Morgunblaðið - 16.10.1983, Síða 32

Morgunblaðið - 16.10.1983, Síða 32
80 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 legar og viðamiklar rannsóknir sínar á sorg, trega og þeim kvíð- boga, sem menn bera fyrir maka- missi. I þvi sambandi vekur það furðu, að einstakir þættir þess trega, sem menn finna til við ást- vinamissi, eru um margt mjög áþekkir þeim breytingum, sem eiga sér stað á sálarástandi deyj- andi manna, allt frá því andar- taki, þegar þeir hafa öðlazt hina skelfilegu fullvissu, að þeir séu dauðvona, og til þeirrar stundar, er þeir eiga orðið mjög skammt eftir. Ýmsir læknar með mikla reynslu í að umgangast deyjandi fólk hafa svipaða sögu að segja af athugunum sinum á slíkum stigbreytingum í sálarástandi dauðvona fólks. Elisabeth Kubler-Ross lýsir þessum stigbreytingum á eftirfar- andi hátt: Eftir að hinn dauðvona hafi í fyrstu reynt að bera með sjálfum sér brigður á, að röðin sé þegar komin að honum — eftir fyrstu viðbrögðin við því andlega áfalli, sem vissan um yfirvofandi dauðadægur sé — hefjist svo oft á tíðum sá þáttur, þegar sjúklingur- inn fyllist ákafri reiði og taki að leita svara við spuringunni: „Hvers vegna einmitt ég?“ I næsta þætti þessara „sátta- umleitana" hins dauðvona við staðreyndirnar, öðlist sjúklingur- inn svo enn á ný von un nokkurn frest — vonar, að lífdagar hans verði þó nokkru lengri. Þar á eftir fylgi þunglyndisskeið, þegar hinn sjúki hafi játað sannleikann fyrir sjálfum sér að fullu. Lokaþátturinn í þessum breyt- ingum, er verða á sálarástandinu, sé svo þegar hinn deyjandi hafi sætt sig við yfirvofandi dauðdaga, við dauðann, og hjálpað þeim verulega ekki einungis til að lifa óttalausar, heldur einnig til að losa sig út úr þeirri einangrun, sem sjúkdómurinn hneppir menn í. Þetta hvorutveggja eru sálræn skilyrði þess, að líkaminn taki að snúast til varnar eins og nauðsyn krefur. Þeir sjálfsbjargar-hópar sjúkl- inga, sem á síðustu árum hefur víða verið komið á laggirnar, hafa þannig orðið til af þeirri sömu mannlegu þörf á að ræðast við gegn óttanum, og til að menn fynndu, að þeir væru ekki einir í þeim ógnunum, sem yfir þeim vofðu. Þessir sjálfsbjargar-hópar eru undir stjórn sálfræðinga, lækna og presta, sem skiptast á að leiða samtölin. í Amalie-Sieveking-sjúkrahús- inu í Hamborg hittast regulega rúmlega tíu konur, sem ýmist ganga með krabbamein eða hafa haft þennan sjúkdóm. Til fundar við þessar konur koma svo læknir- inn Dorothea Wagner-Kolb og sjúkrahúspresturinn síra Kirsch. Áhyggjur af fjölskyldunni kvelja marga dauðvona sjúklinga Læknirinn svarar öllum þeim spurningum, sem til hennar er beint, en reynir hins vegar ekki að leiða samtalið. Hún segir mér til skýringar, að þessi viðræðuhópur hafi orðið vitni að því þegar kona ein hafi dáið og hafi þá séð með eigin augum, með hve mikilli um- hyKgju hafi verið annazt um hina deyjandi konu. „Það var mér mjög huggunarrík reynsla," sagði ein af konunum í þessum viðræðuhópi. Hún hafði það á tilfinningunni, að Dauöi, Hvar er broddur þinn? og lýsir Elisabeth Kúbler-Ross þeim þætti sem ástandi innri sál- arróar og friðar, er þá færist yfir hinn dauðvona. Mikil stoð í að tala um dauðann Það er aðeins til ein aðferð, sem getur hjálpað þeim sem enn er í fullu fjöri til að lægja ótta sinn andspænis dauðanum; hún er sú að venja sig í tæka tíð og við allar mögulegar aðstæður á æviferlin- um við tilhugsunina um dauðann, og framar öllu að halda börnum ekki frá, þegar dauðann ber að, heldur veita þeim hæfilega