Morgunblaðið - 04.11.1983, Síða 4

Morgunblaðið - 04.11.1983, Síða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1983 Veggja- tennís- Litið við í Þrekmiðstööinni í Hafnarfirði og fylgst með nýjum íþróttagreinum, squash og racquitball, sem nefnast einu nafni á íslensku veggjatennis Hvað er veggjatennis? Við tengum svar vid því er við litum inn um svolítinn glugga ... SQj1 Þessi auglýsing hékk upp á vegg í Þrekmiðstöðinni í Hafnarfirði er við litum þar við á dögunum. Veggja- tennis, hvað er nú þaö?, varð okkur hugsað. Við fengum svör við því er við vorum leidd aö svolitlum glugga, þar sem við sáum tvo menn meö spaöa hlaupa fram og aftur í hvít- máluöu herbergi eltandi litinn svart- an bolta og þruma honum í fram- vegginn til skiptis af miklu afli. í hita leiksins datt annar á höfuöiö en spratt upp jafnharðan og hélt áfram aö þrusa boltanum í vegginn. Mennirnir voru löörandi í svita svo að vinda mátti æfingabolina þeirra. Flest gera menn sér til dund- urs hugsuöum við. En þar eð við vildum ekki kveöa upp áfellisdóm yfir þessari íþrótt aö óreyndu, þá fengum við að prófa að leika racqu- itball. Viö fengum lánaða strigaskó, en héldum skrifstofufötunum. Svo gengum við inn í þetta herbergi, sem líktist meira einangrunarklefa á geösjúkrahúsi, eins og þeir voru hér áður fyrr, þar sem menn voru geymdir í spennitreyju, veggirnir krítarhvítir, ekkert húsgagn inni fyrir né aðrir munir sem hægt væri að skaða sig á í óráöinu. Tvær rauöar línur höfðu verið dregnar á gólfiö, sem skiptu því í reiti. Ætli menn finni ekki til innilokunarkenndar þarna inni? En það gafst enginn tími til slíkra hugsana. Því mótspilarinn hafði þegar þrumað boltanum í vegginn og átti blaöamaöur aö gera slíkt hið sama eftir að boltinn haföi farið einu sinni í gólfið ... en bara einu sinni. Boltinn skoppaöi mörgum sinnum í gólfiö áður en blaöamaöur gat kýlt boltann í netiö og aftur í vegginn. Blaöamaöur átti líka fótum sínum fjör að launa þegar boltinn kom æð- andi á móti honum af þvílíkum krafti að ef hann hefði lent í skrokk hon- um heföi hann líklega fariö i gegn. I þetta skiptiö hljóp undirrituð á vegg og slapp þannig naumlega. Þaö gekk sem sagt á ýmsu. En þetta var þrælskemmtilegt og þegar leiknum lauk var hann sterklega farinn að hugsa um að panta sér tíma í veggjatennis. „Veggjatennis á vel við íslensku sálina. Leikurinn er hraöur og reglur einfaldar og menn fá mikla útrás. En leikurinn krefst mikillar hreyfingar, snerpu og skjótrar hugsunar," sagöi Regin Grímsson, sem rekur Þrek- miöstööina , en hann kynntist racquitball upp á Keflavíkurflugvelli, þar er racquitball ein vinsælasta inniíþróttin og eru þar 7 vellir aö hans sögn. „Leikurinn squash er enskur aö uppruna og er hann vinsæll víöa í Evrópu. Racquitball er svo ameríska útgáfan af squash og er hann geysi- vinsæll í Bandaríkjunum," segir Boitanum þrusað í framvegginn af miklum krafti. Ljótm. Friöþjófur. í hita leiksins datt annar þeirra i höf- uðið. SmHk Regin þegar við spyrjum um upp- runa leikjanna. „Munurinn á þessum leikjum er í grófum dráttum sá, að í racquitball eru notaöir spaöar þar sem hand- fangiö er styttra, en spaöinn sjálfur stærri svo og boltinn, sem fjaörar meira. Þessu er þveröfugt fariö meö squash-spaðana og boltinn er mun minni og fjöðrunin valin eftir hæfni leikmannanna. i squash eru reglurn- ar örlítið flóknari og þaö er erfiöara að hitta boltana. Margir telja, að squashiö sé meiri íþrótt, en þer- sónulega finnst mér racquitball skemmtilegra, því í þeim leik er at- burðarásin hraðari og leikmennirnir slá boltann fastar," segir Regin. í báöum íþróttunum fer leikurinn fram í 60 fermetra sal meö 5—6 metra lofthæð og eru veggirnir og gólfiö notað í leiknum. I grófum dráttum felast leikirnir í því, að leik- menn slá boltann til skiptis í fram- vegg með viökomu í hliöarvegg og endavegg, þegar leikurinn er kom- inn af stað. Tvær línur skipta vellin- um'í tvo helminga og verður boltinn að fara aftur fyrir aftari línuna og lenda þar í gólfinu áður en hann fer í framvegg. Við fylgdumst líka með tveim stelpum, sem eru aö spila squash. „Stelpurnar eru ekki eins ákafar í leiknum og strákar, þær segja ... ég tek bara næsta bolta," segir Regin meðan við horfum á leik jjeirra. Við færum okkur aftur í gluggann þar sem strákarnir eru aö spíla racquitball. Þar er hart barist og fík- ur boltinn af miklu afli i annan þeirra. „Maður hefur stundum feng- iö slæma marbletti," segir Regin og þaö heyrist á honum, að slíkt séu algjörir smámunir. En er ekki hættu- legt ef menn fá haröan boltann af alefli í augað, spyr blaðamaöur. „Jú, það getur verið það. Frammi í mót- tökunni eru sérstök hlíföargleraugu fyrir leikmennina. En reynslan er sú, aö fólkinu finnst þægilegra aö leika án þeirra," segir Regin. Aðsóknin að veggjatennis hefur verið mjög góð það sem af er, aö sögn Regins og konu hans Ellenar Björnsdóttur. Nú er fullbókaö í báöa salina. Hyggjast þau bæta þriöja salnum við. Þeir sem kaupa sér tíma i veggjatennis fá tilsögn í fyrstu tím- unum eða þangaö til þeir hafa leik- inn á valdi sínu. Er tilsögnin innifalin í þátttökugjaldinu. „Eftir 10 tíma eru menn orðnir harla góðir," segir Reg- in. „En fólk verður sjálft að útvega sér mótleikara. Eftir því sem leik-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.