Morgunblaðið - 26.10.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.10.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1983 57 Guðmundur Daníelsson vera hin endaniega, íslenska gerð ljóðanna) er á hinn bóginn margt gott að segja. Best þykja mér sum stuttu ljóðin, t.d. Sacré Coeur eftir Federico Espino Licsi, þýtt úr spænsku: Laukurinn er hjarta skáldsins: Skorinn meó hnífi örlaganna lætur hann lesandann gráta. Lengra er ljóðið Stjarna eftir Eminescu, þýtt úr rúmensku, og felur í sér dálítið áleitna samlík- ingu: Ljós stjörnu sem tindrar þarna úti í fjarska geimsins, þúsund ár var það á leið til auga þíns. Kannski slokknaði á stjörnunni fyrir langa iöngu, samt blómstrar enn blik hennar í sjáöldrum þínum. Ásýnd kulnaðar stjörnu svífur hljóð gegnura himininn, ekki lengur til, ennþá sérðu hana samt. Þjáning okkar og sorg hyljast þoku og nótt, en funi dáinna kennda glóir áfram í slóð okkar. Smellin er líka þýðing úr gall- ísku á ljóði eftir Couceiro Freij- omil og heitir Forvitni. Þar er loks kankvísi og tilfyndni í anda skáldsins sem samdi Spítalasögu og Landshornamenn: Þeir voru að greftra einhvurn. og framhjá gekk maður og spurði: „Bræður, hvur er nú sálaður hér?“ Svo forvitni hans yrði svalað þeir svöruðu honum og sögðu: „Það er sá hinn sami sem í kistunni er.“ Rétt er að rifja upp að sagna- meistarinn Guðmundur Daníels- son kom raunar fyrst fram sem ljóðskáld — með bókinni Ég heilsa þér. Þá — fyrir fimmtíu árum — var ótryggt ástand í heiminum líkt og nú. Guðmundur hefur aldr- ei lagt ljóðlistina á hilluna. Og heimurinn hefur ekki batnað. Ýmsir reyna þó að bæta hann. Og ein leiðin til þess er að þýða ljóð. Ljóðaþýðingar eru bæði vanda- samar og krefjandi og gera að sumu leyti strangari kröfur til skálds er frumsamning. Guð- mundur er málsnjall höfundur og smekkvís og njóta þessar þýðingar góðs af því. En ef ég skil rétt hefur hann ekki valið ljóðin. Ég ímynda mér að bók sem hann hefði unnið einn og sjálfur að öllu leyti hefði orðið honum líkari, hugtækari og mannlegri. Bókin er óbundin, en að öðru leyti hefur útgefandi prýðilega til hennar vandað. Teikning eftir Jóhamar. rigndi búklausum fiskum yfir heiminn. En það fyndnasta við drauminn var að allt virtist vera eðlilegt og heilbrigt. Allt virtist vera eðlilegt og heil- brigt, stendur þar. í súrrealískum texta er vandinn meðal annars sá að gera hið furðulega eðlilegt inn- an sinna marka. Táknin hafa sina merkingu, en þau mega heldur ekki vera of augljós, auðráðin. Betra er að sveipa sig skikkju leyndardómsins. Ferð hringstig- ans í texta Jóhamars lýsir þeirri lifsmynd að ekki verði skilinn að draumur og veruleiki. Heimurinn er óráðinn og tekur sífellt á sig hinar ýmsu myndir. í súrrealísk- um skáldskap gengur allt betur eftir því sem þessar myndir eru fleiri og ruglingslegri. Það er ekki tilgangurinn að koma á reglu, heldur vekja spurningar, rugla skilningarvitin: Mig svíður í handlegginn hugsaði hringstiginn með sjálf- um sér. Er ég sofandi? Hvað gerðist? Frank Sinatra lá í blóði sínu. Hringstiginn horfði undr- andi í augu Madonnunnar: Egg- los. Ha ha ha, sjónvarpsáhorf- endur veltust um af hlátri. Ég hef ekkert gert þér Frank, sagði Madonnan feimnislega og um leið hélt hún áfram að spila á píanóið með höfðinu. Þetta er ekki draumur. Þannig gæti ævintýri Jóhamars haldið endalaust áfram. Broch og Nabokov Hermann Broch: The Death of Virg- il. Translated by Jean Starr Unterm- eyer. Introduced by Bernard Levin. Oxford University Press 1983. Vladimir Nabokov: Lectures on Don Quixote. Edited by Fredson Bowers. Introduced by Guy Davenport. Weidenfeld and Nicolson 1983. Það er höfuðskylda skálda að gjalda keisaranum það sem keis- arans er og listinni það sem er listarinnar. Þess vegna fyllist Virgilíus örvæntingu þegar hann dauðsjúkur á leiðinni frá Grikk- landi til Brundisíum skilur, að í höfuðverki sínu, Æneasarkviðu, hefur hann svikið listina og þar með