Morgunblaðið - 21.12.1983, Side 7

Morgunblaðið - 21.12.1983, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1983 7 PELSINN Kirkjuhvoli, sími 20160. SEMBER 1983 9 Viljum frekar nota íslenskar kartöflur — segir Jón Helgason um innflutning kartaflna til framleiðsluá_kartöfluflögum_ Á borði landbúnaðarráðherra í Staksteinum í dag er rætt um tvær ákvarðanir sem lent hafa á boröi Jóns Helgasonar, landbúnaðarráöherra, síðustu daga og vikur. í fyrra tilvikinu ákvað hann að grípa til inn- flutningshafta. í hinu síöara fór hann að vilja hins „hálfgerða bankastjóra-„hírarkís“ í landinu“ sem Steingrímur Her- mannsson ræöur ekki viö. Lítil frétt um stórt mál Glöggir blaðalesendur hafa fyrir löngu áttað sig á þeirri staðreynd að það fer ekki alltaf eftir því hvað fréttir eru fyrirferðarmikl- ar hvort efni þeirra er merkilegt Síðastliðinn laugardag birtist lítil frétt um stórt mál hér í Morgun- blaðinu. Hana er að finna á blaðsíðu 9 og hefst hún á þessum orðum: „Við viljum frekar að innlendar kart- öflur verði notaðar til þess- arar framleiðshi, sagði Jón Helgason, landbúnaðarráð- herra, í samtali við Mbl., er hann var spurður að því af hverju fslensk-ameríska vershinarfélaginu hf. hefði ekki verið veitt heimild til innftutnings á sérstökum afbrigðum kartaflna til framleiðslu á kartöfluflög- um sem fyrirtækið hefur verið að undirbúa." I fréttinni er frá því skýrt að Íslensk-ameríska vershinarfélagið geti ekki framleitt flögur úr íslensk- um kartöfhim en hins veg- ar sagði Jón Helgason að „aðilar á Suðurlandi væru með það í athugun** að hefja tilraun með fram- leiðshi á flögum úr íslensk- um kartöfhim og innflutn- ingsleyfí til íslensk-amer- íska kippti grundvellinum undan þessari tilraun. Með hliðsjón af þeim viðhorfum sem ríkja á fs- landi á árinu 1983 er með ólíkindum aö kynnast þeim rökum sem Jón Helgason, landbúnaðarráðherra, telur fært að hafa uppi til að setja á innflutningsbann. Grundvallarstefna fslend- inga í utanríkisviðskiptum er að verslun skuli vera frjáls. Er nauðsynlegt að víkja frá þessari megin- stefnu af því að menn á Suðurlandi eru „með það í athugun" að gera tilraun til að framleiða íslenskl kart- öfluafbrigði í flögur? Þess- arí afstöðu landbúnaðar- ráðherra er ekki unnt að kyngja þegjandi og athuga- semdalaust. Hefur Matthí- as Á. Mathiesen, viðskipta- ráðherra, lagt blessun sína yfir þetta? Ef stefna landbúnaðar- ráðherra í þessu máli nær fram að ganga er veríð að stíga skref nokkra áratugi aftur í tímann. Hvers eiga þeir að gjalda sem eru ekki með það „í athugun" að gera tilraun til að fram- leiða eitthvað hér á landi i samkeppni við erlenda að- ila heldur stunda slíka samkeppni? Er landbúnaö- arráðherra að boða þaö í litlu fréttinni um stóra mál- ið að taka eigi upp hafta- og leyfakerfi til að styrkja samkeppnisstöóu íslenskra fyrírtækja? Bankastjóra- rimman Þegar menn kynnast ýmsum viðhorfum fram- sóknarmanna kemur oft upp í hugann að framfarir og framsókn eigi ekki sam- leið í gjörðum þeirra og af- stöðu. Rimman í Fram- sóknarflokknum út af veit- ingu bankastjóraembættis- ins í Búnaðarbankanum er dæmigerð fyrir þetta. Að mati Steingríms Her- mannssonar, formanns Framsóknarflokksins, er hann greinilega mun hæf- arí til þess en bankaráð Búnaðarbankans aö ákveða hver skuli skipa stól bankastjóra þar. Steingrímur Hermanns- son gerði þá „þungu" at- hugasemd við einróma stuðning bankaráðsins við Stefán Pálsson f banka- stjóraembættið að sá sem sat í embættinu, Þórhalhir Tryggvason, „segir ekki af sér fyrr en hann er búinn að semja um það við meiri- hhita bankaráös, að því er virðist, hver eigi að taka við. Því get ég ekki unað," sagði Steingrímur Her- mannsson í Morgunblað- inu 15. desember og bætti við: „Ég tel að þá séum við komin á ákaflega hættu- lega braut, ef bankastjórar eiga að fara að velja sér samstarfsmenn eða eftir- menn. Þá er nú komið hálfgert bankastjóra-„hír- arkí“ í landinu." Að formaður stjórnmála- flokks og forsætisráðherra þar að auki gefi jafn stór- yrta yfirlýsingu og þessa í tilefni af ráðningu banka- stjóra er áreiðanlega eins- dæmi hér á landi. Fram hefur komiö síðan hún var gefin að Steingrímur Her- mannsson var settur í mik- inn vanda af flokks- bræðrum sínum vegna þessa máls og honum tókst hvorki að koma því til leið- ar að Stefán Valgeirsson, einn af þingmönnum Framsóknarflokksins, né Hannes Pálsson, einn af frammámönnum Fram- sóknarfiokksins í Reykja- vík, fengju bankastjóra- stöðuna. f yfirlýsingu forsætisráöherra felst i raun viðurkenning á því að hann hafi orðið undir vegna þess að Þórhallur Tryggvason hafi orðið á undan honum aö ná meiri- hhita í bankaráðinu um að þar styddu menn Stefán Pálsson, sem á að vera framsóknarmaður en er ekki í flokknum að eigin sögn. Þegar litið er á það hvaða hug Steingrímur Hermannsson ber til bankaráðs Búnaðarbank- ans, að afstaða þess fari eftir því hverjir tali við það fyrst og á hvaða tima ákvarðanir eru teknar. koma tvær spurningar upp í hugann: Hvers vegna sá Steingrímur ekki við Þór- halli úr því að hann vissi um áhuga Stefáns Vak geirssonar frá 20. október 1982? Hvers vegna skyldi Steingrímur Hermannsson eiga meiri rétt á að vefja bankaráði Búnaðarbank- ans um fingur sér en Þór- hallur Tryggvason? Tónlist á hverhi heimili umjótin Þrýstimælar Allar stærðir og gerðir SQiyiirÐjaiyigjyir Vesturgötu 16, sími 13280 VeloiwM I sloppaí lnnisettin uppseld- Vorum abtakaupp sibustu sendingu fyrir jól af velour- I sloppum l ogbabmuliar íl náttfötum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.