Morgunblaðið - 24.11.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.11.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983 17 Dans- kennsla í Vík Vík, 6. nóvember. Nýlokið er danskennslu í Vík en það voru kennarar frá dansskóla Sigurðar Hákonarsonar sem sáu um kennsluna. Þessar myndir eru frá danssýningu yngstu nemend- anna sl. lostudagskvöld en þar var dansað af lífi og sál. Morgunbladid/RR. Skírnir kominn út Skírnir, tímarit Hins íslenzka bókmenntafélags, 157. ár, er kom- inn út og fylgir 15. bókmenntaskrá Skírnis með. Efni Skírnis er: Að vera eða ekki eftir Matthías Viðar Sæ- mundsson og fjallar hann um tvær smásögur eftir Gest Páls- son og Sigurð Nordal; Óresteia á íslandi nefnist grein eftir Krist- ján Árnason; Kveðið um Ólaf helga nefnist grein eftir Véstein Ólason — samanburður þriggja íslenzkra bókmenntagreina frá lokum miðalda; íslenzkt saltara- blað í Svíþjóð nefnist grein eftir Guðbjörgu Kristjánsdóttur; Snörp bitu járn nefnist hugleið- ing Lýðs Björnssonar um Gísla sögu; Málrækt, bókmenntir og fjölmiðlar er erindi Árna Böðv- arssonar, sem hann flutti á aðal- fundi Hins íslenzka bókmennta- félags í desember 1982; Tveir höfundar Egils sögu nefnist grein eftir Svein Bergsveinsson; Vilhjálmur Árnason skrifar um Siðferði, samfélag og manneðli, og fjallar þar um bók Páls S. Árdal um siðfræði skoska heim- spekingsins David Hume; Loks er svo grein eftir Sverri Tómasson, sem heitir Helgisögur, mælsku- fræði og forn frásagnarlist. Einnig eru í Skírni ritdómar eftir Arna Böðvarsson, Jón Hnefil Aðalsteinsson, Lúðvík Kristjánsson, Jón Viðar Jónsson, Inga Boga Bogason og Ólaf Jónsson. Stórkostleg bylting ígólfefnum! Perstorp, 7mm þykk gólf boró, semhægteraó leggja beint á gamla gólf ió! Nýju Perstorp gólfboröin eru satt aö segja ótrúleg. Þau eru aðeins 7 mm á þykkt og þau má leggja ofan á gamla gclfiö - dúk, teppi, parket eða steinsteypu. Þaö er mjög einfalt aö leggja Perstorp gólfboröin og 7 mm þykktin gerir vandamál þröskulda og hurða aö engu. Perstorp gólfboröin eru líka vel varin gegn smáslysum heimilis- lífsins eins og skóáburði, naglalakki, kaffi, te, kóki og logandi vindlingum. Þú færð Perstorp aðeins hjá okkur. Skírnir er 192 blaðsíður, rit- stjóri er Ólafur Jónsson. Bókm- enntaskrá Skírnis er 115 blaðsíð- ur, tekin saman af Einari Sig- urðssyni. Kalmar SKEIFUNNI 8.SIMI 82011 ós* Úr blaðaummælum: Sviösetningin er stórkostleg. Blade Runner er ævintýramynd eins og þær gerast bestar. Handrit er hvorki of einfalt né of ótrúlegt og öll tæknivinna í hæsta gæöaflokki. DV 17/11 ’83. Ridley Scotts hefur komiö öllum endum svo listilega saman aö Blade Runner veröur aö teljast meö vönduöustu, frumlegustu og listi- legast geröu skemmtimyndum á síöari árum. Mbl. 19/11 '83.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.