Morgunblaðið - 16.10.1983, Side 22
70
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983
Veðurlag sem
veldur eldingum
Sem kunnugt er eru eldingar
rafmagnsfyrirbæri — þær verða
til með áþekkum hætti og blossi,
sem verður af skammhlaupi milli
tveggja rafskauta. Við tiltekin
veðurskilyrði verður loftið sums
staðar svo hlaðið jákvæðu raf-
magni en annars staðar neikvæðu,
að gífurleg spenna myndast á
milli. Þar kemur að spennumis-
munurinn verður svo mikill að
rafstraumurinn brýzt á milli með
björtu leiftri og miklum gný. Með
hliðstæðum hætti gerist það þegar
eldingu lýstur til jarðar, nema þá
er jörðin andhverfa skautið — þ.e.
spennumismunurinn myndast
milli jarðarinnar og þrumuskýsins
er eldingunni lýstur niður úr.
En við hvaða skilyrði verða
þrumuveður helzt hér á landi. í
bók Páls Bergþórssonar, „Loftin
blá“, segir eftirfarandi um þetta:
„Það er tvenns konar veðurlag,
sem veldur þeim. í fyrsta lagi
hitaskúrir í sumrin. Er loftið þá
tiltölulega kalt hið efra, en hið
neðra er það rakt og hlýtt að upp-
runa, og þar er það auk þess hitað
af geislum sumarsólarinnar. Ský-
flókar teygja sig hátt upp á him-
inhvolfið, bjartir og skínandi
ofantil, en dimmir og ískyggilegir
hefói
hið neðra. Um nónbilið er orðið
molluheitt og veðrið er kyrrt, en
eitthvað liggur í loftinu. Skyndi-
lega rofnar kyrrð sumardagsins af
drynjandi gný. Þegar þruman
berst okkur til eyna, er þó eldingin
um garð gengin. Hljóðið er í þrjár
sekúndur að berast einn kíló-
metra, og sá eini hvellur, sem eld-
ingunni fylgir, bergmálar síðan í
fjöllum og fellum og verður í eyr-
um okkar eins og langvinnar
drunur, sannkallaður þrumugnýr.
Ef við beinum nú athygli okkar að
skýjunum, einkum hinum dimm-
ustu, getur verið, að innan stundar
sjáum við glampann af næstu eld-
ingu, þó að bjart sé af degi. Um
leið lítum við á úrið og teljum sek-
úndurnar þangað til skruggan
heyrist, þá er fjarlægðin auð-
reiknuð. Lfði t.d. 15 sek. frá leiftri
að þrumu, hefur eldingin verið í 5
km fjarlægð. Oftast kemur steypi-
regn og haglskúr með þrumuveðr-
um á sumrin. Þessar sumarþrum-
ur eru þó ákaflega sjaldgæfar hér
á landi miðað við flest byggð lönd,
og verða því flestum harla minn-
isstæðar, þegar þær koma.
Teikning Mbl./Pétur Halldórsson.
Eldingaveður á íslandi:
sem að fór. Þeir standa allir á
hlaðinu á Auðnum en bóndinn þar,
Jón hreppstjóri Erlendsson, geng-
ur inn i geymsluhús nær sjónum
að ná í brennivín, sem hann ætlar
að færa gestum sínum. En nú fær-
ist élið í aukana. í frásöguþætti
Jóns Helgasonar, „É1 á Auðna-
hlaði“, sem birtist í öðru bindi rit-
verks hans „Vér íslands börn“ seg-
ir þannig af atburðum:
„Húsum var svo háttað á Auðn-
um, að þau sneru stöfnum í norð-
vestur og horfðu bæjardyr að sjó,
sem vænta mátti á slíku útvegs-
setri. Var vestast húsa timbur-
stofa, er reist hafði verið sumarið
áður, og austur frá henni timb-
urskúr eða göng til bæjarhúsanna.
Var gengið í skúr þennan af hlað-
inu, en síðan úr honum aftur hvort
heldur vildi til timburstofunnar
eða baðstofu. Steinn var við dyr
þær, er horfðu fram á hlaðið.
Eldhús, torfhlaðið, var norðanvert
við timburskúrinn og síðan tvö
hús með standþili fram á hlaðið.
Þeir Jóhannes staðnæmdust
norðan undir gafli timburstofunn-
ar nýju og hugðust standa þar af
sér élið, sem nú var sem ákafast.
Þrír eða fjórir hömuðu sig undir
gaflinum, rétt hjá nýrri, eirlitaðri
sjóbrók, sem þar hékk, nokkrir
stóðu fyrir framan þá og börðu
sér, en tveir eða þrír nokkru fjær.
