Morgunblaðið - 26.10.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.10.1983, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1983 „Á réttri leiðu f Hafnarfirði: „Beinskorið niður svo brakar í hverju tré“ Frá fundinum í Hafnarfirði, en hann sátu 90—100 manns. Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra í ræðustól. Ljósm. Mbl. KÖE. Hvikum ekki frá ákvörðunum rík- isstjórnarinnar, sagði Sverrir Her- mannsson iðnaðarráðherra ÉG GET ekki neitad því að mér hef- ur á stundum þótt, að við stjórn- málamenn klöppuðum þann steininn að við málum dökkum litum ástand- ið, og það svo að um of má telja, þannig að menn missa kjarkinn til framtaks og áræðis. Bölmóðssöngur og svartsýnishjal sem knúð er á um langa hríð er áreiðanlega ekki hollt. Á hinn bóginn er lífsnauðsyn að horfast í augu við kaldar staðreynd- ir. Ég hygg að við í stjórnarandstöð- unni fyrrverandi höfum reynt að gera fólki grein fyrir horfum og ástandi eftir því sem við gerst þekkt- um til, en ég verð að játa að ef mér hefði verið sagt hvernig hið raun- verulega ástand var á vordögum eða um það bil sem við háðum okkar kosningabaráttu, þá hefði ég neitað að trúa. Ég hefði látið segja mér þre- mur sinnum, án þess að trúa,“ voru upphafsorð Sverris Hermannssonar iðnaðarráðherra á fyrsta fundi Sjálf- stæðisflokksins í fundaherferðinni undir kjörorðinu „Á réttri leið“, sem haldinn var í Ilafnarfirði nýverið. Sverrir rakti síðan stöðu efna- hagsmála er stjórnarmyndunar- viðræðurnar fóru fram, einnig gerði hann grein fyrir nauðsyn að- gerða núverandi stjórnvalda í efnahagsmálum, en þar sagði hann höfuðáhersluna hafa verið lagða á baráttuna gegn verðbólg- unni. í umfjöllun sinni um efna- hagsmálin sagðist hann telja að næstum því allt mætti þoia nema atvinnuleysi. Hann sagði að draga þyrfti úr framkvæmdum en at- vinnumálin yrðu látin ganga fyrir. Þá sagði hann sjávarútvegsdæmið „alveg hrikalegt" og eiga eftir að versna. „Málin standa nú þannig," sagði hann varðandi störf ríkis- stjórnarinnar, „að við erum nú þegar rétt byrjuð að stíga fyrstu skrefin, en við munu ekki víkja eitt hænufet." Framkvæmdum við Blöndu frestað Iðnaðarráðherra sagði að orku- og iðnaðarmálin væru vafalaust hagvaxtarbroddurinn í íslensku þjóðlífi. Hann sagði að þrátt fyrir það yrði að skera niður á þeim vettvangi eins og öðrum, fram- kvæmdum við Blönduvirkjun yrði til að mynda að fresta um tíma. Hann fjallaði nokkuð um samn- inga við Alusuisse og fullvissaði Hafnfirðinga um að hann myndi beita sér fyrir úrlausn deilumála um framleiðslugjald af ÍSAL, en Hafnfirðingar hafa um nokkurra ára skeið talið sig hlunnfarna af ríkinu hvað framleiðslugjaldið varðar. Þá rakti Sverrir vinnu- brögð Alþýðubandalagsins í síð- ustu ríkisstjórn í orku- og iðnað- armálum og sagði stefnu þess gjaldþrotastefnu. Hann nefndi sem dæmi, að ef við ættum álverið sjálf værum við komin á „dúndr- andi hausinn". „Auðvitað bitna utanaðkomandi áhrif á okkur, en megináhættuna verðum við að láta auðjöfra heimsins taka með samningum við þá um stóriðju," sagði hann. Þá fjallaði ráðherrann um stöðu sjávarútvegsins og sagði hann það dæmi hrikalegast af þeim öllum, ekki síst fyrir aflatregðu, en fleira hefði þar áhrif á. Hann deildi hart á sölusamtök fiskafurða vegna birgðasöfnunar freðfisks í Banda- ríkjunum og fyrir aðgerðaleysi við að afla nýrra markaða og koma nýrri vöru á framfæri. Hann sagði einnig að vandi sjávarútvegsins yrði alls ekki leystur með gengis- fellingu, eins og sumir vildu halda fram, — frá þeirri stefnu yrði ekki hopað hænufet. Ráðherrann sagði brýnt að þjóðin hætti verðbólgu- hugsunarhætti sínum, þá fyrst breyttist flest í okkar efnahags- málum, er þjóðin hætti að reikna’ með verðbólgu sem sjálfsögðum hlut. Hann minnti í því sambandi á skilning „vinstri villinganna" á verðbólgu, hún væri til fyrir hina auðugu, það væru þeir sem græddu á henni. Þessari rangtúlk- un hefðu vinstri menn