Morgunblaðið - 16.10.1983, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983
63
Halldór Gíslason skipstjóri um borð í Gulltoppi. Myndin er tekin 1934 eða 1935 er skipið stundaði sfldveiðar.
' tundurduflið reyndist virkt og
hefði getað valdið stórslysi.
Það var að minnsta kosti einn
togari sem fórst er hann fékk
tundurdufl í vörpuna — það var
Fylkir sem þá hafði verið að veið-
um austan við Halamið. Áhöfnin
komst öll í bátana og yfir í annan
togara."
Fri Reykjavíkurhöfn frostaveturinn mikla 1918.
að togarar gætu ekki sokkið á
opnu hafi hvernig sem veðrið
væri. Þessir atburðir urðu til þess
að menn tóku að endurskoða þessa
afstöðu, og togarar byrjuðu að
leita vars á Vestfjörðum í óveðr-
um.
Englendingarnir vöruðu sig ekki
heldur á aðstæðunum sem þarna
voru. Löngu seinna voru þrír ensk-
ir togarar að veiðum á Halanum
en slóguðu svo utar þar sem þeir
lentu í kaldari sjó. Það var þá ekki
að sökum að spyrja að ísinn fór að
hlaðast á þá og tveir fóru niður.
Sá þriðji komst inn í ísafjarðar-
djúp þar sem ísingin sligaði hann
svo honum hvolfdi. Þrír skipverjar
komust í skipsbát en aðeins einn
þeirra komst af — hann komst
upp í Arnarnesið og var bjargað.
ísing
íslenzku togararnir voru oft
hætt komnir í ísingu og þegar tog-
arinn Júlí fórst í veðrinu 1959 út
af Nýfundnalandi var ísingunni
áreiðanlega um að kenna. Þorkell
máni frá Reykjavík var afar hætt
kominn þá — það var vélstjórinn
sem átti stóran þátt í að bjarga
skipinu með því að sjóða í sundur
davíðurnar en skipsbátarnir voru
þá orðnir eitt klakastykki. Þetta
dugði til að skipið rétti sig við.
Þeir ísuðu illa þessir síðutogarar
— það var mikið af alls konar
stögum og reiðum sem ísinn safn-
aðist á.“
Var þetta ekki illt verk, að berja
ísinn af í vondu veðri?
„Ég læt það vera. Við þurftum
oft að berja af, bæði stögunum
framantil og svo brúnni. Þá var
slógað uppí á meðan svo maður
var nokkuð óhultur fyrir ágjöf-
inni. Það gat verið verra þegar
sjór kom á skipið þegar verið var
að toga. Skipstjórinn fylgdist þá
vanalega með úr brúnni og kallaði
en svo forðaði mannskapurinn sér
á góða staði. Það varð furðu sjald-
an slys af þessu.
Næstu árin var ég með Kolbeini
Sigurðssyni á togaranum Þórólfi,
en hann var kvæntur Ingileifi
systur minni. Það var svo einu
sinni 1928 er við erum að fara á
Hornbanka, að 1. stýrimaður veik-
ist hastarlega og við flytjum hann
inn á ísafjörð. Þá var ég gerður að
1. stýrimanni á Þórólfi og var það
næstu árin.
Það var á þessum árum, 1930 að
mig minnir, sem mér var boðið að
gerast skipstjóri á togaranum
Gulltoppi og tók ég við honum.
Þessi togari var gerður út af
Sleipni hf. sem hafði mikil umsvif
í saltfiskverkun. Þeir áttu húsið
sem Vífilfell hf. er nú með hér í
Vestubænum og áttu það sneisa-
fullt af saltfiski, þannig að þú sérð
að þeir hafa átt ugga. Þá gerðist
það að verðið á saltfiski lækkaði
og þeir voru gerðir upp — það
tíðkaðist ekkert reddelsi á þeim
tíma eins og núna. Þetta var samt
ósanngjarnt því fyrirtækið átti
fyrir skuldum og hefði áreiðanlega
náð sér á strik aftur.
Kveldúlfur hf.
