Morgunblaðið - 24.11.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.11.1983, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983 flfaKgtntliIfiMfr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, simi 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 20 kr. eintakiö. Þjóðskáld kvatt Því skáld af guðs náð þeim einum er unnt að vera, sem átthaga sína og land sitt í hjartanu bera. Þannig orti Tómas Guðmundsson í ljóðinu Á meðal skáld- fugla í síðustu ljóðabók sinni. Hann hverfur þar aftur til bernskustöðvanna við Sog og ræðir við skáldfuglana þar. Tómas bar átthaga sína, land sitt og borg í hjartanu enda kveðjum við þjóðskáld í dag þegar hann er til grafar borinn. Aðrir ræða um skáldið Tómas Guðmundsson hér í blaðinu í dag en á þessum stað skal þess sérstaklega minnst hve fastur hann stóð fyrir sem talsmaður andlegs frelsis og andstæðing- ur ofríkis í hvaða mynd sem það birtist. Var Tómas Guð- mundsson í forystusveit borgaralegra rithöfunda og um ára- bil formaður útgáfuráðs Almenna bókafélagsins sem stofnað var á sínum tíma til mótvægis við áhrif einræðisafla marx- ismans í bókmenntalífi þjóðarinnar. Fyrir fáeinum árum gaf Almenna bókafélagið út ritsafn Tómasar Guðmundssonar í tíu bindum. Þar er meðal annars að finna nokkrar ritsmíðar hans um pólitísk málefni. Um þær segir Tómas í eftirmála: „Ég hef alltaf litið á það sem hina mestu ógæfu, sem nokkurn mann geti hent, að skorta einurð og kjark til að kannast við þær skoðanir, sem koma heim við sannfæringu hans, og ekki veit ég heldur dæmi þess, að nokkur hafi til lengdar harmað það að hafa reynst sannfær- ingu sinni trúr.“ Eins og þessi ummæli gefa til kynna þurfti enginn að fara í grafgötur um skoðanir Tómasar Guðmundssonar á þjóðfé- lagsmálum. Á sínum tíma var hann í hópi lögskilnaðarmanna sem vildu fara sér hægt í sambandsslitunum við Dani. Hikaði hann ekki við að lýsa skoðunum sínum í því máli með einörð- um og rökföstum hætti en tók síðan fullan þátt í gleði þjóðar- innar við stofnun lýðveldis 1944 eins og aðrir skoðanabræður hans. Ættjarðarljóð Tómasar lýsa óbifanlegum trúnaði við landið, þjóðina, söguna og tunguna og trú á að sá sem öllu stýrir muni leyfa okkur að búa við blessun sína um langa framtíð. Er þetta þráðurinn í hátíðarljóðinu sem hann orti að beiðni Þjóðhátíðarnefndar 1974 og las á ógleymanlegri stundu á Þingvöllum á 1100 ára afmæli íslandsbyggðar. í ræðu á stúdentafundi í ársbyrjun 1950 sagði Tómas Guð- mundsson: „Hins vegar fer það ekki á milli mála, að á vorum tímum er komin til sögunnar ný hætta, sem enn er ekki vitað, hvort heimsmenningin fær staðist. Sú hætta er hvarvetna nálæg, þar sem aðstaða er fengin til að sveigja allt andlegt líf heilla þjóða undir ok friðheilags og óskeikuls hugmyndakerf- is, sem viðurkennir engan annan mælikvarða á persónuverð- mæti einstaklingsins en nytjagildi hans fyrir það ríkisvald, sem svo ráðstafar honum að geðþótta sínum. Það voru fyrst og fremst nasistaríkin, sem opnuðu augu lýðræðisþjóðanna fyrir þessari andlegu þrælkun, en þó að þau séu nú flest að velli lögð, þá hvílir samt enn skuggi hinnar sömu hættu yfir heiminum eins og mara. Munurinn er sá einn, að í þetta sinn leita menn grun sínum staðar í