Morgunblaðið - 16.10.1983, Side 20

Morgunblaðið - 16.10.1983, Side 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 Pottarím Umsjón: SIGRUN DAVÍÐSDÓTTIR Það er ekki í kot vísað að leita góðra matarhugmynda á ítalskri grund. Þar er mörg matarholan og gnótt góðra hráefna, og þar- lendir kunna mæta vei þá list að láta þau njóta sín. ítalskur mat- ur hefur á sér fremur einfaldan blæ, og það er ekki sízt það sem gerir hann jafn heillandi og hann er. I dag er á borðum brot af ít- alskri matarmenningu, annars vegar súpa, hins vegar lifur. Þessir réttir eru gott dæmi um að ítalskur matur er annað og meira en pizza og pasta. ítalir kunna t.d. gjörla að búa til góðar súpur og eru snjallir að mat- reiða innmat. Ýmsum finnst spánskur og portúgalskur matur full löðrandi í matarolíu. Þó ít- alía liggi að hluta til í olíubelt- inu, fara ítalir þó yfirleitt spar- legar með olíuna en tvær áður- nefndar þjóðir. Góða skemmtun! Grænmetissúpa með hvítum baunum (Handa fjónim) Nærandi og matarmiklar súp- ur ættu að vera fastur liður á matseðli hvers heimilis. Bæði getur fjölbreytnin verið geysi- mikil, kjöt-, fisk- eða grænmet- issúpur, og svo geta þær verið býsna ódýrar. Með súpugerð er því hægt að snúa á verðbólguna, þó í litlu sé. Naglasúpusagan kemur þá ósjálfrátt upp í hug- ann, súpan hér á eftir er hálf- gerö naglasúpa, þó naglanum sjálfum sé sleppt. í súpuna eru notaðar hvítar baunir, sem er vís vegur tii að gera matarmikla, nærandi og ódýra súpu. Þurrk- aðar baunir eru enn nokkuð framandlegar á íslenzku mat- borði. Af þeim er þó nóg úrval víða í búðum, svo það eru hæg heimatökin að taka til við baunamatreiðslu. Baunir eru ekki sérlega bragð- miklar og henta því einkar vel sem undirstaða í margvíslega rétti, vel kryddaða. Þurrkaðar baunir, t.d. linsur og hvítar baunir, sóma sér vel í súpur, annaðhvort heilar eða malaðar í kvörn, svo úr verði matarmikil og þykk súpa. Þær eru einnig góðar í hvers kyns pottrétti, gjarnan með öðru grænmeti og e.t.v. einnig kjöti. Og svo eru þær gott meðlæti með kjöti. En gleymið ekki kryddinu. Með baunum fer vel á að nota hvers kyns kryddjurtir, hvítlauk og hvers konar lauk, en ekki síður rauðan pipar, cayennepipar, karrí og annað sterkt krydd. Indverjar, sem borða mikið grænmeti, kunna mætavel þá list að búa til bragðmikla bauna- rétti, býsna hressilega kryddaða. Ekki má svo gleyma að soðnar, kaldar baunir eru góðar í hvers kyns grænmetissalöt, ekki sízt ef olíuedikssósu er hellt yfir þær volgar og þær fá að draga hana í sig meðan þær kólna. Flestar baunir, aðrar en lins- ur, þarf að bleyta upp áður en þær eru soðnar. Þær eru þá lagð- ar í bleyti í um 1 sólarhring áður en þær eru matreiddar. Annars er hægt að setja þær í pott ásamt nógu af vatni, láta suðuna koma upp, slökkva þá undir og láta standa í nokkrar klst. Þá eru baunirnar nægilega mjúkar til að hægt sé að matreiða þær. En víkjum aftur að súpugerð- inni, sem hér skal höfð uppi. Auk bauna er notað grænmeti, hér kartöflur og blaðlaukur. Ýmislegt annað grænmeti kem- ur þó auðvitað vel til greina, t.d. sellerí