Morgunblaðið - 16.10.1983, Side 37

Morgunblaðið - 16.10.1983, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 85 „Mér heyrðist detta svartur ullarlagður... Það var Ólafur Davíðsson er skráði eftirfarandi kímnisögur, og er þær að finna í HULD — safni alþýðlegra fræða íslenzkra. Förukarl einn tók upp á því að látast vera steinblindur til þess, að sér yrði heldur gefið. Þetta lán- aðist vel um hríð, og var karl harðánægður með bragð sitt. Einu sinni var karlinn nótt hjá hreppstjóranum. Hann sat hjá manni um kvöldið, sem var að kemba saman svarta og hvíta ull. Maðurinn er að spyrja karlinn, hvernig honum líði í augunum, og karlinn að barma sér yfir blind- unni, þangað til hann segir: „Mér heyrðist detta svartur uilarlagður hjá þér, félagi." Þá fóru allir að hlægja, en karlinn sá strax axar- skaptið og varð að smjöri. Hrepp- stjórinn tók karlinn fyrir, og varð karl nú að segja honum upp alla sögu, enda var hann hýddur fyrir bragðið. Hvfldu þig, hvfld er góð Ungur bóndi nýkvæntur var að slá í slægju sinni. Það var vellandi hiti, og bóndinn var heldur mark- ráður að eðlisfari, svo að hann var blóðlatur. Þá kemur til hans mað- ur og segir: „Hvíldu þig, hvíld er góð.“ Að svo mæltu fer hann burt. Ekki er þess getið, hvernig bónd- anum leizt á manninn, en ráð hans lét hann sér að kenningu verða og sló slöku við sláttinn, það sem ept- ir var sumars, enda átti hann ekki nema einn hey-kumbalda um haustið. Loksins sá maðurinn, að hann hafði ekki farið skynsamlega að ráði sínu um sumarið og kenndi ókunna manninum um allt saman. Einhvern tíma, kerling, kerling í Skruddu Ragnars Ásgeirsson- ar ráðunauts kennir margra grasa, en þaðan eru eftirfarandi sagnaþættir og vísur hafðar: ... Þegar Hallgrímur Péturs- son fór suður á Hvalnes að taka við prestakalli sínu þar, var hann fótgangandi og mjög fátæklega til fara. Kom hann seinni part dags á prestssetrið bæði þreyttur og svangur. Öldruð kona sat við hlóð- ir í eldhúsi og hrærði í grautar- potti, og bað hann hana að gefa sér að borða. Bað kerling hann að hafa sig á burt hið bráðasta og gaf hreint afsvar, því að hún sagði, að vellingurinn ætti að vera handa nýja sóknarprestinum, honum séra Hallgrími. Varð séra Hallgrími þá að orði: Einhvern tíma, kerling, kerling, kann svo til að bera, að ég fái velling, velling, og verði séra, séra. Pokinn Hreppstjóri nokkur reið á hvalfjöru, en sóknarpresturinn slóst í för með honum. Nokkru síð- ar barst þessi vísa um sveitina: Rataði hann rétta leið, þó rigning væri og þoka. Hreppstjórinn úr hlaði reið, hafði með sér poka. Þegar vísan barst til prestsset- ursins, sagði presturinn: Einn góðan veðurdag kemur sami maðurinn til hans og segir glott- andi: „Latur, lítil hey.“ Svo hvarf hann. Manninum hughægðist ekki við komu hans, enda þóttist hann vita, að hann hefði farið eptir ráð- um djöfulsins og einskis annars. „Nú, hesturinn ber ekki það sem ég ber“ Einu sinni var karl á ferð og reiddi talsvert undir sér. Honum þótti heldur þungt á hestinum, svo að hann fór að hugsa um, hvernig hann gæti létt á honum með góðu móti. Seinast datt honum það snjallræði í hug að binda pokann upp á bakið á sér og reið svo bí- sperrtur leiðar sinnar. Einhver mætti karli og spurði, hví hann væri að mæða sig á pokanum og reiddi hann ekki heldur undir sér eða fyrir aptan sig. „Nú, hesturinn ber ekki það, sem ég ber,“ svaraði karl. Gerði það Guði til skammar Það er ekki ný bóla, að hart sér í Fljótum nyrðra á vorin, því þar eru víst einhver mestu veðravíti á guðs grænni jörðu. Þó hafði sjald- an keyrt eins úr hófi og eitt vor, því þá var alsnjóa um hvítasunnu. Einn karlinn þar í sveitinni var orðinn heylítill og gramur við ótíðina. Hann ætlaði samt að staulast til kirkjunnar á skíðum, því öðruvísi er varla mögulegt að komast yfir Fljót, þegar fönn er. Fólkið vildi láta hann sitja heima. Nei, karl sagðist ætla að gera Guði það til skammar, að ganga á skíð- um til kirkjunnar á hvítasunnu. „Mín er ekki getið í vísunni." Þá spurði prestsfrúin: „Ertu nú alveg viss um það, góði minn?