mennskuna og hafið ill öfl til skýjanna. Hann vill eyðileggja kviðuna. Ágústus keisari, verndari og velunnari skáldsins, er honum samferða og hann er borinn til hallarinnar í burðarstól um sorp- hverfi stórborgarinnar og allt um- hverfis gargar „massadýrið", myrðir og rænir. Endurmat Virg- ilíusar á eigin lífi er inntak verks- ins og einnig á eigin skoðunum og listinni. Hann endurlifir barn- æsku sína og unglingsár, minn- ingaflóðið streymir fram og hann endurmetur tilganginn með lífi sínu sem er senn á enda. Skylda hans sem skálds átti að vera að uppgötva hið numinósa í sál hvers einstaklings og vekja alla til með- vitundar um þann sannleik, sem er einnig inntak og tilgangur mennskrar tilveru ... „en hann vissi einnig að þegar listin er list- arinnar vegna þá er inntak sannr- ar listar fagurt en tómt“. í þriðja kaflanum ræðast þeir við, Ágústus og Virgilíus, vúlgert valdið og arktýpa sannrar listar. í lokakafla verksins tekst Broch að skrifa 12.500 orða langt með- vitundarstreymi. Þessi skáldsaga er skrifuð á ár- unum 1939—45 og endurspeglar tíma skáldsins. Virgilíus lifir Heimur hórunnar Kvíkmyndír Ólafur M. Jóhannesson Nafn á frummáli: La Dérobade. Handrit byggt á samnefndri bók Jeanne Cordelier sam semur það ásamt Christopher Frank. Tónlist: Vladimir Kosma. Leikstjóri: Daniel Duval. Það er afskaplega hressandi að sjá franska mynd í skamm- deginu þegar framleiðslan rúllar hvað ákafast af færiböndunum vestur 1 Hollywood inní islensk kvikmyndahús. Þó ekki væri nema vegna þess hve notalegt andrúmsloft ríkir gjarnan í frönskum myndum, bara málið er sérstök upplifun. Og svo er það París þar sem flestar franskar myndir gerast — það er eiginlega sama hvert er myndefnið, töfraborgin París gleypir leikaraná. Annars er sú franskættaða mynd, er undan- farið hefir ríkt í Háskólabíói og nú í Regnboganum og nefnist á frummáli „La Dérobade" er út- leggst Þegar vonin ein er eftir, ekki sérlega notaleg því þar er lýst hinum versta heimi allra heima — heimi hórunnar. Efast ég um að þessum volaða heimi hafi verið gerð öllu betri skil en i þessari mynd, þrátt fyrir að þar mætti sumt betur fara í tækni- legum áherslum. En hér er ekki lögð áhersla á tækni á sviði klippingar, mynda- töku og lýsingar heldur fyrst og fremst á raunsæi, enda skilst mér að bókin sem myndin er gerð eftir sé samin af uppgjafa- hóru. Það er eiginlega ekki hægt að fjölyrða meir um þessa mynd en ég tek undir með sessunaut mínum: Maður sekkur bara oní sætið... því ég get ekki neitað því að eymdarlíf það sem blasti við á tjaldinu er síður en svo fallið til húrrahrópa. Þeir sem álíta ögn af rómantík stafa af hórulifnaði ættu að sjá þessa mynd. Eða finnst mönnum róm- antískt að eðlá sig inní bifreið- um í kapp við klukkuna — hóran oft í aurslettum, eða inní búrum sem kallaðir eru hórukassar, þar sem vörunni er stillt upp svipað og í kjötborðinu hjá SS. Versta útreið fær nú samt karlpening- urinn og ætti myndin því að skoðast vænt innlegg í jafnrétt- isbaráttuna. Minna áköfustu viðskiptavinir hórukassanna gjarnan á svín sem rýta við eðl- unina. En blessað kvenfólkið liggur undir þessum svínum ger- samlega áhugalaust hugsandi um melludólginn sem þær elska og gefa sál og líkama og alla peningana. Er heimur mellu- dólganna sér kapítuli, en þar ríkir ákaflega mikil reglufesta svo minnir á trúarsöfnuð. Miou-Miou leikur höfuðhóru myndarinnar sem ýmist nefnist Soffía eða Fanný á fagmáli. Þessi ágæta leikkona hentar vel í hlutverkið, því án farða er hún næsta hversdagsleg en förðuð gjaldgeng á kjötmarkaðnum. Meiri athygli vekur samt að Marie Schneider leikur í þessari mynd. Ja, nú er bleik brugðið; þessi stúlka sem skartaði á for- síðum stórblaðanna eftir að hún lék á móti Marlon Brando í „Last Tango in Paris" er næstum horf- in í skuggann af sjálfri sér og er hér meira höfð uppá punt — en söm er fegurðin, slík að ekki hef- ur húðstrekkingarmeisturum Hollywoodborgar tekist