og gulrætur, svo eitthvað sé nefnt. Notið kryddjurtir eftir smekk. Þegar súpan er soðin, getið þið sett hana í kvörn, ef þið kjósið mjúka, örðulausa súpu. Og þá er enn hægt að bæta við hana, t.d. með því að sjóða svo- lítið af pasta í henni. Það sem setur punktinn yfir ið hér er nokkurs konar sósa, stappa eða mauk, sem er borið fram með súpunni. Sósan er ít- ölsk, eða öllu heldur búin til á italska vísu. Á Ítalíu heitir hún pesto, er einkum búin til í sveit- inni við hafnarborgina Genúu. I sinni heimasveit er hún búin til úr"basil, grófu hafsalti, parmes- anosti, hvítlauk og svo ólífuolíu. Basil og salt er stappað saman í mortéli, svo úr verði mauk, hvítlauk og osti stappað saman við og svo bleytt í með olíunni. Afbrigðin geta verið ýmisleg, stundum notuð fleiri en ein teg- und osts, stundum eru pinju- hnetur steyttar með. Hér er not- uð steinselja, þurrkað basil ef vill, gróft salt, hvítlaukur, unni, þarf hún ekki að vera mjög bragðmikil, ef ekki, þá notið drjúgmikið af kryddjurtum og stráið gjarnan saxaðri steinselju á súpuna um leið og hún er borin fram. Pesto I þessa útgáfu hér er notuð steinselja, þar sem nýtt basil er því miður afar sjaldséð, svo ekki sé nú meira sagt. Hvítlaukur, gróft salt, möndlur, parmesan- ostur, sem nú fæst hér, og svo ólífuolía. I stað mandla er hægt að nota valhnetur eða heslihnet- ur. I stað parmesanosts er hægt að nota annan ost, en helzt þarf hann að vera fremur þurr. Súpa og lifur á ítalska vfsu möndlur, parmesanostur og olía. Víkjum nánar að tilbrigðunum á eftir. Súpan hentar vel sem forrétt- ur, en ekki nýtur hún sín sízt sem aðalréttur. Þegar súpa er höfð sem aðalréttur, fer vel á að bera fram gott brauð. Heima- bakað, gróft brauð hefur súpu- máltíð auðvitað upp í æðra veldi. Brauðteningar, ristaðir í smjöri, e.t.v. ásamt kryddjurtum og osti, eru gott meðlæti, einnig osta- samlokur ristaðar í vöfflujárni eða bakaðar í ofni. Litlir, heitir ostapæar sóma sér vel með súpu. Pönnukökur, rúllaðar upp með rifnum osti, síðan stráðar. rifn- um osti og bakaðar í ofni þar til þær eru stökkar að ofan, eru glæsilegt súpumeðlæti. 2 dl hvítar baunir 1 blaðlaukur um 1 msk olía, helzt ólífuolía lítil smjörklípa 2 vænar kartöflur 1-1 'h 1 vatn 1-1 'h soðteningur, ætlaður í 'k 1 vatns 1 Leggið baunirnar í bleyti, eða sjóðið þær eins og er lýst að ofan. 2 Hreinsið blaðlaukinn með því að kljúfa hann ofan frá niður í hvíta legginn og skola undir rennandi vatni. Þerrið laukinn og skerið hann í um 2 sm þykkar sneiðar. Hitið feitina og látið laukinn mýkjast þar í, en alls ekki brúnast. 3 Hellið vatninu yfir, magnið fer eftir því hvernig þið viljið hafa súpuna, þ.e. mikið soð mið- að við grænmeti eða öfugt. Bæt- ið baununum í, eftir að hafa skolað þær og e.t.v. tínt úr tóm baunahylki. Látið súpuna sjóða í um 10 mín. 4 Flysjið kartöflurnar, skerið þær í þunnar sneiðar og skolið vel undir rennandi vatni. Þetta er gert til að skola burt sterkj- una, sem annars þykkir súpuna og gerir hana mjólkurlita. Bætið kartöflusneiðunum í súpuna, bætið kjúklingasoðsteningum í eftir