Morgunblaðið - 26.10.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.10.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1983 05 Tengslin við ísland — eftir Valdimar Björnsson Miuempolig, U. október. Nánari sambönd milli Háskóla íslands i Reykjavík og háskóla Minnesotaríkis í Minneapolis hafa farið vaxandi síðastliðið ár. C. Peter Magrath, yfirmaður Minn- esota-háskólans heimsótti ísland fyrir rúmu ári til að koma á tengslum kennaraskiptum og námsmanna á svipaðan hátt og gerst hefur með menntasetrum sjö annarra landa. Vorið 1982 kom Guðmundur K. Magnússon, rektor Háskóla íslands, vestur og var formlegur samningur gerður milli stofnananna. Skiptin byrjuðu núna í haust. Má vel byrja á á Nýja íslandi í Manitobafylki í Kanada, fyrir norðan Winnipeg, með upptaln- inguna, þó Minneapolis verði að teljast með. Hér er um hjón að ræða sem eiga heima í Excelsior, fyrir vestan Minneapolis, en eru bæði fædd og uppalin nálægt Gimli. Lorenz Chanin heitir mað- urinn og kona hans, Irene Þor- björg Björnsdóttir Sigurðssonar. Chanin kennir sérgrein í eðlis- fræði við Minnesota-háskólann og hóf kennslu í því fagi — biophys- ics — við Háskólann í Reykjavik í haust. Kona hans var tilbúin að taka að sér kennslu í ensku þá um leið, en fór í staðin í ættingjaleit á Austurlandi og nemur íslensku við Háskólann eins og stendur. Þau verða þar bæði fram að jólun. Hjónin voru nábúar sem ungl- ingar og sóttu bæði barnaskóla í Minerva-skólanum ekki langt frá Gimli. Irene útskrifaðist úr Man- itoba-háskólanum í listfræði, maður hennar fékk Bachelors- gráðu þar, svo meistaragráðu og loks doktorsgráðu í eðlisfræði. Chanin-hjónin fengu íbúð í stúd- entagarðinum rétt við Háskólann. Irene var formaður Heklu-klúbbs- ins nýlega og varð það hlutverk hennar að stjórna samsætinu sem haldið var Vigdísi Finnbogadótt- ur, forseta fslands, þegar hún var viðstödd Scandinavia Today-at- höfnina hér. Foreldrar frú Chanin eru bæði dáin, Björn Sigurðsson, bóndi á bænum sem fékk að heita Bergs- staðir í Víðinesbyggð í Nýja Is- landi, og Hildur Snæbjarnardótt- ir, kona hans. Irene á fimm syst- kini, þrjár systur og tvo bræður, annar þeirra er Raymond Lawr- ence er haldið hefur embættinu Reeve í Gimli-sveitinni í fleiri ár. Björn faðir þeirra var fæddur í Winnipeg Beach, Manitoba, en foreldrar hans, Sigurður Sigurðs- son og Járngerður Eiríksdóttir, komu frá fslandi fyrir aldamót, bæði að austan, úr Hjaltastaða- þinghá og Vopnafirði, með ættar- tengsl fyrir norðan og í Jökulsár- hlíð. Björn var sveitarráðsmaður í átta ár og i stjórn sparisjóðs. Nábúi í stúdentagarðinum er líka kennari við Minnesota-há- skólann, Gary Athelstan, sonar- sonur Gunnlaugs Tryggva Aðal- steinssonar, bókbindara á Akur- eyri, og ekkju hans, Svanhvítar Jóhannsdóttur frá Seyðisfirði, sem varð 92 ára í mars. Gary var á fslandi fyrir fáeinum árum og flutti sex fyrirlestra þar um starf sitt sem sálfræðingur í endurhæf- ingadeild við School of Medicine Minnesota-háskólans. Hann hefur kennt i því fagi síðan i haust og verður við það starf fram að jóla- fríinu. Ung kona af sænskum ættum frá Minneapolis er með þeim fyrstu sem farið hafa til íslands síðan áhersla var lögð á slik skipti — Valborg Seaberg, er nemur nú íslensku við Háskólann i Reykja- vík. Fleiri námsmenn frá fslandi hafa bæst í hópinn i Minneapolis og St. Paul og þar að auki tveir prestar, séra Birgir Ásgeirsson, sem er að athuga rekstur Hazeld- en-hælisins við Center City fyrir norðan St. Paul, og séra Sigfinnur Þorleifsson við prestaskólann í St. Paul — Luther Theological Semin- ary; þjónar hann sókninni þar sem Valdimar Briem var einu sinni