Tíminn - 19.08.1965, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.08.1965, Blaðsíða 8
8 TÍMINN ( FIMMTUDAGUR 19. ágúst 1965 Þetta línurit á að gefa ofurlitla hugmynd um hvaða ár það voru? sem rjúpnastofninn var i hámarki og lágmarki, samanber ineðfvigjandi frá- gögn. Theodór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi: ' H mer Hvað skyldi það annars vera, sem kætir svona aumingja mann- inn, mun einhver hugsa, þegar hann les þessa yfirskrift. Og — til þess að svala forvitninni, sem alrlrei hefur fengið orð fyrir að vera sérlega þolinmóð, skal ég segja það strax. Fyrir tveim til þrem árum var hafir vísindaleg rannsókn á hjú- og búskaparhátt um isienzku rjúpunnar, af inn- lendum mönnum, undir stjórn Dt. Finns Guðmundssonar. og er ætl unin að þeim verði haldið áfram í nokkur ár enn. En eins og öll- um landsmönnum mun kunnugt hafa sveiflur íslenzka rjúpnastofns ins valdið talsverðum deilum, okkar á milli, Þvi sitt sýnist hverjum. eins og gengur. Allir viðurkenna þó þá staðreynd, að siöustu fjóra áratugi virðast þær hafa náð hámarki á níu til ellefu ára millibili. en eftir hvert hamark hefur orðið svo stórfelld t'ækkun á rjúpnastofninum, að furðu gegnir. Og þessar sveifl- ur hafa orðið nálega samtímís yfir allt landið. Ýmsar ástæður — hvað valda muni þesuír sveiflum — hafa ver ið bornar fram af vísindamönn um sam hafa rannsakð þær í áratugi. en án þess að nokkur fuilnaðarskýring hafi fengizt. Sjálfur hef ég fylgzt með háttum rjúpunnar okkar síðan ég var barn enda átt heima í nábýli við einhverjar þaer mestu og beztu uppeldisstöðvar þeirra hér á landi. Og af þeim ástæðum hef ég þráð því meir, sem árunum fjölg ar að fá vísindalega aðstoð til að komast eftir því hvað veldur hinu stórfellda hruni á stofni þeirra, á einu til tveimur árum. Og nú er þessi þrá búin að fá j byr í seglin og er yfir sig spennt! að vita hvað gerist á næstu árum. j Þegar svo þar við bætist, að i hvergi í heiminum er betri að-! staða —til þessara rannsókna — j en á íslandi. sem er einangrað og | hefur sinn sérstaka rjúpnastofn, j og fjórir valdir menn hafa tekið; að sér skipulegar athuganir á! vissum svæðum, allt árið um j kring, þá er ástæða að leika á i als oddi. Þeir menn og þau svæði, sem j valin hafa verið til rannsókna, eru þessi: Árni Waag í Heiðmörk! við Reykjavík. Hálfdán Bjömsson j á Öræfum í A.-Skaftafellssýslu ; Ragnar Sigfinnsson . Laxárdal í í S.-Þingeyjas., og Dr. Finnur Guðmundsson í Hrísey á Eyjafirði. En —á þessu sviði sem öðrum, veltur þó á miklu, um árangur, að áhugamenn — helzt í hverri sveit á landinu — séu einnig á verði og veiti aðstoð eftir beztu getu. Verður að því vikið síðar. Línuritið, sem hér með fylgir, hef ég gert til skýringar á sveifl um rjúpnastofnsins i nágrenni mínu. þau ár, sem þar er greint. Það er byggt á eigin kynnum — fyxst og fremst — og svo sam- hljóða athugunum athugulla Jón R. Hjálmarsson: VANTAR UNGLINGA I KAUPSTÖÐUNUM HEIMAVESTARSKÓLA? Héraðskólarnir eru fáir og smáir og munu vafa- laust einhverjir telja, að varla taki því að gera þá að umræðuefni. Skólarnir eru sem sé aðeins átta að tölu og rúma sameiginlega ekki fleiri en eitthvað á níunda hundrað nemendur. Með þeim fjölda mun og líka alltof þéttskipað í heimavistir þeirra. Svo lítinn áhuga hafa ráðamenn þjóðar innar haft á þessum mennta- stofnunum dreifbýlisins að frá 1949 hefur engin nýr héraðs- skóli tekið til starfa. En þrátt fyrir fæð og smæð hafa þessir skólar leyst vanda fjölmargra ungmenna dreif- býlisins um framhaldsnám og