Morgunblaðið - 04.11.1983, Page 5

Morgunblaðið - 04.11.1983, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1983 53 Mennirnir voru löóuraveittir at áreynalu avo vinda mitti æfinga- bolina þeirra. M Veggja- tennisinn á vel viö íslensku sálina ff mennirnir eru jafnari því skemmti- legri er leikurinn." En er ekki haldin keppni í þessum íþróttagreinum? „Jú, við höfum veriö meö mót hér og þeir sem lengst hafa náö á þeim spila viö fimm valda menn upp á Keflavíkurvelli." Nú var komið aö lokum þessarar heimsóknar í Þrekmiöstööina, en áöur en viö fórum sýndi Regin okkur alla starfsemi stöövarinnar. Þar eru einnig líkamsræktartæki og völlur þar sem menn geta spilaö boltaleiki. Þá leiddi hann okkur út í garö, þar sem er heitur nuddpottur og stór og myndarlegur tennisvöllur. Þó aö úti væri bæöi rok og rigning og tekiö aö skyggja, þá voru tveir kappar þar í tennis. „Hér spila menn tennis úti, þrátt fyrir rigningu og snjó. Viö höfum komið fyrir hitalögn í vellinum, þannig aö hægt er aö halda vellin- um þurrum. Einnig höfum viö reynt aö skapa skjól fyrir veöri og vindum og höfum viö i hyggju aö reisa vind- brjót," segir Regin. En hvernig er meö þá sem spila veggjatennis, veröa þeir hæfari til aö leika útitennis síöar meir? „Þeir sem spila racquitball og squash geta spilaö útitennis eins og englar, en þar gilda bara allt aörar reglur," segir Regin. Og viö ákveö- um aö kynna okkur útitennis seinna og meö það fórum viö. 26 ÁRA MÓÐIR MEÐEITT BARN „Hef ekki alltaf átt fyrir mat“ „Viö höfum ekki alltaf átt fyrir mat, því launin hafa veriö svo lág. Til skamms tíma vann ég hjá opinberri stofnun og var í 9. launaflokki BSRB, þá haföi ég 10—12 þúsund krón- ur á mánuöi og meðlag og barnabætur voru um 1.500.- krónur. Ég passaði mig þó alltaf á því, þegar svona var ástatt að eiga alltaf grjón og rúsínur, svo ég gæti eldað graut. Ég fékk Itka stundum lánaðan einn og einn hundrað kall, því þaö lætur mann eng- inn svelta. En þetta er drep- fúlt,“ segir Margrót Guö- mundsdóttir, sem vinnur viö símavörslu og afgreiöslustörf hér í borg og á einn son, sem er að verða 7 ára. Hún er 26 ára gömul. „Þegar ég á ekki fyrir mat, fæ ég alltaf samviskubit yfir aö hafa ekki veriö nógu sparsöm, þó veit ég af langri reynslu, aö launin nægja aöeins fyrir því allra nauösynlegasta. Ef um einhver aukaútgjöld hefur veriö aö ræöa, þá hef ég veriö marga mánuöi að jafna mig á þeim. Þú spyrö hvort mér finnist líf- iö ekki erfitt. Persónulega kann ég vel við þaö hlutskipti aö búa ein meö syni mínum, í því felst ákveöiö frjálsræöi. Þaö má þó ekki skilja orð mín svo, aö ég sé á móti hjónabandi, því svo er alls ekki nema síöur sé. En þaö sem mér finnst skítt er aö þaö er alveg sama hvaö maður leggur hart aö sér viö vinnu, maöur stendur uppi jafn slypp- ur og snauöur sem áöur, því hin dæmigerðu kvennastörf eru svo óheyrilega lágt launuö. Aö þessu er lítillækkun, því í lágu kaupi felst vanmat á störf okkar. Konur mega samt ekki láta þessa lítilsviröingu skemma sig ... stundum verð ég svo vond, þegar ég hugsa um þetta, en vonska lýsir úr- ræöaleysi. Ég ætla samt aö reyna aö eignast íbúö. Ég sótti um íbúö í verkamannabústöðum og var úthlutaö 3ja herbergja íbúö, sem ég flyt vonandi í um næstu mánaðamót. Ég skipti um vinnu í júlí sl. og nú hef ég um 16.000.- krónur fyrir dagvinnu og eftirvinnu, en ég vinn aö meðaltali 10 tíma á dag. Meö- lag og mæðralaun meö einu barni eru rétt rúmar 2.000.