Morgunblaðið - 21.12.1983, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 21.12.1983, Qupperneq 3
Skuldabréfakaup lífeyrissjóða af fjárfestingarlánasjóðum: MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1983 3 Framkvæmdasjóður býður 4,20% ávöxtun Aðrir sjóðir bjóða hins vegar allt að 4,16% ávöxtun KJÖR á skuldabréfum fjárfestinga- lánasjóda, sem lífeyrissjódir landsins hafa keypt á undanfórnum árum hafa verið mjög áþekk meðal hinna ein- stöku sjóða. Nú er hins vegar orðin ákveðin breyting þar á. Fram- kvæmdasjóður fslands hefur ákveðið, að bjóða 4,20% vexti umfram verð- tryggingu, á sama tíma og aðrir sjóðir bjóða allt að 4,16% vexti. Á síðasta ári buðu fjárfestinga- lánasjóðirnir skuldabréf með 3,5% vöxtum, en þegar tilkynnt var um útgáfu spariskírteina ríkissjóðs á dögunum með 4,16% vöxtum gerðu aðilar athugasemd við það, enda lá þá fyrir, að lífeyrissjóðirnir myndu beina viðskiptum sínum í þá átt í auknum mæli. Þá gaf fjármálaráðuneytið út til- kynningu, þar sem fjárfestinga- lánasjóðunum var heimilað að bjóða 4,16% vexti af skuldabréfum sínum til lífeyrissjóða, en samt sem áður hefur Framkvæmdasjóður ís- lands nú ákveðið, að bjóða 4,20% vexti. Viðmælendur Mbl. sögðu það einsýnt, að lífeyrissjóðirnir myndu beina viðskiptum sínum í auknum mæli til Framkvæmdasjóðs íslands, ef ekki yrði breyting á málum. Á síðasta ári námu skuldabréfa- kaup lífeyrissjóða landsins samtals 413,5 milljónum króna. Lífeyris- sjóðirnir keyptu skuldabréf af Byggingasjóði ríkisins fyrir sam- tals 128,9 milljónir króna, af Fram- kvæmdasjóði íslands fyrir um 90,3 milljónir króna, af Byggingasjóði verkamanna fyrir 66,6 milljónir króna, af Veðdeild Iðnaðarbankans fyrir 50,0 milljónir króna, af Verzl- unarlánasjóði fyrir 33,5 milljónir króna, af Stofnlánadeild samvinnu- félaga fyrir 25,9 milljónir króna og af Stofnlánadeild landbúnaðarins fyrir 18,3 milljónir króna. Tveir seldu erlendis TVÖ íslensk fiskiskip seldu afla sinn erlendis í gær, annað í Þýzkalandi og hitt í Englandi. Fengu þau þokkalegt verð fyrir aflann. Arinbjörn RE seldi 144 lestir í Bremerhaven. Heildarverð var 3.700.000 krónur, meðalverð 25,80. Erlingur GK seldi 84 lestir í Grimsby. Heildarverð var 2.100.000 krónur, meðalverð 25,00. Ríkið tekur 407 milljón króna lán SAMNINGUR hefur verið undirritað- ur í Reykjavík um lán til íslenzka ríkisins að fjárhæð 10 milljónir sterl- ingspunda, sem er jafnvirði sem næst 407 milljónum króna. í fréttatilkynningu fjármála- ráðuneytisins segir, að lánið sé skuldabréfalán, en bréfin hafa þeg- ar verið seld beint til „The Meiji Mutual Life Insurance Co.“ í Japan fyrir milligöngu Morgan Grenfell and Co Ltd. og Mitsubishi Finance International Ltd. í London. Lánið er veitt til 10 ára og endur- greiðist í einu lagi á árinu 1994. Vextir eru um 12,3%. Gert er ráð fyrir að lánsféð renni til ýmissa framkvæmda hérlendis í samræmi við fjárfestingar- og lánskjaraáætl- un ríkisstjórnarinnar. Lánssamninginn undirritaði Al- bert Guðmundsson, fjármálaráð- herra, fyrir hönd íslenzka ríkisins. Hluti skulda útgerð- arinnar tapaður við núverandi aðstæður — segir Halldór Ásgrímsson, ráðherra „MENN hafa verið að vinna að lausn þessa