Morgunblaðið - 04.11.1983, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 04.11.1983, Qupperneq 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1983 „Getckrðu ekcki rziulczb citthJab ítsemnii 1-3S ást er ... að drekka morgunkaffið saman í rúminu. Þú hlýtur að skilja að ég verð að kunna þetta áður en ég faeði! HÖGNI HREKKVISI „ SÍPAN HVENÆ-R FÓRSTU AP DINGLA SKOTTl'NU Y" Farstöðvar á Islandi eru fyrst og fremst öryggistæki — og hafa margsannað gildi sitt á sjó og landi ÁJS.Þ. skrifar: „Velvakandi. Undanfarnar vikur og mánuði hefur átt sér stað í blöðum nokkur umræða um svokallaðar farstöðv- ar. Hafa þessi skrif einkennst af öfund og illgirni í garð Félags far- stöðvaeigenda á Islandi svo og órökstuddri gagnrýni á ríkjandi rásaskipulg, sem Samgönguráðu- neytið auglýsti sl. í vetur og í gildi er. Það er ljóst, að margítrekaðar rangfærslur á opinberum vett- vangi, svo sem sjá hefur mátt í Dagblaðinu, eru varhugaverðar þeim sem ekki þekkja til mála. Því vil ég sem farstöðvaeigandi i 12 ár, alla tíð utan farstöðvafélags af persónulegum ástæðum, en áhugamaður um fjarskipti al- mennt sérð, og eftir að hafa fylgst með þróun þessara mála hér og erlendis í rúman áratug, setja á blað nokkrar staðreyndir fólki til glöggvunar og íslenskum far- stöðvaeigendum til umhugsunar. Upphafið tæki að flytjast til landsins, not- endur voru fáir og tækin sem seld voru voru ákaflega takmörkuð svo sem að sendiafli, sem aðeins var 0,5W eða minna og rásafjöldi 1—2. Einnig voru tækin ilía byggð þannig, að mikið var um óæskilega útgeislun og tíðnióstöðugleika sem oft leiddi til truflana á öðrum sviðum. Þessir vankantar leiddu til þess að CB-talstöðvar komust á svartan lista hjá ráðamönnum fjarskiptamála sem töldu að þarna væru á ferðinni ódýr leik- föng og truflanavaldur. Við, sem keyptum þessi tæk: í öndverðu, komumst hins vegar fljótt að raun um að hafa mátti mikið gagn af þessari gerð talstöðva og jafn- framt, að þær gátu verið ákaflega mikið öryggistæki þó svo þær væru ekki viðurkenndar sem slík- ar. Öll viðleitni í þá átt að fá flutt- ar inn betri og fullkomnari stöðv- ar af þessari gerð bar engan árangur og jafnvel var hótað að banna þetta tíðnisvið hér á landi. Þá gerist það, að stofnað er áhugamannafélag hér í Reykjavík um útbreiðslu og notkun svona tækja bæði faglega og almenns eðlis. Er skemmst frá því að segja að þetta félag hóf þegar að sækja á brattann um rýmkun á þeim reglum sem þá giltu um tækni og notkun þeirra. Á þessum árum var bannað að hafa loftnet á heima- húsum, bannað var að hafa tal- stöðvar innan dyra, bannað var að nota sendiafl yfir 0,5W, bannað hafa til umráða fleiri rásir en tvær, bannað var að tala nema ákveðna vegalengd, þó stöðvarnar kynnu að draga mun lengra, bann- að var að hafa svona tæki í bátum yfir vissri stærð, bókstaflega allt var bannað utan það, að hafa tveggja rása stöð með 0,5W sendi- afli í bíl. Félag það sem áður var getið stækkaði ört og teygði brátt anga sína um landið allt. Þá þótti sjálfsagt að allir sameinuðust í einu öflugu félagi sem væri ein- hvers megnugt. Jafnframt hinum öra vexti hóf félagið baráttu, svo sem áður sagði, í því skyni að brjóta niður hin og þessi boð og bönn og hafði erindi sem erfiði, þó oft þætti sem kyrrstaða væri. Og við sem stóðum utan þessa félags, á hinum svokölluðu almennu rás- um, nutum góðs af starfi þessara manna ekkert síður en félags- mennirnir sjálfir. Brátt fór að sjást árangur af starfi þessara brautrj'ðjenda, heimastöðvar voru leyfðar, rásum smáfjölgaði og það þóttu góð tíðindi þegar hægt var að eignast talstöð með sex rásum og síðar tólf og nú síðast höfum við íslendingar fyrstir Evrópu- þjóða innleitt 40 rása stöðvar með fullu sendiafli. Allt þetta mátt þú, farstöðvaeigandi góður, þakka ára- löngu starfi Félags farstöðvaeigenda á íslandi, sem kennir sig við bók- stafina FR og þeim mönnum og konum, sem unnið hafa að þessum málum á vegum félagsins á liðn- um árum. Þá skal ekki gleymt þeirri skipulögðu notkun sem fé- lag þetta hefur á komið og þeirri hefð sem orðin er