Morgunblaðið - 16.10.1983, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKT0BER 1983
95
í janúar 1945
drápu danskir
andspyrnumenn
sænska konu að
nafni Jane
Horney. Síðan
eru liðin 38 ár
en ennþá deila
Danir og Svíar
um það hvort
hún hafi verið
sek eða saklaus.
því skotin fyrir mistök. (Niels
Bjarke Schou undirofursti o.fl.)
3) Af hreinni ævintýralöngun
lagði Jane Horney lag sitt við
sem flesta karlmenn án þess að
hugsa út í hvaða afleiðingar það
gæti haft fyrir hana. Framferði
hennar var því talið hættulegt
og það voru „taugarnar, sem
brugðust" hjá Dönunum. Hún
var hins vegar saklaus. (Bróðir
Jane Horney og Henning Feng-
er.)
4) Danskir andspyrnumenn í
Stokkhólmi villtust á henni og
rauðhærðum „tvífara" hennar
og sendu villandi upplýsingar
heim. Drápið var misskilningur.
(Curt Falkenstam.)
5) Hún var sendiboði milli
manna í Berlín, sem undir-
bjuggu banatilræðið við Hitler,
Frode Jakobsen, fyrrum ráé-
horra og ötull liösmaöur dönsku
andspymuhrayfingarinnar é
stríösérunum.
og fulltrúa Rússa i Stokkhólmi.
Þar fóru fram viðræður um
skilmálana fyrir hugsanlegum
sérfriði milli Þjóðverja og
Rússa. Jane Horney og Horst E.
Gilbert majór voru riðin við
þessa samninga. Voru þau
kannski bæði drepin vegna vit-
neskju sinnar um þá? (Curt
Falkenstam.)
6) Jane Horney vissi of mikið
um þekkta danska stjórnmála-
menn og andspyrnumenn og
samstarf þeirra við nasista.
(Bróðir Jane Horney og Erik
Haaest.)
7) Afbrýðisemi. Enski foring-
inn John Riddle (dulnefni) hefur
verið sakaður um að hafa gefið
skipunina í hefndarskyni.
Sannanirnar gegn
Jane Horney
Ekki er víst, að nokkur þess-
ara kenninga eigi við og eins
getur verið, að ein eða fleiri hafi
ráðið einhverju um, að ákveðið
var að binda enda á líf Jane
Horney. Að sjálfsögðu hillir
alltaf undir afbrýðina og hefnd-
ina þegar um er að ræða konu
eins Jane Horney, svo kynferðis-
lega ákafa og kröfuharða, að
þeir, sem kynntust henni, áttu
það á hættu að glata gjörsam-
lega þeim hugmyndum, sem þeir
höfðu um eigin karlmennsku.
Siðferðileg vandlætingarsemi
kemur einnig til sögunnar eins
og þegar einn fyrrverandi and-
Grunsamleg
heimsókn
Þar sem sagt er frá líkunum fyrir því, ad Jane Homey hafi
veriö njósnari Þjóðverja er m.a. vitnad í frásögn Vilhjálms
Finsen, sem var sendiherra íslands í Stokkhólmi á stríðs-
árunum. Er hana að finna í bók hans „Enn á heimleið“, sem út kom
árið 1956. Hér á eftir verður stiklað á stóru í kaflanum þar sem
hann segir frá kynnum sinum við Jane Homey, en annars staðar í
bókinni gerir hann miklu ítarlegri grein fyrir henni og þeim at-
burðum, sem ollu því.
spymumaður segir hana hafa
borið upplýsingar frá vini til
fjandmanns, úr einu rúminu í
annað „eins og smitberi sjúk-
dóminn". „Litla hóran að hand-
an,“ sagði annar um hana.
í viðtali við danska blaðið
Expressen segir fyrrverandi for-
ingi í Abwehr, leyniþjónustu
þýska hersins, að það hafi verið
„eðlilegt, að Jane Horney var
skotin". Hún hafi verið njósnari
fyrir Þjóðverja og hennar helsta
afrek verið að koma fyrir leyni-
legum hljóðnemum í aðsetri
rússnesku sendinefndarinnar í
Stokkhólmi.
„Gagnnjósnamenn" í Dan-
mörku fullyrða, að Jane hafi lof-
að því skriflega að fá leysta úr
haldi þrjá danska andspyrnum-
enn ef hún fengi á móti upplýs-
ingar um árangurinn af árásum
Þjóðverja á London með VI-
flugskeytunum.
Vilhjálmur Finsen, sendi-
herra íslands í Stokkhólmi á
stríðsárunum, var ekki í vafa
um að Jane Horney njósnaði um
hann.
Gúnther Pancke, SS-foringi
og yfirmaður þýsku lögreglunn-
ar í Danmörku, segir, að Jane
Horney „var njósnari í minni
þjónustu og fékk þúsundir
marka fyrir vikið“. Hún var þó
ekki mikilvægur njósnari og að-
eins í eitt ár.
