Morgunblaðið - 04.11.1983, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 04.11.1983, Qupperneq 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1983 Bækur segir Francoise Sagan í nýju viðtali við Charlotte Seeling í þýsku útgáfunni af tímaritinu Cosmopolitan. Sagan er um margt fræg. Sem „famme fata!e“ lifði hún sjálf í stíl við það sem bækur hennar fjalla um og var forsíðuefni frönsku blaðanna á árunum 1954 til 1960. En svo gleymdist hún. Eftir að nýjasta bók hennar „La famme farda“ kom út á þessu ári, tóku ástarsögur hennar að seljast á nýjan leik og hún varð aftur vinsælt blaðaefni. Allt, sem ég vissi um ástina á ungl- ingsárunum, hafði ég lært af skáld- sögum eftir Francoise Sagan. Og þá var ástin samkvæmisleikur, sem fallegt og ríkt fólk var aö drepa tímann með; hún var hreinasti barnaleikur. Stúlkur á mínum aldri létu jafnaldra sína elska sig, en voru sjálfar í tygjum viö karlmenn, sem teknir voru aö grána í vöngum og léðu þannig leiknum skyndilega dauöans alvöru (fyrir aöra). Þá sagöi maöur „Bonjour tristesse“ og bar eftir þaö „Eitt visst bros“ á vör — þetta voru titlar tveggja fyrstu bókanna eftir Sagan. Allt, sem ég vissi um Frakkland, haföi ég sömu- leiöis lært af þessum skáldsögum. Þar í landi hélt maður sig á veturna á veitingahúsum og vínbörum Par- ísarborgar en á sumrin á baö- ströndum og á vínbörum Cote d’Az ur. Þar höföu menn nægan tíma og sand af peningum, óku um í________ hraöskreiöum sportbílum og elsk- uöust og þjáöust jöfnum höndum en voru svo lausir allra mála.____ Seinna kynntist ég ástinni og hún reyndist allt ööru vísi. Ég kynntist Frakklandi, og einnig þaö reyndist allt ööru vísi. Núna kynntist ég Francoise Sagan — og hún er_______ nákvæmlega eins og kvenhetjurnar í skáldsögunum hennar. Þetta seg- ir Charlotte Seeling í upphafi viö- tals síns og Charlotte heldur áfram: Hún tekur á móti mór á hinu nýja heimili sínu, sem er á jarðhæð í snyrtilegu og ríkmannlegu heldri- mannahúsi í París. Það eru ekki nema tvær vikur síöan hún flutti; hún flutti úr hinu kyrrláta 14. ar- rondissement og aftur i hið at- hafnasama, fjörlega og glæsilega St. Germain-hverfi, sem ennþá býr aö þeim slæma orörómi, sem fólk á borö viö Francoise Sagan kom á þetta hverfi á sjötta áratugnum. Hún hefur alltaf jafn gaman af aö fara út aö skemmta sér og dansar þá helst alla nóttina og alveg fram i dagrenningu; fer þá líka mjög seint á fætur næsta dag. Hún um- gengst ennþá sína eigin klíku — vinstrisinnaöa menntamenn, lista- menn og helstu hetjur samkvæm- islífsins — hún hefur ennþá ástríöufulla ánægju af aö aka bíl og þá helst á ólöglegum hraöa, og hún er ennþá aö skrifa um sömu hlutina og áöur. En bækur hennar valda nú á dögum engu hneyksli lengur. Á tímum eiturlyfjaneyslu, kynlífsneyslu og ofbeldisglæpa- verka viröast manni hinir smá- vægilegu lestir hjá Francoise Sag- an harla gamaldags og teprulegir. Þetta var svolítiö ööru vísi áriö 1954. Þá kom fyrsta