Tíminn - 19.08.1965, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.08.1965, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 19. ágúst 1965 ÞRIÐJUDAGUR 17. ágúst. NTB—Saigon Bandarískir hermenn um- kringdu í dag 2000 manna her- lið Víetkong nálægt Chu Lai. Þetta er ein mesta hernaðarað gerð, sem Bandaríkjamenn hafa sett á svið í Víetnam. Það voru landgönguliðar í bandaríska flotanum, sem réð ust á herlið Víetkong í frum skógunum um 500 kílómetra norðaustur af Saigon Mörg hundruð skæruliðar féllu. Bandaríkjamenn réðust á fimm þorp, sem voru á valdi Víetkong. Eru þau skammt frá Vhu Lai-flugstöðinni, sem varin er af 4000 bandarískum hermönnum. Bandaríkjamenn sendu lið til árásanna bæði með þyrlum og skipum. Stjórnarherinn í Suður-Víet- nam heldur áfram sókn sinni eftir Long-dalnum, sem liggur norðan til í landinu. Hafa Víet- kong-menn haft þar bækistöðv ar árum saman. Bar.daríska herstjórnin í Saigon segir, að 1330 manns hafi fallið af liði Víetkong í síðustu viku. 215 hafa fallið af ( liðj s^ órnarhersins. Hérs erú taldir þeir 434 Víetkong- menn, sem ’ féllu í bardögun- um við Duc Co. í Saigon er sagt, að banda- rískir flugmenn, sem flogið hafa yfir Norður-Víetnam hafi fundið þrjá hálf-hreyfanlega -ddflaugaskotpalla í grennd við Hanoi. Hafa þá fundizt tiu slík ir skotpallar i Norður-Víetnam. Frá bandaríska sendiráðinu í Saigon berast þær fréttir, að Edward Lansdale, einn fremsti sérfræðingur á Vesturlöndum í skæruhernaði, ætli að að- stoða Bandaríkjamenn í barátt unni í Vietnam. Landsdale barð ist við skærulið á Filippseyjum og Víetnam á árum áður. Hann er nú hættur herþjón- fts ustu. Hann var í þrjú ár ráð tj? gjafi Ngo Dinh Diem. Stjórnarmynd- un í Aþena, NTB, míðvikudag. Konstantín Grikkjakonungur fól í dag Elias Tsirimokos að mynda stjórn í Grikklandi. Tsirimokos yfirgaf á mánudag Miðflokkasam bandið, flokk Papandreou, ásamt Stefanopolus fyrrum utanríkisráð herra. Ekki er talið víst að þeir njótí stuðnings meirihluta þingmanna. Tsirimokos mun styðjast við hina 99 hægri menn þingsins, 26 þing menn Miðflokkasambandsins, sem fylgdu Novas, er hann myndaði stjórn, eftir að Papandreou var vikið frá, og reiknað er með að 20 þingmenn fylgi þeim að auki. sáttafundur EJ-Reykjavík, miðvikudag. Sáttafundur hófst í farmanna- deilunni í kvöld kl. 9 og var hon um ólokið, þegar blaðið fór í prentun. EKA HEIMTINGU Á FRIÐI r Stokkhólmi, NTB, miðvikudag. Torsten Nilsson, utanríkisráð- FANNST ÓSJÁLF- BJARGA í HER- BERGI SSNU KJ—Reykjavík, miðvikudag. Kona á níræðisaldri fannst í dag liggjandi í herbergi sínu, matar- laus, lömuð og ósjálfbjarga, og hefur að öllum líkindum verið í þessu ástandi frá því um helg- ina. Kona þessi, sem er rúmlega áttatíu ára að aldri, bjó einsöm- ul í herbergi í Hlíðunum hér i Reykjavík. og voru nágrannar hennar farnir að undrast að hafa ekki séð hana á ferli í nokkra daga. Sást hún síðast á ferli um helgina og síðan ekki meir. Gerðu nágrannar hennar lögreglunni við vart, sem kom að konunni liggj- andi í rúmi sínu og mjög aðfram kominni. Var þegar náð í lækni .og gamla konan síðan flutt á sjúkrahús, þar sem hún liggur núna. Hún var lömuð að nokkru leyti og mun hafa fengið slag. í>að mun ekki vera einsdæmi, að gamalt fók búi eitt og sér án þess að nokkrir ættingjar þess hafi samband eða eftirlit með því, eins og um er að ræða í þessu tifelli hér að framan. Þarna voru það athugulir nágrannar, sem veittu því eftirtekt, að gamla konan var ekki á ferli og gátu náð í hjálp áður en yfir lauk. SLÍTA NIÐUR RAFLÍNUR KJ—Reykjavík, miðvikudag. Það