„Á fjórum fót-
um biðjandi um
náð og miskunn
Einhver besta lýsingin á Jane
Horney „í starfi" er eftir „hátt-
settan mann í „Leyniþjónustu
stúdenta", einni deild dönsku
andspyrnuhreyfingarinnar".
Jane dró hann með sér í rúmið
„þótt hún hafi ekki gengið að því
gruflandi eitt augnablik, að kyn-
ferðislega hafði ég ekkert söfn-
unargildi... en hún vissi, að ég
þekkti vel leynileiðirnar milli
Danmerkur og Svíþjóðar". Þeg-
ar ástarleiknum var lokið, skrif-
aði hann svo nafnið sitt í pass-
ann hennar við hliðina á nöfn-
um eins og Göring, Ribbentrop
og Göbbels. Kunningsskapur
þeirra stóð stutt. „Ég hafði ekk-
ert í hana að segja í rúminu."
Nú var öðrum manni, vini
þess, sem hér segir frá, fengið
það hlutverk að veiða eitthvað
upp úr Jane Horney og saman
fóru þau í frí, sem átti að standa
í hálfan mánuð. Eftir fjóra daga
kemur vinurinn aftur „á fjórum
fótum biðjandi um náð og mis-
kunn“. Jane Horney var gjör-
samlega búin að ganga frá hon-
um kynferðislega og þar að auki
hafði hún flett ofan af honum
dulargervinu en hann hafði gef-
ið sig út fyrir að vera enskur
njósnari.
Dönum þótti nú sem engu
væri á Jane Horney logið.
Þær ályktanir, sem draga má
af þessu öllu saman, eru þær, að
það var ekki óeðlilegt, að Jane
Horney var grunuð um njósnir.
Vitnisburður Þjóðverja sjálfra
er auðvitað sterkastur en þó er
ýmislegt skrýtið við þetta mál.
Ekki síst það, að eftir að danska
andspyrnuhreyfingin var farin
að gruna Jane um græsku
bauðst sænska lögreglan til að
taka hana í sina gæslu og geyma
fram yfir stríð, en þá vildu Dan-
irnir ekki taka það í mál. Var
það vegna þess, að hún lék
tveimur skjöldum og Danir
höfðu not fyrir hana?
Gátan um Jane Horney hefur
ekki enn verið ráðin og það er
ekkert eins heillandi og óráðin
gáta. Sagan um hana hefur alla
bestu eiginleika spennandi reyf-
ara en það vantar bara i hana
síðasta kaflann. Þess vegna
skýtur Horney-málinu jafn
reglulega upp á himininn og al-
kunnri halastjörnu. Menn velta
vöngum og leita lausna en óvíst
er hvort nokkur vilji í raun
finna lykilinn að leyndarmálinu.
„Dag einn, mig minnir, að það
hafi veri haustið 1942, kom
ókunn kona í sendiráðið og vildi
hafa tal af sendiherranum per-
sónulega. Frú Þuríður Finns-
dóttir sat í fremri skrifstofunni
og tók á móti henni, kom svo inn
í mína einkaskrifstofu og til-
kynnti mér um komu konunnar.
Hún talaði sænsku, en það var
auðheyrt, að hún var dönsk.
„Ég heiti Jane Horney og
skrifa í blöð. Ég vildi gjarna fá
áreiðanlegar upplýsingar hjá yð-
ur um ísland. Ég hefi verið bæði
í Grænlandi og á Spitzbergen og
skrifað greinar í Norðurlanda-
blöð um ástandið þar. Nú vil ég
fara til íslands og skrifa greina-
flokk þaðan um hitt og annað, en
hvernig kemst ég þangað núna?
Hefir sendiráðið ekki stjórnar-
flugvélar með póst og annað I
förum milli íslands og Svíþjóð-
ar? Get ég ekki fengið far meí
slíkri flugvél?““
Vilhjálmur Finsen tjáði Jane
Horney, að það væri ekkert beinf
samband við ísland en ef Bretai
vildu flytja hana, þá skyldi hann
veita henni aðstoð. Réttast taldi
hann þó, að hún biði fram yfir
stríð.
„„En það er einmitt núna, sem
ég vil fara til íslands, einmitt
vegna stríðsins, vegna amerlska
hernámsins. Ég vil sjá, hvað er
að gerast á íslandi," datt upp úr
henni, líklega alveg í hugsunar-
leysi.
Mér var nokkurn veginn ljóst,
hvers konar kona þetta var, og
hvað hið raunverulega erindi
hennar var til mín. Það kom líka
fram fljótar en ég gat búizt við,
að grunur minn var á nokkrum
rökum reistur.
Frú Horney var ekki vel
ánægð með móttökurnar. Við
sátum að vísu alllengi saman og
spjölluðum. Hún var bæði
óvenju fríð og virtist vera vel
menntuð. Ég vildi gjarna komast
eftir, hvort það væri nokkuð sér-
stakt, sem hún vildi kynnast á
„Þegar ég lyfti byssunni horfði
Jane á mig. „Skjóttu mig ekki í
hnakkann, John,“ sagði hún. Ég
hikaði eitt augnablik og varð síð-
an við þessari hinstu ósk henn-
ar.“
Skotið reið af og Jane Horney
féll saman. Skotin í bakið. Menn-
irnir fjórir um borð í danska
að hún var tekin af lífi
íslandi. Mér tókst það líka.
