Morgunblaðið - 24.11.1983, Blaðsíða 48
FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983
VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR.
Rýmkaðar reglur um
gjaldeyrisviðskipti:
Taka gildi
um mánaða-
mótin
BÚIST er við að í dag verði geng-
ið frá reglum um aukið frjálsræði
í gjaldeyrisviðskiptum og munu
reglur þessar taka gildi um
næstu mánaðamót, samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins.
I fyrsta lagi er um að ræða
breytingar á reglum um skila-
skyldu gjaldeyris þannig að
heimilt verði að leggja inn á
gjaldeyrisreikninga andvirði
vöru og þjónustu, en sam-
kvæmt núgildandi reglum á að
selja gjaldeyrinn gjaldeyris-
banka. Þá er ákvæði úm að út-
flutningur iðnaðarvara verði
gefinn frjáls, og reglur um
eignayfirfærslu verða rýmkað-
ar.
Loks ber að geta ákvæðis þar
sem rýmkaðar eru reglur um
notkun greiðslukorta, svokall-
aðra kredikorta, þannig að al-
menningi verði gert kleift að
nýta sér þessa þjónustu á
ferðalögum erlendis.
Þyrill
kyrrsett-
ur í Noregi
FLUTNINGASKIPIÐ Þyrill hefur
verið kyrrsett í K ri.stians.su nd í Nor-
egi í rúma viku vegna skulda. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
eru það lánardrottnar í Noregi,
Danmörku og Frakklandi sem
kröfðust kyrrsetningar skipsins og
lausn hafði ekki fengist á málinu í
gær.
Ahöfnin á Þyrli, sem mun vera
12—13 manns, hafði samband við
norska sjómannasambandið og ís-
lenska sendiráðið í Osló, en mat-
arlaust var orðið í skipinu. Fengu
þeir fyrirgreiðslu frá norska rík-
inu, sem nemur 200 krónum
norskum á viku á hvern mann. Er
mannskapurinn orðinn óþolin-
móður eftir að komast heim.
Flutningaskipið Þyrill hefur
verið í lýsisflutningum.
„Ein meö
öllu“ hækkar
í 35 krónur
PYLSAN, eða ein með öllu, hækk-
aði nýverið í kjölfarið á hækkun á
unnum kjötvörum, sem samþykkt
var í verðlagsráði. „Ein með öllu“
kostar í dag 35 krónur í Pylsu-
vagninum, en kostaði fyrir hækk-
un 30 krónur. Hækkunin er
16,66%.
Morgunblaðið/ Friðþjófur
Fullorðin kona beið bana í umferðarslysi
BANASLYS varð í umferðinni í Reykjavfk síðdegis í gær. Kona á áttræð-
isaldri beið bana eftir að hafa orðið fyrir fólksbifreið á Laugavegi á móts
við Mjólkursamsöiuna. Konan lést á leið í sjúkrahús.
Konan var á leið yfir gangbraut þegar hún varð fyrir bifreið, sem
ekið var vestur Laugaveg. Ökumaður mun ekki hafa séð hana fyrr en
hún skall á bifreið hans, en dimmt var yfir þegar slysið varð klukkan
17.49. Læknar komu á staðinn í neyðarbifreið Rauða kross Islands.
Gangbrautin þarna yfir Laugaveginn er fullorðnu fólki erfið yfir-
ferðar, því gatan er breið og engin umferðareyja á milli.
Mjög erfið lausafjárstaða innlánsstofnana:
Bankar ákveða takmörkun
útlána sinna á næstunni
LAUSAFJÁRSTAÐA innlánsstofnana er mjög erfið, en hún skánaði þó
nokkuð í októbermánuði sl., samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins.
Lausafjárstaðan var neikvæð um 1.077 milljónir króna í októberlok sl.,
en var til samanburðar neikvæð um 1.007 milljónir króna á sama tíma í
fyrra. Lausafjárstaðan hefur því skánað nokkuð hlutfallslega, en er
ennþá mjög óviðunandi.
Þróunin á þessu ári hefur ver-
ið óhagstæðari en gert hafði ver-
ið ráð fyrir sérstaklega er
birgðasöfnunin meiri, og síðan
er meira af ógreiddum útflutn-
ingi almennt, þannig að útflutn-
ingstekjur hafa komið inn mun
hægar en gert hafði verið ráð
fyrir.
Staðan hefur verið nokkuð
mismunandi slæm hjá inn-
lánsstofnunum, en verst hefur
hún verið hjá Landsbanka ís-
lands og Útvegsbanka íslands,
sem hafa fjármagnað vanda út-
gerðarinnar að langstærstum
hluta, en ástandið hjá útgerðar-
fyrirtækjum hefur sjaldan verið
verra eins og kunnugt er. Þess
má geta, að Landsbankinn fjár-
magnar um 70% af skuldum út-
gerðarinnar.
Vegna hinnar slæmu stöðu
banka og sparisjóða hafa nýver-
ið farið fram viðræður milli
Seðlabankans og innlánsstofn-
ana um þessi mál. Hafa innláns-
stofnanir í kjölfar þess komið
sér saman um takmörkun útlána
í samræmi við það, svo og til
þess að ná brýnum markmiðum
bættrar lausafjárstöðu þeirra og
bætts jafnvægis þjóðarbúsins í
heild.
Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins hefur ásókn ein-
staklinga í lánsfé farið mjög
vaxandi á síðustu vikum, og á
það reyndar einnig við um fyrir-
tæki. í framhaldi af ákvörðun
innlánsstofnana um takmörkun
útlána á næstu mánuðum má nú
búast við, að erfiðara reynist að
fá lánafyrirgreiðslu.
Yfirgnæfandi meirihluti samþykkur launastefnu stjórnvalda:
65,4% samþykkir launa-
þróun næstu 12 mánaða
— ef hún hefur áhrif til lækkunar verðbólgu,
er niðurstaða skoðanakönnunar Hagvangs hf.
65,4% aðspurða í skoðanakönnun
Hagvangs hf. svörðuð því játandi að
þeir væru reiðubúnir til að sætta sig
við takmarkaðar launahækkanir,
innan þess ramma er ríkisstjórnin
hefur boðað á næstu 12 mánuðum,
ef það hafi áhrif til lækkunar verð-
bólgu.
Spurningin var orðrétt svo: „Ef
kjaraskerðing getur haft áhrif til
lækkunar verðbólgu ertu þá
sjálf(ur) tilbúin(n) eða ekki til-
búin(n) að launahækkanir verði
ekki umfram það sem ríkisstjórn-
in hefur boðað á næstu 12 mánuð-
um“? Hægt var að svara spurning-
unni á fjóra vegu: 1) Já, 2) Nei, 3)
Ef allir gerðu það, 4) Veit ekki.
Yfirgnæfandi meirihluti svaraði
spurningunni játandi, eða 65,4%,
neitandi 16%, 11,4% svöruðu „ef
allir gerðu það“ og óákveðnir vóru
7,2%.
Af íbúum höfuðborgarsvæðis
svöruðu 60,6% játandi, í þéttbýli
úti á landi 71,3% játandi og í
strjálbýli 74,4% játandi.
Brúttóúrtak var 1.300 mann:
nettóúrtak 1167, svarprósenta va
76,9% af brúttóúrtaki og 85,7% a
nettóúrtaki. Könnunin var ve
unnin og er tölfræðilega marktæl
Hún var unnin á vegum Hagvang
hf. og hafði ríkisstjórnin ekk
frumkvæði að henni.
Sjá nánar á þingsíöu Mbl
bls. 26 og viötal viö Ásmum
Stefánsson forseta ASÍ á bls. 2