Morgunblaðið - 21.12.1983, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1983
Hugmyndakreppa
— eftir Pál
Skúlason
i.
Hugtakið kreppa er yfirleitt
haft um tiltekið ástand á sviði
efnahagslífs eða stjórnmála,
nema hvort tveggja sé. Á sviði
efnahags kemur kreppan fram í
alvarlegum skorti á lífsnauðsynj-
um; framleiðslukerfið, sem á að
tryggja þjóðfélaginu lífsviðurværi
og dreifingu þeirra gæða sem fólk
þarf til að lifa og njóta lífsins,
veldur ekki lengur hlutverki sínu.
Á sviði stjórnmála birtist krepp-
an í djúpstæðum og að því er virð-
ist óleysanlegum ágreiningi um
málefni sem snerta þjóðfélagið
sem eina heild; samfélagið virðist
þá ekki hafa nein ráð til þess að
setja niður deilur og taka sam-
eiginlegar ákvarðanir.
í þessum skilningi er nokkuð
ótvírætt hvað við er átt með
kreppu. Ef farið er að ræða um
kreppu á öðrum sviðum samfé-
lagsins, t.d. í trúmálum, siðferði
eða hugmyndalífi, verður öllu
óljósara hvað við er átt. Það er því
eðlilegt að spyrja í hvaða skiln-
ingi réttmætt sé að tala um
kreppu varðandi hugmyndir eða
andlegt líf.
Það er augljóst að kreppa í
efnahagslífi og stjórnmálum hef-
ur margvísleg áhrif á menningu
þjóðar. 1 fyrsta lagi kyndir hún
undir óvissu í hugum manna um
lífskjör sín og lífsmöguleika, og sú
óvissa hlýtur að koma róti á
hugmyndir og skoðanir fólks
varðandi lífið og tilveruna al-
mennt. í öðru lagi þá veldur
kreppan óhjákvæmilega djúp-
stæðum átökum og árekstrum
milli manna og slíkar deilur í
samfélagi hljóta ævinlega að vera
að nokkru leyti á sviði hugmynda
og skoðana; átökin valda því að
menn brýna gjarnan eða skerpa
hugmyndir sínar um of og verða
öfgafullir í skoðunum.
Kreppa í venjulegum skilningi
þess orðs er því ávallt að hluta til
hugmyndalegs eðlis. Þessum hug-
myndalega þætti má e.t.v. lýsa
best með því að segja að hún birt-
ist í mynd efahyggju annars veg-
ar, en tilhneigingar til ofstækis
hins vegar. Efahyggjan beinist að
hefðbundnum hugmyndum um
lífið og tilveruna; hún er eðlilegt
afsprengi óvissunnar; menn
hætta að reiða sig á þær hug-
myndir um lífið, tilgang þess og
gildi, sem áður höfðu dugað fólki
og verið því til halds og trausts.
Efinn veldur því eðlilega vissri
upplausn í hugmyndum fólks og
vantrú á sviði trúarlífsins. Jafn-
framt þessu verður fólk leitandi
eftir nýjum lífsskoðunum, nýjum
hugmyndum sem það getur beitt
til þess að átta sig á tilverunni. Þá
er hættan jafnan sú að það taki á
móti hinum nýju hugmyndum
með meiri Sannfæringarkrafti en
þær eiga skilið og þá er ofstækið á
næsta leiti.
Mörg söguleg dæmi mætti
nefna til stuðnings því sem hér
hefur verið rakið. Hér verður látið
nægja að minna á þá upplausn I
hugmyndaheimi, sem kreppan á
3ja áratug þessarar aldar leiddi
til í ýmsum löndum Evrópu, og
þær öfgakenndu skoðanir sem þá
eignuðust sterk ftök í hugum
margra.
Ef við lítum á hinn hugmynda-
lega þátt kreppunnar einan sér og
úr tengslum við efnahags- og
stjórnmálaþáttinn, má e.t.v. skýra
hann nánar á eftirfarandi hátt:
Fólk finnur ekki lengur þær
hugmyndir sem geta gert því
kleift að móta heilsteypta lífs-
skoðun og lífsafstöðu; í þessum
skilningi getur orðið kreppa í
hugmyndaheimi manna. Þetta
þarf ekki að merkja að það skorti
framboð á hugmyndum, öðru nær.
„Hugmyndakreppa" einkennist
fremur af offramboði hugmynda,
þ.e. af alls kyns „hugmyndafræði“
þar sem „sannleikurinn“ og hinar
„réttu lausnir" vandamálanna eru
óspart kynntar fyrir fólki.
óhætt er að segja að á síðustu
áratugum hafi andlegt líf á Vest-
urlöndum a.m.k. einkennst af
„hugmyndakreppu" í þessum
skilningi, þ.e.a.s. af framboði og
átökum á milli andstæðra eða
gerólíkra hugmyndastefna sem
hver um sig vill vísa fólki veginn í
átt til betra og fagurra mannlífs.