lokið upp fyrir hæfileikafólki leiðum til lærdóms og þroska Þessu fólki hefðu í mörgum tilfellum verið allar bjargir bannaðar um skólagöngu, ef héraðsskólanna hefði ekki not ið við. Er ómælt það tjón, sem þjóðfélagið hefði beðið. ef þessi fjölmenni hópur efnis fólks hefði aldrei notið sín til fulls sakir menntunarskorts. En ekki skai gert að umræðu efnjfi hvað orðið hefði um ung menni héraðsskólanna. ef þeir hefðu ekki verið fyrir hendi Slíkt tal væri út í hött og þjónar vissulega engum tii- gangi. Hitt má aftur minna á að mikið skortir á að allir ungl ingar dreifbýlisins. sem bæði vilja og geta, eigi kost á skóla vist í þessum örfáu héraðs- skólum, er við eigum. Væri ekki verkefni fyrir reiknings glögga menn að reikna út tjónið, sem þjóðin bíður við það? Nemendur héraðsskólanna eru að mestu leyti úr sveitum og þorpum. svo sem eðlilegt er. Einnig hefur þar alitaf ver ið með slæðingur unglinga úr kaupstöðum og öðru þéttbýli. þótt þeir staðir hefðu skóla og aðra aðstöðu til menntunar síns heimafólks. Aukinn áhugi og skilningur á gildi menntunar ásamt rýmri fjárhag veldur því, að sívax andi fjöldi ungmenna í sveit um leitar sér einhvers fram haldsnáms. Er nú svo komið að mjög mikið vantar á, að héraðsskólarnir geti fullnægt eftirspurn um skólavist úr sveitum landsins og má raunar þakka fyrir, meðan þeir geta tekið við meginÞorra ungl- inga úr nánustu heimahéruð um sínum. Er því vandi dreif býlisfólks í sumum byggðarlög um mikill við að koma ung- mennum sínum i framhalds- nám og verður sá vandi trauð lega leystur svo að vel sé, fyrr en sýslufélög eða stærri heild ir út um byggðir landsins fá nýja tekjustofna og aukið sjálfræði i fjármálum, er geri þeim kleift að hafa með hönd um stjórn sinna eigin skóla- og menningarmála. Á sama tíma og sveitaæskan sækir héraðsskólana í vaxandi mæli. magnast ásókn unglinga úr kaupstöðum svo mjög, að þessir litlu og fáu skólar eiga jafnvel í vök að verjast fyrir fólki, er telur það helzta hjálp ræði börnum sínum að koma þeim burt og á heimavistar skóla. í þessari sókn er beitt margvíslegum vopnum. en þó einkum kunningskap við áhrifa menn af ýmsu tagi. Er til dæm is ekki óalgengt að leitað sé aðstoðar og meðalgöngu stjórn málamanna, presta, sálfræð- inga, forráðamanna á sviði skóla og fræðslumála og þar fram eftir götunum. Ekki skal dregið í efa að foreldrar vilji börnum sínum vel með því að reyna að koma þeim á héraðsskóla. Ástæðurn ar fyrir því, að hentugra þykir að þau stundi nam sitt að heiman. munu fjölmargar. Af oft tilgreindum orsökum mætti nefna: Barnamergð á heimil um. lítið húsnæði. leti og á- hugaleysi í námi, óhollt skemmtanalíf, slæman félags skap og önnur truflandi áhrif umhverfis, vinnu mæðra ut- an heimila, hjónaskilnaði, mun aðarlaus ungmenni, einstæðar mæður, drykkjuskap á heimil um, geðræna veiklun af mörgu tagi og sitthvað fleíra. Sú spurning hefur komið þráfaldlega upp í hug mér síðustu árin, hvort t. d. borgai yfirvöld í Reykjavík gefi ekki gaum að þeiri staðreynd að þörfin fyrir heimavistarskóla handa vissum hluta unglinga á skyldunáms og gagnfræða stigi er hjá þeim mikil og brýn. Hafi svo ekki verið, þá er það sannarlega tímabært. því að þessi þörf fer vaxandi með ári hverju og vonlaust er að héraðsskólarnir geti, svo nokru nemi, fyllt skarðið, sem þama er brotið í múr hins annars ágæta fræðslukerfis. Mjög væri æskilegt að for- eldrar í Reykjavík, er áhuga hafa á að koma bömum sínum í héraðskóla, og sem bæði era kjósendur og skattgreiðendur, beittu áhrifum sínum