Tíminn - 19.08.1965, Blaðsíða 12

Tíminn - 19.08.1965, Blaðsíða 12
'2 TÉMINN FIMMTUDAGUR 19. ágúst 1965 SKARÐ Á SKARÐSSTRÖND f'i amhald aí, bls 9 ríku og IUuga, eins og þegar hún lagði af sér kvensilfur sitt, meðan hún gekk til altaris í Skarðskirkju, en hann hafði orð á því, að ekki mundi sá lítill fyrir sér, sem slík kona legði hug á. Og þá ekki síður, þegar hún kvað lítilmannlegt að elta einstæðinginn og forð aði honum þannig frá refsi- vendi laga, sem hlífðu Þeim háu, en hegndu hinum smáu. Frægust er Ólöf í ummæl um sínum, þegar hún frétti víg Bjarnar Þorleífssonar hirð stjóra, eiginmanns síns, sem Englendingar drápu að Rifi á Snæfellsnesi 1467, og hún sagði: „Ekki skal grát.a Björn bónda heldur safna liði.“ Lét hún síðan hefna grimmilega á Englendingum og hafði suma að þrælum heíma hjá sér á Skarði, og eru enn að sögn ör- nefni þar, sem minna á stór- hug og hefndir Ólafar. Hún bað eianig að eftirminnilegur atburður yrði við dauða sinn- En þá Varð fárviðri svo mikið að enn er til jafnað um verstu veður og nefndur Ólafarbylur. Hún andaðist 1479. Sólveig dóttír Ólafar giftist Páli syni Jóns sýslumanns Ás geirssonar í Ögri. Þau bjuggu á Skarði eftir Ólöfu. En áður hafði Sólveíg búið á Hóli í Bolungarvík og hélt þar ráðs mann og friðil Jón Þorláksson að nafni og áttu þau saman mörg börn, en ekki máttu þau giftast, þar eð hann var eigna laus og af lágum stigum í þjóð félaginu. Áður en Sólveig and ast gaf hún sonum sínum Jóni og Þorleifi Skarð með 17 „til liggjandi jörðum“ eins og það er orðað. Bjó Þorleifur á Skarði og varð sýslumaður og lögm. og ærið fjöllyndur í ástum eins og margir í þeirri ætt. Komst hann í ónáð kirkjunnar af þeim sökum og sendi Jón biskup Arason þangað flokk manna er lægja skyldi yfirlæti hans og algjört sjálfræði. Var það sr. Þorlakur á Stað arbakka, faðir Guðbrands bisk ups, sem sendur var við 16. mann til að kenna Þorleifi sið ina- En hann lét kvenfólk og húska -la sína klæða :t. herklæð- um, seijast upp á gæðinga og bíða fylktu liði í tröðum staðar ins, þegar sendimenn biskups komu. Töldu þeir þá víst, að hér væri ógrynni liðs til andstöðu og flýðu án þess að til átaka kæmi. Gerði Jón biskup gamanbrag um atför þessa og er þar þetta erindi: Sendir voru 16 menn saga þessi er uppi enn. Riðu þeir um ríkan garð, rausnarlítið erindið varð. Höldar segja að höfuðból þetta heiti Skarð. Sigríður dóttir Þorleifs erfði Skarð, og varð hin fyrsta í ættinni, sem braut forna hefð og tók niður fyrir sig við gift ingu, sem kallað var. En þar með lauk sögu landstjórnar á Skarði. í marga ættliðu hafði auður og völd ráðið um allar kvon- bænir þar. Er talið, að Daði í Snóksdal hafi hjálpað hinum ungu elskendum í þetta sinn. En allt til þessa hafði ljóð ættföðurins Lofts ríka, verið sem yfirskrift um ástamál Skarðverja, er hann kvað: „Kyssumst, kæran, vissa kemur ein stund sú, er meinar, sjáum við aldrei síðan sól af einum hóli.“ Og hann sagði líka: „Öllum gangi Þeim illa sem okkur vilja skilja.