smekk, kryddjurtum sömu- leiðis og látið sjóða þar til baun- ir og kartöflur eru soðnar í gegn. Ef þið berið pesto fram með súp- Þessi gerð sósu, eða mauks, er afar vinsæl með hvers kyns ít- ölskum súpum, með pasta og jafnvel á pizzur. Hún er ekki sízt góð í fisksúpur og reyndar með" hvers kyns fisk- og sjávarrétt- um. Möguleikarnir eru því marg- ir og sjálfsagt að hafa augun opin, ef ykkur líkar sósan. Ein- hvern veginn finnst mér að þetta sé einn þeirra rétta, sem maður annaðhvort tekur sér sem líf- rétt, eins og það heitir á prent- smiðjudönsku, eða þolir vart að hugsa til. Hvítlaukur sem er soð- inn með mat, t.d. í súpum eða pottréttum, er einkar bragð- mildur, Hrár, stappaður hvít- laukur, eins og hér er notaður, er mun magnaðri og dregur hvergi úr bragðinu, hér er hann skarp- ur og næsta öflugur. Sósan er blönduð í mortéli, notið t.d. postulíns- eða leir- mortél. Það er einnig hægt að blanda sósuna í rafmagnskvörn, blandið þá olíunni í síðast. Áferðin á sósunni eða maukinu má gjarnan vera þykk, næstum þurr, en það er kannski hæfilegt að miða við að hún sé lík súr- mjóik, eins og þegar hún er þykkust og hnígur varla. 1-2 hvítlauksrif 'k tsk gróft salt 1 knippi steinselja, ekki stönglarnir 1 tsk basil 2 msk möndlur 2 msk rifinn parmesanostur 'k-l dl góð, höfug ólífuolía 1 Skerið hvítlaukinn í litla bita og setjið í mortél ásamt stein- selju og salti. Stappið þetta sam- an svo úr verði þykk stappa. Bætið möndlum og basil saman við, stappið rækilega. Stappið að lokum ostinum í og hrærið olí- unni í, eftir því sem þið teljið hæfilegt. Bragðið á og bætið eft- ir smekk, ef með þarf. Lifur steikt á pönnu ítalir þykja mörgum snjallari að matreiða lifur. Þar er það einkum kálfalifur sem er borin fram. Því miður náum við sjald- an í það hnossgæti hér. Reyndar sá ég hana um daginn í Kjötbúð Tómasar, en það er víst ekki hægt að ganga að henni vísri. Við sútum það ekki, en notum okkar ágætu lambalifur í stað- inn. Galdurinn við lifur er að steikja hana ekki of Iengi, það er fátt dauflegra á diski en ofsteikt og þurr lifur. Matseldin er einkar einföld hér, lifrin er skor- in í þunnar sneiðar, helzt ekki þykkari en 'h sm, þeim er velt upp úr brauðmylsnu og steiktar í blöndu af smjöri og olíu, aðeins svo lengi að sneiðarnar veri stökkar að utan, en mjúkar að innan. Tíminn fer auðvitað eftir þykkt sneiðanna og hitanum, svo hér er ekki gefinn upp neinn tími, en hann skiptir aðeins mín- útum. Veiðið sneiðarnar úr pönnunni, bregðið þeim á eld- húspappír, svo mesta fitan renni af þeim, setjið þær á heitt fat og berið fram með sítrónubátum og piparkvörninni, svo hver og einn geti piprað að smekk ... Með þessum rétti er gott að bera fram pasta með smjöri, þ.e. ein- hvers konar spaghetti. Hrís- grjón með smjöri og osti eru einnig vel til fundin, kartöflur kannski síður, þó það sé smekks- atriði. Brauðmylsnan má gjarnan vera ögn gróf, ég hef mesta trú á heimamalaðri brauðmylsnu, sem svo sannarlega má vera úr yms- um brauðtegundum. Ef ykkur sýnist, getið þið mulið krydd- jurtir í mylsnuna, og e.t.v. bætt svolitlu af rifnum osti við, ekki sízt parmesanosti. 