Tíminn - 19.08.1965, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.08.1965, Blaðsíða 1
f IGÞ-Reykjavik, miðvikudag. Tíminn hefur frétt, að ráð herraskipti þau, sem fyrir- huguð eru innan ríkisstjórnar innar eigi fram að fara um næstu mánaðamót. Mun þá Eggert G. Þorsteinsson taka sæti sitt í stjórninni sem fé- lags- og sjávarútvegsmálaráð herra, en Emil Jónsson verða utanríkisráðherra. Eins og áður hefur verið getið verður núverandi utanríkisráðherra sendiherra í London. í fyrra málið fer hann utan á fund utanríkisráðherra Norður- landa (sjá frétt á öðrum stað) og mun það verða síðasti fund urinn, sem hann situr með nú verandi starfsbræðrum sínum, áður en hann segir skilið við Framhald á bls 14 LITIL ENPiNG VATNSLERÐSLA vatnslögninni í neðri hluta Barma hlíðar síðan sú gata var mal- bikuð. Þar sem jarðvegurinn er svo sýrumyndaður, að rör skemm ast í honum á skömmum tíma, virðist þurfa að leggja vatnsleiðsl ur í stokk, til að úr fáist varan leg ending. í Norðurmýrinni voru húsin byggð á stríðsárunum og í Hlíðunum síðar, svo ekki er aldr inum fyrir að fara á þessum byggðahverfum. Enda kemur í ljós að þetta er jarðveginum að kenna, þegar haft er í huga að vatnslagnir annars staðar í bæn um, allt frá 1909, eins og í Lind argötunni, virðast duga enn. Jafn vel í miðbænum, þar sem gætir sjávarfalla í kjöllurum, hafa vatnsleiðsiur dugað. f gamla bænum hefur aftur á móti orðið vart við það, að eldri vatnsleiðslur væru of þröngar til að mæta aukinni vatnsnotkun. Þá hafa orðið tvær stórar bil Franihald á bls. 14 FÁRRA DAGA BIÐ EFTIR SETUDÚMARA IGÞ-Reykjavík, miðvikudag. Tíminn hafði í dag tal af Sak sóknara ríkisins og spurðist fyrir um, hvað liði rannsókn í Fríhafn armálinu. Sagði hann að lögreglu stjórinn á Keflavíkurvelli hefði úrskurðað að hann viki úr sæti í málinu og bar við embættisönn um. Kom málið aftur til saksókn araembættisins og varnarmáladeild ar. Sagði saksóknari að nú lægi fyrir að skipa setudómara í mál inu, en það væri varnarmáladeild ar að annast það. Hjá lögreglustjóranum á Kefla víkurvelli vinna tveir fulltrúar Annar þeirra er i sumarfríi sem Framhald á bls. 14 Myndin sýnir geimfarana Cooper og — - NTB—Cape Kennedy, miðvikud. Það var tilkynnt á Kennedy- höfða í dag, að allt væri nú til- búið til að skjóta geimförunum Gordon Cooper og Charles Conrad á loft i Geininigeinifari á morgun. Þeir eiga að vcra úti í geimnuin í átta daga, og verður þeim skotið á loft klukkan 18 eftir íslenzkum tíma. Með geimför þessarl á að sýna hvernig mönnum verður við af Conrad, sem í dag leggja af stað i ferð til tunglsins. För þangað tek ur átta daga. Þetta cr lengsta geimför, sem Bandarikjamenn hafa undirbúið til þessa. Copper og Conrad eiga að gera tilraun með að komast til gervi- hnattar, sein þeir sleppa út á leið inni. Þykir það mikilvægt fyrir geimferðir í framtíðinni að æfa menn í að ná sambandi við önnur geimför. Margir vísindamenn eru þeirrar atta solarhringa för út í geiminn. skoðunar, að menn þoli ekki þyngdarleysið í svo langan tíma. Rússinn Bykofsky, sem var fimm sólarhringa á lofti, eða lengur en nokkur annar til þessa, varð var einhverra óþægilegra áhrifa, og hafa Rússar ekki reynt að vera lengur úti í geimnum en hann. Bandarísku geímfararnir Mc- Devitt og Edward White voru fjóra sólarhringa í geimnum og fundu engin merki óþæginda. IGÞ-Reykjavík, miðvikudag. Horfur