Hugmyndastefnur af þessu tagi
hafa verið kenndar við kristindóm
og kommúnisma, marxisma og
frjálshyggju og margt fleira. En
deilurnar hafa jafnan borið þess
merki að óbrúanlegt bil hefur ver-
ið á milli hugmyndanna og veru-
leikans og að menn ættu í mestu,
erfiðleikum með að sjá hvernig
þeir gætu látið hugmyndir sínar
ná fram að ganga í veruleikann.
Þetta hugmyndastríð hefur þv(
verið til marks um ráðaleysi fólks
andspænis heiminum, kreppu í
lifsskoðunum og lífsviðhorfum,
sem fylgt hefur f kjölfar gjör-
breyttra lífsskilyrða og lífshátta.
II.
En það er önnur hlið á þessu
máli sem vert er að staldra aðeins
við. Ég hef gefið í skyn að orsaka
hugmyndakreppunnar sé að leita í
ytri lífsskilyrðum, breytingum á
efnahagskerfi, atvinnuháttum og
öðru þvíumlíku. Er þetta að öllu
leyti rétt? Stjórnast hugmynda-
lífið, hugsunarháttur fólks, lífs-
viðhorf og gildismat, af þáttum í
veruleikanum sem ekki eru komn-
ir undir því hvernig fólk hugsar?
Margar kenningar hafa verið
settar fram á síðari tlmum sem
með einum eða öðrum hætti líta á
hugmyndalíf fólks, lífsskoðanir
þess og hugsunarhátt sem yfir-
borðsfyrirbæri, sem séu útskýr-
anleg á grundvelli tiltekinna
lögmála um starfsemi heilans, um
stéttaskiptingu í þjóðfélagi eða
um önnur hlutlæg ferli í sam-
skiptum manna eða dulvitund
þeirra.
Ef kenningar af þessu tagi eru
réttar blasir við að hugmynda-
kreppa er ávallt endurspeglun á
kreppu sem er í sjálfu sér ekki
hugmyndalegs eðlis, sem sagt
kreppu sem sprettur af öðru en
því hvernig hugsunarhætti
manna er háttað. Af þessu við-
horfi leiðir að það þýðir ekki að
takast á við hugmyndakreppuna
sem slíka, heldur verður að takast
á við þau vandamál í sálarlffi eða
þjóðlífi sem eru undirrót krepp-
unnar á sviði hugmyndanna.
Tökum eitt dæmi. Segjum að
einhver persóna, karl eða kona,
eigi í hugarstríði vegna persónu-
legra vandamála. Vandamálin
sem hún stendur frammi fyrir
kunna að vera af ýmsu tagi, fjár-
hagsleg (hún hefur ekki nægar
tekjur), bundin tilfinningalífi
(hún nær ekki viðunandi sam-
bandi við börn sín), streita eða
ofþreyta (sem tengist e.t.v.
ofneyslu áfengis) o.s.frv.
í huga þessarar persónu ríkir
kreppa, vegna ótal óleystra
vandamála. Og hún sest niður,
reynir að kryfja vandamál og fær
engar hugmyndir um viðunandi
lausnir. Vandamálin eru óleysan-
leg.
Þetta dæmi úr einkalifi kann
einnig að vera dæmigert fyrir
ástand þjóðar eða tiltekins sam-
félags og vera táknrænt fyrir
hugmyndakreppu þess.
Ef við leiðum nú hugann nánar
að þessu dæmi, þá kemur eitt og
annað í ljós sem sýnir okkur
ákveðinn hugsunarhátt, sem er á
engan hátt sjálfsagður. Sam-
kvæmt þessu alkunna dæmi á fólk
í hugarstríði vegna tiltekinna
óleystra eða óleysanlegra vanda-
mála. Vandamálin eru hlutlæg, þau
eru þarna úti í heiminum eða í
djúpum sálarlffsins, í bernskunni,
í fjölskyldutengslum, í tilteknum,
deyfiefnum eins og áfengi. Hug-
arstrfðið, hugmyndakreppan,
stafar af því að engin ráð eru til
að takast á við þessi vandamál,
engar lausnir tiltækar, engin ráð
til að greiða úr flækjunni. Hugs-
unin fer á flot og með ðllu óvíst
hvernig fer fyrir henni.
