Morgunblaðið - 16.10.1983, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 16.10.1983, Qupperneq 34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 Inngangurinn í leikhúsiö Úti var hlýtt og bjart veður en inni í „leikhúsinu" var dimmt, kalt og hráslagalegt. Við inngöngudyrn- ar inn í stóran klett stóðu stórar vinnuvélar. Hrörlegur stigi lá upp á áhorfendapallana, sem hafði ver- ið komið fyrir í flýti, og hætta var á flís ef gripið var um handriðið. Sviðið var gryfja í stórri grjótnámu í þröngum dal skammt fyrir norð- an Alpana í Sviss. Leiktjöld voru engin en sandurinn á botni gryfj- unnar myndaði trjárætur og af- hogginn trjábol. I»ar léku ungir leiknemendur frá Liitzelfluh leik- ritið „Edda“, sem þeir hafa samið upp úr Eddukvæðum með kennara sínum og leikstjóra Jolanda Kodio. Leikritið var forvitnilegt en áhorf- cndur litu þó alltaf til lofts annað veifið og kímdu. I>að var þegar vatn gusaðist niður úr plasthimni, sem hafði verið komið fyrir í lofti gryfjunnar til að grípa vatnsdropa, sem féllu jafnt og þétt með tilheyr- andi hávaða. Mesta mildi var að enginn skyldi verða fyrir sturtu- baði. „Svisslendingar hafa yfirleitt aldrei heyrt minnst á Eddu- kvæði. Gömlu goðin standa okkar menningu þó nær en grísku guðirnir, sem öllum skólabörnum er sagt frá,“ sagði Jolanda Rodio eftir aðalæfing- una á leikritinu. Hún dvaldist eitt sinn nokkuð lengi í Svíþjóð og fræddist um Eddukvæðin þar og hefur nú haft áhuga á þeim í ein 35 ár. Hún er skólastjóri nemendaleikhússins í Lutzelflúh og hefur áður látið nemendur sína fást nokkuð við Eddukvæði en aldrei í jafn stórum stíl og nú. Bern-kantónan veitti skólanum styrk til að setja Eddu á svið og nemendurnir hafa nú kynnt sér kvæðin og unnið að túlkun þeirra í 18 mánuði. Leikritið „Edda“ er spunnið í kringum Völuspá. Atvik úr lífi goðanna eru sett á svið, kvæðin ýmist lesin og túlkuð eða leikin með nýjum orðum og köllum. Tónlist og skuggar í gryfjunni setja drungalegan svip á tilveru ásanna meðal norna og risa. Leikbúningarnir eru afar ein- faldir, einhvers konar náttfata- samfestingar og teppi, sem goðin sveipa um sig þegar þau setjast á trjábolinn. Sýningin byggist að miklu leyti á hreyfingum leikaranna og skrýtnum hljóðum, sem þeir gefa frá sér. Ekki er gott að segja hversu mikinn skilning Svisslendingar öðlast á Eddu- kvæðum við að sjá þetta leikrit. Ég fékk stundum á tilfinninguna að persónurnar væru hálfgerðir trúðar, hoppandi um og gefandi frá sér alls konar öskur. Rodio sagði að áhugi væri allnokkur á sýningunni. Uppselt var á frum- sýninguna 24. september og fjór- ar aðrar sýningar voru fyrirhug- aðar í grjótnámunni. ab. Eddukvædi færd í nýstár- legan búning Hl lönaðar — '|l verslunarlóðir Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um byggingarrétt á eftirgreindum stööum: A. Artúnsholt: lóðir fyrir léttan, þrifanlegan iönaö. B. Seljahverfi, miösvæöi: lóðir fyrir verslanir og þjónustu. Umsóknir skulu ritaðar á sérstök eyöublöð, sem fást afhent á skrifstofu borgarverkfræöings, Skúlatúni 2. Umsóknarfrestur er til og meö 28. október 1983. Athygli er vakin á því aö allar eldri umsóknir eru hér með fallnar úr gildi og ber því að endurnýja þær. Allar nánari upþlýsingar veröa veittar á skrifstofu borgarverkfræöings, Skúlatúni 2, 3. hæö, þar sem jafnframt er tekiö á móti umsóknum. Borgarstjórinn í Reykjavík. PLANTERS Heildsölubirgðir: Agnar Ludvigsson hf. Nýlendugötu 21, sími 12134. rrumsýnincj í KVÖLD stu'í 2. sýning þriöjudag 18. okt. kl. 20 Pantanasími 5 1020 muniö hann JÖRUnD SYnT I: * GftPI-mn » bb LEIKFELAG f viö Kcykjancsbraut hafnarfjaroar esió reelulega ölmm fjöldanum! Á RÉTTRI ,upplausntil abyrgðar LEIÐ Suðurnesjamenn Almennur stjórnmálafundur verður haldinn í Stapa mánudaginn 17. október kl. 20.30. Geir Hallgríms- son utanríkisráðherra ræðir störf og stefnu ríkis- stjórnarinnar. Þingmenn flokksins í kjördæminu mæta á fundinn. Allir velkomnir. Sjálfstæðisflokkurinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.