hugmyndakerfi þeirra ríkja, sem nú hafa tekið upp höfuðbaráttuna við lýðræðið. Ég vona, að ég geri engu ríki rangt til, þó að ég gangi út frá því sem gefnu, að þar eins og í fleiri efnum hafi Sovét-Rússland forystuna." Sagan sýnir að Tómas Guðmundsson gerði engu ríki rangt til með því að beina gagnrýninni á Sovétríkin. Hiklaus af- staða hans gegn þeim sem gengu erinda heimskommúnism- ans hér á landi og erlendis er enn til marks um sanna og fölskvalausa ættjarðarást Tómasar Guðmundssonar. Morgunblaðið þakkar Tómasi Guðmundssyni samfylgdina, ómetanlegan stuðning hans fyrr og síðar og fagnar því að hafa fengið að eiga samleið með honum í trúnni á að aðeins frjáls andleg samskipti verði mannkyninu til blessunar. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983 29 Heimsókn forseta íslands til Portúgals lokið: „Portúgalir hafa tekið á móti okkur af miklum höföingsskap“ Símamynd AP. Jose Luis Nunes, einn af forsetum portúgalska þingsins, sýnir Vigdísi Finnbogadóttur forseta og Geir Hallgrímssyni utanríkisráðherra þingbygginguna. Borgarstjóri Lissabon, Nuno Krus Abecassis, afhendir Vig- dísi borgarlykla. Á myndinni eru ennfremur utanríkisráó- herrahjónin Geir Hallgrímsson og Erna Finnsdóttir og Ingvi Yngvason ráðuneytisstjóri. — sagði Vigdís Finnbogadóttir í lok heimsóknarinnar LLssabon, 23. nóvember, frá Hirti Gísla- syni blaóamanni Morgunblaósins. „ÞESSI FÖR hefur verið ákaflega ánægjuleg, enda hafa Portúgalir tekið á móti okkur af miklum höfðingsskap. Það sem mér hefur komið mest á óvart hér, er að ég var gerð að heið- ursborgara Lissabonborgar og afhent- ur gylltur lykill að borgarhliðunum og silfurslegið skip, sem er tákn borgar- innar og jafnframt landkönnuðanna og landafundanna miklu. Samkvæmt þessu verða borgarhlið Lissabonborg- ar aldrei lokuð fyrir íslendingum," sagöi Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, er blaðamaður Morgunblaös- ins ræddi við hana í Qualus-höllinni í dag. Vigdís sagði ennfremur, að boð eins og það sem hún hefði nú þegið frá Eanes, forseta Portúgals, bæri skilyrðislaust að þiggja. Þetta væri sem útrétt vinarhönd og því oftar sem boð sem þessi væru þegin, gerði hún sér betur grein fyrir því hve mikilvægt er að þiggja þau. Með þessu væri verið að styrkja vina- bönd og í framhaldi þess stæðu vin- ir saman. Vinátta þessara tveggja Atlantshafsþjóða væri mjög nauð- synleg og ekki síst væri okkur nauðsynleg vinátta við Portúgali vegna þess hve mikil viðskipti við hefðum átt við þá á undanförnum árum. Þó þjóðirnar þekktust lítið, ættu þær margt sameiginlegt. Báð- ar þjóðirnar væru fiskveiðiþjóðir og í hvaða þjóðfélagi sem sæfarinn byggi, væri hann ætíð hetja. Vigdís sagði ennfremur að hún teldi engan vafa á því að þessi heim- sókn hefði haft jákvæð áhrif og því væri betur af stað farið, en heima setið. Islensku gestirnir hefðu allir gert sitt besta til að kynna Island og Islendinga og hún teldi að það hefði tekist vel að styrkja vináttu og viðskiptasamband þjóðanna. I dag heimsótti Vigdís þjóðþingið, þar sem varaforseti þingsins tók á móti henni og kynnti hana m.a. fyrir þingfulltrúum og sýndi henni húsakynni. I ræðu, sem Vigdís hélt við það tilefni kynnti hún sögu ís- lendinga, sagði frá