Morgunblaðið - 16.10.1983, Side 18

Morgunblaðið - 16.10.1983, Side 18
00 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 Umfangsmesta könnun á svefnvenjum íslendinga í tengslum við hlustendakönnun Ríkisútvarpsins: Þjóðin er vöknuð klukkan 7 — og sofna undir miðnætti ÞJÓÐIN er vöknuö klukkan sjö á morgnana á virkum dögum og fer ekki aö halla sér aftur fyrr en undir miönættið. Hér er átt viö meirihluta þeirra, sem eru á aldrinum 15—70 ára og þátt tóku í hlustendakönnun Ríkisútvarpsins, sem kynnt var formlega á fundi meö fréttamönnum í gsr. Um helgar fara landsmenn seinna að sofa og seinna á fætur. í könnuninni var landsmönn- um/þátttakendum skipt niður í fimm aldursflokka: 15—20 ára, 21-30 ára, 31-45 ára, 46-60 ára og 61—70 ára. Töldu að- standendur könnunarinnar auð- sýnt, að hér væri um að ræða viðamestu könnun, sem gerð hefði verið á svefnvenjum ís- lendinga. Yfirgnæfandi meiri- hluti landsmanna er farinn í rúmið um miðnætti virka daga, eða yfir 90 af hverjum eitt hundrað. Af 15—20 ára fólki eru aðeins 3,9% farin að sofa klukk- an tíu að kvöldi á mánudögum til fimmtudaga. Klukkan hálf tólf eru 55,8% farin i háttinn og á miðnætti eru 91,6% allra á þess- um aldri farin að sofa. En klukk- an er orðin hálf fjögur að morgni þegar allir landsmenn 15—20 ára eru sofnaðir. Um helgar fer þessi aldurs- hópur síðar í rúmið. Aðeins 0,7% eru farin að sofa kl. 22.30 á föstudagskvöldum. Klukkan eitt eftir miðnætti er meirihlutinn, 50,7%, farinn að sofa en það er ekki fyrr en kl. 03.30, sem níu af hverjum tíu eru farnir að sofa. Stór hópur leggur sig klukkan tvö aðfaranætur laugardaga. Á laugardagskvöldum fer þessi hópur enn seinna að sofa. Klukk- an fjögur á sunnudagsmorgnum eru 93% hópsins komin í rúmið og ekki eru allir sofnaðir fyrr en klukkan hálf sjö á sunnudags- morgnum. Stærstu hóparnir fara að sofa á heila tímanum; klukkan eitt fara 21% að sofa, klukkan tvö 18,3% og klukkan þrjú 18,2%. Á sunnudagskvöld- um eru nær allir sofnaðir um klukkan eitt eftir miðnætti. Meirihluti þessa hóps, 15—20 ára, er vaknaður kl. sjö að morgni virka daga og klukkan hálf tíu að morgni virka daga eru 99,4% komin á fætur. Rúmur helmingur er kominn á fætur klukkan tíu á laugardagsmorgn- um, en um tíundi hluti þessa hóps er að vakna frá hádegi á laugardegi og fram til klukkan þrjú eftir hádegi. Það sama gild- ir á sunnudögum, þá eru ung- mennin að vakna fram til kl. hálf fimm og meirihlutinn er ekki farinn á fætur fyrr en um klukkan ellefu á sunnudags- morgnum. Næsti aldursflokkur, 21—30 ára, fer fyrr á fætur að jafnaði og fyrr að sofa. í miðri viku fer sá hópur að sofa ekki síðar en um miðnætti (90%) og meiri- hlutinn hallar sér milli ellefu og tólf. Meirihluti þessa hóps er einnig farinn að sofa upp úr mið- nættinu á föstudagskvöldum og klukkan þrjú aðfaranætur laug- ardaga eru 97,3% í þessum hópi sofnuð. Á laugardagskvöldum er vakað lengur, klukkan eitt eru tæp 40% enn á fótum, stór hópur leggur sig