hlut- deild í þeirri lífsreynslu. Að hafa sjálfur raunverulega upplifað það, þegar dauðann ber að, til dæmis þegar afinn deyr, ge- tur hæglega gert það að verkum, að jafnt barni sem fullorðnum læ- rist að halda ótta sínum við dauð- ann í skefjum og láti dauðans ótta því aldrei þrúga sig eftir það, heldur taki að líta hann sem eðli- legan og sjálfsagðan lífsförunaut upp frá því. „Samtöl gegn ótta“, nefnir sál- fræðingurinn Anne-Marie Tausch bók sína; höfundur, sem sjálf þjáðist af krabbameini, skrifaði bókina eftir samtölum, er hún átti við annað fólk, sem eins var ástatt fyrir og henni. „Það varð mér mik- ill ávinningur," skrifar hún, „að ég skyldi leyfa óttanum við sjúkdóm- inn að koma fram og umbreyta honum svo í jafnaðargeð.“ Af þeirri reynslu, sem sagt er frá i bókinni, kemur mjög glögg- lega í ljós, að viðræður, byggðar á fullri hreinskilni, geta veitt mönnum mikla stoð gegn óttanum þetta hlyti allt að fara vel fyrir þeim. En samt sem áður berst tal þessara kvenna aftur og aftur að öryggisleysi því, sem þær finni fyrir, einnig að áhyggjunum, sem þær hafi af fjölskyldunni, til dæmis af ungum börnum. Einhver þeirra spyr lækninn, hvort hún sé líka stundum hrædd alveg eins og aðrir. „Jú, það er ég líka,“ segir hún, „alveg eins og hver annar. Þegar ég leiði mér fyrir hugskotssjónir, að líkami minn liggi lífvana og kaldur, þá líður mér afar illa, þá fer um mig kuldahrollur." Seinna, þegar við erum orðnar einar, segir hún mér, hve mikils virði það sé fyrir sig að fá að hjúkra og fylgjast með þeim sjúkl- ingum sínum, sem séu að deyja, allt þar til yfir ljúki. „En þá eru sjúkrasamlögin oft á hælunum á mér og senda mér á tveggja vikna fresti fyrirspurnir um það, hvort þessir sjúklingar séu langlegu- sjúklingar eða til skemmri lækn- ismeðferðar á sjúkrahúsinu." í öðrum sjúkrahúsum tíðkast það alloft, að dauðvona sjúkling- um sé á heldur ruddalegan hátt hreinlega vísað út af sjúkrahús- inu. „Takið hana bara með ykkur," sagði læknir einn á sjúkrahúsinu Múnchen-Perlach við aðstandend- ur aldraðrar konu, sem var að dauða komin, „annars skal ég senda ykkur hana heim á morgun með sjúkrabílnum." „Margir sjúkrahúslæknar eru þeirrar skoðunar," segir Dorothea Wagner-Kolb, „að sjúkrarúmin þeirra séu aðeins ætluð þeim sjúklingum, sem þarfnist bráðrar læknismeðferðar og liggi ekki allt- of lengi; það séu þó sjúklingar, sem læknirinn geti eitthvað hjálp- að.“ Læknar og hjúkrunar- fræðingar þurfa oft meiri tiisögn Framkoma við dauðvona sjúkl- ing eins og lýst var hér að ofan er að sínu leyti líka aðferð við að forðast dauðann og víkja úr vegi fyrir honum, þar sem því verður við komið. Hvort sem slík fram- koma nú er sprottin af eintómu makræði og menningarleysi eða af duldum ótta, þá verður það þó alltaf að skoðast sem forkastan- legt að neita fólki um siðustu mannlegu hjálpina, í stað þess að sjúkrahúsin ættu að gera dauð- vona fólki alveg jafn hátt undir höfði og venjulegum meðferðar- sjúklingum sínum. Sá ótti, sem býr með heilbrigð- um, breytist í einmanaleika og vanmáttarkennd með hinum fár- sjúka og deyjandi sjúklingi. Nú er hins vegar farið að leitast við mæta þeSsum tvíþætta vanda samtímis og reyna að hjálpa fólki við að finna lausn á honum við hæfi. í nóvember á siðastliðnu ári var haldið alþjóðlegt thanato-sál- fræðiþing í Osnabrúck í Vestur- Þýzkalandi; þessi grein sálfræð- innar fæst eingöngu við sálar- ástand fólks á banabeði, en tekur þó ekki síður til viðhorfs lækna og hjúkrunarfræðinga til