vanda, meðal annars í Fiskveiða- sjóði, en fleiri opinberir sjóðir þurfa að koma inn í dæmið. Rfkisstjórnin hefur samþykkt ákveðna hluti í þessu sambandi, fyrst og fremst hvað varðar lengingu lána útgerðarinnar en hitt er svo annað mál að hluti þessara skulda er í raun tapaður við núverandi aðstæður. Spurningin er hvort menn vilja horfast í augu við það nú strax eða bíða með það þar til einhvern tíma síðar,“ sagði sjávarút- vegsráðherra, Halldór Ásgrímsson, meðal annars, er Morgunblaöið spurði hann hvort unnið væri að lausn á rekstrarvanda útgerðarinnar. „Við eigum nú eftir að líta fram- an í allt rekstrardæmi sjávarút- vegsins á næstunni og því er nú lítið um það að segja. Eg geri mér fulla grein fyrir því, að það verður mjög erfitt dæmi og við eigum eftir að sjá til með það í hvað miklum mæli hið opinbera getur komið inn í það. Rekstrarvandi útgerðarinnar verð- ur ekki leystur eingöngu af opin- berri hálfu. Því verða menn að gera sér grein fyrir, það er ekki gert ráð fyrir fjármagni á fjárlögum ríkis- ins í þessu sambandi, þannig að fé, sem hugsanlega yrði tekið til slíkra hluta yrði þá af erlendri lántöku eða meiri samdrætti annars staðar í þjóðfélaginu. Eg held að allir geri sér grein fyrir því, að við þurfum að koma þessu dæmi saman með ein- hverjum hætti. Við trúum því nú, að það birti til í sjávarútveginum. Við reiknum með því, að þorskstofninn komi aft- ur upp og það er ekki spurningin hvort heldur hvenær í mínum huga.“ Kemur til að hækka fiskverð verulega eða auka skattaívilnanir sjómanna til að mæta aflarýrnun á næsta ári? „Það hefur ekki verið athugaður sá möguleiki að fiskverð hækki verulega eða sjómenn fái auknar skattaívilnanir vegna aflasam- dráttarins. Sjómenn hafa sérstakan fiskimannafrádrátt og það hefur alltaf komið til álita í mínum huga að breyta honum, því hann nýtist þeim mun meira, sem hærri hafa tekjurnar og við þessar aðstæður er það spurningin hvort menn geti hugsað sér að jafna það með ein- hverjum hætti og ef til vill að auka hann eitthvað. Það er alltaf þetta vandamál með skattana, að ívilnan- irnar nýtast ekki þeim, sem hafa lágar tekjur. Þá má nefna það, að undanfarin ár, að 1981 undanskildu, hefur fiskverð hækkað umfram laun fólks í landi," sagði Halldór Ásgrímsson. Nú þegar vetur er genginn í garð og harðnar á dalnum hjá útigönguhrossum er vert að minna hestaeigendur á að sjá skjólstæðingum sínum fyrir nægu fóðri, vatni og skjóli og láta það heyra fortíðinni til að hestar séu kvaldir af hungri, kulda og vosbúð. Ljósmynd VK. ítalskur knstall ítölsk hönmm Hagkaups veró Donizetíi □ □ Líkjörglas Verð: Kr. 35.95 Vínglas Verð: Kr. 59.95 For-drykkjarglas „Long-drink“glas Verð: Verð: Kr. 49.95 Kr. 65.95 Michelangelo Hvítvínsglas Rauðvínsglas Kampavínsglas (hátt) Vcrð: Vcrð: Verð: Kr. 109 Kr. 119 Kr. 119 Líkjörsglas Verð: Kr. 85.95 Kampavínsglas (lágt) Verð: Kr. 139 Beethoven D □ Líkjörglas Verð: Kr. 39.95 Desert skál Verð: Kr. 65.95 For-drykkjarglas Vínglas Verð: Verð: Kr. 59.95 Kr. 69.95 Wiskyglas Verð: Kr. 69.95 „Long-drink ‘glas Verð: Kr. 75.95 ‘Þetfa, qceti 4eÍ4t ufifa á cvifrátciKcUi. TT K ATTP Skeifunni15 11 iluliAU r Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.