Hvað er athugavert við þennan
hugsunarhátt sem setur svo ríkan
svip á menningu okkar? Það að
hin svokölluðu vandamál eru í
sjálfu sér ekki vandinn sem við er
Páll Skúlason
„Óhætt er að segja að
á síðustu áratugum
hafi andlegt líf á Vest-
urlöndum a.m.k. ein-
kennst af „hugmynda-
kreppu“ í þessum
skilningi, þ.e.a.s. af
framboði og átökum á
milli andstæðra eða
gerólíkra hugmynda-
stefna sem hver um sig
vill vísa fólki veginn í
átt til betra og fagurra
mannlífs.“
að glíma heldur hitt hvernig þau
eru lögð fyrir, hvernig þau eru
hugsuð. Ekkert vandamál er til sem
ekki er sett fram eða ákvarðað af
mannlegri hugsun. Það sem hefur
einkennt hugsunarhátt nútímam-
anna er að þeir setja sífellt fram
vandamál sem þeir gera síðan
kröfu til sjálfra sín um að leysa.
Geta það sfðan ekki. Og kreppan
skellur yfir.
Af hverju stafar þessi hugsun-
arháttur? Hann stafar af ákveð-
inni venju eða sið sem reynst hef-
ur mjög árangursríkur þegar um
er að ræða vissa tegund verkefna
sem menn kjósa að leysa, nefni-
lega þegar um er að ræða ákveðin
tæknileg viðfangsefni. Þá ríður á
því að líta á vandamál utanfrá
sem hlutlæg fyrirbæri sem unnt
er að ná fullkomnum tökum á.
En þessi sami siður hefur náð
að búa um sig í hugum manna og
verða eitt megineinkenni á hugs-
unarhætti þeirra. Og þá hefur það
gerst sem valdið hefur mikilli
spillingu f hugarheimi fólks og
hugmyndalífi. Það hefur ætlað sér
að taka öll vandamál, persónuleg
sem önnur, tæknilegum tökum.
Ef um tæknilegt verkefni er að
ræða, þá gildir það eitt að finna
réttu hugmyndina, hugmyndina
að réttu lausninni á vandanum.
Þannig hafa orðið til hugmynda-
stefnur sem þykjast bjóða uppá
lausnina að gátunni um mannlegt
samfélag. Þær segja allar: „Ef við
gerum nákvæmlega þetta — t.d.
gefum allt frjálst, þjóðnýtum allt
— þá fer allt vel.“ Þetta er ein-
kenni á hugmyndastefnum nútím-
ans og rót hugmyndakreppunnar:
Að ætla sér að fást við Iffið sem
tæknilegt úrlausnarefni. Sannleik-
urin ner hins vegar sá að svoköll-
uð vandamál mannlegs lífs eru
ekki tæknileg nema f einstaka til-
fellum. Þau eru í reynd siðferði-
leg. Vandi persónunnar f dæminu
áðan er sá að hún lítur á lffið sem
úrlausnarefni eða reikningsdæmi
sem hún á og verður að ráða
framúr hvað sem það kostar, jafn-
vel lífið sjálft. Það liggur við að
þessi hugsunarháttur sé ósiðleg-
ur. Það ræður enginn framúr
vanda eigin tilveru, vegna þess að
lífið er ekki tæknilegt úrlausnar-
efni.
Miklu fremur má líkja lífinu við
gersemi sem okkur er trúað fyrir
um tíma. Lífið er dýrmætt. Þetta
er frumforsenda allra hugmynda,
skoðana og kenninga varðandi
mannlífið, eigið líf sem annarra.
Ef og þegar þessi frumforsenda er
látin lönd og leið er voðinn vís,
hugmyndakreppa skellur yfir.
Kreppa af þessu tagi hefur
óneitanlega grafið um sig sfðustu
hundrað árin eða svo í vestrænni
menningu. Á síðustu árum má þó
sjá ýmis merki þess að hugsun-
arháttur fólks sé að breytast, það
sé farið að átta sig á því að
„vandamál mannlífsins“ séu sam-
ofin því hvernig við skoðum og
förum með verðmæti — og þá öllu
öðru fremur lífið sjálft. Þessi
svokölluðu vandamál eru með öðr-
um orðum siðferðileg. Þau lúta að
lífsvenjum okkar, hugarfari og
siðum. Okkur er því ókleift að
takast á við þau án þess að breyta
sjálfum okkur, verða öðruvísi
manneskjur, vonandi betri.
Vandinn er sem sagt við sjálf.
Ekki aðeins hver við erum eða
hvað við erum, heldur hver við
viljum vera, hvernig okkur langar
til að vera. Þetta er okkur aldrei
fyllilega ljóst, þrátt fyrir enda-
lausar tilraunir til að telja okkur
trú um hið gagnstæða. Eiginlegt
mannlíf er því óendanleg tilraun
til að sigrast á sjálfsblekkingu. Og
til þess að líta á lífið opnum, alls-
gáðum augum.
Að hluta flutt á málþingi Lífs
og lands um „Þjóð og kreppu",
sem haldið var laugardaginn 19.
nóvember 1983.
