Tíminn - 19.08.1965, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.08.1965, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 19. ágúst 1965 TÍMINN óeirðimar í Los Angeles Óeirtíirnar miklu í svertingja- hverfum Los Angeles hafa vakið heimsathygli og hér eru nokkrar myndir frá þessum geigvænlegu atb'urðum. 1. dl. myndin sýnir rík isstjórann í Kaliforníu, Edward Brown, þar sem hann kemur heim með flugvél frá Aþenu til að aðstoða við lausn málsins. Þrí dl. myndin til hægri er af rúst'um íbúðarhúss, sem sprengt var í loft upp, og þar fyrir neðan sjást lögreglumenn verjast byssukúlum leyniskyttu. Neðst til vinstri sjást svertingjar bera föt og pakka úr verzlun, og til hægri miðar lög- reglumaður og nýtur stuðnings hurðar lögreglubílsins. -----«K*VJS) Á VÍÐAVÁNGI Heimskan uppmáluð. í fáránlegri árás eins rit- stjóra Morgunblaðsins á Menn ingarsjóð í forystugrein í gær, er ráðizt gegn þeim hugsanlega möguleika með offorsi, að Menningarsjóður gefi út bók ina „Rejse pá Island“ eftir danska rithöfundin Martin A. Hansen í íslenzkri þýðingu, og sagt, að nær væri að Menn- ingarsjóður sæi um, að sú bók væri gefin út á heimsmál um til þess að kynna ísland og íslendinga. Þetta geti forystu- menn Menningarsjóðs ekki skil ið og megi þakka fyrir, meðan þeir gefi ekki „Facts about Ice land“ út á íslenzku. Þessi þvættingur sýnir bezt, hve glórulaus heimska og skilningsleysi ræður þcssum skrifum. AUir sem lesið hafa „Rejse pá Island“ vita, að sú Ibók er ekki til þess fallin að gefa hana út til kynningar á íslandi í öðrum löndum sem fræðslurit um ísland eða ferða mannaáróður. Til þess standa ■ mörg önnur rit um ísland miklu ? framar. En „Rejse pá Island“ er epískt listaverk í bókmennt- um sem á erindi til íslendinga sjálfra öðrum fremur vegna þeirrar glöggskyggni gestsaug ans, sem þar kemur fram. Ef nægilega góður þýðandi fengist að þessari bók væri íslenzkum lesendum mikill fengur að henni. En að gera því skóiia, að rétt væri að gefa þá bók út sem kynningarpésa um ísland á heimsmálum sýnir aðeins þá botnlausu heimsku, sem ræður otfstæfeisskrifum Mbl. gegn Menningarsjóði og útgáfu hans. Er furðulegt, ef þar er að vcrki sá ritstjóri blaðsins, sem varasæti á í Menntamálaráði. Smygl Alþýðublaðið ritar uin smyglmálið í gær og segir m. a.: „Yfirvöld toll- og dómsmála hafa enn einu sinni valið þann kost að segja lítið sem ekkert frá málinu opinberlega. Verður að virða til betri vegar, þótt vangaveltur blaða og almenn ings séu miklar, því varla er ætlunin að þagga málið niður. | Nokkur atriði virðast flestir | vera sammála um, en þau eru ’ þessi: 1) Enginn trúir því, að þetta sé í fyrsta sinn, sem smygl er reynt í stórum stíl. Hefur það tekizt oft áður? Er rétt, að áfengi og annarri smygl vöru sé komið á land í bílförm um? 2) Það vekur athygli, að farmur skipanna liefur verið rannsakaður. Þetta styður þann grun manna, að smyglvarning ur sé ekki aðeins borinn á Iand að næturlagi, heldur skip að upp úr lestum sem hverju öðru góssi og einhvern veginn komið til skila án þess að toll yfirvöld verði þess vör. 3) Allir virðast sammála um að í Langjökulsmálinu nægi ekki að dæma nokkra óbreytta skipsmenn, heldur verið að rannsaka málið bctur og komast fyrir rætur þess. Vaknar þá fyrst sú spurniug, hvaðan sjó menn hafi svo mikið fé, sem þarf til að kaupa góssið. Hér er sýnilega um mikið gjaldeyr issvikamál að ræða auk smygls ins.“ Bíðum og sjáum. Ennfremur segir Alþýðublað ið: „Allt bendir til, að hér sé Framhaid a bls 14 I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.