- krónur, ég hef því um 18.000,- krónur i tekjur á mánuði. En þaö er í fyrsta skipti sem ég hef svo háar tekjur. Þegar ég keypti íbúðina þurfti ég að greiöa 90.000,- krónur í útborgun, en þá pen- inga fékk ég lánaða í banka. Þegar ég flyt inn verö ég aö greiða aörar 90.000,- krónur og þær mun ég einnig fá aö láni í banka. Því ég hef ekki aflaö mér ennþá lífeyrissjóðsróttinda né hef ég getað lagt peninga til hliöar og ekki átti ég neinar eignir. Það hefur veriö reiknað út fyrir mig, aö ég muni þurfa að greiða um 8.000.- krónur á mánuði í afborganir og lán næstu árin, en það er um helm- ingur launa minna nú. Þaö er þó betra en þessir peningar fari í aö borga leigu. Þaö sem fékk mig til aö festa kaup á íbúö var hugsunin um, aö strákurinn minn, sem þá var aö komast á skólaaldur, þyrfti að vera á einhverjum flækingi milli hverfa, af því viö byggjum í leiguhúsnæöi. Ég haföi þó verið heppin meö húsnæöi, en leigan fyrri hluta síöastliöins sumars var 4.000.- krónur fyrir 2 her- bergi og eldhús ásamt sameig- inlegri snyrtiaöstööu á mánuöi, en þaö átti aö fara að hækka leiguna. Ég flutti þá úr leigu- íbúöinni til móöur minnar, sem býr ein í tveggja herbergja íbúö. Þó aö ég hafi ekki fengið beina fjárhagslega aöstoö frá neinum, þá hef ég fengið óbeina aöstoö. Strákurinn minn fer til dæmis alltaf eftir aö skóladagheimilinu lýkur klukk- an 5 til systur minnar og er þar til kl. 7 eöa 9, eöa þar til ég lýk vinnunni. Þar fær hann líka aö boröa á kvöldin og er ekkert tekiö fyrir þetta, svo dæmi sé tekiö. En mér finnst erfitt aö taka viö hjálpinni, hvort sem hún er í þessu formi eöa í formi matar, ekki vegna þess aö ég sé hrædd um aö fólk eigi hönk upp í bakið á mér heldur vegna þess aö mér finnst þaö sárt aö bera ekki nægilega úr býtum, þannig aö við séum sjálfum okkur nóg um helstu nauösynj- ar, þrátt fyrir mikla vinnu. Ég veit um ógiftar konur með barn eða börn á framfæri, sem veigra sér við að taka aö sér sérhæfö störf, sem eru þó bet- ur launuö, vegna þess aö ef eitthvað kemur upp á meö börnin, til dæmis ef þau veröa veik, þá er enginn, sem getur gengið inn í störf þeirra, þær reyna því aö komast í störf, sem fleiri á vinnustaönum geta gegnt. Sumir túlka þetta sem svo, að konur séu hræddar við ábyrgðina, en þaö er alls ekki, þær veröa bara aö taka tillit til aöstæöna. Auðvitað erum viö mæðginin oft dauðþreytt á kvöldin eftir langan vinnudag. Viö vöknum klukkan 8 á morgnana, til aö fara meö strætó, fyrst á skóla- dagheimiliö og síöan fer ég í vinnuna. Sérstaklega finnst mér þreytandi að fara heim meö strætó á kvöldin og óska þess þá oft aö ég ætti bíl. Þeg- ar heim er komiö, fæ óg mér aö borða, hjálpa barninu aö læra, rexa kannski svolítiö í því eins og uppalendur þurfa stundum að gera, en reyni að nýta þenn- an tíma eins vel og hægt er. Barnið er ekkert síöur þreytt en ég eftir daginn, því þaö er li'ka aö vinna allan daginn. I skólanum er þaö aö læra og á skóladagheimilinu aö föndra og leika sér. Mér finnst slæmt aö börnin skuli aldrei geta veriö ein meö sjálfum sér eöa geti hvílt sig á dagheimilinu. Þaö er bara ef þau eru veik, sem þau fá aö liggja fyrir. Börn, sem eiga mæöur, sem vinna úti allan daginn gera aör- ar kröfur til mæðra sinna, því þau vilja fá allt tilfinningalega á nokkrum klukkutímum, sem annars ætti aö veita þeim á heilum sólarhring. Nei, ég hef ekki