Tíminn - 19.08.1965, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 19. ágúst 1965
N
n
49
sem minjagripir, og þeir voru ótrúlega fljótir að fyllast.
Einhver hermaður átti það til, að kasta kæruleysislega frá
sér dagblaði ofan á logandi stubbana — og við vissum ekki
fyrri til en allt logaði. Við Mary vorum á stöðugum hlaupum
við að tæma bakkana, en við höfðum samt aldrei undan.
Um leið og sjötta herbergið var komið í lag, var kominn timi
til þess að byrja aftur í því fyrsta. Alltaf þurfti eitthvað að
gera við blöð og tímarit, því væri ekkert aðhafst um stund,
var allt orðið furðu ruslaralegt í herbergjunum á stuttum
tíma. Við höfðum fá borð undir tímaritin og engar venjuleg-
ar blaðagrindur fyrir dagblöð. Af þessu leiddi, að við
sáum fljótt, að okkur nægði ekki að hafa einn hjálparmann,
til þess að hægt væri að halda húsinu hreinu og heimilis-
legu. Það leið langur tími þangað til við fengum annan mann
til hjálpar, og þangað til urðum við að læra að komast af
án hans. Það voru sannarlega smáhlutirnir, sem skiptu máli.
Vegna töluverðrar kænsku tókst okkur að fá kaffi lagað í
nærliggjandi hereldhúsi. Tvisvar á dag, síðdegis og á kvöld-
in, framreiddum við fjörutíu potta af „bezta kaffi, sem hægt
var að fá á íslandi.11
Þátttaka í heimilisstarfseminni tvöfaldaðist allt í einu
og augljóst var, að mikið lof hafði verið borið á kaffitíma
þessa bæði meðal bandarískra og brezkra hermanna. Tvær
langar biðraðir hennanna úr öllum deildum hersins 9g af báð
um þjóðernum röðuðu sér upp og fengu kaffi, og röðuðu sér
upp í annað skipti til þess að fá annan bolla og meiri
kökur, ef eitthvað var þá eftir af þeim. Reyndar var kaffi-
tíminn ekki lengur orðinn einn klukkutími, því á skemmri
tíma en tíu mínútum hafði hver einasti dropi af þessum
fjörutíu lítrum okkar horfið eins og dögg fyrir sólu og af
þeim átta hundruð kökubitum, sem til höfðu verið í upphafi
sást nú ekki tangur eða tetur. Eftir venjunni varð þetta upp
haf að meiri vandræðum: Bandarísku hermennirnir gátu
ekki alltaf verið komnir nógu tímanlega til þess að fá sinn
skerf af hressingunni, og við þetta bættist, að brezku her-
ðiennirnir voru fljótlega orðnir í meirihluta. Aðsókn Bret-
anna jókst. Áður en langt leið var heimilið okkar búið að
fá á sig svip brezks hermannaklúbbs, og við fórum að taka
eftir því, að margir bandarískir hermann litu inn fyrir, sáu
hvergi auðan stól og sneru hnuggnir í burtu, og létu ekki
sjá sig aftur.
Venjulegur bandarískur hermaður sér ekki eftir því, að
deila hlutunum með öðrum, sem minna hefur en hann sjálf-
ur. Hann fær nóg að borða, svo við liggur að hann sé ofalinn,
og herinn lítur því helzt út fyrir að vera bezt búni og bezt
aldi herinn í öllum heiminum. Hinn einstaki hermaður veit
þetta, og eftir að hann hefur kynnzt aðstæðunum, sem aðrir
herir eiga við að búa, þá er hann vissulega fús að deila með
öðrum. Ég veit með vissu, að ekki einn einasti maður var
reiður vegna þess að brezku gestirnir fengu mest af kaffinu
og kókinu, sem fram var borið. — Þeir eru hungraðir,
vesalings ræflamir, látum þá fá þetta, var venjulega athuga-
semdin, en hvert gátu bandarísku hermennimir farið til
þess að hafa ofan af fyrir sér, ef þeirra eigið heimili var yfir-
fullt öllum stundum? Það lá í augum uppi, að við vorum
að reyna að sjá of mörgum herjum farboða, þegar við höfð-
um ekki aðstæður til þess að fullnægja einum. Samt var
ekkert, sem við gátum gert, því félagsskapur okkar fer ekki
í manngreinarálit, og þjónar öllum jafnt, án takmarkana eða
hindrana. Slíkur mannkærleikur ætlaði alls ekki að geta
gengið: Við vorum í þann veginn að bíða ósigur fyrir sjálf-
um okkur, því mennimir, sem við áttum að þjóna höfðu
ekki not af þjónustu okkar.