bókin út eftir hana, ósköp þunn bók, innan viö 200 blaösiöur, sem hún haföi skrif- aö í sumarleyfinu sínu á minna en fjórum vikum. „Bonjour tristesse“ varö á svipstundu fræg um allan heim, af því aö þetta var í fyrsta skipti sem ung stúlka skrifaöi meö gamansamri kaldhæöni um ástina og ástafar. Þaö, sem enn meiri furöu vakti — og jók um leiö söl- una — var aö þessi unglingsstúlka liföi lífinu líka greinilega á sama hátt og hún skrifaöi. Meö whisky-neyslu sinni, æöis- gengnum akstri og næturbrölti á víö og dreif varð Francoise Sagan hvað eftir annaö getiö í forsíðu- fréttum dagblaöanna. Hún og næstum jafnaldra hennar, Brigitte Bardot, settu svip sinn á lífsstíl heillar kynslóðar og voru álitnar dæmigeröir fulltrúar nýrra, frjálsra kvenna. Þegar hin mikla kynlífsalda skall yfir, hvítþvoöi hún þessar tvær nafntoguöu glaummeyjar af öllum ásökunum um ósiösemi. Hinar ást- þrungnu skáldsögur Sagans uröu ekki lengur umtalsefni fólks, frem- ur en nektaratriöin hennar Brigitte Bardots. Fólk fór að venjast því, aö Fransoise Sagan léti annaö hvert ár nýja bók, ballett eða leikrit frá sér fara; menn eyddu notalegu kvöldi viö þá dægradvöl og töluöu svo ekki framar um þaö. Jafnvel gagnrýnendurnir stein- þögöu árum saman um ritverk Sagans. Af hverju skyldu menn svo sem vera aö fárast frekar út af manneskju, sem alltaf var aö skrifa um eitt einasta efni og um sama fólkiö upp aftur og aftur. Ó, hvaö þaö gat veriö leiöinlegt! En hvaö þetta var allt saman yfirborös- kennt! Leiöinlegt? Yfirboröskennt? Viö þrettándu skáldsöguna hennar taka gagnrýnendur um allan heim aö æpa allt í einu upp yfir sig af eintómri hrifningu og hefja Fran- coise Sagan upp til skýjanna eins og væri hún eitthvert nýstirni á bókmenntahimninum. Og samt haföi svo sem ekkert breyst: „La femme farda“, nýjasta skáldsagan hennar, gerist um borö í stórglæsi- legu skemmtiferöaskipi, þar sem einungis er um auöugt fólk aö ræöa, sem hefur ofan af fyrir sér meö ástaleikjum af ýmsu tagi. Aö- eins í einu tilviki kemur raunveru- leg ást til skjalanna, og þaö er ein- mitt þetta, sem er nýstárlegt i skáldsögu eftir Sagan: hún úthlut- ar aöalsöguhetjum sínum heilla- vænlegum sögulokum. Aö ööru leyti situr allt viö þaö sama. Eftir aö hafa skiliö viö tvo eiginmenn, hefur hún í síöastliöin tuttugu ár búiö meö syni sínum, Denis, og nokkrum vinum. Hún varö aö draga mjög úr áfengis- neyslu sinni eftir aö hún haföi orö- iö gangast undir mikla skuröaö- gerö, en hún reykir ennþá eins og skorsteinn og dreifir öskunni yfir parketgólfiö í íbúöinni, sem þjón- ustufólkiö veröur svo aö þrífa. Meöan á viötalinu stendur er hún vinsamleg í framkomu en svo- lítiö tilbaka og reýnir aö fela sig bak viö heldur stuttarleg svör. Samt sem áöur veröur maöur greinilega var viö, aö undir öróttu hörundi hennar er ekki mjög djúpt á viökvæmum tilfinningum. Þessi fjörtíu og átta ára gamla kona felur á bak viö sitt vissa bros djúpa og einlæga þrá eftir