Páll Skúlason er prófessor rið Há-
skóla fslands.
Þórir S. Gröndal skrifar frá Florida
Fyrirgefíð, skökk
Mikið ræðum við íslendingar
um landkynningu. Eðlilega erum
við stolt af iandi okkar og viljum,
að sem flestir útlendingar fái vitn-
eskju um það, að á okkar fögru
eyju búi dugmikil menningarþjóð.
Það ánægjulegasta við að segja
frá íslandi í útlöndum er það, að
það kemur oftast hinum fáfróðu
útlandsmönnum skemmtilega á
óvart, sem þeir sjá og heyra af
myndum og tali frá hólmanum
okkar.
Fáfræðin um ísland úti í hinum
stóra heimi er feiknarleg og virð-
ist ástandið í þeim málum ekki
lagast mikið. Unga fólkinu er fátt
kennt í skólunum um lítil lönd
eins og ísland. Þeir, sem eitthvað
vita, eru venjulegast fullorðnir og
hafa þá annaðhvort verið tengdir
hersetu á landinu eða flogið til
Evrópu með Flugleiðum.
Ekki þori ég beint að leggja
mælikvarða á það, hvaða þjóðir
heims vita mest eða minnst um
ísland. Samt hefir mér fundizt, af
samskiptum mínum við spönsku-
mælandi fólk frá rómönsku
Ameríku, að hjá því sé upp til
hópa afar takmörkuð vitneskja
um okkar ágæta eyland. Sem
dæmi segi ég ykkur eftirfarandi
sanna sögu:
Kona nokkur, með kúbanskt
ríkisfang, setti sig í samband við
ræðismann íslands í Miami í þeim
tilgangi að fá vegabréfsáritun til
landsins, því þangað hugðist hún
fara í ferðalag. Var henni sent
eyðublað til útfyllingar, en það
átti hún svo að senda ásamt vega-
bréfi sínu og vægri greiðslu til
sendiráðsins í Washington.
Skömmu seinna hringdi sendi-
ráðsritarinn frá Washington í
ræðismann og kvaðst hafa fengið
téða umsókn. Kom honum spánskt
fyrir sjónir, að hin kúbanska hafði
gefið upp sem „tilgang ferðarinn-
ar“, að hún væri á leið til St. Mart-
in. Góð landafræðikunnátta ritar-
ans sagði honum, að með íslands-
heimsókninni væri þessi ágæta
kona að taka á sig um 19.000 km
krók! Vildi hann, til vonar og vara,
að ræðismaður ræddi málið við
konuna.
Hringdi ræðismaður síðan í
hinn tilvonandi íslandsfara og
eyja
tjáði honum, að ferðamálafrömuð-
ir og reyndar öll íslenzka þjóðin
væri áfjáð í að fá hann í heim-
sókn. Hins vegar sagði hann kon-
unni, að menn hefðu nokkrar
áhyggjur af ferðaáætlun hennar
og sér í lagi tengslunum við St.
Martin. Spurði þá ferðakonan
strax, hvort ísland ætti ekki St.
Martin-eyju.
Henni var þá tjáð, að því miður
væri svo ekki. St. Martin lægi í
sólbökuðu Karabíska hafinu, en
eymingja ísland héngi á heim-
skautsbaugnum eins og jó'askraut
og ætti aungvar nýlendur. Kom þá
löng þögn í símann en síðan stundi
konan upp, að þetta væri augsýni-
lega skökk eyja. Sendiráðið endur-
sendi henni síðan vegabréfið og
aurana og er hún hér með úr sög-
unni, líklega einhvers staðar villt
á ferðalagi um þennan stóra heim.
Þótt hér upplýsist mjög slök
landafræðikennsla hjá Kastró og
hans Kúbukommum, þótti ræðis-
manni um mjög einkennileg mis-
tök að ræða. Tók hann því fram
landakort af Karabíska hafinu og
hinum mýmörgu eyjum þess.
Þar kom fram, að þau eylönd,
sem eru í eigu annarra þjóða, hafa
nöfn eigendanna prentuð í svigum
undir sínum eigin nöfnum. Þannig
virtist, samkvæmt korti hans,
helmingur St. Martin vera í eigu
Frakklands en hinn Hollands, og
var þess getið í mjög smáu letri. I
örlítið stærri stöfum stóð „St.
Martin Island", sem þýðir auðvit-
að St. Martin-eyja.
Konugarmurinn hefir einhvern
veginn tekið skakkan pól í hæðina,
verandi spönskumælandi, og hald-
ið, að ísland ætti eyjuna og væri
líklega einhversstaðar á næstu
grösum, ef svo má að orði komast.
Líklega komumst við Mörlandar
aldrei nær en þetta að verða ný-
lenduveldi.