Tíminn - 19.08.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.08.1965, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 19. ágúst 1965 5 Útgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN Frarakvæn>dast.ión: Kristján Benediktsson tíitstjórar Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson Jón Helgason og IndriSi G Þontceinsson Fulltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Aug lýsingastj.: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur i Eddu húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti 7 Af greiðslusimi 12323 Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Askriftargjald kr 90.00 á mán mnanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f Er starf Menningar- rjóðs kommúnismi? Stul'nun Menningarsjóðs og menningarstarf hans er gildur þáttur í menningarsókn þjóðarinnar á síðustu áratugum, og margt væri verr farið, ef starfsemi Menn- ingarsjóðs hefði ekki notið við. Síðustu árin hefur Mbl. haldið uppi undarlegum áróðri gegn þessari menningar- stofnun, en þó keyrir um þverbak í forystugrein blaðs- ins í gær. Hún hefst á þessa leið: „Menningarsjóður er ein af skrautfjöðrum hins opin- bera. Hann hefur vafalaust átt sér einhvern rétt á sínum tíma og unnið þarft verk með útgáfu ýmissa þeirra rita, sem hann hefur ráðizt í. Þó eru fæstir, sem sjá kost á því nú, að íslenzka ríkið standi beinlínis að útgáfustarfsemi. Slík útgáfustarfsemi á yfirleitt ekki rétt á sér og tíðkast ekki nema í kommúnistaríkjunum“. Nú jafnar Mbl. starfi Menningarsjóðs við kommúnisma! Menningarsjóður hóf útgáfu valinna rita 1 heimilis- bókasafn á undan öðrum og hafði þannig forgöngu fyr- ir þeim bókafélögum, sem síðar komu. Á síðari árum hefur Menningarsjóður snúið sér æ meira að útgáfu rita, sem brýnt er að fá út gefin, en eru öðrum útgáfum erfiðar í vöfum, svo sem orðabók- um, fræðiritum og sérútgáfum valinna skáldrita. En augljóst má verá, að Menningarsjóður getur ekki skyndilega svikið þá 6—7 þúsund áskrifendur almennra bóka, sem hann aflaði sér með útgáfunni upp- haflega og hlýtur því að gegna skyldum við þetta fólk. Vegna þeirra ummæla Mbl., að síður sé þörf fyrir starf Menningarsjóðs nú en áður, verður að spyrja, hvað hafi breytzt og minna um leið á, hve starfsemi Menningarsjóðs er margþætt. Og að endingu: Vill Mbl. leggja Menningarsjóð niður og halda fast við það álit sitt, að hann sé kommúnistísk stofnun? ,,Víðsýni“ Mbl. Það fór ekki svo, að Mbl, þyrfti ekki að væna Eystein Jónsson um að vera snúinn til kommúnisma fyrir að þiggja boð um að heimsækja Búlgaríu! Ekkert er mikils- verðara fyrir stjórnmálamann en að geta kynnt sér mál af eigin raun og ekkert er mikilvægara fyrir 'bætta sam búð ríkja en aukin kynni. Á síðustu árum hefur skilning ur á mikilfvægi þessa vaxið og stjórnmálamenn hafa lagt sig fram um það að kynnast öðrum þjóðum aí eigin raun og t. d. hafa vestrænir stjórnmálamenn gert sér sérstakt far um að heimsækja Austur-Evrópuríkin. — Sú árátta ofstækismanna, að telja það jafngilda því að selja kommúnismanum sálu sína að heimsækja kommúnista- ríkin, virðist hvergi eiga sér greiða braut lengur nema á síðum Morgunblaðsins á íslandi. Vekur þetta ugg um að vissir menn í Sjálfstæðisflokknum telji sig handgengna valdamönnum þeirra ríkja, sem þeir einkum heimsækja, því margur heldur mig sig. Vonandi er þetta ofstæki ekki mjög almennt í Sjálfstæðisflokknum þótt það eigi greiðan aðgang að Mbl. Eerðir íslenzkra ráðherra til kommúnista ríkjanna á síðustu árum benda og til. að hér sé um til- tölulega fámennan hóp þröngsýnna ofstáek.smanna að ræða. Emil Jónsson er nýkominn heim úr rieimsókn til Moskvu. Gylfi Þ Gíslason heimsóttí Kína n° átti 'HfSræð ur við valdamenn þar svo nær’iek ■tmmi en aelnd Og Ingólfur er sagður hyggja á Rúmeniuierð. James Reston: berst nú á tvennum vísstðövum RIKISSTJ ORN Bandaríkj- anna berst af ákefð á tvenn um vígstöðum. Hún reynír að hrinda hernaðarárásum Viet Cong í Vietnam og jafnframt reynir hún að vinna bug á stjómmálaárásunum hér heima á stefnu hennar í Viet n am-styrj öldinni. Forsetinn gerir loftárásir á andstæðingana engu síður hér heima fyrír en á vígstöðvun um í Vietnam. Þessa dagana er hann oftar í sjónvarpinu en Walter Cronkite og Rusk ut anríkisráðherra og McNam ara landvamaráðherra eru svo önnum kafnir við að verja ástandið í suð-austur Asíu, að að þeir hafa naumast nokk um tíma aflögu til Þess að velta fyrir sér hugsanlegum leiðum út úr ógöngunum. JOHNSON