ætlar aldrei að vera of j brýnt fyrir stjórnendum stórra i vinnuvéla að fara varlega, þegar : rafmagns- og símalínur eru ann- j ars vegar. Síðast í dag skeði það, i að kranabíll sleit niður rafmagns ; línu í Sæviðarsundi, og varð eitt i hvað af hverfinu því rafmagns- i laust á tímabili. Heldur er það I sjaldgæft, að loftlínur slitni, en j hitt var á tímabili nokkuð algengt ; að stórvirkar vinnuvélar slitu j jarðstrengi. herra Svía hélt ræðu í Stokkhólmi í dag, og sagði þar, að leiðin til lausnar á Víetnamdeilunni væri að allir aðilar hæfu samningavið ræður. Hann sagði, að Víetnam deilan hefði gert erfiðara fyrir um lausn allra annarra alþjóð- legra vandamála. Það væri engin Iausn að skipta löndum í tvo helm inga, slíkt hlyti að leiða til vandræða. Nílsson hélt Því fram, að grund völlur samningaumleitana í Víet nam væri Gentfarsamkomulagið frá 1954, en samkvæmt því er gert ráð fyrir sameiningu Suður- og Norður-Víetnam, eftir að frjáls ar kosningar hafa verið haldnar í landinu. Einnig er tekið fram, að erlend ríkí megi ekki hafa bæki stöðvar í Vietnam. Nilson sagði, að Sþ hefðu á síðari árum falið Svíum æ fleiri vandasöm verkefni í þágu sam- takanna, en þrátt fyrir hlutleysið væri Svíum skylt að láta í Ijósi skoðun sína á alþjóðlegum deilu málum og benda á leiðir til lausn ar þeim. Hann sagði, að fólkið í Víetnam ætti heimtingu á friði, sameiningu ríkjanna, sjálfstæði, félagslegu öryggi og bættum lífs kjörum. Nýtt kjöt komið r \ EJ—Reykjavík, miðvikud. Sumarslátrun er hafin og kom nýtt íslenzkt kjöt í verzlanir í dag. í gær- kvöldi auglýsti Framleiðslu ráð landbúnaðarins verð á nýja dilkakjötinu, og er það sem hér segir: Heildsöluverð kjötsins er 77.75 kr. pr. kg. Smásölu- verð á súpukjöti er kr. 99.90 kr. kjöt í heilum lærum kr. 114.10, kjöt í hryggjum kr. 117.25 og kjöt í kótelett um kr. 130.00. J FULLTRUAR FÆREYSKRA STÚDENTA í HEIMSÓKN Stúdemtaráð Iláskóla íslands bauð nýlega tveimur fulltrúum Meginfélags föroyskra studenta hingað til lands, og dvöldu þeir í boði Stúdentaráðs dagana 14. —16. ágúst s.1. Gestirnir voru Hans J. Debes, formaður Megin- félagsins, o-g Árni Olafsson, for- maður utanríkisinefndar þess. Til- gangur Stúdentaráðs með boðinu var að stuðla að auknum skilningi milli þessara tveggja stúdenta- samtaka og samvinnu þeirra að ýmsum sameiginlegum áhugamál- um. Á fundi Færeyinganna með full- trúum Stúdentaráðs og utanríkis málanefndar þess mánudaginn 16. ágúst ríkti mikill samhugur. Var samþykkt, að báðir aðilar könn- uðu möguleika á að hefja fljót- lega stúdentaskipti á milli Háskóla íslands og Fróðskaparseturs í Tórshavn, en það er nafn hins ný stofnaða vísis að færeyskum há- skóla. Yrði gert ráð fyrir. að einstakir stúdentar dveldust i 3— 4 vikur við nám í hinu landinu fyrir milligöngu stúdentasamtak anna. Þá var samþykkt að kanna möguleika á að halda færeysk- islenzkt stúdentamót e.t.v. hið fyrsta næsta sumar i sambandi við Ólafsvökuna í Færeyjum eða 17. júní-hátíðahöldin hér. Enn fremur var ákveðið, að samtökin skyldu í framtíðinni leitast við að skiptast á hagnýtum upplýsing um í ríkari mæli en verið hefur í sambandi við þennan fund Stúdentaráði að gjöf færeyskan borðfána frá félagi sínu. Á sunnudaginn var færeysku gestunum boðið til Þingvalla, Geysis og Gullfoss. Daginn eftir áttu þeir viðræður við rektor Há skóla fslands, próf. Ármann Snæ- varr. Þá var þeim boðið að skoða íslenzka útvarpið, en annar þeirra vinnur einmitt við færeyska út- varpið í sumar. í heild var koma hinna færeysku gesta mjög á- nægjuleg og allur árangur við- ræðna