800 g kálfa- eða lambalifur brauðmylsna smjör ólífuolía eða önnur matarolía 1-2 sítrónur, skornar í báta 1 Flettið himnunni af lifrinni, það er auðvelt ef þið hellið fyrst sjóðandi vatni yfir hana. Við það verður himnan seigari og með- færilegri. Þið fáið beztar sneiðar með því að skera hverja lifur í tvo hluta þversum og sneiða síð- an hlutana Iangsum. Notið flug- beittan hníf, hann þarf að renna gegnum lifrina, svo sneiðarnar verði þunnar. Það er reyndar alltaf auðveldara að skera mat, sem svolítið frost er í, svo þið getið stungið lifrinni í frysti í um hálftíma. 2 Iæggið sneiðarnar á eldhús- pappír. Stráið brauðmylsnu á disk og veltið sneiðunum þar í. 3 Hitið smjör og olíu saman, álíka mikið af hvoru. Þegar smjörfroðan dalar, þá er kominn tími til að hefjast handa við steikinguna. Steikið aðeins nokkrar sneiðar í einu, svo þær stikni, en soðni ekki. Hafið að- eins einfalt lag af sneiðum á pönnunni í einu. Steikið þær báðum megin, takið þær upp og látið renna af þeim á eldhús- pappír. Bætið feiti á pönnuna eftir því sem hún sjatnar. Þegar fullsteikt er, er lifrin strax borin fram með tilheyrandi viðhöfn. Ef þið þurfið að bíða með mat- inn, er bezt að láta lifrina halda til í volgum ofni á meðan. En allra bezt er hún stökk og ný- steikt, beint af pönnunni. Berið sítrónubáta og pipar með, eins og áður er nefnt. birtingu í Morgunblað afgreiðslu Þjóðviljans Beðið um inu vegna MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá Ingva Tryggva- syni, formanni Framlciðsluráðs landbúnaðarins: „Á forsíðu Þjóðviljans 13. okt. sl. voru rangfærð orð mín, varð- andi mat og heilbrigðisskoðun á kjöti. Fleira var skakkt með far- ið í þessari frétt. Þar sem Þjóð- viljinn hefur nú til viðbótar far- ið rangt með þá athugasemd, sem ég sendi því blaði, vil ég biðja Morgunblaðið að birta at- hugasemdina orðrétta. Athugasemd Á forsíðu Þjóðviljans 13. október eru stórlega rangfærð orð sem ég lét falla í spjalli við blaðamann Þjóðviljans (S.dór). Blaðamaður spurði hvort kjötmat væri á vegum Sam- bands ísl. samvinnufélaga eða Framleiðsluráðs landbúnaðar- ins. Ég tjáði honum, að kjötmat og heilbrigðisskoðun kjöts væri hvorki á valdi framleiðsluaðila né söluaðila, heldur starfs- manna skipaðra af opinberum aðilum. Þessi orð mín eru heimfærð upp á allt annað mál, sem er athugun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkursvæðisins á sölu ákveðinna kjötbirgða frá fyrra ári, á niðursettu verði. Þykir mér leitt, að það skuli henda Þjóðviljann að gera almennar skýringar á uppbyggingu mats og heilbrigðiseftirlits á fram- leiðsluvörum bænda, að uppi- stöðu í óvandaðri og villandi æsifrétt. Þá er rangt i frétt Þjóðviljans, að fundur Framleiðsluráðs 12. október hafi verið „lokaður" um- fram það sem slíkir stjórnar- fundir eru. Rangt er að fundur- inn hafi verið um „kjötmálið", það var ekki á dagskrá, þótt fréttir Þjóðviljans yrðu að óformlegu umræðuefni manna á milli. Ennfremur er rangt, að Agnar Guðnason sé fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.