‘ Þar urðu oft sárir harmar og angurblíður söknuður, en þó ekki síður heift og hatur. En nú gaf Daði vini sínum Bjarna Oddssyni frá Eskiholti á Mýrum fé til að jafna mun inn, svo að hann gæti kinnroða laust beðið Sigríðar Þorleifs dóttur á Skarði og fengið henn ar án harðrar mótstöðu. Gerð ist Daði í Snóksdal þarna nokk urs konar brautryðjandi um það, að ástin væri látin ráða meira en metorð og völd, auð ur og upphefð. Þau Sigríður og Bjarni létu svo auðvítað elzta son sinn heita í höfuð Daða og hann sameinaði enn með kvonbæn um mikinn auð norðan lands og vestan, því að hann kvænt ist Amfríði dóttur Benedikts ríka á Möðruvöllum. En þau misstu öll böm sín ung nema Sigríði, sem varð tengdadóttir Magnúsar prúða í Ögri. En Eggert sonur jþeirra erfði Skarð eftir Daða afa sinn. ‘ En þessi Eggert var trúlof aður Kristínu dóttur Gísla lög manns Hákonarsonar í Bræðra tungu. Er sú saga með ólíkind um en þó sönn, að hann var á leið til brúðkaups síns með fríðu föruneyti suður á land. En Þegar þangað kom var Kristín brúður hans heitin bisk upnum Þorláki Skúlasyni. Má telja það eitt hið merkilegasta tákn um jafnaðargeð og um- burðarlyndi höfðingjanna á Skarði, að Eggert sat þarna í brúðkaupi brúðar sinnar og biskupsins, en var jafnframt heitið yngri systur hennar Val gei|9}, en hann ýrði nú samt að bíðá henriái- nokkur ár þar eð hún vaf aðeins 10 eða 12 ára gömul. En jafnframt er þetta góð spegilmynd af því algjöra umkomuleysi unga fólksins í ástamálum, sem þá var alls ráðandi í íslenzku þjóðfélagi. Þar gekk fólkið óbeinlínis kaup um og sölum að ráði foreldra og forsvarsmanna. Valgerður litla varð svo hús freyja á Skarði af hinni mestu rausn og prýði. Eggert þótti hins vegar nokkuð nízkur og aðsjáll, og er haft eftir hon- um, er hann sá konu sína víkja að fátækum: „Gef Þú Valgerður, en hlífðu mér við að sjá það“. Um hann eða einhvem þess- ara stórmenna á Skarði var þetta ort: „Einn fór að heiman elliraum ur augnaveikur, á gjaldi naumur, aldrei varð hann í orrustu frægur en ýtum þótti hann ráðaslægur, sótt hefur jafnan sína vild í svörunum hægur.“ Samt er nú líklegra að þessi vísa sé ort um eínhvern hinna fyrri Skarðverja, sem í orr ustum áttu, en auðsæld og hóglæti mun hafa verið ein- kenni þeirra allra. Synir Valgerðar og Eggerts dóu ungir, en Amfríður dótt ir þeirra fékk Skarð. Hún gift ist Þorsteini syní Þórðar prests í Hítardal og bjuggu þau á Skarði, en hann var frábitinn auðsöfnun og veraldarvafstri og vildi ekki einu sinni takast neitt embættí á hendur. Þau eignuðust fjórar dætur, og tók Elín við Skarði. Hún giftist Bjama sýslumanni Pét urssyni af ætt Staðarhóls-Páls og tók Eggert sonur Þeirra næst við Skarði og eftir hann dóttir hans, er Ragnhildur hét, en hún gíftist Magnúsi sýslu Sjötugur Þorsteinn Guimundsson bóndi. á Reynivöllum Þú várðst þá sjötíu ára í dag Þorsteinn minn. Það gengur svo. Einn verður sjötugur í dag annar á morgun, og svo framvegis. Allt stefnir þetta í sömu átt. Það er manni Ketilssyni frá Búðardal á Skarðsströnd, en hann fór þó aldrei að Skarði, heldur sonur þeirra, sem Skúli hét og var sýslujnaður í Dalasýslu og kallaði sig Magnúsen, en síðan hefur það ættarnafn tíðk ast meðal fólks af ætt Skarð verja. Sonur Eggerts og Kristínar konu hans Bogadóttur frá Hrappsey var Kristján Magn- úsen sýslumaður á Skarði, en kona hans var Ingibjörg, en hún var bróðurdóttir Skíða- Gunnars, sem var kunnur mað ur um land allt og er ætt hans fjölmenn um Austurland. Nú er komíð að því fólki, sem nútímafólk kannast vel við, og var ættfaðirinn Skúli Magnúsen vinsæll mjög, og lýst þannig, að hann var fram kvæmdamaður í bezta lagi og búmaður góður utan húss og innan, gjöfull við snauða og vildi bjarga bágstöddum, eftir gefandi í tekjum og þó auðmað ur. Sýslubúar unnu honum hug ástum einkum bændafólk. Krístján sonur hans var sæmdur kammerráðsnafnbót og gekk yfirleitt undir nafn- inu: Kammeráðið á Skarði, en sonur hans og Ingibjargar