einkar jákvæður. Þess má að lokum geta, að Stúdentaráð hefur sent Stúdentahandbókina, sem það gaf út í fyrra, að gjöf til allra þeirra, sem taka stúd- entspróf í Færeyjum að ári, til kynningar á kennsluháttum við Háskóla íslands, en fáir Færey- ingar hafa verið hér við háskóla- nám undanfarið. (Frá Stúdentaráði Háskóla ísl.) A myndinni eru, talið frá vinstri: Sigurður Björnsson, yfirmaður utanríkismála í Stúdentaráði, Ánni Olafsson, form. utanríkis- nefndar færeysku stúdentasamtak- anna, Hans J. Debes, form. Megin félags færeyskra stúdenta og Helgi Guðmundsson, formaður utanríkismálanefndar Stúdenta- ráðs Háskóla íslands. Myndin er tekin í herbergi Stúdentaráðs. ir sökk en Mót norrænna Stór- mannbjörg varð kaupmanna í Rvík EJ-Reykjavík, þriðjudag. Dagana 6-9. september n.k. verð ur háð ráðstefna norrænna stór- kaupmanna hér í Reykjavík, og verða þar rædd ýmis hagsmuna- mál stórkaupmanna og viðkom- andi landa. í frétt frá Félagi ísl. stórkaupmanna í dag segir m. a.: Ráðstefnur þessar hafa verið haldnar á tveggja og þriggja ára fresti síðan árið IS'58, en þá var ráðstefnan haldin í Kaupmanna- höfn, 1960 í Helsingfors, 1962 i Stokkhólmi og nú hér í Reykja vík. Félag íslenzkra stórkaupmanna gerðist aðili að samtökum hinna norrænu stórkaupmannafélaga 1962. Þótt hin Norðurlöndin séu kom- in nokkuð lengra en við á íslandi, hvað snertir þróun og hagræðingu í verzlunarmálum, höfum við not ið ómetanlegs gagns af samvinnu við hin stórkaupmannafélögin. ísland er þó eina landið á Norð urlöndum, sem enn býr við ströng verðlagsákvæði, sem löngu hafa verið afnumin á hinum Norður- löndunum. Þó mun vera nokkur vísir af verðlagseftirliti i Finn- landi og Noregi, þótt verðlags- ákvæði hafi verið afnumin þar með öllu. Þróunin hefur verið nokkur ner á landi i sambandi við hagræðing armál og vörudreifingu síðan 1960. en það ár var mikill hluti af inn- flutningi landsmanna gefinn frjáls. Má nú segja, að um 80% Framhald á 14. síðu | MB-Reykjavík, miðvikudag. Vélbáturinn Hilniir, KE 17, jsökk í nótt á heiinleiö úr róðri. i Áhöfnin, sex menn, komst í gúm- | björgunarbátinn og var bjargað | þaðan um það bil klukkustund j síðar. Blaðið átti í dag tal við Bald ur Júlíusson, skipstjóra og eig anda bátsins og sagðist honum svo frá: — Við höfum undanfarið verið á handfæraveiðum á útilegu. Við vorum í gærkvöldi á heimleið úr róðri og höfðum siglt í um það bil klukkustund frá Eldeyjarboða í stefnu á Garðsskaga, þegar við urðum varir við það, að mikill leki var kominn að bátnum. Sjó lag var þá > allslæmt, en veður sæmilegt Við kölluðum á nálæga báta og fengum svar frá einum, sem var í um það 10 mílna fjar- lægð frá okkur. í nálega klukku stund stóðum við í austri og við dælur. ah bað var áransurxlanst na klukkan 23.35 fóru mvið svo í björgunarbátinn og tíu mínútum síðar var báturinn sokkinn. — Um það bil klukkustund síð ar kom vélbáturinn Freyja úr Sandgerði til okkar og tók okkur upp. Skipverjar þar heyrðu ekki út köll okkaT, en sáu neyðarblys in, sem við skutum upp áður en við fórum í gúmbátinn. Fleiri bátar, sem voru þarna á humar svæðinu sáu blys okkar, en þessi varð sem sagt fyrstur á vettvang. — Og það hefur engum orðið meint af volkinu? — Nei, gúmbáturinn reyndist á alla staði vel, en menn blotnuðu vitanlega. Þar sem við vorum á útilegu vorum við með fatnað og ýmislegt dót um borð og urðu menn því fyrir tilfinnanlegu tjóni. Vélbáturinn Hilmir var 18 tonn, smíðaður 1934. Baldur Júl- íusson hafði átt hann í ellefu ár beear óhaDnið varð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.