dauðvona sjúklinga, svo og nánustu aðstand- enda. Markmið þessa þings var að veita starfsliði sjúkrahúsa og að- standendum dauðvona sjúklinga víðtækari hjálp og margs konar aðstoð, sem þessir aðilar hafa hingað til ekki átt neinn kost á að fá. Fram að þessu hefur ekki verið ýkja mikið gert til að koma sjúkrahúsunum til hjálpar í þess- um efnum — það verður að kallast mjög bagalegt á þeim tímum, þeg- ar viðhorf manna til læknavísind- anna eru farin að skiptast svo mjög í tvö horn eins og reyndin er nú á dögum. Ólík viðhorf sjúklinganna I viðhorfum sínum til lækninga skiptast sjúklingarnir í tvo mjög andstæða hópa. Annar hópurinn hefur tekið eins konar blinda lækninga-sann- færingu í stað trúar á hjálpræðið. Þessi hópur sjúklinga lítur á lækninn sem einhverskonar „heilsu-verkfræðing", sem kunni óbrigðul ráð við öllum meinum og eigi með því að hantéra sín töfra- tæki, alveg skilyrðislaust að lækna mann, sama hvernig í fjandanum hann fari að því. í aug- um þessa fólks ber lækninum að annast viðgerð á mann-vélinni. Hinn hópur sjúklinganna er far- inn að sýna einmitt þessum al- máttuga verkfræðingi, sem vart litur orðið á sjúklinginn sem sjálfstæða persónu lengur, mikla tortryggni. Þessi hópur fólks óskar þess, að læknirinn sé „sam- starfsaðili, sem auk þess að ann- ast um líffæri sjúklinganna, sinni líka tilfinningalifi þeirra og gefi gaum að þeim aðstæðum í lífi þeirra, sem sjúkdómurinn hafi í för með sér,“ segir sálfræðingur- inn Horst Eberhard Richter. Hann hefur um margra ára skeið starfað sem leiðbeinandi fyrir fjölskyldur krabbameinssjúklinga. Það er hans skoðun, að sjúklingur- inn vænti þess fyrst og fremst af lækni sínum, að hann flýi ekki af hólmi, þegar hann hafi spilað út síðasta trompinu í læknislist sinni. Það ætti að vera hægt að upp- fylla þessa eindregnu ósk sjúkl- ingsins alls staðar. Það eru ekki gildar afsakanir að bera við eilífu tímahraki og skorti á starfsliði á sjúkrahúsunum, þegar daufheyrzt er við þessari ósk sjúklingsins. „Mannúð stendur í alls engu sam- bandi við fjölda starfsmanna," segir Jörg Jungermann, læknir á Aldraðir og fársjúkir eru að öllu leyti háðir hjálpsemi og góðvild annarra. Hinir heil- brigðu ýta helzt al- veg frá sér tilhugsun- inni um dauðann. Einir og yfirgefnir heyja hinir dauðvona oft sitt dauðastríð, og það þótt heitasta ósk þeirra sé, að hafa einhverja ástvini sína hjá sér einmitt gjörgæzludeild Herdecke-sjúkra- hússins. Það séu viðhorf manna, sem skipti máli að hans áliti. Gjörgæzludeild — enginn einangraður staður fullur óhugnaðar Eins og flestir læknarnir á þessu sjúkrahusi og hluti hjúkrun- arliðsins, er Jörg Jungermann anþróposóf, þ.e.a.s. fylgismaður kenninga R. Steiners um mannvit- ið og tengsl þess við yfirskilvitleg öfl. „í mínum augum er dauðinn enginn ósigur," segir hann. „Ég lít ekki á sjúkdóm sem ógæfu; hann lýtur engum öðrum lögmálum en heilbrigðin sjálf. í mínum augum er læknisfræðin alltaf viss tilraun til að skynja manninn sem eina heild og á að láta hann einnig halda reisn sinni en reyna ekki að taka sífellt af honum ráðin." í Herdecke-sjúkrahúsinu — eins og raunar er farið að reyna í æ ríkari mæli við mörg önnur sjúkrahús — er leitazt við að eyða ótta manna við gjörgæzludeildina. Sérhver deild sjúkrahússins hefur sína gjörgæzlu til þess að ekki þurfi að flytja sjúklinginn úr því umhverfi, sem hann er tekinn að venjast og hlífa honum þannig við óþarfa andlegu álagi og hnjaski.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.