forseta vegnar betur á heímavígstöðvunum en í Vietnam. Hann hefir boðið öllum þingmönnunum til Hvíta hússins til þess að sérfræðing ar hans gætu gefið þeim ; skýrslu svo og öllum fylkis- stjórunum. Hann hefir lýst eftir spumingum og ínnt þá hvem og einn eftir tillögum um aðra stefnu en fylg.t er. Við þeirri spumingu hefir hann aldrei fengið annað svar en óþægilega þögn. Þá hefir forsetínn einnig boð ið til sín öllum helztu leið- togum Republikanaflokksins til þess að heiðra minningu Herberts Hoover. Hann hefir kvatt hinn kunna republikana Henry Cabot Lodge til Saígon- farar á ný sem sérstakan sendi fulltrúa sinn og hrósað repu- blikönum fyrir stuðning þeirra við stefnu hans innan ríkismálum. Enn hefir forsetinn tilnefnt menn í ýmsar stöður, t. d. Arth ur Gardnes heilbrígðis og menntamálaráðherra, Arthur Goldberg fastafulltrúa hjá Sameinuðu Þjóðunum, Abe Fortas dómara við hæstarétt og Bill Moyers blaðafulltrúa í Hvítahúsinu. Þessi síðast- nefnda stöðuveiting er sér- lega ánægjuleg fyrir þá öflugu hópa stjórnmálamanna, mennta manna og kirkjuleiðtoga, sem hafa hneigzt til gagnrýni á stefnu forsetans í málum Viet nam. FORSETANUM hættir til að fyrtast persónulega við þá þingmenn, háskólamenn, blaða menn og fulltrúa vestrænna samtaka, sem efast um rétt- mæti ákvarðana hans gagnvart Vietnam og tortryggja tilraun ir hans til að ná sómasamlegu samkomulagi. Engu að síður hefir hann lagt sig fram um að ná tH þessarra aðila, skýra tilgang sinn fyrir þeim og á- vinna sér hlutleysi þeirra ef mögulegt væri. Sem dæmi má nefna, að forsetinn hefir að undanförnu ve’ið að leyna að koma á nán- i i oersónulegum kynnum Spurnarsvipur á Johnson forseta. milli sín og sendiherra er- lendra ríkja í Washington. Sam band þeirra við Hvítahúsið hef ir ekki verið náið í forsetatíð Johnsons, hvergi nærri eins náið og það var, meðan Kenn edy fór með völd. Þeir hafa satt að segja verið undrandi og uggandi yfir aðferðum for setans í stjórnmálum og upp lýsingastarfsemi. Ýmsir þeirra hafa tilkynnt ríkisstjórnum sinna heimalanda orðasveim þessarrar málugu borgar um óþreyju forsetans og mislyndi. Þetta gremst forsetanum einníg, en hann virðist ákveð inn í að leiðrétta þennan mis skilning. Af þessum sökum hef ir hann að undanförnu boðið sumum hinna helztu, erlendu sendiherra til hvers kvöldverð arins af öðrum. Hann hefir jafnvel boðið þeim að vera viðstöddum formlega staðfest ingu hans á lögum um kosn- ingarétt og lögum um heilbrigð iseftirlit. Sendiherrarnir hafa sumir hverjir varia kunnað við þetta, enda er það andstætt þeírir reglu, sem gilt hefir, að erlendir sendiherrar ættu ekki að hafa nein afskipti af inn lendum málum. TILGANGUR alls þessa er mjög augljós. Forsetinn telur þá stefnu sína rétta að beita takmörkuðu valdi í takmörk uðu augnamiði í Vietnam, en hann telur stefnu sína við- kvæma fyrír árásum, bæði Þeirra, sem vilja að hann leggi minna í hættu en hann gerir, og eins hinna, sem vilja að hann hætti meiru. í samræmi við þessa skoðun sína reynir forsetinn að eyða — eða að minnsta kosti að draga úr — andstöðunni, bæði innan lands og meðal hinna vestrænu samtaka. Við þetta reynir hann að beita þeim persónulegu og pólitísku að- ferðum, sem hann lærði og þjálfaði meðan hann var þing maður fulltrúadeildar, öldunga deildarþíngmaður, þingleiðtogi meirihlutans og varaforseti. En hvað sem þessu líður er vandinn í Vietnam mikilvæg ari en samskiptin við repu- bhkanana, menntamennina og fulltrúa bandamanna. Forset ínn hefir gengið svo langt að hann verður að ná settu marki á vígvöllunum, ef honum á að vegna vel sem æðsta manni rík isins og í samtökum vestrænna ríkja. Efalaust er rétt hjá forsetan um að berjast á tveimur víg- stöðvum. Hann verður að njóta stuðnings eða að minnsta kosti samþykkis hér í Washing ton og höfuðborgum banda- manna sinna ef honum á að takast að ná árangri í barátt unni við kommúnista. Forsetinn er sannfærður um, að kommúnistar muni ekki ljá máls á að ræða heiðarlegt sam komulag í Vietnam meðan Þeir líta svo á, að voldugir aðilar í Bandaríkjunum og innan sam taka vestrænna þjóða séu á öndverðum meiði víð hann. Hann leggur því að svo komnu máli höfuðáherzluna á að fást við andstöðuna hér heima og meðal vestrænna aamtaka og þar er hann sennilega á réttri leið. En höfuðraunin, sem úr sker um pólitíska snilli hans, er enn langt undan, en það er að sannfæra valdamenn í Hanoi, ef ekki Pekíng.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.