var Bogi, sem bjó á Skarði langa ævi, kvæntur Kristínu Jónas- dóttijr frá Staðarhrauni. En dóttir þeirra er Elinborg, sem nú býr á Skarði, gift Kristni Indriðasyni frá Hvoli í Saur bæ. Hún er 24. ættliður frá Húnboga Þorgilssyni á Skarði um 1120, sem fyrst var getið í þessu erindi, og hafa allir búið á Skarði síðan. Mun fágæt slík átthagatryggð á íslandi og jafnvel Þótt víð ar væri leitað. Og er það fög ur saga um tilfinningar ís- lenzkra bænda og búaliðs, sem væri sannarlega íhugunar- og eftirbreytnisvert nú á tímum upplausnar og eyðibýla. Sjálfsagt hafa verið mörg tækifæri um aldaraðir til að selja þetta fagra og búsældar lega höfuðból með góðum hagn aði. En allar þær freistingar iiafa hinir hógværu og göfug lyndu Skarðverjar staðizt. Þeir vírðast aftur á móti hafa gjört allt svo að óðalinu yrði ekki skipt og það ekki selt og þar gæti kynslóð eftir kynslóð bú ið í haginn fyrir þá næstu. Væri saga Skarðs borin sam an við sögu Skálholts, Viðeyj ar, Reynístaðar eða annarra stjórnarsetra og ættaróðala fs lands yrði munurinn mikill. Breiðfirzk áttnagatryggð varpar Ijóma yfir alla sögu Skarðs frá upphafi um leið og þar er saga íslenzkra höfð- ingja, sem kunnir hafa verið öld eftir öld að hóglæti, gest risni, góðvild og jafnvel lítil- læti, þegar hroki þótti sjálfsagt einkenni íslenzkra stórmenna. Megi ætt Þessa göfuga fólks enn njóta Skarðs vel og lengi og varpa ljóma yfir Breiðafjörð og gefa gott fordæmi um dreng skap, spaklyndi og átthagaást, sem jafnan kunni að meta ís lenzkt ágæti dýrast. Árelíus Níelsson. að færast nær því marki, að hverfa af Þessari jörð. Hvað tekur svo við, spyr maður mann. Margir fálma eftir veiku hálm- strái til að hanga á um fram haldslff í einhverri mynd. Það er þó huggun í volæði þessa lífs. En þó allt hverfi í sortann að baki, þá lifir þó alltaf eitthvað af verkum okkar og því betur sem þau eru unnín og af meiri framsýni því fremur stafar ljóma frá þeim. Þú varst svo heppinn, Þor- steínn, eins og jafnaldrar þínir, að lifa og eiga kost á að starfa á einu mesta þróunartímabili okk ar þjóðar, þar lagðir þú huga og hönd fram, að hhitur hins betra mætti vera sem beztur. Um fermíngaraldur varst þú einn af þeim ellefu sem stofnuðu UMF „Vísir“ í Suðursveit. Allt unglingar fyrir innan tvítugt. Þá var gaman að lifa, æskan var djarfhuga og hugsaði hátt, það voru lærdómsríkir tímar, og æsku árin þín liðu undir þeim heílla himni sem æskan ein skilur. Á Þeim árum baukaðir þú við ýmislegt. Þú varst vinnumaður hjá betri bændum og beíttir þér þá jafnframt fyrir félagsmálum í þinni sveit. Veturinn 1925 ert þú kvaddur frá námi að taka við búi á Reynivöllum eftir hið sviplega fráfall Þorsteins Arason ar, þar með voru örlög þín ráð in. Nú fékkstu sterkari aðstöðu að beita þér en áður. Þú hófst umbætur á heimilinu sem þú áttir að hafa bústjórn á, með ekkju hins fallna húsbónda þér við hönd og Sigurjón er síðar varð mágur Þinn við hina. Hús voru reist og endurbyggð á þeirra tíma vísu; yf ir hey og gangandi, þannig, allt þó með jámvörðum þökum. fbúðar húsið éndurbyggt, rafstöð reist og rafmagn leitt í íbúðar og penings hús. Til engra skulda var stofn að. Það er gaman að geta hafið búskap á slíkum grundvelli. Brátt varstu kvaddur til opin- berra starfa í sveit þinni. Á fyrsta búskaparári varstu kominn í stjóm búnaðarfélagsins. Stuttu síðar í skólanefnd Suðursveitar skólahéraðs, þar endaðir þú þitt starf sem formaður skólanefndar í nokkur ár. Þegar sjúkrasamlög