haldið fram svo árum skipti. „Tek ekki mark á undirskriftunum“ Sverrir sagði síðan: „Okkur er fullljóst að við erum að leggja þungar byrðar á almenning. Síð- ustu árin fékk kommisar Sverrir Hermannsson áttfalt á við hinn lægst launaða við vísitöluhækkan- ir, þessu viljum við breyta." Hann sagði að til að ná fram þreytingum og bættum kjörum þyrfti öflugt atfylgi allra landsmanna. „Lífs- spursmálið er öflugur stuðningur sem við verðum varir við hjá öll- um meginþorra fólks. Ég tek ekki mark á undirskriftarseðlunum sem voru sendir inn á Alþingi á dögunum og ég bið þá sem hafa til þess aðstöðu að hafa það eftir mér,“ sagði hann í lok ræðu sinn- ar. „Við erum á réttri leið“ Matthías Á. Mathiesen við- skiptaráðherra tók síðan til máls og hóf það á því að þakka stuðning fundarmanna í síðustu kosning- um. Hann rakti síðan stöðu mála eftir kosningarnar og tildrögin að myndun núverandi ríkisstjórnar. Hann sagði eitt af meginverkefn- um ríkisstjórnarinnar að efla orku- og iðnaðarmál. Hann kvað núverandi ríkisstjórn samstjórn flokka sem borist hefðu iðulega á banaspjótum siðustu áratugina. Hann kvað þó Sjálfstæðisflokkinn hafa fengið ráðuneyti sem þeir hefðu ekki komið nærri síðustu þrjá áratugina, þ. e. utanríkis- ráðuneytið, menntamálaráðuneyt- ið og viðskiptaráðuneytið. Þá rakti hann stöðu efnahagsmála og rifj- aði upp yfirlýsingar sjálfstæð- ismanna fyrir kosningar um að vísitalan yrði rifin úr sambandi og leitað nýrra leiða til að koma verð- bótum til launþega, og láta síðan samninga vera alfarið á ábyrgð samningsaðila. Hins vegar hefði verið samið um átta mánaða tíma- bil samningsrofs, en hafa bæri í huga að t samningum gæti annar aðilinn aldrei haft allt í gegn. Varðandi afstöðu þeirra sem nú létu hæst gegn efnahagsaðgerðun- um sagði hann að þeir hinir sömu hefðu ekki séð ástæðu til þess í júní, júlí og ágúst að aðhafast neitt. Það hefði ekki verið fyrr en leið að þvi að Alþingi kæmi saman að farið var að standa fyrir að- gerðum. Varðandi árangur efna- hagsaðgerðanna sagði Matthias: „Tekist hefur að tryggja að at- vinnuvegirnir hafa gengið, það hefur tekist að tryggja fulla at- vinnu og verðbólgan er á niðurleið. Þess vegna spyrjum við: „Erum við á réttri leið?“ og við svörum játandi." Hann sagði síðan: „Þegar ríkis- stjórnin tók við var við mjög mikla erfiðleika að glíma. Hún gerði mjög róttækar ráðstafanir, svo róttækar að ég efast um að menn leggi út í slíkar aðgerðir á ný um nokkurra ára timabil, ef þær takast ekki. Þess vegna er mjög mikilvægt að kjósendur sem veittu þessum flokkum brautar- gengi standi þétt að þeim mönnum sem lagt hafa út í og tekist á hendur það erfiða verkefni sem það er að sjálfsögðu, að rétta við heilt þjóðfélag, sem svo illa var komið sem raun ber vitni. Ég veit að sjálfstæðismenn munu ekki láta sitt eftir liggja. Ég veit að þeir gera sér grein fyrir að ef ekki tekst að rétta skútuna við, þá vit- um við ekkert hvar við komum til með að lenda," sagði viðskipta- ráðherra. Af hverju ekki ódýr egg? Að loknum framsöguræðum voru leyfðar fyrirspurnir. Þór Gunnarssyni lék hugur á að vita um greiðslubyrði skatta ársins 1983, sem álagðir yrðu 1984, með hliðsjón af efnahagsaðgerðunum. ólafur ólafsson upphóf mál sitt með því að lýsa því yfir að hann dauðlangaði að halda ræðu yfir þessum mönnum. Hann spurði m.a. hvort þurft hefði að afnema skatta af gjaldeyri, eingöngu fyrir þá sem efni hefðu á eyðslu í skemmtanir erlendis. Hann sagð- ist lítið skilja í núverandi land- búnaðarstefnu, og spurði m.a. af hverju heimilin sem ættu í erfið- leikum með að afla tekna einvörð- ungu fyrir mat, mættu ekki kaupa ódýr egg, þegar möguleiki væri á því, og af hverju það jaðraði við glæp að flytja landbúnaðarsöluaf- urðir milli héraða. Þorgeir Ibsen spurði m.a.: „Var nauðsynlegt að taka af samnings- réttinn?" Óskar Einarsson tók næstur til máls. Hann bað ráð- herrana að gæta sín á „rauða strikinu". Koma