Morgunblaðið - 24.11.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.11.1983, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983 Skáldið á heimili sínu. Enginn er einn Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson í fyrstu bók Tómasar Guðmundssonar, Við sundin blá, er ljóð sem nefnist Drang- arnir. Þeir koma sem blíðlynd börn og lyfta höndum mót ljósinu. Verði þeir þreyttir er blítt að dreyma við móðurbarm næturinnar. Ljóðið er aðeins þrjú stutt er- indi, lokaerindið á þessa leið: Þá lægist hver stormur, stundin deyr og stjörnurnar skína. Og jörðin sefur og hefur ei hugboð um hamingju sína. Um hamingjuna orti Tómas oft, honum var í mun að vekja aðra til umhugsunar um hana. Og náskyld hamingjunni var fegurðin. Önnur bók skáldsins hét ekki út í bláinn Fagra veröld. En Tómas hefði ekki verið skáld síns tíma hefði Við sundin blá verið barmafull af hamingju. Hann gerði sér vel grein fyrir harmanna helgilundum og því „að harmurinn er athvarf þegar gleðin öll er misst", eins og segir í Chanson triste. Sum mestu ljóð Tómasar Guðmundsson- ar (Vegurinn, vatnið og nóttin, Fljótið helga, Ó, bernska, hjartfólgni hugarburður vors lífs) eru sáttagjörð, líf og dauði renna saman í eitt. Síðastnefnda ljóðið var loka- lióð síðustu bókar skáldsins: Heim til þín, Island. „Og hægt ber mig nóttin heim til sín inn í svefninn" var lokakveðja skálds- ins í þeirri bók. Fljótið helga var líka kveðjuljóð því að í lokin er minnt á það síðkvöld þegar skáldið hnígur „að hjarta þér,/ ó, haustfagra ættjörð míns trega“. En við skulum hverfa frá ljóðunum um dauðann til ljóðanna um hamingjuna. Eins og Tómas lærði ungur að elska fegurðina svo að hún varð að tregablandinni og stundum sársaukafullri staðreynd í skáldskap hans var honum vonin ofarlega í huga. Þegar önnur skáld ortu um ein- semd mannsins, svartnætti hans á jörð- inni bendir Tómas á vonina: Því enginn, ef aðeins hann vonar, er einn á þessari jörð. (Mjallhvit. Ljóð við myndsögu) Það ber að hafa í huga að Mjallhvít er ort á stríðsárunum. Og hver orti af meiri þunga um böl stríðs en Tómas Guð- mundsson þegar hann af sannfæringar- hita og vægðarlausri sjálfsgagnrýni komst að þeirri niðurstöðu í kvæðinu Heimsókn að „vitund þín mun öðlast sjálfa sig/ er sérðu heiminn farast kringum þig“? Skáld vonar er Tómas að minnsta kosti í tvennum skilningi. í fyrsta lagi telur hann það ómaksins vert að leggja þeim lið sem vilja gera heiminn mannlegri og betri, auka samkennd með öllu lifandi. í öðru lagi er tilvistarleg von fólgin í hinum heimspekilegu kvæðum hans, þeim sem dýpka skilning okkar á samruna birtu og myrkurs, dauðanum sem svefni. kærkom- inni hvíld eftir langan dag. I því lífs- mynstri er treginn horfinn: „Og ég og nótt- in verðum atur ein“, eins og er boðskapur- inn í Vegurinn, vatnið og nóttin. En það væri rangt að halda því fram að skáld hamingjunnar væri ekki líka skáld tregans. Ótalmörg ljóð Tómasar eru vitn- isburður um þessa gullvægu kennd sem svo oft leiðir til skáldskapar. Eitt þessara ljóða er Hausttregi í Heim til þín, Island: Hve vel ég man þá daga löngu liðna, er lágu allir vegir heim til vorsins og allt var fallegt, fuglar, blóm og dýr. Og enn í kvöld, er geng ég gamall maður að hitta mig í heimi týndrar bernsku, mig furðar ekki á neinu nema því, hve ástúðlega allt þar við mér tekur, rétt eins og forðum — fuglar, blóm og [dýr. Ég staldra við. t veg fyrir mig gengur minning, sem enginn fölskvi er fallinn á, þótt meira en hálfa öld hún eigi að baki. Og ennþá sé ég allt eins og það var: Kyrrlátt síðdegi, þegar þúsundir vængja hefjast til flugs og hverfa í hvíta sól. — Og er þá nokkuð jafn einmanna ungum [dreng, sem viknandi sér alla sumarvinina [týnast i sönglausa órafjarlægð? Ég vissi þá, að þeir höfðu flogið með bernsku mína á [brott — og horfin bernska á aldrei aftur- [kvæmt. Og társtokkið andlitið fól ég í lágri laut og fann í sama svip með nístandi trega, að grasið frá í sumar var tekið að sölna. Það er hamingja að eiga sér slíkan trega og mikil hamingja að geta orðað hann með jafn einföldum og áhrifaríkum hætti. TÓMAS GUÐMUNDSSON SKÁLD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.