á með notkun ákveðinnar kallrásar og samtala- rása. Þetta skipulag, sem þúsundir manna hér á landi hafa tileinkað sér, skipar íslandi í sérflokk meðal þeirra þjóða sem nota þetta tíðni- svið. Þetta skipulag hefur þessi FR-félagsskapur fært Pósti og síma upp í hendurnar þeim að kostnaðarlausu. Hvort þeir kunna að meta greiðviknina skal ósagt látið. Rásaskipulagið Reynt hefur verið að láta líta svo út að óánægja ríki með rása- skipan þá sem í gildi er á CB-bandinu og því verið haldið fram, að það væri ekki fyrir alla. Þarna er farið með staðlausa stafi. í raun og veru ríkir ánægja með rásaskipunina, hún er sanngjörn og leysir þarfir allra notenda furðuvel. Sá sem hvað mest hefur skrifað í Dagblaðið undir hinum og þessum nafnnúmerum, gegn rásaskipulaginu, heldur því fram í barnaskap sínum, að fólk öðlist með kaupum sínum á CB-stöð rétt til að nota allar rásir jafnt. Svo er þó alls ekki. Þegar keypt er far- stöð, 40 rása, þá fær kaupandinn hana í hendur með öllum rásum auðvitað, en með þeim takmörk- unum sem kveðið er á um í reglu- gerð um notkun tækjanna. Marg- nefnt rásaskipulag er til komið sem árangur af sameiginlegum tillögum Almannavarna ríkisins, Slysavarnafélags íslands, Ör- yrkjabandalagsins, Félags ísl. bif- reiðaeiganda og Félags farstöðva- eigenda. Þarna tóku höndum saman ábyrgir aðilar, sem vildu tryggja það, að farstöðin yrði eins mikið öryggistæki og mögulegt væri, en yrði ekki skipulagsleysi og glund- roða að bráð. Stærsta notanda tíð- nisviðsins, sem er Fél. farstöðva- eigenda, með um átta þúsund manns innan vébanda sinna, er út- hlutað 12 rásum, þá koma svokall- aðar almennar rásir, þær eru alls 10. Þá hefur Slysavarnafélagið 2 rásir, FÍB 2, bæjarstofnanir og löggæsla sína hvor, Öryrkja- bandalagið 2, smábátaeigendur 3, atvinnurekstur 3. Þarna sýnist mér að hafi tekist vel til og verið séð fyrir þörfum allra. Rásir sem almenningur getur notað að vild sinni eru eins og áður sagði 10 og þar að auki eru 12 rásir fyrir þá sem kjósa að vera innan Félags farstöðvaeigenda og veit ég ekki betur en að allir séu velkomnir í það félag. Ég fæ því ekki betur séð en að þarna hafi verið séð fyrir þörfum almennings á bærilegan hátt. Þær rásir, sem ótaldar eru, eru fyrir sérstaka notkun, svo sem fjarstýringar. Það má ljóst vera að skipulags er þörf á þessu tíðni- sviði sem öðrum. Ef nokkurt tíðni- svið kallar á skipulag, þá er það CB-bandið, eðlis síns vegna. Eftir að hafa dvalið í Bandaríkjunum á þriðja ár og margoft um skemmri tíma í Noregi og Danmörku er mér ljóst hvílíkt öngþveiti ríkir þar í þessum málum. I þessum löndum eru þúsundir smáklúbba þar sem bitist er um hverja rás og allt án nokkurs skipulags, ólíkt þvf sem hér á landi er. Segi menn svo að allt sé verst á íslandi. Lokaorð Fjarstöðin er fyrst og fremst ör- yggistæki sem hefur margsannað gildi sitt sem slík til sjós og lands. Hún getur líka verið skemmtilegt tómstundagaman ef rétt er á hald- ið. Jafnframt er hún mjög gagn- legt hjálpartæki í rekstri fyrir- tækja og getur sparað eiganda sínum umtalsvert fé á skömmum tíma. En allt þetta byggist á því að notkun tækisins sé skipulögð af ábyrgum aðilum og að í gildi séu ákveðnar reglur sem fara ber eft- ir. Þeir menn, sem nú halda uppi öfgafullum áróðri gegn þeim lög- um sem í landinu gilda um fjar- skipti á 27 MHZ hafa aldrei lagt neitt af mörkum til hagsbóta fyrir farstöðvaeigendur og munu ekki gera. Þeir hafa setið auðum hönd- um þegar aðrir hafa verið að vinna fyrir þá beint og óbeint. Síð- an fleyta þeir rjómann ofan af erf- iði annarra og þykjast þess svo umkomnir að gagnrýna aðra með innantómum glamuryrðum. Lesandi góður. Ef þú ert að hugsa um að kaupa þér farstöð á morgun og eins ef þú hefur þegar eignast slíkan grip, láttu þá ekki þessa nátthrafna, sem sofa á dag- inn en vaka á nóttunni, blekkja þig. Þeir vilja aðeins rífa það niður sem upp hefur verið byggt og efna til sundurlyndis og ill- deilna sem lýsa best hvötum þess- ara manna." Um og upp úr 1970 fóru þessi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.