Morgunblaðið - 16.10.1983, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 16.10.1983, Qupperneq 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 Charles Dickens Catherine Dickens Leikkonan unga, Ellen Ternan. Bréfin segja aðra sögu Sagnaskáldið mikla, Charles Dickens, hrakti konu sína, Catherine, frá sér eftir 22 ára hjónaband. Hún hafði þá fætt tíu börn og misst fóstur tvívegis. Til að þagga niður orðróm þess efnis að hann héldi við systur hennar, skrifaði hann sína útgáfu af sögunni í blöðin 1858. Hið rétta var að hann gekk með grasið í skónum á eftir leikkonu nokkurri, Ellen Ternan, sem þá var sautján ára. Hann lét þess þó ekki getið í blaðagreininni. Samkvæmt hans útgáfu, hafði Catherine lengi viljað yfirgefa hann, til að búa í friði og ró fjarri streitunni sem fylgdi því að búa með stjörnu. Hann sagði hana eiga við andlega vanheilsu að stríða og þar á ofan skildi hvorki hún hann, né hann hana, þau ættu sáralítið sameiginlegt og hún væri ómöguleg móðir og hefði hvorki hundsvit né áhuga á b'arnauppeldi. Catherine varð að taka þessu þegjandi þar sem hún var nú í nokkurs konar útlegð hjá móður sinni og háð skáldmæringnum fjárhagsíega. Hann lét henni í té 600 pund á ári. Og þar til fyrir skömmu var þetta líka hin opin- bera útgáfa. Enginn varð til að velta því fyrir sér hvort skáldið hefði þarna verið að skrifa frá- sögn eða skáldskap — eins og venjulega. Nú hefur verið gefin út bók í Englandi, sem hefur að geyma bréf Dickens til konu sinnar og bera þau þess vott, að samband þeirra hjóna var með miklum ágætum lengst af og sú mynd sem þau virðast draga upp af Cather- ine á lítið skylt við lýsingar skáldsins í blaðagreininni fyrr- nefndu. Bréfin segja aðra sögu. Þegar Charles Dickens var á fimmtugsaldri, varð hann ákaf- lega eirðarlaus, gekk í gegnum einhvers konar „breytingaskeið". Bjartsýni hans á lífið og tilveruna varð að láta í minni pokann og sjást þessa m.a. merki í skáldsög- unni „Erfiðir tímar". Hann flutti úr svefnherbergi þeirra hjóna og lét Catherine aldr- ei í friði, ef þau áttu eitthvað sam- an að sælda, fann stöðugt að ein- hverju við hana. Dóttir skáldsins, Katey, lét ein- hverju sinni svo um mælt, að faðir hennar hefði ekki skilið konur, og víst er að ófáir lesendur verka hans hafa sett í brýnnar yfir þeim einhæfu kvenlýsingum sem þar birtast. Bæði jákvæðar og nei- kvæðar. Lýsingar á konu hans í blaðaskrifunum árið 1858 voru einnig af þessum toga og allar neikvæðar. Hún fyrirgaf honum þetta vegna snilli hans, rétt eins og gagnrýnendur og fræðimenn hafa gert. En hún hélt áfram að elska hann, þrátt fyrir að hann hefði aldrei samband við hana þau tólf ár sem liðu frá skilnaðinum þar til hann lést. Skömmu áður en Cath- erine Dickens lést, afhenti hún dóttur sinni bréfin frá eiginmann- inum með þessum orðum: „Láttu British Museum fá þau, svo heim- urinn komist að því, að hann elsk- aði mig einu sinni." Þetta tók heiminn býsna langan tíma. — Bjggl • The Guardian Weekly. Hazel loks á nlmu Danski stríðsbókahöfundurinn Sven Hazel mun einn af mest lesnu rithöfundum heims og hafa bækur hans selst í meira en 40 milljónum eintaka í 102 löndum. En þrátt fyrir þessa sölu hefur eng- in sagna hans verið kvikmynduð til þessa og það er hálfundarlegt mið- að við það ómælisflóð af stríðs- og ofbeldismyndum sem frá Holly- wood streymir ár hvert. Til skamms tíma átti eitt hinna stóru kvikmyndafélaga einkaréttinn á kvikmyndun bóka eftir Hazel, mýmargir aðilar komu að máli við hann og höfðu uppi stórfenglegar ráðagerðir um bíómyndir, en aldrei varð Sven Hazel. neitt úr neinu. Nú mun loks af- ráðið að kvikmynda eina af sög- um