Morgunblaðið - 16.10.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.10.1983, Blaðsíða 12
00 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 Eru skógarnir i Mid- Evrópu dauðadæmdir? ... sem benda eins og beina- grindur lífvana kjúkum til him- ins. — Dauður og deyjandi skógur í Vestur- Þýskalandi. Erzgebirge heita fjöllin milli Tékkóslóvakíu og Austur-Þýska- lands. Einu sinni voru þau vinssll ferðamannastaður þar sem fólk reikaði um skógana, hlustaði eftir lágværu hvíslinu í limi trjánna og naut þess að vera eitt með náttúr- unni. Nú er það þögnin ein, und- arleg og illsvitandi, sem ræður ríkjum í Erzgebirge. Við þeim fáu, sem nú leggja leið sína þangað, blasir ömurleg sjón: Endalausar víðáttur dauðra og deyjandi trjáa, sem benda eins og beinagrindur lífvana kjúkunum til himins. Gömlu skógarnir í Erzgebirge eru að deyja út, fórnarlömb mannanna — mengunarinnar. Pólland skóglaust um aldamót? Frá Erzgebirge til Alpanna, í allri Mið-Evrópu, eru skógarnir að deyja og verst er ástandið í kommúnistaríkjunum þar sem lítil áhersla hefur verið iögð á mengunarvarnir. Brennisteins- og köfnunarefnissambönd hafa svipt milljónir trjáa í Austur- Þýskalandi barri og laufi og í Tékkóslóvakíu hafa orðið óaft- urkallanlegar skemmdir á 1,25 milljónum ekra af skógi. Vís- indaakademían í Póllandi spáir því, að um aldamótin verði land- ið orðið skóglaust ef ekki verður gripið fljótt í taumana og sams konar feigðarspár eru settar fram í öðrum löndum. Samtök vestur-þýskra skógareigenda sögðu t.d. nú nýlega, að „iðnað- arþjóðirnar horfast nú í augu við stórkostlegra náttúruslys en áð- ur hefur þekkst í sögunni". Súra rigningin Flestir vísindamenn kenna súru rigningunni um hvernig komið er. Hún er fylgifiskur mikillar iðnframleiðslu og verð- ur til þegar brennisteinssýring- ur og köfnunarefnissýra frá verksmiðjum og bílum blandast loftrakanum og súrefninu í and- rúmsloftinu. Súra rigningin skemmir ekki aðeins skóginn, heldur eyðileggur hún líka jarð- veginn og mengar árnar. Sumir talsmenn stóriðnaðarins vilja draga í efa sambandið milli súru rigningarinnar og dauða skóg- anna, en umhverfisverndarmenn og jafnvel margir íhaldssamir stjórnmálamenn eru á öðru máli. „Næst því að halda frið- inn,“ segir Friedrich Zimmer- mann, hinn hægrisinnaði innan- ríkisráðherra Vestur-Þýska- lands, „tel ég mengunarvarnir vera þýðingarmesta viðfangsefni stjórnmálanna nú.“ Hafin yfír landa- mæri og pólitík Mengunin fer ekki eftir landa- mörkum. í Izerskie-fjöllum í Suðvestur-Póllandi eru 148.000 ekrur skóga dauðar vegna meng- unar frá Austur-Þýskalandi og Tékkóslóvakíu og í Vestur- Þýskalandi kemur helmingur mengunarinnar frá Austur- Þýskalandi, Tékkóslóvakíu, Frakklandi og Bretlandi. Það var fyrst á sjöunda áratugnum, sem mengunin fór fyrir alvöru að leggja iand undir fót, en þá voru menn farnir að ókyrrast yf- ir viðbjóðinum í iðnaðarborgun- um. Til að ráða bót á honum voru reistir geysiháir skorstein- ar, en það kom fljótlega í ljós, að þeir fluttu aðeins mengunina um set, yfir í skógana kringum borg- irnar og til annarra landa, þaðan sem hún kom svo aftur með vöxtum og vaxtavöxtum. Jarðvegurinn er dauösjúkur Hvergi er ástandið ömurlegra en í Tékkóslóvakíu, mesta meng- unarvaldi í Evrópu. I rafstöðvum og verksmiðjum þar er brennt mjúkum brúnkolum, ákaflega brennisteinsríkum, og síur og önnur hreinsunartæki mega heita óþekkt. Á hverju ári spúa verksmiðjurnar í Bæheimi ein- um frá sér einni milljón tonna af brennisteinstvísýringi, sem fell- ur síðan aftur til jarðar sem súr rigning. Talið er, að um 1990 verði þriðjungur tékknesku skóganna dauður og þær tilraun- ir, sem gerðar hafa verið til að bjarga skógunum í Erxgebirge, hafa gjörsamlega mistekist. „Jarðvegurinn er dauðsjúkur," sagði í dagblaðinu Rude Pravo nú nýlega. „Annað hvert tré, sem plantað er út, deyr á skömmum tíma.“ Náttúrunni beðið griða í Austur-Evrópu er almenn- ingur nú að vakna til vitundar um hvert stefnir. Á ráðstefnu mótmælendakirkjunnar austur- þýsku, sem haldin var í Dresden í síðasta mánuði, skrifuðu 1.000 manns undir bænaskjal, þar sem stjórnvöld voru grátbeðin um að „taka hina lifandi náttúru fram yfir hagvaxtaræðið". Henryk Zimny, formaður pólsku nátt- úruverndarsamtakanna, heldur því fram, að erfiðleikarnir nú séu smámál hjá þeim hörmung- um, sem muni ríða yfir þjóðina ef ekkert verður að gert. „Við er- um of fátæk," segir hann, „til að gera ekki það sem við getum til að vernda lífríkið í landinu." „Fimm mínútur til miðnættis Skógurinn er samofinn þýskri þjóðarsál og Vestur-Þjóðverjar hafa um margt forystuna í baráttunni gegn menguninni. 1. júlí sl. gerði ríkisstjórnin það að skyldu, að hreinsitæki yrðu sett Tökum notaða, vel meö farna Lada-bíla upp í nýja. D Nýir og notaöir bílar Stórkostlegir greiðsluskilmálar Lánum helming af verði í 9 mánuði Óverðtryggt Lada Sport frá kr. 270.000.- Lada 1200 Station 152.000.- Lada 1500 Station 177.000.- Lada Safír 162.000.- Lada 1200 og Lada Canada uppseldir Bifreiðar og Landbúnaðarvélar hf Suðurlandsbraut 14 - Sími 38 600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.