Þegar Sleipnir hf. var úr sög-
unni, 1932, tók Kveldúlfur við út-
gerðinni á Gulltoppi og Gylli.
Kveldúlfur var traust fyrirtæki og
gott að vera hjá Thorsurunum
sem áttu fyrirtækið.
Á þessum árum var Thor Jensen
að mestu leyti kominn í búskapinn
á Korpúlfsstöðum ásamt Lorentz
syni sínum. Kjartan Thors hafði
mest með okkur skipstjórana að
gera, en Haukur var á skrifstof-
unni. Seinna kom svo Richard,
hann var forstjóri hjá salfisk-
framleiðendum en þeir markaðir
lokuðust þegar seinna stríðið
hófst. Thor Thors kom minna ná-
lægt rekstrinum enda var hann
þingmaður. Hann bauð mér stund-
um heim til sín og við skáluðum f
whiskey. Þeim Ólafi og Hilmari
kynntist ég ekki.
Eitt sinn þegar ég var að klára
túr út af Reykjanesi lét ég setja
humar í tunnu fulla af sjó og fékk
Kjartan Thors humar úr henni
þegar við komum til Reykjavíkur.
Þegar svo vinnukonan hjá honum
kom í eldhúsið og sá þar fat með
humar í, fór hún að skoða hann en
þá hreyfir einn humarinn sig —
það skipti þá engum togum að hún
rekur upp þetta ógurlega skaðræð-
is öskur að allir í húsinu komu
hlaupandi og héldu að orðið hefði
stórslys. Kjartan sagði mér sjálf-
ur frá þessu. Á þessum árum
héldu sumir að humarinn væri
óætur af því hann þótti svo ljótur
útlits.
Á sumrin vorum við á síldveið-
um og lönduðum á Hesteyri fyrir
vestan en þar átti Kveldúlfur
verksmiðju. Síldveiðarnar gengu
alltaf vel hjá mér og eitt sumarið
varð ég hæstur. Til gamans get ég
sagt þér að þeir voru eitt sinn hjá
mér á síld Sigurður Bjarnason frá
Vigur, sem nú er sendiherra en
var einu sinni ritstjóri hjá ykkur á
Morgunblaðinu, og Jón Múli Árna-
son, sem er hjá útvarpinu. Þeir
voru skólastrákar þá — báðir
hörkuduglegir. Einhver var að
segja mér að Jón Múli væri ennþá
að tala um þetta. Hann var með
jazzplötur og grammófón með sér
úti á sjó og eitt sinn lék hann
Benny Goodman fyrir mig uppi í
brú.
Tundurdufl
Eftir að stríðið skall á gjör-
breyttist togaraútgerðin. Verðið á
fisknum snarhækkaði og þar við
bættist að aflabrögð urðu betri —
það voru þá engin önnur skip að
veiðum hér á miðunum en íslensku
skipin. En það var fleira sem
fylgdi stríðinu en fiskisældin því á
þessum árum voru tundurdufl á
reki um allan sjó. Bretar lögðu
þeim á stóru svæði bæði Austan-
og Vestanlands sem voru friðlýst á
stríðsárunum. Þeir áttuðu sig hins
vegar ekki á því hvernig veðráttan
er hér við land — þegar átti að
fara að slæða þessi tundurdufl
upp eftir stríðið kom í ljós að þau
voru öll á bak og burt. Það kom
okkur ekki á óvart því við urðum
ekki svo lítið varir við þau — tog-
ararnir voru að fá þetta í vörpurn-
ar og svo sá maður þetta oft á
floti. Við skutum niður tvö við
minni ísafjarðardjúps en til þess
voru notaðir kraftmiklir rifflar.
Við austurströndina rak einhver
ósköp af tundurduflum og nötraði
þá aílt og skalf á bæjunum þegar
þau voru að springa í flæðarmál-
inu. Það vildi til að þarna var
strjálbýlt svo ekki urðu slys af. Ég
held að það hafi verið á einhverj-
um bæ fyrir austan sem þeir tóku
tundurdufl á fjöru og höfðu fyrir
hestastein. Það vildi svo vel til að
maður, sem var að gera tundur-
dufl óvirk, átti þarna leið um — en
Björgun
Nú björguðuð þið skipverjum af
flutningaskipi á stríðsárunum?