að endurskapa slíkt andlit. Brooke Shields er næstum ljót í sam- anburði við Marie Schneider — en það er ekki sama hver býður kjötið til sölu. Manneskjurnar virðast sogast að hinni glæstu veröld stórmarkaðarins, enda er þar að finna mikilfenglegasta kjötborðið. Schneider er lengst til hægri við dyr hónikassans. Nú er öldin önnur Hljóm- plotur Siguröur Sverrisson Mezzoforte Sprelllifandi Steinar hf. lokatíma, hrun fornra dyggða og uppkomu einræðis og „massa- dýrs“, útþurrkun einstaklingsmeð- vitundar og upphafstíma „hinnar marghöfðuðu ófreskju". Broch leitast við að skilgreina skyldu listanna á slíkum tímum og endurlífga sambandið við það numinósa. Þessi skáldsaga er með- al merkustu verka 20. aldar og á brýnt erindi á tímum sljórrar meðvitundar og massahysteríu. Nabokov samþykkir ekki þá skoðun að Don Quixote sé fremur mild satíra, hann telur söguna vera sögu grimmdar, sigra og ósigra sem ganga yfir hinn dapra riddara sem ætíð er trúr heiðri og sakleysi. Þetta eru fyrirlestrar sem Nabokov hélt við Harvard vorið 1952. Hann fjallar um sög- una frá kafla til kafla og kemst að þeirri niðurstöðu sem að framan er talin. Nabokov var annálaður bókmenntakennari, einn þeirra sem nemendur muna alla sína tíð. Fyrirlestrar hans við Harvard hafa komið út hjá Weidenfeld, Lectures on Literature og Lectur- es on Russian Literature og nú þetta rit. Það er óneitanlega skrýtin til- finning samfara því að hlusta á tónleikaplötu íslenskrar hljóm- sveitar tekna upp í þekktu tón- leikahúsi í sjálfri stórborginni London. Maður á í raun bágt með að trúa því, að Mezzoforte hafi eftir allt erfiðið loks náð að brjóta ísinn í Englandi og Evrópu fyrst íslenskra hljóm- sveita. Það er enda ekki nema rúmt ár frá því þessir fimm frá- bæru hljómlistarmenn léku á tónleikum fyrir 9 áhorfendur í MR og 16 í Verslunarskólanum. Þá virtist jafnvel stutt í að strák- arnir gæfust upp á púlinu og lái þeim hver sem vill. En eitt lag er oft það sem til þarf og það lag reyndist Garden Party. Þá loks opnuðust augu, eyru öllu heldur, Bretanna og það svo um munaði. Loks litu menn á Mezzoforte sem eitthvað annað en efnilega sveit. Fram- haldið er öllum kunnugt, enda hefur það verið rekið betur á síð- um Morgunblaðsins en í nokkr- um öðrum fjölmiðli. Tónleikarnir í Dominion-tón- leikahöllinni voru að mati allra þeirra, sem fylgdust með Mezzo- forte á tónleikaferðinni ströngu, hápunktur hennar. Ekki aðeins tókst strákunum sérlega vel upp heldur voru áhorfendur að sögn vel með á nótunum. Ég leyfi mér ekki að efast um það en finnst samt synd hversu illa stemmn- ingin kemst til skila. Það er að- eins af og til að hún lætur almennilega á sér kræla. Hins vegar má til sanns vegar færa, að það er sitthvað að hluta á þetta á plötu eða að vera á staðnum. Tónlistarhliðin á plötunni er mjög góð, en samt ekki gallalaus. Ekki gallalaus segi ég og bæti bara við sem betur fer. Það er lítið gaman að tónleikaplötum, þar sem allt er eins og í hljóðveri væri. Allir sýna þeir félagar til- þrif, sem margir af fremstu tón- listarmönnum heims gætu verið stoltir af. Hins vegar varð ég fyrir vonbrigðum með sólóið hans Gulla Briem. Fannst það flatt, þunglamalegt og ekki vel uppbyggt. Synd, því hann er miklu betri trommari en sólóið gefur til kynna. Það er á engan hátt nein hörmung en langt frá hans besta. Ég ætla mér ekki að sigla und- ir fölsku flaggi nú og segjast ekki kunna neitt betur að meta í heimi hér en tónlist Mezzoforte. Því fer nefnilega fjarri. Hinu skal samt ekki neitað, að í sveit- inni eru afbragðsgóðir hljóð- færaleikarar, sem hljóta að eiga eftir að ná enn lengra á frama- brautinni. Þeir spiluðu fyrir tómu húsi hvað eftir annað hér heima, en nú gefst landanum loks kostur á að heyra hvernig hefði verið á tónleikum Mezzo- forte hér heima hefði einhver mætt á tónleikana. Sprelllifandi er góð tónleikaplata góðrar hljómsveitar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.