Ástandið var að verða mjög alvarlegt, þegar Bretarnir
sjálfir komu okkur til hjálpar. Ástandið, sögðu þeir, var
mjög óþægilegt, og kom óréttlátlega niður á mönnum okkar,
þar sem þeir gátu ekki komið inn í klúbba Bretanna, né
inn á Hjálpræðishershúsið, án þess að vera í fylgd með brezk-
um hermanni. Þar af leiðandi gáfu brezku heryfirvöldin út
skipun þar sem kveðið var á um, að Bretar mættu ekki koma
inn á heimiilið nema í fylgd með Bandaríkjamanni.
Þessar tímabæru aðgerðir fylltu hugi okkár Mary íeigin-
leika, en um leið eftirsjá, því við áttum orðið marga vini
meðal brezku gestanna. Þeir höfðu mjög gaman af tóniist
og sungu mikið, og við söknuðum góðra rádda þeirra í söng
okkar.
Ég sá sérstaklega eftir háum, toginleitum, tannlausum,
gömlum liðsþjálfa, sem hafði lagt það í vana sinn, að koma
stundvíslega klukkan þrjú dag hvern, svolgra í sig bolla af
kaffi og borða einn kleinuhring, og safna síðan í miklum
flýti saman hverjum bakkanum á fætur öðrum af óhreinum
bollum. Hann þvoði þá og kom með þá aftur að framreiðslu-
borðinu, áður en örskot var liðið. Strax og kaffitíminn var
liðinn og allt var komið í lag aftur, fór hann. Á meðan
Rest best koddar
Endurnýjum gömlu sængurnar
Eigum dún- og fiðurheld ver.
æðardúns. og gæsadúnssængur
og kodda af vmsum stærðum
— PÓSTSENDUM —
Dún- og
fiðurhreinsun
Vatnsstig 8 — Simi 18740
(Örfá skref frá Laugavegi)
að fara í símann og velja númerið
hans. Hann hafði flutzt frá Boston
og átti nú heima hérna í New
York líka. Hjarta hennar barðist
í ofvæni, er hún hugsaði til þess
hve lítið þyrfti til þess að hún
heyrði á ný letilega mjúka mál-
róminn hans.
Hvað átti hún að segja við hann?
Hvað hafði hún við hann að tala?
Hvernig. sem hún lygi að honum,
mundi hann skilja allt. Hann
mundi aðeins líta á hana og segja:
— Þú ert ekki hamingjusöm, elsk-
an mín. Og þá væri henni um
megn að halda áfram að hræsna.
Montv vissi alltaí svo mikið um
hana Allt of mikið. '
Hún fór í síðan, rauðan kjól.
Við þann lit ber meira á eirrauða
gliáanum á hárinu á henni og
g’il'g’jáinn kom betur fram í aug-
um hennar. Þegar hún leit í speg-
ilinn sá hún að hún var mjög föl,
en hún var fljót að koma lit í
k1 >.-nar og eyða dökku skugg-
unum undir augunum. en hún
fegraði sig af gömlum vana en
ekki af því að hún hefði ánægju
af því. Hana langaði í rauninni
ekkert til að fara í þennan al-
ræmda náttklúbb. Hún var orðin
leið á öl'lu þess konar.
í dagstofunni stóð stór kokkteil-
hristir úr silfri á lágu borði, og á
borðinu stóðu einnig skálar með
ólívum, franskar kartöflur, litlar
kexkökur og saltmöndlur.
Ray sveif gegnum stofuna eins
og rauður logi. Allt var tilbúið —
allt var í lagi. Hún átti von á tíu
gestum. Tíu gestum, sem hún
hafði ekkert gaman af. Var það
ekki hlægilegt að bjóða heim gest
um, sem maður kærði sig ekkert
um, og láta þá bjóða sér heim.
Það var svo tilgangslaust. En líf
ið var líklega svona.
Síðustu gestirnir voru kommr
klukkan átta. Þeir stóðu og voru
að tala saman, og ekki varð bet„r
séð en að þeim hundleiddist öli-
um. Druce einn var ókominn.
Enginn gestanna saknaði haas eða
spurði eftir honum.
Druce kom, þegar fólkið átti að
fara að borða. Hann varð hissa
þegar hann kom inn í dagstof ma.
Svo gekk hann beint til Ray og;
nam staðar hjá henni. — Ég viss: j
ekki, að þú ætlaðir að hafa sam-:
kvæmi í kvöld, sagði hann þurr-
lega. ■ • ;
Hún hallaði sér upp að vegg j
með vindling í hendinni. Reigði í
höfuðið aftur og blés frá sér blá-j
um strók. Hún var glæsileg kona I
og vissi að kjóllinn fór henni!
mjög vel.