„ Virtist sem skoti
verid hleypt úr fallbyssu“
Slysahætta vegna eldinga er ekki talin mikil hér á landi enda eru slys af völdum eldinga
fátíð. Oft verður eldinga þó vart hér og skemmdir á síma- og rafmagnslínum af þeirra völdum
ekki óalgengar. Skruggur eða þrumur geta myndast við tiltekin veðurskilyrði og er þá ekki
alltaf að til eldingarinnar sjáist, sem veldur þeim. En hver eru þessi veðurskilyrði sem
eldingahætta skapast við hér á landi? Svo virðist sem furðu lítið hafi verið skrifað um þetta
veðurfyrirbæri og rannsóknir á því eru sennilega af skornum skammti hér á landi.
Þrumuveður að
vetrarlagi
Hins vegar eru þrumur að vetri
til algengari hér en í flestum öðr-
um löndum. Það er þó nær ein-
göngu í svokallaðri útsynnings-
veðráttu, suðvestanátt, sem komin
er um langan veg yfir hafið fyrir
sunnan Grænland. ískalt loft frá
snæbreiðum Kanada flæðir þá yfir
ófrosinn sjó og hlýnar mjög ört
hið neðra og dregur til sín raka.
Myndast þá heppileg skilyrði fyrir
háreista skýflóka, útsynnings-
klakka. Það gengur á með hvöss-
um og dimmum kornéljum á Suð-
ur- og Vesturlandi, og í vetrar-
myrkrinu er þá ekki fátítt, að
fyrir bregði leiftrum, sem lýsa
hauður og himin. Eru þau oft köll-
uð rosaljós. Sjaldnar heyrast þá
þrumur, útsynningsgarrinn kæfir
þær í veðurdyn og éljanauði, þótt
ljósagangurinn verði skerandi
fyrir myrkurvön augu manns um
skammdegisnætur."
Eins og segir hér að framan
mun það vera fátítt að eldingar
valdi slysum á mönnum hér á
landi. Slys af eldingum hafa þó
orðið hér á landi og eru sennilega
fleiri en almennt er ætlað, því
nokkuð víða er getið um mann-
skaða af völdum eldinga i gömlum
heimildum.
É1 á Auðnahlaði
Árið 1865, hinn 17. marz um kl.
8 að morgni, varð stórslys af völd-
um eldingar á Vatnsleysuströnd.
Svo bar til þennan morgun að
skipshöfn frá Reykjavík kom að
Auðnum á Vatnsleysuströnd.
Voru það Jóhannes Ólsen formað-
ur og skipverjar hans: eru sjö
þeirra nafngreindir í heimildum,
Þórður Torfason í Vigfúsarkoti,
Þórður Jónsson kenndur við
Lambastaði, Jón Jónsson bóndi á
Rauðará, Jón Einarsson vinnu-
maður Jóhannesar Ólsens, Vigfús
Guðnason vinnumaður, Stefán
Þorleifsson vinnumaður, og ungl-
ingspiltur, Jóhann Árnason frá
Melstað. Voru þeir á leið til
Reykjavíkur sunnan úr Vogum.
Vegna austan-hvassviðris höfðu
þeir farið með löndum en þegar
dimmdi í lofti og veðurútlit versn-
aði, brugðið á það ráð að lenda i
Auðnavör og bfða þar af sér élið
Var þá klukkan átta að morgni
eða rúmlega það.
„Timburstofan huldist
reykjarmekki“
Margt manna var heima á
Auðnum. Tvær konur voru í eld-
húsi við matseld, maður stóð í
skúrdyrum og gáði til veðurs, ann-
ar stóð í húsum inni við gluggann
á austasta þilinu. Einhverjir voru
á ferli úti við, en flestir þó í bað-
stofu.
Jóhannesi Ólsen varð nú gengið
austur fyrir hornið á gafli timb-
urstofunnar og ætlaði að leita sér
skjóls í timburskúrnum. En hann
var ekki kominn nema rétt fyrir
hornið, er elding reið yfir. Fólki á
næstu bæjum virtist sem skoti
hefði verið hleypt af fallbyssu.
Þeim, sem inni voru í bænum á
Auðnum, fannst sem loftþytur
færi í gegnum húsin með miklum
gný. Menn, sem álengdar voru,
sáu, að timburstofan huldist
reykjarmekki, sem helzt virtist
rjúka upp úr jörðinni, og þegar að
var komið, var svælan á hlaðinu
eins og kveikt hefði verið í hálf-
blautu púðri.