stofnun Alþingis og skýrði frá stjórnarskrá landsins. Vigdís færði portúgalska þjóðþing- inu Skarðsbók að gjöf, en þáði sjálf portúgalskan postulínsvasa. Að því loknu snæddi forsetinn hádegisverð með forsætisráðherra Portúgals, Mario Soares, en síðan heimsótti forsetinn Gulbenkiam-stofnunina, sem m.a. styrkir listir og heilbrigð- ismál. Þar tók á móti forsetanum aðalforstjóri stofnunarinnar svo og Victor Samachado, einn af fram- kvæmdastjórum stofnunarinnar og kona hans, sem er íslensk og heitir Kerstin. Var Vigdísi færð að gjöf portúgölsk postulínsskái, en síðan var henni kynnt stofnunin og þau listaverk sem hún hefur að geyma. I kvöld heldur forsetinn veislu til heiðurs forseta Portúgals, Eanes og verða þar m.a. staddir helstu emb- ættismenn Portúgals svo og helstu viðskiptaaðilar íslands. I veislunni mun forsetinn vera í íslenskum skautbúningi. Með þessari veislu, lýkur opinberri heimsókn forsetans til Portúgals en á morgun heldur hún áleiðis til V-Berlínar, þar sem hún opnar íslandskynningu. Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra: Orva þarf innflutning frá Portúgal „Ég held að þessi heimsókn hingað hafi verið ákaflega góð landkynning. Forsetinn hefur hvarvetna fengið hlýj- ar og góðar móttökur og vakið virð- ingu lands og þjóðar með ræðum sín- um og framgöngu allri," sagði Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, er blaðamaður ræddi við hann í dag. „í heimsókn sem þessari gefst tækifæri til að ræða sameiginleg hagsmunamál landanna við helstu stjórnendur hér. Það kemur ætíð að gagni þegar full- trúar landanna hittast á öðrum vett- vangi, þar sem þeir gæta hagsmuna landa sinna, hvort sem það er á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna, Atlants- hafsbandalagsins, Efnahagsbanda- lagsins eða Evrópuráðsins. Loks er þess að geta, að ekki síst hefur þetta þýðingu fyrir tvíhliða viðskipti landanna, en nú á Portú- gal í erfiðleikum, þar sem útflutn- ingur þjóðarinnar er langtum minni en innflutningur og að þessu leyti er kannað hjá þeim löndum, sem mest er flutt frá, hvað þau geti keypt frá Portúgal. Við höfum vonandi getað leitt Portúgölum fyrir sjónir, að íslensk stjórnvöld og viðskiptaaðilar Portú- gals á Islandi hafa stórlega aukið innflutning frá Portúgal á siðustu árum og við viljum stuðla að áfram- haldi þess. Okkur hefur verið bent á það hér, að Portúgalir hafi fisk- veiðiheimildir hjá Norðmönnum og Kanadamönnum og þeir hafa jafn- framt sóst eftir veiðiheimildum hjá okkur. I því sambandi hefur verið reynt að skýra fyrir Portúgölum, að saltfiskurinn, sem við flytjum út til þeirra, er blautverkaður og með því sköpum við sambærilega atvinnu í Portúgal við þurrkun saltfisksins og þá sem þeir hugsanlega gætu fengið með veiðiheimildum. Báðar þjóðirn- ar, sem eru í EFTA og því fylgjandi frjálsri verslun, geta því ekki vænst þess að tvíhliða viðskipti milli þjóð- anna séu alltaf í jafnvægi. En þar sem markaður okkar fyrir saltfisk í Portúgal er mjög mikilvægur, Portúgal er þriðji stærsti innflytj- andi íslenskra aðila, þá ber okkur að leitast við að örva innflutning frá Portúgal." og Kibli við upphaf 1. einvígisskákarinnar 1 London. Símamynd ap. Smyslov tók foryst- una gegn Ribli í gær