“ Vísa um spil Menn yrkja af ýmsu tilefni, en sumar vísur eru nokkurs konar innhverf leikfimi. I þessari vísu, sem er trúlega allgömul, hefur tekist að koma öllum spilunum í ferskeytlu þannig að vel fer. Fylkir, póstur, fjarki, sjö, fimmið, gosi, nía. Ásinn, þristur, átta, tvö, ein drottning og tía. T-vísa í vísunni sem hér fer á eftir eru hvorki meira né minna en 33 t, en þar með þrýtur líka andgift hins ókunna höfundar. Eitt sinn þeyttust út um nótt átta kettir, hratt og létt. Tuttugu rottur títt og ótt tættu og reyttu á sléttri stétt. Gáta Svo lesendur fari ekki með öllu á mis við innhverfa leikfimi birt- ist hér að lokum gáta eftir Krist- leif Þorsteinsson á Stóra-Kroppi. Reynist hún einhverjum strembin má hafa það í huga að lausnina er að finna út um allt land. Einfætling ég úti sá, ei til ferða laginn. Báðum öxlum ber hann á bull og ragn á daginn. Bridge Arnór Ragnarsson Bridgefélag Akureyrar Þremur umferðum af fjórum er lokið í Thule-tvímennings- keppninni og er staða efstu para þessi: Helgi Sigurðsson — Vilhjálmur Hallgrímsson 552 Páll Pálsson — Frímann Frímannsson 550 Grettir Frímannsson — Ólafur Ágústsson 543 Stefán Ragnarsson — Pétur Guðjónsson 536 Alfreð Pálsson — Júlíus Thorarensen 534 Páll Jónsson — Þórarinn B. Jónsson 526 Jón Stefánsson — Símon Gunnarsson 521 Magnús Aðalbjörnsson — Gunnlaugur Guðmundsson 518 Arnar Daníelsson — Stefán Gunnlaugsson 514 Meðalárangur 468 í síðustu umferð spila 14 efstu pörin í A-riðli. Nk. fimmtudag 20. október verður aðalfundur félagsins haldinn í Félagsborg og eru fé- lagar hvattir til að fjölmenna. þriðjudaginn 25. október hefst Akureyrarmótið í sveitakeppni. í fyrra spiluðu 18 sveitir og var spilað í þremur riðlum. Bridgedeild Húnvetn- ingafélagsins Tveimur umferðum af fimm er lokið í tvímenningnum og er staða efstu para þessi: Jón Ólafsson — Ólafur Ingvarsson 389 Haukur Sigurjónsson — Sigtryggur Ellertsson 361 Daníel Jónsson — Karl Adolphsson 359 Sigríður Ólafsdóttir — Halldóra Kolka 358 Baldur Ásgeirsson — Hermann Jónsson 358 Keppninni verður fram haldið nk. miðvikudag í Síðumúla 11. Reykjavíkurmót í tvímenningi Reykjavíkurmótið í tvímenn- ingi hefst laugardaginn 5. nóv- ember í Hreyfilshúsinu við Grensásveg. Þriggja umferða undankeppni verður spiluð á laugardeginum 5. nóvember (frá 13 til 18), sunnudeginum 6. nóv- ember (10 til 15) og sunnu- dagskvöldið 6. nóvember (18 til 23). Úrslitin fara fram fyrstu helgina í desember, dagana 3. og 4. einnig í Hreyfilshúsinu. Mótið verður með hefðbundnu sniði. Undankeppnin verður spil- uð í riðlum, fyrst er dregið í riðla og síðan slönguraðað eftir úrslit- um. 27 efstu pörin úr undan- keppninni, ásamt Reykjavík- urmeisturum fyrra árs, spila síð- an 108 spila úrslitakeppni með barómetersniði um Reykjavík- urmeistaratitilinn. Skráning í mótið fer fram hjá félögunum og þarf að vera lokið fyrir 3. nóvember. Formenn Reykjavíkurfélaganna, eða full- trúar þeirra, eru beðnir að af- henda Jóni Baldurssyni, starfs- manni BSÍ, skráningarlistana. Ef menn hafa ekki tök á því að skrá sig til keppninnar hjá félagi sínu er hægt að hringja á skrifstofu BSÍ í síma 18350 á milli kl. 3 og 6 á virkum dögum. Þar mun Jón Baldursson taka niður nöfnin. Keppnisgjald er 600 krónur á par fyrir undankeppnina en 300 á par fyrir úrslitin. Keppnis- stjóri verður Agnar Jörgensen. Bridgedeild Skagfirðinga Þriðjudaginn 11. október hófst 3ja kvölda tvímenningur. Spilað er í tveimur 12 para riðlum. Bestu skor hlutu: A-riðill: Guðni Kolbeinsson — Magnús Torfason 190 Hreinn Magnússon — Stígur Herlufsen 184 Erlendur Björgvinsson — Freysteinn Björgv. 