klukkan tvö (þá eru alls 82,3% farin í rúmið) og klukkan fimm á sunnudags- morgnum eru allir sofnaðir. Þessi hópur er að meirihluta til vaknaður klukkan sjö á morgn- ana virka daga og klukkan átta eru 93,7% þessa hóps komin á ról. Klukkutíma síðar eru 99% farin á fætur — hinir eru að vakna fram til klukkan 16 virka daga — væntanlega vaktavinnu- fólk. Meirihluti i þessum hópi (62,3%) er farinn á fætur kl. níu á laugardagsmorgnum og nærri níu af hverjum tíu eru vaknaðir klukkan tíu á laugardagsmorgn- um. Fólk á aldrinum 31—45 ára er flest sofnað um miðnætti virka daga og um kl. hálf tvö aðfara- nætur laugardaga. Klukkan eitt kvöldið eftir eru flestir sofnaðir aftur, eða 75,1% og á sunnu- dagskvöldum eru 86,1% í þessum hópi horfin í draumaheiminn. Þetta fólk er almennt vaknað klukkan átta á morgnana virka daga (88,3%), það er vaknað klukkan níu á laugardagsmorgn- um (76%) og klukkan tíu á sunnudagsmorgnum eru 87,3% fólks á aldrinum 31—45 ára far- in á fætur. Næsti aldurshópur, 46—60 ára, fer að sofa ekki síðar en um miðnætti virka daga, þá eru níu af hverjum tíu sofnaðir og allir klukkutíma síðar. Á föstu- dagskvöldum fer þessi hópur um það bil klukkutíma síðar í rúmið og svipaða sögu er að segja af laugardagskvöldum og sunnu- dagskvöldum. Þessi hópur virð- ist fylgja nokkuð föstum reglum um fótaferðar- og háttatíma. Níu af hverjum tíu á aldrinum 46—60 ára eru komnir á fætur klukkan átta á morgnana og all- ir eru farnir á fætur klukkan tíu. Þessi hópur virðist á sama hátt fara klukkutíma síðar á fætur um helgar — líklega til að vinna upp þann klukkutíma, sem vakað var lengur kvöldið áður. Elsti hópurinn, 61—70 ára, fer fyrst á fætur, virka daga eru 75,6% komin á stjá klukkan sjö. Níu af hverjum tíu eru sofnaðir um miðnættið virka daga og langflestir eru sofnaðir fyrir miðnætti á föstudögum og laug- ardögum. Helmingur þessa fólks er sofnaður klukkan ellefu á kvöldin virka daga og 97,5% far- in í rúmið klukkustund eftir miðnætti. Eins og næsti hópur fyrir neðan verða ekki miklar breytingar á fótaferðar- og háttatíma þessa fólks. Meira en helmingur þess er kominn á fæt- ur klukkan hálf átta á laugar- dögum og sunnudögum og það virðist aldrei sofa til hádegis eða fram eftir síðdegi. -aeinu aujma- MiRI BBbúdin Grensásvegi 5, Sími: 84016 Einnig eigum við ísskápa sem knúðir eru fyrir gasi og/eða rafmagni (12 og 220 volt). Gasofnar Margar gerðir og stærðir af SUPERSER og JUSTUS gasofnum. 3 hitastillingar. Vandaðir öryggisrofar. Gaseldavélar SUPERSER með þremur hellum, loki, bakarofni og grilli. Mase Tiger Diesel rafstöð Spenna: 220 volt 3,500 wött 12 volt 24 amper 24 volt 15 amper Vél: Diesel m/rafstarti. Eyðsla: 0,65 Itr. á klst. Eldsneytisgeymir: 4,5 Itr. Vegur 80 kg. Möguleiki á sjálfvirk- um neyöarræsibúnaöi fyrir sveitabýli og fl. Verö kr. 100.905. Benco, Bolholti 4, sími 21945/84077. Þú svalar lestrarþörf dagsinsy ' sfóum Moggans!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.