ást, sem gæfi henni frjálsræði. í nýju skáldsög- unni hennar rætist þessi þrá, og þar sem skáldkonan hefur alltaf lif- að einsog hún skrifar — hver veit. .. ? Blm. „La femme farde" er fyrsta skáldsagan þín, sem endar vel. Hvaöan kemur þessi bjartsýni, hef- ur eitthvaö breyst í lífi þínu? Sagan: Ó nei, ég vissi alltaf, aö þaö er til mikil og fögur ást, enda þótt hún endist ekki alla ævina. Þaö var eins konar blygöun, hin heilaga blygöun æskunnar, sem kom mér til aö lýsa öllu, sem viö- kom tilfinningum og ástríöuhita, sem einhverju hlægilegu. Núorðið á ég einfaldlega auöveldara meö aö lýsa ástríöu. Blm. Það er sem sagt einungis strllinn, sem hefur breyst hjá þór? Sagan: Þaö hefur oröiö breyt- ing ... Ég vildi losna undan þess- um „franska skólaritgeröar-stíl“: Upphafið og endirinn eru ákveðin og þar á milli veröur söguþráður- inn aö koma á rökréttan hátt. í „Velkomin, ástúö“ varö ég að skrifa fyrstu hundrað blaösíöurnar um þaö til 15 til 20 sinnum upp á nýtt. Einhvern tima tókst mér þaö svo, en þaö tók allt í allt næstum því fjögur ár. Ég hugsaöi ekki svo óskorað um söguna, heldur leyföi mínum eigin tilfinningum aö fá í fyrsta sinn fulla útrás. Blm. Getur þaö hugsast, aö í bókinni sé jafnvel aö finna sjálfs- ævisögulega þætti? Aöalpersón- an, Clarissa, er háð áfengi og þaö er ástin, sem bjargar henni. Henni er lýst meö mikilli nærfærni, næst- um því eins og þú værir aö lýsa þér sjálfri. Sagan: Þaö er ekki rétt! Ég lýsi Julien, vini Clarissu af alveg ná- kvæmlega af eins mikilli nærfærni. Eiginmaöurinn fer illa meö hana, hún er óhamingjusöm. Um leiö og hún finnur einhvern, sem hún finn- ur aö hún getur boriö traust til, er hún laus undan valdi áfengisins. Blm. Þú áttir sjálf viö áfengis- vandamál aö stríða? Sagan: Því er lokiö! Blm. Vandamálinu — eöa drykkjunni? Sagan: Ég drekk endrum og eins eitt glas af rauövíni. Meira má ég ekki drekka, af því aö ég var skorin upp viö pancreatitis (þ.e. bólgu í brisi; afar algengur sjúk- dómur hjá áfengissjúkllngum). Blm. Þú ert búin aö fara í marga afvötnunarkúra? Sagan: O sei, sei, ég var aldrei raunverulega drykkjusjúk. Þaö gekk aldrei svo langt, aö ég væri aö staulast drukkin um á götunum. Læknirinn ráölagöi mér aö hætta aö drekka — þaö er allt og sumt. Blm. Og var þaö yfirleitt ekkert vandamál? Sagan: Nú, þaö varö aö losa líkamann undan þessu. Þaö tók þrjá mánuöi. Þaö fylgdi því auövit- aö óþægindi, einfaldlega af því aö þaö var svo leiðinlegt. Blm. Þú virölst ekki vera jafn hrædd viö neitt eins og leiöindi? Sagan: Ég hata leiöindi. í mín- um huga eru þau ekki tengd nein- um hálfvolgum tilfinningum eöa óljósum, hjá mér er þetta sterk til- finning, alveg eins voldug og hatur. Ef mér leiöist við matboröið, þá er ég sjúk á eftir, alveg búin aö vera... Blm. Þú hefur gert margt og mikið gegn leiöindunum. Þú ert aö minnsta kosti jafn fræg fyrir þína hraöskreiöu sportbíla, fyrir veislu- gleöi á næturþeli og ástarævintýrin