180 Sigmar Jónsson — Vilhjálmur Einarsson 177 B-riöill: Ólafur Lárusson — Rúnar Lárusson 199 Baldur Árnason — Haukur Sigurjónsson 188 Jón Hermannsson — Ragnar Hansen 185 Baldur Ásgeirsson — Magnús Halldórsson 168 Næst verður spilað þriðjudag- inn 18. október í Drangey kl. 19.30. Islandsmót í blönduðum flokki íslandsmót í blönduðum flokki (parakeppni) verður haldið 23. okt. Spilaðar verða tvær umferð- ir með Mitchel-fyrirkomulagi, ein um daginn og önnur um kvöldið. Bæði mótin verða spiluð í Hótel Heklu. Tekið verður við þátttöku í blandaða flokkinn til föstudags. Bridgedeild Barðstrendinga- félagsins Starfsemin hófst mánudaginn 3. október sl. og var spilaður eins kvölds tvímenningskeppni (24 pör). Urslit 6 efstu para: Stig Viðar Guðmundsson — Pétur Sigurðsson 151 Hannes Ingibergsson — Jónína Guðmundsdóttir 128 Benedikt Benediktsson — Guðni Sigurbjartsson 127 Ingólfur Lilliendahl — Jón Ingason 125 Sigurður Kristjánsson — Halldór Kristinsson 125 Þórarinn Árnason — Ragnar Björnsson 122 Mánudaginn 10. október hófst Aðaltvímenningskeppni félags- ins (32 pör). Staða 6 efstu para eftir 1. umferð: , Stig Sigurbjörn Ármannsson — Helgi Einarsson 237 Hermann ólafsson — Gunnlaugur Þorsteinsson 225 Ragnar Jónsson — Ulfar Friðriksson 221 Kristinn Óskarsson — Einar Bjarnason 211 Viðar Guðmundsson — Arnór Ólafsson 208 Ingvaldur Gústafsson — Þröstur Einarsson 199 2. umferð verður spiluð mánu- daginn 17. október kl. 19.30 stundvíslega. Spilað er í Síðu- múla 25. Hreyfill — Bæjarleiðir Þriggja umferða einmenn- ingskeppni lauk með sigri Hall- gríms Márussonar, sem hlaut 311 stig. Röð næstu manna: Mikhael Gabríelsson 306 Vilhjálmur Jóhannesson 304 Kristinn Sölvason 303 Guðlaugur Nielsen 297 Kristján Jóhannesson 297 Þorsteinn Sigurðsson 295 Stefán Ólafsson 294 Guðni Skúlason 294 Guðmundur Magnússon 294 Næsta keppni bílstjóranna verður 5 kvölda tvímenningur. Spilað er í Hreyfilshúsinu á mánudögum kl. 20. Bridgefélag Hveragerðis Þriggja kvölda aðaltvímenn- ingur félagsins hófst sl. fimmtu- dag. Spilað er í tveimur 10 para riðlum. A-riðill: Guðmundur — Björgvin 132 Guðmundur — Jón 132 Einar — Þráinn 132 B-riðill: Birgir — Skafti 142 Axel — Sigurlína 135 Kjartan — Inga 132 Meðalárangur 108. 6. október var spilaður eins kvölds tvímenningur og náðu eftirtalin pör bestum árangri: Sveinn — Baldur 199 Jón — Ingvar 189 Einar — Þráinn 188 Meðalárangur 165. Spilað er á fimmtudögum kl. 19.30. Bridgefélag Keflavíkur og nágrennis Vetrarstarfið hófst með ein- menningskeppni sem staðið hef- ur 3 síðastliðna þriðjudaga. Keppni var mjög jöfn en úrslit urðu annars þessi: Sumarliði Lárusson 320 Haraldur Brynjólfsson 306 Þórður Kristjánsson 303 Stefán Jónsson 293 Kjartan Ólafsson 292 Gísli ísleifsson 290 Næsta þriðjudag, 18/10, hefst tvímenningskeppni með Butler- fyrirkomulagi og er búist við mjög góðri þátttöku og að pörum fjölgi, ekki síst vegna hins glæsi- lega húsnæðis sem Karlakór Keflavíkur hefur upp á að bjóða, en þar verður spilað í vetur. Suðurnesjamenn fjölmennið. Til sölu er þessi IBM fjarvinnslu- Skermur. Tegund 5251.012. Upplýsingar í síma 11547 milli kl. 9.00 og 16.00. Jkuna k Einhvern tíma, kerling, kerling ...

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.