getaö veitt stráknum fjárhagslega allt það sem ég annars vildi. Ég gat til dæmis ekki keypt handa hon- um hjól, heldur safnaöi hann fyrir því sjálfur, meðal annars fyrir peninga, sem hann fókk í afmælisgjöf, svo fékk hann aö fara meö flöskur út í búö aö selja o.s.frv. Fatnaö fær hann oft gefins af frændum og frænkum. Drengurinn hefur stundum spurt mig: „Af hverju færöu ekki meiri peninga mamma, þú sem vinnur svo mikiö?" Hverju á maður aö svara? Ef hann er aö biöja um eitt eöa annað, sem ég á ekki fyrir, þá segi ég: „Þú veist aö þaö eru ekki til peningar fyrir því ... þá segir hann bara: Oooh, en nauöar ekki. Ég hef tíka kennt honum, aö þaö skiptir mestu máli, aö viö erum saman. Það sem kemur frá föður er eingöngu meðlagið og sam- skipti hans viö strákinn eru lítil og óregluleg. Eftir skilnaöinn var samband viö fööurinn mjög gott, en faðir barnsins og ég höfðum verið í sambúö í 7 ár. Meðan á henni stóö tók hann mikinn og góöan þátt í uppeldi þess, en strákurinn var 2ja ára, þegar við skildum. En síðast- liöiö eitt ár hefur þetta sam- band verið að rofna mjög og á drengurinn erfitt meö aö skilja þaö. Mér fyndist ekki óeölilegt aö faöir, sem ekki hefur forræði barns síns, legöi til dæmis á bankabók dágóöa upphæö á nafn drengsins á ári hverju. En ég er hrædd um að margir V/erjir líti á slíkt sem persónu- I iga aðstoð við barnsmóður og / ugsi ef til vill, henni var nær. / Ég fer ekki mikiö út á meöal / ólks og eyöi mestum mínum I tíma utan vinnu meö drengn- um. Ég eyði heldur ekki miklu í sjálfa mig, nema þá í sígarett- urnar. Ég les mikiö, þá einkum Ijóð. Ég fer stundum á pólitíska fundi og fundi út af dagvistar- málum, sem ég hef ánægju af. En ef það er aö lyfta sér upp, aö fara á böll og drekka sig fulla, þá lifi ég ekki lífinu. Þaö er líka svo, aö ég fæ mig ekki til aö setja strákinn í pössun yfir helgi. Ég hef þó gaman af aö fara út aö dansa, en ég drekk ekki neitt. En óg reyki og auö- vitaö fara miklir peningar í þaö. Ég reyndi aö hætta aö reykja í 4 mánuöi á þessu ári, en ég var svo sorgmædd og leiðinleg, aö ég lagöi þaö ekki á mig né aöra aö halda bindindið út. Þegar ég á sumarfrí, fer óg venjulega ekki í burtu, því ég vil leyfa stráknum aö finna, hvern- ig þaö er aö vera heima hjá sér. Viö höfum þó skroppið til afa og ömmu úti á landi og stund- um til systur minnar og vin- kvenna, sem búa í Hverageröi. Það hefur stundum veriö sagt viö mig: „Af hverju hætt- iröu ekki þessu basli og giftir þig?“ Ef lausnin væri aö ganga í hjónaband þá væru ekki svona margir hjónaskilnaðir. Mér hefur stundum þótt rætt um ógift fólk meö vorkunnsemi og jafnvel í niörandi tón. Æ greyið, hún er ein meö krakka ... Þaö þarf aö breyta þessum hugsunarhætti. Óneitanlega er það mikil reynsla aö standa ein uppi meö barn eða börn, og konur, sem standa sig vel í því hlutverki, þurfa ekki á vorkunn aö halda, miklu fremur aö litiö sé til þeirra meö virðingu, sem þær eiga skilið. „Þú ert svo ung, hefurðu raunverulega lifaö lífinu?“ hef ég verið spurö. Ef þaö er að lifa lífinu, eins og þaö er kallað, aö komast sem oftast tii útlanda, út aö skemmta sér eöa eiga sem mest af fötum, þá hef ég ekki lifað lífinu. En fyrir mér er þaö að lifa lífinu allt annað, eöa aö hafa næg laun, svo ég þurfi ekki aö hlaupa á milli Péturs og Páls, til aö hafa í grautinn fyrir strákinn og mig.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.