Morgunblaðið - 16.10.1983, Blaðsíða 36
84 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983
Hræringur
Umsjón: Bragi Óskarsson
Þj óðsagnasafnarar
á öldinni sem leið
Vid bsejardyr á Hnappavölium. Þarna ólst Magnú.s Bjarnason upp á ofanverdri síðustu öld — það má segja að heimur
íslenzku þjóðsögunnar hafí verið við bæjardyrnar hjá honum. Teikninit: Gaimard 1836.
Heilagur Davíð
og hangikjötið
„Á árunum 1862 og 1864 komu á
prent Þjóðsögur Jóns Árnasonar
bókavarðar. Islenzk alþýða tók
bókinni tveim höndum. Mun engin
bók önnur hafa notið jafn mikilla
vinsælda á Islandi.
Á Hnappavöllum í Öræfum átti
þá heima á vegum foreldra sinna
bókhnýsinn örkumlamaður, sem
hét Magnús Bjarnason. Var hann
um þessar mundir á þrítugs aldri.
Af Guðmundi
ríka og
Helga
tíuauraskegg
Eftirfarandi sagnaþættir eru
hafðir úr þjóðsagnasafni Jóns
Þorkelssonar „Þjóðsögur og
munnmæli".
„Þegar ólafur Gíslason var
biskup í Skálholti (1747-1753),
bjó þar í grennd bóndi sá, er Guð-
mundur hét. Hann var auðmaður
og hafði grætt peninga mikla. Ein-
hverjir urðu til að bera Guðmundi
þá frétt, að páfinn hefði ritað
biskupi bréf og skipað honum að
selja himnaríki á uppboðsþingi
fyrir peninga, og ráða þeir Guð-
mundi til að ná í kaupið. Þykir
honum það fýsilegt og fer að finna
biskup og ræða við hann um söl-
una. Biskup aumkaði einfeldni
Guðmundar og vill leiðrétta hann
og segir: „Hvorki páfinn eða ég
eða nokkur maður á ráð á að selja
eður kaupa himnaríki við verði.
Allir eru syndarar og eiga það ein-
ungis undir náð Guðs, að hann
gefi þeim himnaríki." „Gefi!“ segir
Guðmundur. „Ég er ekkert upp á
það kominn, að Guð gefi mér það,
ég á nóg til að borga það með.“
„Helgi hét maður og var Sig-
urðsson frá Mýrum í Eyrarsveit,
Ólafssonar. Hann var bóndi við
Hellna undir Jökli og var kallaður
tíuauraskegg. Hafði hann áskilið
sér í skiptum eftir föður sinn rétt
til þess að mega bera jafnsítt og
mikið skegg sem hann hafði haft,
og mat hann rétt þann til tíu aura
með Ólafi bróður sínum við skipt-
ið ... Helgi var vænn maður og
góðgjarn og kom mörgu til lags
með mönnum, og af því að hann
var kunnur að góðgirni og veit-
andi, báru menn gjarnan málefni
sín undir hann. Það var einhverju
sinni, að tveir menn deildu. Þóttist
annar hafa farið mjög svo halloka
í orðum fyrir hinum og var hinn
reiðasti og vildi hefja mál út af
því. Gengur hann þá til Helga og
skýrir honum frá málavöxtum og
segir: „Þykir þér það ekki illa
mælt, að hann sagði mér að éta
skít og fara til helvítis?" Helgi tók
manninum með hinni mestu still-
ingu og svaraði: „Að hann sagði
þér að éta skít, var ekki neitt, því
það gerum vér allir, en að hann
sagði þér að fara til helvítis, það
var verra, og þó varð það eitthvað
að heita, fyrst maðurinn var reið-
ur,“ og taldi Helgi þangað til um
fyrir manninum, að hann gleymdi
mótgerðinni."