eru á því, að endur- nýja verið að einhverju leyti á næstu árum, vatnsleiðslur í þeim bæjarhlutum, þar sem byggðin var reist á mýrlendi. Á þetta við um svæði eins og Norður mýrina og Hlíðahverfið, en vegna sýru úr jarðvcginum virð ast vatnsleiðslurör á þessum svæðum reynast miklu endingar minni en víðast annars staðar. Til dæmis um þetta má geta þess, að fimm bilanir hafa orðið á SITUR CUÐMUNDUR L SINN SÍÐASTÁ UTANRÍKISRÁÐHERRAFUND í OSLÓ? NTB-Osló, miðvikudag. Fundur utanrjkisráðherra Norð urlandanna hefst í Osló á morgun fimmtudag. Fundinn sitja utan- ríkisráðherrar Norðurlandanna á- samt ambassadorum landanna hjá Sameinuðu þjóðunum og ýmsum embættismönnum. Guðmundur I. Guðmundsson situr fundinn af hálfu íslands. Með honum eru Hannes Kjartansson, ambassador íslands hjá Sþ, Hans G. Ander sen, ambassador í Noregi og Níels P. Sigurðsson, deildarstjóri i utanríkisráðuneytinu. Per Hækk erun utanrkisráðherra Danmerk ur, Ahti Karjalainen, utanríkis- ráðherra Finnlands, Halvard Lange, utanríkisráðherra Norð manna og Torsten Nilsson, utan ríkisráðherra Svíþjóðar sitja fundinn. Engin sérstök dagskrá liggur fyrir fundinum, en að venju verð ur einkum rætt um mál þau, sem vænta má, að tekin verði til meðferðar á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í haust. Bú izt er við, að ráðherrarnir ræði einnig ýmis alþjóðleg vandamál. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum norska utanríkisráðu neytisins, og hefst kl. 10. Ann að kvöld sitja ráðherrarnir boð norsku ríkisstjórnarinnar. Á föstudag lýkur fundinum og að honum loknum sitja ráðherrarn ir boð Ólafs Noregskonungs að Skaugum. Samtök þau í Noregi, sem vinna gegn útbreiðslu kjarnorku vopna hafa sent ráðherrafundin um orðsendingu þar, sem seg ir meðal annars, að það sé ó- skiljanlegt hvers vegna ekki hafi verið unnið að því að kjarnorku vopn verði ekki staðsett á Norð urlöndum. Er skorað á viðkomandi 3000 negrar handteknir NTB-Los Angeles, miðvikudag. Hundrað lögreglumenn rudd ust í dag inn í guðshús hinna svonefndu „svörtu múham- eðstrúarmanna" í Watts-hverf inu í Los Angeles. Lögreglu- mennirnir skutu fyrst hundr uðum skota að guðshúsinu og handtóku 52 negra. Arásin var gerð eftir að skotið hafði verið á lögreglumenn frá guðs húsinu. Talið var, að vopn væru geymd þarna, en við leit fannst ekki neitt. Er tal ið, að búið hafi verið að flytja vopnin burt er lög reglan kom á vettvang. Átta negrar særðust af glerbrot um. 3000 negrar hafa nú verið handteknir í sambandi við ó- eirðirnar í Los Angeles. Til tölulega rólegt er nú í borg inni, en 12000 manna þjóð- varðarlið er enn á verði í hverfum negra. 34 hafa hing að til fallið í óeirðunum. ríkisstjórnir að lýsa því yfir, að aldrei verði kjarnorkuvopn á Norðurlöndum, og þannig unn ið að eflingu friðar. Eitt af þeim málum, sem rædd verða á fundinum er hvort af- nema skuli vegabréfaáskrift á öllum Norðurlöndunum. Mál þetta hefur að undanförnu verið til athugunar. Núna hafa Norð urlönd afnumið vegabréfa- áskrift með gagnkvæmum samn ingum við fjölmargar 'ijóðir. Guðmundur í. Guðmundsson I MYRLENDINU Gerizt áskrifendur að Tímanum Hringið í sima 12323- 185. tbl. —Fimmtudagur 19. ágúst 1965 — 49. árg. Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. FARA UPP I DAG Ráðherraskipti um mánaSamót

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.