Vassily Smyslov, 62 ára gamall fyrrverandi heimsmeistari í skák tók forystuna í einvígi sínu við Ungverjann Zoltan Ribli með því að vinna biðskákina úr fyrstu umferð sem tefld var áfram í London í gær. Smyslov stóð augljóslega betur að vígi í biðstöðunni, en „sérfræðingar" á einvíginu í London töldu þó ólíklegt að heimsmeistaranum fyrrverandi tækist að knýja fram vinning vegna þess hversu lítið lið var eftir í stöðunni. Smyslov fann hins vegar snjalla leið og þrengdi jafnt og þétt að andstæðingi sínum. Ribli tókst jafnan að forðast mát, en í 58. leik, í mjög erfíðri stöðu, greip hann til þess ráðs að fórna manni. Fórnin stóðst ekki og Ungverjinn varð því að gefast upp í 65. leik. Skák Margeir Pétursson Smyslov hefur því fengið óska- byrjun og með þeirri rólegu og yfirveguðu taflmennsku sem er aðalsmerki hans ætti hann að eiga góða möguleika á að halda for- skotinu í þessu tólf skáka einvígi. Það hefur oft verið talað um að Kasparov ætti möguleika á að verða yngsti heimsmeistari skák- sögunnar, en sú staðreynd hefur ekki komið fram áður að Smyslov á möguleika á að verða sá elsti. „Hvar er Botvinnik?" heyrðist spurt hjá Skáksambandinu í gær þegar fréttist um sigur Smyslovs í biðskákinni. Það var einmitt Mikhail Botvinnik sem vann, heimsmeistaratitilinn af Smyslov árið 1957, fyrir 26 árum! Hann er seztur#í helgan stein fyrir löngu, en Smyslov hefur sjaldan verið betri en nú. Biðstaðan var þessi. Ribli lék þeim biðleik sem flestir væntu: Svart: Zoltan Ribli 41. — Hac8 (biðleikurinn) 42. h5! — f4 (Eina vörnin, því eftir 42. — gxh5, 43. f4! er svartur varnarlaus. T.d. 43. - Bb3, 44. Hg7+ - Kh8, 45. Hh6 og mátar). 43. h6 — Bf5, 44. Hg7+ — Kh8, 45. Hff7 — g5, 46. Rd4 - Hcl+, 47. Kh2 — Bg6 Ribli hefur fetað einstigi og hér bjuggust margir við því að hann væri laus úr erfiðleikunum. En baráttan er rétt að byrja, það er lærdómsríkt að fylgjast með með- höndlun endataflssnillingsins á stöðunni. 48. Hf6 — Hlc5, 49. Hd7 — Hg8, 50. He7 — Ha5, 51. Rc6 Svarta liðið er svo óvirkt að Smyslov getur óhindraður stillt sínum mönnum í óskastöður. 51. — Ha6, 52. Hee6 — Bh5, 53. Re5! — Ha7 53. — Hxe6, 54. Hxe6 léttir svörtum ekkert vörnina. Eftir 54. - Be8, 55. Kh3 — Bh5, 56. He7 er hann kominn í leikþröng og 54. — He8, 55. Hf6 þjónar engum til- gangi. 54. Hf5 — Hb7, 55. Hd6 — Ha7, 56. Hb6 — He7, 57. Hbf6! Hótar 58. Hf8, því hrókakaup gera svörtum enn erfiðara fyrir við að valda veikleikann á g5. 57. — Hee8, 58. Rc4! MorgunblaðiÖ/ GBerg Frystitogarinn Akureyrin, sem gerð verður út frá Akureyri, fer í reynslu- siglingu í nótt og er áætlað að vera á veiðum í fjóra sólarhringa. Ef allt fer að óskum í þeirri ferð verður skiptið afhent frá Slippstöðinni að siglingunni lokinni. Þar hefur skipinu á undanförnum mánuðum verið breytt í frystitogara. * - Korchnoi fylgdi nýja leikn- um ekki nægilega vel eftir Skák Margeir Pétursson AKl’UR kom Viktor Korchnoi Gary Kasparov á óvart með nýjum leik í vel þekktu afbrigði. Það er einkennandi fyrir tvær fyrstu einvígisskákirnar hversu vel undirbúinn Korchnoi virðist vera, en í þeim báðum tókst honum að koma hinum tvítuga andstæðingi sínum í erfiðleika strax í byrjuninni. I annarri skákinni tókst áskorandanum fyrrver- andi