Hann las þjóðsögurnar með sér-
stakri athygli. Varð sá iestur til
þess, að hann tók sér fyrir hendur
að skrásetja ýmiss konar þjóð-
sagnir, sem gengu manna á milli í
Öræfum, ef þær voru ekki til í
Þjóðsögunum, eða ef frásögnin var
þar með öðrum atvikum." Þannig
hefst formáli Jóhanns Gunnars
ólafssonar fyrir „Þjóðsagnakveri"
Magnúsar Bjarnasonar frá
Hnappavöllum, er hann safnaði til
á öldinni sem leið. Það var hins
vegar ekki fyrr en 1950 sem Þjóð-
sagnakver hans kom út hjá Hlað-
búð í Reykjavík. Þannig urðu
margir til að leggja hönd á plóg-
inn við söfnun og skráningu ís-
lenzkra þjóðsagna og þjóðlegs
fróðleiks. Hér var að sjálfsögðu
um áhugastarf að ræða og gátu
fæstir þessara manna gert sér
vonir um að þjóðsagnasöfn þeirra
yrðu nokkurn tíma prentuð nema
þá að litlum hluta. Þannig var
unnið mikið starf og oft við erfið-
ar aðstæður, en fyrir bragðið varð
mörgu forðað frá gleymsku og
safnað mörgu gullkorni, sem ann-
ars hefði farið í glatkistuna.
Hér eru til færðar þrjár stuttar
sögur úr Þjóðsagnakveri Magnús-
ar.
Kölski ágirnist óþvegið
Það er sagt, að einu sinni, er
stúlka var búin að þvo barni höf-
uðið, hafi skrattinn komið til
hennar og beðið hana að gefa sér
það, sem hún hefði ekki þvegið á
barninu.
Mundi þá stúlkan eftir því, að
hún átti óþvegin eyrun á barninu,
og brást hún þá við að þvo þau.
Þaðan mun það dregið, að skratt-
inn vilji eiga það, sem maður þvær
ekki.
Magnús Stephensen dæmir
konung til stórútláta
Það er sagt, að einu sinni hafi
Magnús Stephensen átt að dæma
mál milli konungs og einhvers
annars, og hafi hann dæmt mikil
útlát á hendur konungi, en hinn
orðið frí.
Átti þá stjórnin að segja, að það
væri óhætt að veita honum æðsta
embættið í landsyfirréttinum þess
vegna, að hann færi ekki í
manngreinarálit í dómum sínum.
Kölski finnur ekki
ágirndarlausan prest
Einu sinni lofaði maður sig
skrattanum, ef hann gjörði eitt-
hvað mikilsvert fyrir sig, en þó
með því móti, að hann gæti fært
sér ágirndarlausan prest.
Og er sá tími kom, er kaupin
áttu að fullgjörast, kom kölski
með prest nokkurn, en sagði þó, að
hann væri ekki alveg frí við
ágirnd. Vissi hann ekki nema af
einum presti ágirndarlausum og
væri hann úti í Þýzkalandi. En
það logaði ávallt ljós í kringum
hann, svo hann gæti ekki náð hon-
um.
Maðurinn sagði, að hann yrði þá
að sleppa af kaupinu við sig, fyrst
hann gæti ekki efnt það, sem hann
hefði sett á hann. Gat kölski ekki
mótmælt því.
Heilagur Davíð og hangikjötið
Prestur nokkur sendi vinnu-
mann sinn til efnabónda sem
Davíð hét, og bað hann um að
selja sér hangin skammrif til há-
tíðabrigða. Segir nú ekki af ferð-
um vinnumanns fyrr en heim
kemur, og er þá prestur úti í
kirkju að messa. Vinnumaðurinn
fer í kirkju og hittist þá svo á, að
prestur segir í prédikun sinni:
„Hvað segir þú heilagur Davíð hér
um?“
Þá gellur vinnumaður við:
„Hann gefur djöflinum þann hangi-
kjötsbita, sem hann láti yður fá!“
„Nú, það hefur þá
hvorugt passað“
Bændur við ísafjarðardjúp
skipta mikið við Kaupfélag Isfirð-
inga. Panta þeir vörur símleiðis og
fá þær sendar með Djúpbátnum.
Eitt sinn hringdi bóndi einn og
bað um að sér yrðu send vinnuföt,
og var svo gert. Daginn eftir
hringir bóndi til Ketils kaupfé-
lagsstjóra og kvartar undir
slæmri afgreiðslu, fötin séu alltof
stór. „Þá má kannski segja að bux-
urnar séu upp á mann,“ segir
bóndi, „en stakkurinn er eins og
upp á sjálfan andskotann."
„Nú, það hefur þá hvorugt pass-
að,“ anzaði Ketill með hægð.
Annars var hugmyndin
ágæt!
Sr. Árni Þórarinsson og sr.
