Morgunblaðið - 16.10.1983, Page 16
ALUTAF Á MUÐJUDÖGUM
mmi ■■■■■■■ m
DffiMA
—tátk----
NYJUSTU FRETTIR
ÚR ENSKU KNATT-
SPYRNUNNI
TÓMARÚM í LÍFI
ATVINNUKN ATT -
SPYRNUMANNA
segir Lars Bastrup í opinskáu
viötali
KNATTSPYRNUÚRSLIT
FRÁ ÁTTA LÖNDUM
í EVRÓPU
✓
Itarlegar og spennandi íþróttafréttir
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983
Síðutogararnir gömlu söfnuðu gjarnan á sig mikilli ísingu. Þessi mynd er tekin um borð í einum þeirra.
Þarna réði tvennt
Ég forðaðist líka alltaf að fara
mikið eftir fiskifréttum, það var
nú svo að ef maður var að eltast
við aðra var maður oftar of seinn
en hitt. Ég velti því heldur fyrir
mér hvar fiskurinn yrði næst og
reyndi að finna hann.
Einn vetur í janúar voru mikil
óveður fyrir vestan og voru þá all-
ir togarar farnir af miðunum þar,
flestir suður á Selvogsgrunn þar
sem þeir komust í ufsa og fiskuðu
sæmilega. Við vorum hins vegar
með tómt skip fyrir vestan og lág-
um undir Rit. Þá fæ ég skeyti þar
sem ég er beðinn um að flytja lík
frá Hesteyri til ísafjarðar og ger-
um við það auðvitað. Þá er komin
vika af túrnum er því var lokið.
Þegar við siglum út frá ísafirði er
hann heldur að ganga niður. Ég
byrjaði að toga um 10 mílur útaf
Deild en þar er lítið um fisk. Þeg-
ar við erum komnir 20 mílur út
tökum við annað hal og komumst í
mikinn fisk. Fylltum við svo skipið
á stuttum tíma.
Þarna réði tvennt að ég flutti
mig ekki suðurfyrir. Ég gerði mér
ljóst að þar yrði ég aftastur á mer-
inni og fiskurinn farinn að
minnka þegar ég kæmi — nú, og
eins þóttist ég vita að það myndi
glaðna yfir honum fyrir vestan
þegar lygndi. Ég þykist nú vita að
menn muni kalla þetta karlagrobb
en ég læt mér þá standa á sama.
Ég er líka kominn á þennan aldur,
raupaldurinn, og ætti að hafa rétt
til að grobba dálítið eins og hver
annar."
Fríin milli túra
heldur knöpp
Er sjómennskan ekki bindandi
starf og lítið um frítíma?
„Óneitanlega — og alveg sér-
staklega hér áður fyrr. Þá var það
þannig að ef maður stundaði sfld
var ekkert frí og þannig gátu liðið
heil sumur. Fríin milli túra voru
líka heldur knöpp. Það var svona
ein klukkustund sem maður hafði
til að skreppa heim eftir túr og svo
einn sólarhringur eftir að komið
var úr siglingu. Þannig gekk þetta
ár eftir ár. Ég sigldi fyrst á stríðs-
árunum en svo fór ég að taka mér
siglingafrí, það voru alltaf nógir
til að sigla, og þannig varð þetta
skaplegra."
Ef þú værir nú orðinn ungur á
ný — færirðu þá aftur á sjóinn?
„Já, alveg spursmálslaust, ég
myndi ekki hugsa mig um tvisv-
ar,“ sagði Halldór að lokum.
- bó.
Fáðu þér Sprite, — og finndu muninn.