þó ekki að fylgja frumkvæði sínu jafn vel eftir og í þeirri fyrstu þegar hann sigraði. Eftir að hafa fengið væn- lega miðtaflsstöðu virtist Korchnoi ofmeta möguleika sína á kóngsvæng og eftir uppskipti á drottningum var fljót- lega samið jafntefli. Kasparov virðist aldrei þessu vant ekki hafa mikið nýtt fram að færa enda hefur hann áreiðanlega ekki bú- ist við að fá að nota sínar uppáhalds- byrjanir, eins og Petrosjan-afbrigðið í drottningarindverskri vörn í fyrstu skákinni og í gær Tarrasch-vörnina gegn drottningarbragði Korchnois 2. einvígisskákin: Hvítt: Viktor Korchnoi Svart: Gary Kasparov Tarrasch-vörn. 1. d4 — d5, 2. c4 — e6, 3. Rc3 — c5, 4. cxd5 — exd5, 6. Rf3 — Rc6, 6. g3 — RI6, 7. Bg2 — Be7, 8. (H) — 0-0 Grunnstaðan í Rubinstein- Schlecther-afbrigðinu í Tarrasch- vörn er nú komið upp. Korchnoi velur vinsælasta framhaldið. 9. Bg5 — cxd4, 10. Rxd4 — h6, 11. Be3 — He8, I illCIlfl 11.411 (tt Einkennandi fyrir Tarrasch-vörnina. Svartur hefur stakt peð á d5, sem er veikleiki, en fær í staðinn frjálsræði fyrir menn sína. 12. a3!? Hér hefur verið einblínt á 12. Da4, 12. Hcl, 12. Rb3 og 12. Rxc6, en þess- um leik hefur aldrei verið leikið áður svo vitað sé í kappskák. Við fyrstu sýn lætur leikurinn lítið yfir sér, en síðar kemur í ljós að markmiðið er að veita hvítu drottningunni afdrep á a2. 12. — Be6, 13. Db3 — Dd7, 13. - Ra5, 14. Da2! - Rc4, 15. Bf4 þjónar nú einvörðungu hagsmunum hvíts, því þá fær hann þunga pressu gegn staka peðinu. 14. Rxe6 Hindrar 14. — Bh3, og tryggir hvít- um nokkra stöðuyfirburði sem byggj- ast á biskupaparinu og heilbrigðari peðastöðu. 14. Hfdl kom einnig vel til greina. 14. — fxe6, 15.Hadl — Bd6, 16. Bcl Korchnoi undirbýr framrásina e2 — e4. 14. — Kh8, 17. Da4 — De7, 18. e3?! Með vinningsforskot afræður Korchnoi að fara að öllu með gát. Hvassara var 18. Hfel með hugmynd- inni 19. e4 — d4, 20. e5 18. — a6, 19. Dh4 — Hac8, 20. e4 Loksins fer peðið alla leið. 20. — d4, 21. Re2 — e5, I þessari stöðu bjuggust margir við því að Korchnoi myndi þreifa fyrir sér um sóknarfæri á kóngsvæng með tvíeggjuðum leik á borð við 22. g4!? En hann ætlaði sér ekki að taka neina áhættu. 22. Bh3 — Hc7, 23. Bg5! — Kg8, 24. Bxf6 — Dxf6, 25.Dxf6 — gxf6, Eftir drottningakaupin verður staðan að teljast því sem næst í jafn- vægi. Mislitir biskupar eru á borðinu og auka á jafnteflislíkurnar. Hvítur á að vísu möguleika á uppbrotinu f2 — f4, en svartur á sitt valdaða frípeð á d4. 26. Rcl — Ra5, 27. Rd3 — Rb3, 28. Bf5 — a5, 29. Kg2 — Kg7, 30. Kh3 — Hee7, 31. Rcl og hér bauð Korchnoi jafn- tefli sem Kasparov þáði eftur u.þ.b. fimm mínútna umhugsun. Staðan: Korchnoi l'Æ Kasparov 'h Nú hótar hvítur að auka þrýst- inginn á g5-peðið með tilfærslunni Rd6 — e4. Aðalbaráttan fer fram á hg og f línunum og á svo litlu svæði nýtur riddari sín vel. 58. — g4? Örvæntingarfull mannsfórn, en vörn gegn áðurnefndri tilfærslu er ekki að sjá. 59. Re5! Ekki 59. Hxh5?? - g3, 60. Kh3 — Hel og svartur mátar. 59. — gxf3, 60. Hxh5 — Hxg2, 61. Kh3 - Hg3, 62. Kh4 - f2, 63. Hxf4 — Hgl, 64. Hhf5 — Hhl, 65. Kg3 og svartur gafst upp. Einfaldar stöð- ur bjóða stundum upp á ótrúlega glæsilega taflmennsku-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.