Halldór Bjarnason frá Presthól-
um voru góðir vinir. Þeim var báð-
um meinilla við Jón biskup Helga-
son. Á síðustu æviárum var sr.
Halldór orðinn elliær og hálfrugl-
aður.
Sr. Árni var eitt sinn að koma
úr heimsókn frá sr. Halldóri.
Hann hittir þá kunningja sinn,
minnist á komu sína til sr. Hall-
dórs og segir síðan:
„Hann er orðinn ósköp ruglaður,
aumingja karlinn. Til dæmis sagði
hann mér að nú ætti að hengja
Jón biskup næsta sunnudag á
Þingvöllum. Það rennur svona út í
fyrir honum. Annars var hug-
myndin ágæt,“ bætti sr. Árni við.
Getin af sr. Þórhalli
í Almanakinu
I Hjálpræðishernum var dansk-
ur foringi að sýna myndir af frú
Booth og segja frá æviferli henn-
ar. Sá danski vildi minna á það að
hér á landi hefði Þórhallur
Bjarnason, biskup, getið hennar á
prenti og komst svo að orði: „Hún
er getin af sr. Þórhalli í Almanaki
Þjóðvinafélagsins."
Einkennilegar draumfarir
Draumar hafa jafnan þótt
áhugavert umræðuefni, ekki síst
hér áður fyrr er landið var strjál-
býlt og samgöngur erfiðar. Það
var fátt sem glapti fyrir í fásinn-
inu og svo virðist sem fólk hafi
veitt draumlífi sínu meiri athygli
en nú gerist. Marga dreymdi fyrir
daglátum, veðri og atburðum og
voru slíkar draumspár álitnar
hinar gagnlegustu. En svo eru líka
annars konar draumar sem alltaf
hljóta að vekja vangaveltur. Eftir-
farandi frásögn af „samdreymi" er
tekin úr þjóðsagnasafni Odds
Björnssonar, „Þjóðtrú og þjóð-
sagnir", er út kom 1908.
„Vorið 1877 flutti Baldvin bóndi
Sigurðsson að Garði í Aðaldal.
Það vor fór til Baldvins gamall
maður, er Sigmundur hét og annar
maður ungur, sem Jóhannes hét,
Kristjánsson. Skömmu eftir frá-
færurnar þetta vor var þvegin ull
vestur við Núp, sem er alllangt frá
bænum, við svokallað Syðra-Gil,
og var hún breidd þar til þerris.
Eitt kvöld var Sigmundur karl
beðinn að vaka yfir ullinni og
gerði hann það, en Jóhannes fór
með ánum norðvestur í Aðaldals-
hraun og sat þar hjá þeim. Þegar
Sigmundur kom heim segir hann
fólkinu, að sig hafi sótt svefn um
sólaruppkomuna og hafi hann
blundað lítið eitt. Þá dreymir
hann að Jóhannes kæmi norðan
Núpsklappirnar og læddist niður
eftir gilinu og að ullarflekknum og
þótti honum að Jóhannes mundi
ætla að stela af ullinni. Hann
þóttist vera reiður, hlaupa á Jó-
hannes, reka hann undir sig og
taka upp kníf til að skera hann á
háls; við þetta vaknaði hann. Litlu
síðar kemur Jóhannes heim með
ærnar og var þá Sigmundur sofn-
aður. Jóhannes segir þá fólkinu að
sig hafi syfjað svo mikið um sólar-
uppkomuna, að hann hafi fallið í
svefn og hafi sig þá dreymt und-
arlega. Hann þóttist fara súður
Núpsklappirnar og suður í Syðra-
Gil og ætla að finna Sigmund
gamla. En þegar hann kom að ull-
arflekknum, þótti honum Sig-
mundur rjúka á sig, skella sér
flötum, leggjast ofan á sig, taka
upp kníf og ætla að skera sig á
háls. Við það vaknaði hann.
Þessa sögu hefir sagt Guðný
Jónsdóttir frá Þverá, húsfreyja
Baldvins bónda í Garði, hin
merkasta kona og eru þau hjón
enn á lífi. Hefi ég aldrei heyrt fyrr
né síðar að tvo menn hafi dreymt
sama efni á sama augnabliki."
(Sögn Halldórs Þorgrímssonar,
1907. Handrit Guðm. Friðjónsson-
ar.)