eins og fyrir skáldsögurnar þínar. Sagan (hlær); Ég hef alls ekki skemmt mór svo illa ... Blm. Og aðrir með þór. Var þetta ekki heilmargt fólk, sem lifði á þinn kostnað? Sagan: Ég veit ekki. Sumir vinir áttu viö vandamál aö stríöa, þá hjálpaöi ég þeim. En þaö er ekki svo aö skilja, aö þeir heföu ekki komist líka einir og hjálparlaust út úr klípunni. Blm. Hvernig eru fjárreiöurnar hjá þér? Sagan: Slæmar. Ég er alltaf aö láta mig dreyma um auð, sem ég ætti í Svisslandi, en ég næ aldrei aö draga þaö fé saman. Blm. Af hverju ekki, úr þvi aö bækur þínar koma út í milljónum eintaka? Sagan: Ég eyöi og sóa pening- unum alveg gegndarlaust. Þegar maður lifir jafn óstaöbundnu lífi og ég geri, þá þarf maöur nú einu sinni á peningum að halda. Blm. Greiöir útgáfufyrirtækiö þér ennþá 25.000 franka mánaö- arlega í vasapeninga? (Um 88 þús ísl.) Sagan: Ekki lengur. Nú er áhættan aftur orðin meiri fyrir mig. Ég passa mig núorðiö aö halda svolítið betur utan um peningana. Svona örlítiö aö minnsta kosti — þaö eru alltaf einhver ósköp aö koma fyrir ... Blm. Eins og í þá daga, þegar viöskiptabankinn þinn vildi ekki einu sinni láta þig fá þitt eigið ávís- anahefti? Sagan (flissandi): Þaö er nú aö minnsta kosti 15 ár síöan! Blm. En þú hefur aldrei veriö þaö, sem maöur kallar reglulega fátæk, aldrei búið viö virkilega bág kjör? Sagan: Þaö er satt. Ég hef aldr- ei soltiö og aldrei þurft aö láta mér vera kalt. En í ööru hjónabandinu mínu, þegar ég var gift Bandaríkja- manninum Bob Westhoff, voru bara nauösynlegustu húsgögn í íbúðinni okkar. En þaö veröur ann- ars að segjast, aö viö bjuggum ekki beinlínis viö neina vesöld ... Blm. Þú ert dóttir stórefnaöra og mikilsmetinna foreldra; faöir þinn var iðjuhöldur. Fékkst þú engan auð í arf eftir hann? Sagan: Hvernig heföi þaö mátt verða! Þaö einasta, sem ég hef erft eftir hann er hóflaus eyöslusemi. Sjáöu til, fyrir fyrstu bókina mína, „Bonjour tristesse”, lét útgefandi minn 60 milljónir franka af hendi rakna til mín (þ.e.a.s. gamla franka, núna væru þaö 60.000 frankar eöa um 210.000 ísl. kr.). Þar sem ég var þá ekki orðin lög- aldra, átti faðir minr, aö ráöstafa þessum peningum fyrir mig. Hann spuröi mig: „Hvaö ert þú gömul?“ _ ,19“ _ „Þeir eru mjög hættu- legir, allir þessir peningar á þínum aldri. Þaö er best fyrir þig að sól- unda þeim hreinlega!“ Og það geröi ég líka eins og skot. Blm. Ertu hvergi hrædd viö aö lenda í endanlegu þroti? Sagan: Stundum vakna ég upp af algjörri martröö klukkan sex á morgnana og spyr sjálfa mig: Hvaö á ég eiginlega aö gera núna? En svo sofna ég aftur ... Blm. Þarftu alltaf aö lenda út á ysta barmi glötunarinnar, til þess aö þvinga sjálfa þig á þennan hátt til aö fara aftur aö skrifa? Sagan: Nei, ég skrifa, af þvi aö ég er fædd til þess. Stundum eru skriftirnar meira eggjandi en lífiö sjálft. Þegar þær ganga sérlega vel. Blm. Myndir þú líka halda áfram

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.