á réttan hátt við forsjármenn borgar innar til að fá þá til að hefj ast handa í þessu vandamáli. Lausn vandans getur aldrei orðið sú að ætla að troða enda- laust unglingum inn i fáa, litla og yfirfulla héraðsskóla í sveitum landsins, heldur sú að reisa myndarlegan heima- vistarskóla í Reykjavík eða nágrenni. Sú ein lausn er líka sæmandi reisn og góðri forsjá ráða manna höfuðborgarinnar. manna. eins og þeirra, er legið | hafa á grenjum á vorin og skotið bæði rjúpur og refi á vetrum. Athugunarsvæðið eru eftirtaldir hreppar: Hólsfjöll, Öxarfjörður, Kelduhverfi. Núpasveit og Mel rakkaslétta. Og eftir þeim heim ildum, sem ég hef enga ástæðu að rengja. í Þingeyjarsýslum báð um, — en þær eru mestu upp- eldisstöðvar rjúpunnar hér * á landi — virðast alveg samtíma sveiflur hafa orðið og raunar um allt land. Eg vil líka taka fram að fyrrnefnt línurit er í fyrsta lagi byggt á fjölda rjúpna á upp- eldisstöðum þeirra þ. e. fjölda ungamæðra og unga, frá því þeir fyrst geta fleytt sér og þar til þeir hverfa af bernskustöðvunum seint i ágúst og í september — til heiðanna — eftir tíðarfari. í öðru lagi er það byggt á land- svæði, sem nær frá sjó og upp á reginfjöll, eða 4—500 m yfir sjó. Eíns og allir. sem fylgzt hafa með varpstöðvum riúpunnar þá veldur tíðarfarið geysimiklu um hvar þær velja sér varpstaði vor hvert. Sem dæmi tek ég hér snjóavorið inikla 1924 Þá mátti segja að hér lægi regingaddur fram í júní niður undir 100 m. yfir sjó. Þá verpti svo mikið af I rjúpum í Núpasveit og þó sér- staklega á Melrakkasléttu, að refa skyttur, sem eru mínir aðal heim ildarmenn —og sem bezt fylgdust með því — minnast ekki enn að hafa kynnzt slíkri mergð af rjúpum með unga. Það sem meðfylgjandi línurit á fyrst og fremst að sýna, er eftir- farandi: 1. Árin, sem stofn þeirra var i há- og iágmarki. 2. Fjölda þeirra hverju sinni og er því hámarkið sett 1928, eða næs.tum 100% en þá virtist mér mest af rjúpnamæðram með unga. í Öxarfirði og Kelduhverfi. 3. Fáliðastar voru rjúpur hér á varpstöðvum 1930 —1931. en langflestar virtust þær verða eftir á síðasta lágmarki 1958 — 1959. 4. Á línuritinu sést líka hve fjölgun þeirra hefur verið óvana lega hæg frá 1957 Ástæðan er sú, að veturna 1958—1961 var mjög hátl verð á rjúpum oftast hagstæð tíð tii rjúpnaveiða og mjög fast sótt eftir þeim. Hinn fáliðaði stofn var þvi skotinn meir en nokkru sinm áður Og i til að sýna hve tíðarfarið hefur í geysimikil áhrif á rjúpnaveiðina er nærtækt dæmi. Frá 15. okt — 22. des. veturna 1959—1961, voru skotnar í Kelduhverfi og Öxarfirði 2—3 þúsund rjúpur hvern vetur. Á sama tíma s. 1. vetur. þ. e. 1964, vora í þessum sömu sveit um ekki skotnar þrjú þús. rjúpur. þrátt fyrir að rjúpnafjöldinn var langt um meiri, á varpstöðvunum. Eg vil einnig taka það fram hér — þótt ég hafi oft gert það áður — að ég hef aldrei orðið var við annað en rjúpum hafi fjölgað eðlilega af þeim stofni, sem varð eftir hverju sinni. Næst er að víkja að því. sem mest veltur á. þann tíma, sem rannsóknir standa yfir. 1. að merkja eins marga rjúpu unga og tök eru á. Varla gæti ég hugsað mér eins skemmtilegt og spennandi verk fyrir þá, sem hafa tíma til að dvelja sér til líkam legrar og andlegrar hressingar. upp tii sveita eða i óbyggðum. þar sem rjúpur halda tii með unga sína á snögglendi. en að na þeim tíl að merkja- þá. Ekki þarf til þess aðra útgerð en talsvert af sterku líni vafið upp á tvær fjal ir og svo ofuriítmn netstúf. Full- Framhald á bls. 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.