voru stofnsett með lögum varst þú skipaður samkvæmt ábendingu hreppsnefndarformaður Sjúkra- samlags Suðursveitar. Þegar Skóg- ræktarfélag Austur-Skaftfellinga var stofnað varst Þú kosinn for- maður þess. Bændafundi Austur- SkaftfeUinga hefur þú setið frá því þeir hófust 1944 sem fulltrúí Suðursveitar. Hreppstjóri Suður- sveitar varstu í 20 ár og hefðir verið enn ef þú hefðir setið á Reynivöllum. Þú varst einn 'af þremur full- trúum sem undirbjuggu stofn fund Búnaðarsambands Austur- Skaftfellinga. í stjórn Menningar félags Austur-Skaftfellinga varstu um tíma og eíns í stjóm UMF Vísis. Þegar samþykkt var á bænda fundi fyrir fáum árum að skrifa byggðasögu Austur-Skaftafells- sýslu var þér falið að skrifa Þátt Suðursveitar í þeirri sögu. Fleiri störfum gegndir þú fyrir sveit þína og hérað þó hér séu ekkí talin. Af framansögðu má sjá að þú hefur víða komið við sögu í fram fara og félagsmálum Suðursveitar, og A-Skaftfellinga, hugur þinn hefur mjög snúizt um það sem bet ur hefur mátt fara í framfara og menningarmálum, þess vegna er ánægjulegt fyrir Þig að líta yfir farinn veg af þeim sjónarhól sem þú ert staddur á í dag. Við vorum búnir að vera ná- búar í nær fjörutíu ár fyrir utan fyrri kynni áður en við hófum bú skap. Það var gott að vera ná- búi þinn, þú varst hjálpsamur, til búinn að gera greiða þegar þurfti, góður og skemmtilegur heim að sækja, og alltaf gaman að fá þig sem gest. Við áttum margt saman að sælda, bæði í sambandi við fram faramál okkar sveita, í ferðalög um — fjallgöngum, og á sjó. Yfir þessa fomu tíð er ánægjulegt að líta og margt sem yljar huga Þegar upp er rifjað. Það er gott að eiga slíka menn fyrir ná- búa sem þig, Þorsteinn. Eg man vel brúðkaupsdaginn þinn, þegar þú giftíst Árilíu Þo- steinsdóttur, heimasætunni á ReynivöUum. Þið eignuðust þrjá velgefna syní, en sá harmur sótti ykkur heim að missa yngsta sonínn stuttu eftir fermingu. Þann harm báruð þið hjónin sem hetjur, sem þeir einir geta sem skilja tilgang lífsins. Já, brúðkaupsdagurinn ykkar var bjartur júlídagur. Þá skein sól í heiði og þá var bjart yfir efribænum á Reynivöllum, þá datt engum í hug að sól mundi setjast Þar eftir tæp fjörutíu ár yfir mannlausum reisulegum bæ. Það var ánægjulegt í sumarblíð unni að sitja við veizluborð á velgerðri stétt framan við bæjar húsin. Þar var veizlukaffið drukkið — líklega eínsdæmi í brúðkaups sögu Suðursveitar að brúðkaups kaffi hafi verið drukkið á slíkum stað. Það var þá að ég reis upp frá borðum, hljóp upp í húströppum ar og mælti fyrir minni brúð hjónanna. „Mikið andskoti ertu mælskur“, sagði séra Eíríkur Helgason þá prestur í Sandfelli í Öræfum, sem gifti ykkur, er ég lallaði aftur niður tröppurnar, fyrsta og kannski eina viðurkenn ingin sem ég hef fengið fyrir tal að orð. Aldrei framar verður brúð 'kaupskaffi drukkið á stéttinni framan við húsin á Reynivöllum, og guð má vita hvort nokkurn tíma verður framar drukkið brúð kaupskaffi á þeim bæ, yfír hon um hvílir nú grafarþögn. Við spyrjum gömlu nábúarnir, hvenær kemur aftur líf í þennan bæ? Við minnumst kynslóðanna sem þarna hafa alizt upp og margt af því fólki verið sómi sinnar sveitar. Við væntum að sagan eígi eftir að endurtaka sig í þessu efni Þó um sinn blasi annað við. Að ltfkum óska ég þér, Þor- steim^ og þínum alls hins bezta á ókomnum árum. Lifðu heill.. Skrifað 29.7. 1965. Steinþór Þórðarson. ÞAÐ ER TEKIÐ EFTIR AUGLÝSINGU Í TlMANUM!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.