„Já, þá vorum við að fiska um 40
mílur vestur af Garðskaga. Við
höfðum fiskað þarna allar nætur
þennan túr en fært okkur svo
austureftir um daga. En í þetta
skipti sagði ég stýrimanninum að
halda áfram að toga. Það hafði
verið vestanátt um morguninn en
hann var að lygna. Þegar orðið var
albjart kem ég upp til að líta á
aflann en þá sýnist mér bregða
fyrir segli út við sjóndeildarhring.
Ég tek þá kíki en tekst ekki að
koma auga á þetta aftur, og segi
stýrimanninum að fylgjast með
þessu en fer sjálfur niður.
Skömmu síðar kemur hann auga á
seglið og ég sigli þá áleiðis að
þessu.
Reyndist þetta vera björgunar-
bátur með segl uppi. Skipbrots-
menn voru orðnir slæptir og fegn-
ir komu okkar. Var þetta einn af
þrem björgunarbátum frá flutn-
ingaskipinu Beaverdale sem þýzk-
ur kafbátur hafði sökkt með tund-
urskeyti. Þetta hafði verið um 10
þús. tonna skip og afar hrað-
skreitt. Það hafði því verið sent
einskipa vestur um haf en þeir
höfðu tekið á sig krók norður und-
ir ísland til að forðast kafbáta
sem sátu fyrir skipalestum er fóru
vestur um haf, en ekki tekist betur
til en þetta. Það var bátur annars
stýrimanns sem við fundum en
þeir höfðu yfirgefið skipið á þrem
bátum. Bátur 1. stýrimanns
fannst norður undir Jökli og kom-
ust þeir allir af. Ekki veit ég hvort
bátur skipstjórans kom nokkurn
tíma fram, en það er alls ekki
ólíklegt að honum hafi tekist að
hitta á skipalest og verið bjargað
þannig."
Þér gekk alltaf vel að fiska —
hvað er það sem gerir menn að
miklum fiskimönnum?
Afladraumar
„Það er nú spurning sem aldrei
hefur tekist að svara, enda margt
sem kemur til greina. Ég fór strax
að velta þessu fyrir mér þegar ég
var stýrimaður en þá var ég með
miklum aflamanni, Kolbeini Sig-
urðssyni. Fyrir stríð stóðu útgerð-
irnar tæpt og það lá í loftinu að
skipstjórar gætu ekki haldið skip-
unum ef þeir fiskuðu ekki vel.“
Nú var það ekki óalgengt að
menn dreymdi fyrir afla.
„Jú, ég kannast við það en ég
held að það þýði ekkert að vera að
segja frá því — fólk sem ekki er
inni í þessu skilur þetta held ég
ekki. Mínir draumar voru flestir
fremur óskýrir, venjulega einhver
óhreinindi en alltaf komu þeir
fram. Oft var ég alveg viss hvert
ég átti að fara og fiskaði svo vel.
Einn draum dreymdi mig oft og þó
með ýmsum tilbrigðum. Hann var
þannig að alda kom inn fyrir
borðstokkinn og þá þeim megin
sem trollið var sem fiskast myndi
í.
Þessi draumur sannaði sig einu
sinni með eftirminnilegum hætti.
Mig dreymdi þetta, að alda kæmi
yfir borðstokkinn, og í þetta sinn
yfir borðstokkinn bakborðsmegin.
Ég tók ekkert mark á þessu, því
við vorum með nýtt troll og bak-
borðstrollið hafði ekki verið
hreyft allan túrinn. Nú, það á svo
að fara að láta út trollið um morg-
uninn en þá kallar hleramaðurinn
á forhleranum að stykki sé farið
úr hleranum og hann sé ónothæf-
ur. Þetta kom öllum á óvart og nú
var bakborðstrollið tekið, sem
hafði verið uppbundið allan túr-
inn. Þarna komumst við í ágætt
fiskirí og fylltum skipið á skömm-
um tíma.
SJÁ NÆSTU SÍÐU