— Vissirðu það ekki? sagði úhn ;
kæruieysislega. — Þá hef ég lík-
lega gleymt að minnast á það við
þig-
— Já, auðsjáanlega, sagði hann
með þyrkingi.
Samtalið kringum þau var þagn
að. Allir reyndu að heyra hvað
hjónunum fór á milli: Gestirnir
vissu allir, að sambúðin á heimil-
inu var talsvert stirð á köflum.
— Þú verður að afsaka, góði
mínn, sagði Ray í léttum tón, en
er
inni.
— Elg hef því miður engan tíma
til að skipta um föt, tautaði hann.
— Það gerir ekkert til, sagði
Ray háðslega. — Þu ert svo mynd
arlegur eins og þú ert, eiskan.
Nú skríkti einhver og þá fauk í
Druce. Hann roðnaði. — Þegar ég
lít í kringum mig, finnst mér eigin
lega gott, að ég er öðruvsi en
allir hinir, sagði hann.
— Já, góði minn! Rödd Ray var
köld og ekki iaust við yfirlæti í
henni. — Ef api villtist hingað
inn, mundi honum óefað finnast
við vera óumræðilega hlægileg.
Nú skellihlógu allir eins og hún
hefði sagt eitthvað afar fyndið.
En meðan hláturinn glumdi, stalst
fólkið til að gjóta augunum hvert
til annars, eins og það vildi segja:
— Sú þykir mér gefa honum á
baukinn. En hajin hefur gott af
því. Hann er af lágum ættum. svo
að hún hefur eflaust tekið honum
\ egna peninganna
aði, en í stað þess að finna sigur-
gleðina, sem hún hafði búizt við,
varð hún allt í einu fok-
reið. Hvernig dirfðist þetta fólk
að hafa Druce í flimtingum og
stinga saman nefjum um hann?
Druce var fimmtíu sinnum meira
virði en allur þessi hópur saman-
lagt. En hvað gekk eiginlega að
henni? Hún vissi vel frá fornu
fari, að hún hafði sjálf gaman af
að sýna Druce lítilsvirðingu, en
varð svö fokreið þegar aðrir
gerðu það. Hún hafði ástæðu til
þess. Hún hafði heitstrengt að
hefna sín á honum. En þessar
landeyður og tildurrósir höfðu
enga ástæðu til þess!
Hún hafði beyg af þessum hugs-
unum sínum, og þessi beygur hélt
henni í skefjum meðan setið var
yfir borðum. Það væri hræðilegt,
ef hún gugnaði og yrði fyrri til
að láta undan! En þessi beygur
knúði hana til að storka Druce
enn meir, og draga dár að hon-
um. Glósurnar flugu með misk-
unnarlausri stundvísi yfir borðið
— yfir slípaðan krystal og ilmandi
blóm. Druce sat beint á móti
henni. Grófu tveedfötin hans voru
í einkennilegu ósamræmi við öll
kjólfötin og samkvæmiskjólana í
kring. Og tal hans stakk mjög í
stíúf við innantómt orðagjálfur
allra hinna. Ray talaði um allt
og alla, en henni var óglatt undir
niðri.
i Loks var máltíðinni lokið. Ray
j fannst hún. hafa staðið yfir
i óratíma. Hún var óeirin og hrædd.
Hún vildi ekki sitja kyrr, en vissi
hún ætti að gera í stað-
Kaffi með líkjör var drukkið
. inni 1 dagstofunni og samtalið
’ gekk létt og hindrunarlaust. En
• óþolnin i Ray ágerðist.
j Hún trítlaði eirðarlaus fram og
aftur á mjúkri gólfábreiðunni, á
hælaháum gullskónum. Sagði nokk
ur orð við Pétur og Pál. Gestirn-
ir hlógu kurteislega, þó ekkert
væri til að hlæja að. Druce hafði
farið inn í bókaherbergið eftir
; borðhaldið. — Gott að losna við
ihann, hugsaði hún með sér. En
' samt var hún einmana, þegar hann
var ekki nærri. \
’ Maður getur vanizt öllu, hversu
leiðinlegir sem þeir eru og hversu
illa sem maður kann við þá, hugs
aði 1 ún með sér. Hún rétti upp
hvíta höndina með rauðmáluðum
nögium. — Eigum við ekki að
fara í „Köngulóna“ strax, eða hvað
finnst ykkur?
Tillögunni var fagnað með
hrifningu og Ray hljóp upp í her-
bergið sitt til að ná í kvöldkáp-
1 una.