prestur, á Stóra Núpi. Nokkrir ís- lendingar hafa verið á Hazelden- hælinu handa drykkjusjúklingum og „dópistum",; einn þekktur mað- ur er þar núna, sér til heilsubótar, Robert F. Kennedy jr. Séra Sigfinnur, sem er Austfirð- ingur, er sá þriðji í röð að eyða öllu árinu við prestaskólann, sem norsk-lútherskir stofnuðu — Jón Þorsteinsson var síðast, sem er þjónandi prestur á Snæfellsnesi, og séra Guðmundur óskar ólafs- son, prestur Nessóknar í Reykja- vík á undan honum. Með nýliðum núna eru hjón, bæði útskrifuð úr Háskóla fs- lands, Margeir Gissurarson, sem er við framhaldsnám í Agricultur- al Biochemistry við St. Paul-deild háskólans og á þeirri stofnun er líka kona hans, Hulda Biering, dóttir Gunnars Biering barna- læknis, sem hefur fyrir stafni aukanám i klæðnaði — Textiies í Home Economics-deildinni. Ný- kominn líka er óttar Rafn ólafs- son, sonur Bergljótar Halldórs- dóttur, bankastjóra á fsafirði, sem er meinatæknir í Reykjavík og ólafs Rafns Jónssonar, sem er menntaskólakennari á Akureyri. Hann er að læra tölvufræði — Computer Science. f skiptináminu nýbyrjuðu urðu fyrir valinu á fslandi, frú Sölvína Konráðsdóttir frá Höfn í Horna- firði; eru tvær dætur og maður hennar með, Garðar Garðarsson, lögfræðingur í Reykjavík. Komin aftur hingað á skólabekk eru Finnur Sveinbjörnsson og Dagný Halldórsdóttir. Árni Sigurðsson úr Eyjafirðinum, skammt frá Grund, er að nema búnaðarverk- fræði — Agricultural Engineering — á „St. Paul campus" háskólans og Hildur Sigurðardóttir, kona hans, úr Árnessýslu, leggur stund á hjúkrunarfræði. Áfram heldur við sitt nám í rafmagnsverkfræði Ásgeir Þór Eiríksson, og þá verður hér líka framvegis læknir sem hefur verið á háskólaspítalanum og öðrum sjúkrahúsum, Magnús Kolbeinsson. Friðrik Guðbrandsson læknir og kona hans, Sóley Bender, hjúkrun- arkona, munu fara heim til ís- lands eftir framhaldsstörf í grein- um sínum og byrjar Friðrik á „praksis" í Reykjavík með háls, nef og eyrnasjúkdóma sem sér- grein. Hreinn Líndal, óperusöngvari, kemur fram sem einsöngvari við ýmis tækifæri, alltaf við góðan orðstír; síðast var hann með „re- cital" sjálfur í Central Presbyteri- an Church skammt frá ríkisráðs- húsinu í St. Paul, kl. 4 e.h. sunnu- daginn 16. október. Hann á heima í íbúð í Kellogg Square í miðbæn- um í St. Paul. Frk. Ingibjörg Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Þorfinns- götu 4, sem er deildarstjóri í Heil- brigðisráðuneytinu í Árnarhvoli, fór heim til fslands 15. október. Hún hafði verið skamman tíma hjá Braga Magnússyni, bróður sínum, og Gail, konu hans, í Frid- ley, fyrir norðan Minneapolis, á meðan hún fylgdist með kennslu- aðferðum í hjúkrunarfræði við Minnesota háskólann. Yaldimar Björnsson er íyrrrerandi fjármálaráðherra í Minneapolis. Erfiðar aðstæður á slysstað á Breiðholtsbraut: „Mjög vandasöm skurð- aðgerð á bifreiðinni" — hægt að ná manninum út á skömmum tíma ef þess hefði verið þörf, segir lögreglan „EF NAUÐSYNLEGT hefði verið að koma manninum strax á sjúkrahús hefði ekki þurft að taka langan tíma að ná honum út úr bflnum. Það var hins vegar mat læknisins, sem var á staðnum og réð ferðinni, að það lægi ekki á enda var maðurinn ekki mikið slasaður. Hann var með fullri meðvitund og ekki með innvortis meiðsl, þann- ig að allt kapp var lagt á að ná honum út úr flakinu án þess að valda honum meiri skaða en orðinn var,“ sagði Gísli Þorsteinsson, lög- reglumaður í slysarannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík, sem í síðustu viku stjórnaði vattvangsrannsókn þegar slasaður ökumaður var sagaður út úr bifreið er lent hafði á ljósastaur á Breiðholtsbraut. Frá