin bæði börn sín, sem jarðsett voru með tveggja daga millibili, og tveimur mánuðum síðar missti Verdi konu sína úr skæðum heila- sjúkdómi. Ofan á allar þessar raun- ir bættist við að Verdi hafði tekið að sér að semja gamanóperu, II giorno di regno, sem frumsýnd var í Scala-ópcrunni í september sama ár, en hún fékk einhverjar verstu viðtökur sem um getur. Skömmu áður en þetta var hafði Verdi kynnzt Bartolomeo Morelli, óperustjóra La Scaia, og ástkonu hans og barnsmóður, Giuseppinu Strepponi, sem var ein fremsta söngkona Ítalíu á þessum tíma. Morelli tókst að stappa stálinu í Verdi og fyrir til- stilli hans samdi hann óperuna Nabucco, sem frumsýnd var í Scala 1842 með Giuseppinu Strapponi í aðalkvenhlutverki. Nabucco var tekið með kostum og kynjum og fór hagur Verdis nú mjög að vænkast. Þau Giuseppa Strepponi fóru að draga sig sam- an og á næstu árum samdi hann hverja óperuna á fætur annarri. Hann var þjóðernissinni og hafði mikinn áhuga á stjórnmálum eins og víða kemur fram í verkum hans, og reyndar var hann þing- maður um tíma. Fljótlega komst hann þó að þeirri niðurstöðu að hann þjónaði stjórnmálahugsjón- um sínum betur með tónlist sinni en þingsetu. Þau Guiseppa Strepponi og Guiseppi Verdi dvöldust saman í París um eins árs skeið, en vorið 1848 sneru þau aftur til Ítalíu og settust að úti í sveit, uppgefin á samkvæmislífi tildurstéttarinnar í París og Mílanó. Sveitafólkið í Busetto í Parma var siðavant og leit óvígða sambúð þeirra illu auga. Þau lifðu þvf í einangrun á sveitasetri sínu, og það var ekki fyrr en árið 1859 að þau gengu í hjónaband. Guiseppa Strepponi átti það sameiginlegt með Marie Dupless- is að vera af lágum stigum og að hafa ekki verið við eina fjölina felld í ástamálum. Auk þess hafði hún oft drýgt tekjur sínar með því sem elskhugar hennar létu af hendi rakna, en hún hafði fyrir að sjá stórri fjölskyldu, sem átti allt sitt undir því hvernig henni vegnaði í listinni og ástamálun- um. Hræsni og siðferðilegur tví- skinnungur þjóðfélagsins voru Verdi stöðugt þyrnir í augum, en hann var samt gagntekinn af því að þrátt fyrir alla veikleika væri manninnum endrum og eins unnt að hefja sig upp fyrir þau hryggi- legu örlög sem eðli hans bjó hon- um oftast, í krafti hins hreina og fölskvalausa kærleika. Og hvað var skýrara dæmi um þetta en saga Marie Duplessis og Violettu Valéry, kvenhetjunnar í La Tra- viata? óperan La Traviata var frum- sýnd í Feneyjum árið 1853. Frum- sýningin var með þvílíkum end- emum að fáum óperum hefur ver- ið tekið jafnilla í fyrstu. Allt virt- ist leggjast á eitt. í fyrsta lagi gátu hinir siðavöndu ítölsku óperugestir ekki sætt sig við nú- tímalegan búning óperunnar og annan siðferðilegan mælikvarða en þeir áttu að venjast. í öðru lagi var aðaltenórinn rámur, bassinn í hinu dramatiska hlut- verki föður Alfredos var í fýlu af því að honum fannst hlutverkið ekki samboðið sér og til að kór- óna allt var hin ágæta sópran- söngkona, frú Donatelli, beinlinis sprenghlægileg í hlutverki Viol- ettu. Frúin var holdug í meira lagi og hreystin uppmáluð og því engan veginn sannfærandi í hlut- verki hinnar tærðu og veikbyggðu Violettu sem átti að minna á fíngert blóm. Um þverbak keyrði þegar komið var að hinum hjartaskerandi endalokum — þegar Violetta, aðframkomin af harmi og tæringu, hnígur niður örend í örmum hins iðrandi elskhuga. Þá ætlaði allt um koll að keyra í hlátrasköllum áhorf- enda. Ári síðar var óperan sett upp öðru sinni, einnig í Feneyjum, og tókst sú uppfærsla með ágætum. Síðan fór vegur hennar vaxandi og hefur óperan æ síðan átt fá- dæma vinsældum að fagna í óperuhúsum heimsins. Framleiðendur — innflytjendur Óskum eftir aö komast í sambönd viö framleiöendur og innflytjendur á byggingavörum. Allt kemur til greina. b\l BYGGINGAVÖRUR BTGGÐAVERK HF. Reykjavíkurvegi 60, pósthólf 421, 222 Hafnarfjöróur. BESJI í? HJALPABKOKKWNN KENWOOD CHEF „CHEF-inn“ er allt annað og miklu meira en venjuleg hrærivél. Kynnið ykkur kosti hennar og notkunarmöguleika. GMBOÐSMENN: REYKJAVÍK JL-húsið, Hringbraut 121 Rafha hf., Austurveri AKRANES Rafþjónusta Sigurd. Skaga- braut 6. BORGARNES Húsprýði STYKKISHÓLMGR Húsið BÚÐARDALGR Verslun Einars Stefánssonar DALASÝSLA Kaupfélag Saurbæinga. Skriðulandi ÍSAFJÖRÐUR Póllinn hf. BOLGNGARVÍK Verslun Einars Guðfinnssonar HVAMMSTANGI Verslun Sigurðar Pálmasonar BLÖNDGÓS Kaupfélag Húnvetninga SAGÐÁRKRÓKGR Kaupfélag Skagfirðinga Radío- og sjónvarpsþjónustan AKGREYRl Kaupfélag Eyfirðinga HÚSAVÍK Grímur og Árni EGILSSTAÐIR Verslun Sveins Guðmundssonar HELLA Mosfell SELFOSS . Kaupfélag Árnesinga Radío- og sjónvarpsþjónustan VESTMANNAEYJAR Kjarni ÞORLÁKSHÖFN Rafvörur GRINDAVÍK Verslunin Bára KEFLAVÍK Stapafell hf. Eldhússtörfin verða leikur einn með KENWOOD chef

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.