yrði til móts við láglaunafólkið, einnig sagði hann sitt álit á vinnubrögðum sjó- manna, þ.e. meðferð þeirra á afla. Magnús Þórðarson sagðist ekki hafa staðist það að geta horft framan í kommissarinn Sverri Hermannsson. Kvaðst hann vera verkamaður í álverinu í Straumsvík og sagði fulla ástæðu fyrir Sverri að koma í heimsókn í álverið þó ekki væri nema til að anda að sér menguninni innan dyra. Þrátt fyrir ákvæði um mengunarvarnir og uppfyllt skil- yrði hvað varðar tækjabúnað væri staðreyndin sú, að andrúmsloft innandyra hefði sjaldan eða aldrei verið verra. í svari Sverris sfðar kom fram, að hann ætlaði einmitt að heimsækja álverið árdegis dag- inn eftir og kvaðst hann segja Ragnari Halldórssyni og co. sína meiningu ef rétt væri um mengun innandyra. „Á að kýla aftur um mörg ár?“ Hörður Þorsteinsson spurði hvort ríkisstjórnin ætlaði að brjóta lög eða breyta lögum og hvort hún stefndi að því að gera framhaldsnám að sérréttindum þeirra ríku — „á að kýla þetta aft- ur um mörg ár?“ spurði hann. Kristófer Magnússon sagðist sakna upplýsinga ráðherranna um landbúnaðarmál, einnig vildi hann vita hvað gert yrði ef til skæru- verkfalla kæmi. Alfreð Dan sagð- ist undrandi á yfirlýsingum Sverr- is Hermannssonar um að hann tæki ekki mark á undirskriftalist- unum, og kvað málflutning hans minna örlítið á tiltekna sögu úr dýragarði. Sigurður Sigurjónsson spurði hvort ekki mætti taka allan þann aragrúa af launatengdum gjöld- um, sem tekinn væri af launþeg- um, og greiða beint til þeirra í ríkjandi ástandi. Páll Daníelsson flutti tölu og sagði m.a. að eins mætti mótmæla minnkandi afla í sjónum eins og kjaraskerðingu ríkisstjórnarinnar. Hann kvað það alversta sem gerst hefði f launa- málum landsmanna þegar ákvörð- un var tekin um verðbætur á laun. Hann kvatti menn til að taka á með jákvæðri ríkisstjórn og spurði spurningar í sambandi við skatta- mál. Finnborgi Arndal tók síðastur til máls af fundargestum og spurði hvort ekki mætti gera meira fyrir það sem hann kallaði „hinn mjóa vísi að iðnaði framtíð- arinnar". Þar sagðist hann eiga við möguleika þeirra sem byrjuðu kannski f kjallaraholu eða skúr og ynnu sig síðan upp í að reka stór og arðvænleg fyrirtæki. Sverrir varð fyrstur til svara. Það kom m.a. fram í svörum hans varðandi skattamál, að þau mál myndu alfarið ráðast af árangri efnahagsmála og þeirri stöðu sem þá yrði. Hann sagði gífurlegan vanda til afgreiðslu innan ríkis- stjórnarinnar í dag varðandi fjár- lagagerð fyrir árið 1984. „Það er beinskorið niður svo brakar í hverju tré,“ sagði hann og nefndi sem dæmi að í hans ráðuneyti væri skorið niður um 700 millj. kr. frá upphaflegum tillögum, eða um 40%. Varðandi spurningu Ólafs Ólafssonar um landbúnaðarmál sagði hann þau „óskapnað", sem taka yrði tökum hvað varðar milliliðakerfið o.fl. „Kvikum ekki frá ákvörðunum ríkisstjórnarinnar“ Vegna spurningar um hvort af- nám samningsréttar hefði átt rétt á sér, sagði Sverrir að sjálfstæð- ismenn hefðu komið til móts í því sambandi við Framsókn, sem vilj- að hefði afnám hans í tvö ár. Hann sagðist alls ekki firra sig ábyrgð með þessum orðum, og í sambandi við ádeilu á yfirlýsingu hans um undirskriftalistana sagði hann það sína staðföstu trú, að hvika ekki frá ákvörðunum ríkis- stjórnarinnar, í því hefði mál- flutningur hans falist. Fyrir- spurninni um hugsanleg skæru- verkföll svaraði Sverrir á þá lund að það yrði að koma í ljós, þar yrði að láta kylfu ráða kasti, eins og hann orðaði það. Aukakostnaður við Blöndu er orðinn nú þegar 234 millj. kr. kom einnig fram í máli ráðherrans. Matthías Á. Mathiesen svaraði einnig spurningum fundarmanna. Hann sagði í lok máls síns að góð fundarþátttaka sýndi að menn að- hylltust stefnu ríkisstjórnarinnar og það væri uppörvandi fyrir þá menn sem stæðu í þeim störfum að heyra og sjá menn taka undir stefnumið ríkisstjórnarinnar. F.P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.