þessu atviki sagði í Morgunblaðinu í gær. Tveir af eigendum verslunarinnar „Y’innan". Arndís Halldórsdóttir og Reyn- ir Björnsson. Ný vinnufataverslun opnar Gísli sagði það sitt mat, að að- gerðin hefði tekist mjög vel þótt hún hefði vissulega tekið langan tíma. Maðurinn hefði verið mjög illa fastur í bílflakinu og það hefði ekkert mátt hreyfa ef tak- ast átti að forða honum frá frek- ari áverka. „Forvitnir áhorfend- ur, allt að 200 manns, trufluðu þetta starf talsvert," sagði Gísli. „í þeim hópi voru fjölmargir sjálfskipaðir sérfræðingar, sem ekki vissu þó nákvæmlega hvað var um að vera og um hve vanda- sama „skurðaðgerð" á bílnum var að ræða. Það er til dæmis al- rangt, að það hafi verið nokkur skortur á tækjum til að ná mann- inum út. Við höfðum öll tæki, sem hugsast gat en þau komu bara ekki að gagni við þessar að- stæður. Við vorum með þrjá at- geira svokallaða, glussaatgeir Hafnarfjarðarlögreglunnar, boddítjakka, talíur, körfubíl, tvo kranabíla og fleira. Kjarni máls- ins er sá, að bílinn mátti ekkert hreyfa svo að það hefði ekki vald- ið aukinni pressu á manninn, sem var klemmdur inni í honum. Bíll- inn hafði nánast vafist utan um ljósastaurinn, svo þrýstingur var á manninum bæði af staurnum og mælaborði bílsins. Eyjólfur Guð- mundsson læknir og Sigríður Hjaltadóttir hjúkrunarkona á Borgarspítalanum viku aldrei frá manninum. Honum var haldjð heitum og hann fékk deyfilyf.“ Til að komast að ökumanninum þurfti að saga toppinn af bílnum, saga sílsa á báðum hliðum í sund- ur, hurðapóstar voru sagaðir í sundur, stýrið sagað af og gír- stöngin sömuleiðis í burtu. „Það var ekki fyrr en þessu var lokið að hægt var að komast að mann- inum til að losa hann,“ sagði Gísli. „Öllum verkfærum varð að beita mjög varlega og stöðugt þurfti að halda við bílinn, sem ekkert mátti hreyfast. En aðal- atriðið er að þetta tókst mjög giftusamlega. Ef á hefði þurft að halda hefði verið hægt að ná manninum út á mjög skammri stundu — þess gerðist einfaldlega ekki þörf.“ Hann sagði að auk ónæðis, sem fólksfjöldinn í kring hefði valdið, hefðu öll ummerki á staðnum verið tröðkuð út, þannig að vett- vangsrannsókn væri útilokuð. Ekki hefði linnt hringingum til lögreglunnar frá hinum sjálfskip- uðu sérfræðingum á slysstað og sömuleiðis hefðu lögreglumenn haft af því fregnir, að mikið hefði verið hringt í útvarp og aðra fjöl- miðla, þar sem „seinagangur" við björgunina hefði verið gagnrýnd- ur. „Sá „seinagangur" var ein- faldlega sú leið sem var valin og það þarf enginn að efast um það núna, að hún var rétt,“ sagði Gísli. Ökumaðurinn gerir sér ekki fulla grein fyrir því hvernig slys- ið vildi til. Hann missti skyndi- lega stjórn á bílnum, sem rann upp á umferðareyju og lenti síðan með vinstri hlið á staurnum. Ökuskilyrði voru slæm á Breið- holtsbraut í fyrrakvöld, rigning og slæmt skyggni. ökumaðurinn, sem er um tvítugt, slasaðist minna en á horfðist í upphafi, hann er með slæmt sár á kálfa, þar sem hemlafetillinn hafði stungist í hann, með mar á lunga og brákaðan hrygg. Hann mun jafnvel væntanlegur heim af sjúkrahúsinu í dag. NÝ VERSLUN, sem aðallega verslar meó vinnufatnað, hefur verið opnuð að Síöumúla 29, Reykjavík. í frétt frá hinni nýju verslun segir m.a.: „Verslunin mun leggja áherslu á að hafa á boðstólum all- an vinnufatnað, hlífðarföt, skó- fatnað, hlífðargleraugu, hjálma og annað sem notað er í flestum greinum iðnaöar, þjónustu og al- mennrar vinnu. Verslunin sér einnig um merkingu á vinnuföt- um, sé þess óskað. Lögð verður áhersla á að bjóða jafnt innlenda framleiðslu og innfluttar vörur.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.