„Er ekki mikið af stöðuvötnum
á íslandi? Ég hefi heyrt, að land-
ið sé dásamlega fagurt, en ég get
aldrei hugsað mér fallegt lands-
lag án stöðuvatna, eins og t.d. í
Finnlandi. Hvað væri Finnland
án stöðuvatnanna? Eigið þér
engar myndir af stöðuvötnum á
Islandi? Ef ég gæti fengið
eitthvað af ljósmyndum hjá yður
og gæti síðan átt þess kost að
Jane Horney
vera með yður nokkrum sinnum"
— hún brosti hýrt til mín, þegar
hún sagði þetta — „gæti ég
áreiðanlega fengið efni í góðar
greinar um ísland, þó ég fari
ekki þangað núna, aðallega fyrir
sænsk og dönsk blöð.“
Ég sýndi henni nokkrar lands-
lagsmyndir að heiman, en þær
voru ekki af stöðuvötnum, að
minnsta kosti ekki stöðuvötnum
og „umhverfi þeirra", eins og
hún orðaði það. Að lokum sagð-
ist ég ætla að reyna að útvega
myndir að heiman við hennar
hæfi. Það var vitanlega aldrei
ætlun mín að gera það, heldur
var ég orðinn dálítið forvitinn,
vildi gjarna fá tækifæri til að
hitta þessa konu aftur og rann-
saka hana dálítið nánar.
fiskibátnum festu járnkeðjur við
líkið og köstuðu því fyrir borð.
Byssan fylgdi á eftir.
Þetta var í janúar árið 1945,
þremur mánuðum áður en Þjóð-
verjar gáfust upp í Danmörku.
Maðurinn, sem skaut Jane
Horney, er Ingolf Asbjörn Lyhne
eða „Litlibjörn" eins og hann var
kallaður. Nú ber hann annað
Svo kvöddumst við innilega, og
mér er nær að halda, að okkur
hafi líkað töluvert vel hvoru við
annað, og við ákváðum að hittast
aftur, er ég hefði útvegað mynd-
irnar af stöðuvötnunum heirna."
Vilhjálmur Finsen þurfti oft
að fara til Danmerkur með áríð-
andi stjórnarskjöl vegna skiln-
aðar íslendinga við Dani og
hafði alltaf gengið greiðlega að
fá áritun Þjóðverja til ferðalag-
anna. Svo brá þó við eftir heim-
sókn Jane Horney, að þýska
sendiráðið í Stokkhólmi neitaði
honum eða dró í nokkra daga að
gefa nauðsynlegt leyfi.
Þegar Vilhjálmur kom til
Kaupmannahafnar sagði Jón
Krabbe honum, sem tekið hafði
við forstöðu sendiráðsins eftir að
Sveinn Björnsson fór heim með
Esju um Petsamo, að Þjóðverjar
grunuðu Vilhjálm um samstarf
við enska njósnara í Stokkhólmi.
Var það vegna þess, að hjá hon-
um í sendiráðinu hafði sést
vinna ung kona, vélritunarstúlka
i breska sendiráðinu og þekktur
njósnari. Hún væri há og grönn,
ljóshærð með blá augu, og það
sem tók af allan vafa, hún var
dálítið hölt.
Vilhjálmur segist ekki hafa
getað varist hlátri þegar hann
heyrði þetta. Það vildi svo til, að
frú Þuríður Finnsdóttir, sem var
honum til aðstoðar í sendiráð-
inu, og breska stúlkan voru tölu-
vert líkar, báðar háar vexti,
ljóshærðar, bláeygar og fríðar.
Það vildi einnig þannig til, að frú
Þuríður hafði gengist undir lít-
ilsháttar aðgerð á fæti og var
hölt í nokkra daga á eftir.
Jón Krabbe hló dátt þegar
hann heyrði skýringuna og kom
henni á framfæri við Þjóðverja í
danska utanríkisráðuneytinu.
Ekki segist Vilhjálmur efast um,
að það hafi verið Jane Horney,
sem hafi komið þessum upplýs-
ingum áleiðis til Þjóðverjanna
og villst á bresku vélritunar-
stúlkunni og frú Þuríði Finns-
dóttur.
nafn eins og margir dönsku and-
spyrnumannanna, sem sáu um
að drepa svikara og samstarfs-
menn Þjóðverja á stríðsárunum.
Eftir stríðið voru þeir litnir
hornauga af almenningi og
stjórnvöldum og þeir voru
hræddir við sjálfa sig. Eftir 5.
maí 1945 hafa þeir forðast að
taka byssu í hönd sér.
„Ég skaut
Jane Horney“