Danans. Það er danski kvikmynda- framleiðandinn Just Betzer sem þar á hlut að máli, en hann komst yfir kvikmyndaréttinn fyrir stuttu. Hann hefur áður gert myndir eins og „Vetrar- börn“ og „Det parallelle lig“ og „ajeblikket". Kostnaður við gerð Hazel- myndarinnar er áætlaður um 150 milljónir íslenskra króna og verður hún miðað við alþjóðleg- an markað og gerð fyrir alþjóð- legt fé. Undirbúningur er þegar kominn vel á veg. Tennurnar láta sig dreyma Teiknimyndasögur eru vinsælt lestrar- eða skoóunarefni um heim allan. Þó mun óvíða vera önnur eins eftirspurn eftir lesefni af þessu tagi og í Japan. Tölur sem birtar hafa verið um neyslu þarlendra á teikni- myndasögum eru stjarnfræðilegar. Um-það bil 1,2 billjónir eintaka eru seldar ár hvert og framleiðsla teiknimyndasagna nemur um 27 prósentum af heildarframleiðslu bóka og tímarita. Fimm söluhæstu drengja-myndasögurnar seljast að jafnaði í samtals níu milljónum eintaka. Drengirnir sem lesa þessi hefti, geta reyndar verið kaupsýslumenn að nálgast miðjan aldur. Þeir sitja hugfangnir í lestum, kaffihúsum og mötuneytum yfir þessum sög- um, sem ætlaðar eru tíu til ellefu ára strákum. Hrekkir óþægra skólakrakka, vísindaskáldskapur og draugasögur eru uppistaðan í þessum heftum. Sumir neytendur þessara sagna fara síðan að lesa teiknimyndasögur sem ætlaðar eru fullorðnum. En fjögur sölu- hæstu hefti af þeirri tegund selj- ast í samtals um 2,5 milljónum eintaka. Þar eru á ferðinni sam- uraia-stríðsmenn, glæponar og ýmsar ofurhetjur. Við síðustu talningu reyndust vera á markaðnum nærri 100 erót- ískar myndasögur. Ómengað of- beldi og kynlíf, en þó farið ná- kvæmlega að lögum um velsæmi, en þau banna m.a. að kynfæri sjá- ist. Hins vegar er allt í lagi að sýna hvers kyns limlestanir og sérhæfa þessi blöð sig í pynduðum konum, blóði og aflimunum hvers konar. í stúlknablöðunum lekur róm- antíkin af hverri síðu. Söguhetj- urnar eru evrópskt hefðarfólk, út- lendar rokkstjörnur, kynvilltir drengir og tvíkynja prinsar, íþróttakonur, en engir verkalýðs- frömuðir. Feminismi og kynferðis- pólitík eru heldur ekki á dagskrá í myndasögum handa konum, en þann markað segja útgefendur fara ört stækkandi. Að dómi þeirra sem um hafa fjallað, er skýringin á vinsældum myndasagna í Japan sú, að þjóðfé- lagið sé svo mannmargt og íhalds- samt, að þarna bjóðist einstakl- ingunum stundarlausn frá veru- leikanum, veruleika sem er á þann veg, að flestum stendur einungis til boða að eyða lífi sínu sem ein tönn á risavöxnu, tölvustýrðu tannhjóli. Flestir eru á einu máli um að þeir sem teikna þessar myndasög- ur séu ákaflega færir á sínu sviði. Þeir beita aðferðum kvikmynd- anna; þröng skot, víð skot, mis- munandi skotvinklar. Þá hafa þeir einnig fundið upp heilmikið af áhrifamiklum hljóð-orðum. Það nýjasta á því sviði, er orð sem táknar algera þögn. Það er: „Shi- iin“. — Byggt á The Guardian Weekly. Eins og skáldið sagði... „Ég hugsa eins og snillingur, skrifa eins og mikilsvirtur rithöf- undur og tala eins og barn.“ (— Vladimir Nabokov) Edinborq HELGÁRFERÐIR VIKUFERÐIR Verö frá krónum 8.208.- FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi Óháði söfnuðurinn: Síðasti kirkjudagur sr. Emils á sunnudag KIRKJUDAGUR Óháða safnaðarins verður haldinn í dag, sunnudag, í kirkju Óháða safnaðarins, en þetta verður síðasti kirkjudagur sr. Kmils Björnssonar, prests safnaðarins, en hann lætur af því starfi um næstu áramót. Hefst kirkjudagurinn með messu klukkan 14.00 og eftir messu munu konur safnaðarins standa fyrir kaffisölu til ágóða fyrir kirkjubygginguna sem verið er að gera við nú.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.