Morgunblaðið - 21.12.1983, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1983
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, simi 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakiö.
Útsvarslækkun
og skattbyrði
Meirihluti sjálfstæðis-
manna í borgarstjórn
Reykjavíkur hefur lagt það
til að á árinu 1984 skuli út-
svör miðast við 11% álagn-
ingu en ekki 11,88% eins og
álagningin er í ár og hefur
verið síðastliðin 4 ár. Með
því að fella niður þetta 8%
álag lækkar heildarálagn-
ingin á borgarbúa um 90
milljónir króna. Þessi ráða-
gerð sjálfstæðismanna um
lækkun útsvara er í sam-
ræmi við þá stefnu sem þeir
mótuðu í upphafi ársins þeg-
ar þeir lækkuðu fasteigna-
gjöldin, en álagningarhlut-
fallið á íbúðarhúsnæði var
lækkað um 15,8% gegn há-
værum mótmælum vinstri
flokkanna. En á næsta ári
hefðu íbúðareigendur þurft
að greiða 36,3 milljónum
króna hærri fasteignaskatta
ef stefna vinstri flokkanna
hefði ráðið. Lækkun útsvars
og fasteignaskatta í Reykja-
vík undir forystu sjálfstæð-
ismanna leiðir sem sé til
þess að á árinu 1984 dragast
tékjur Reykjavíkurborgar
saman um 126,3 milljónir
króna og borgarbúar hafa
jafn háa upphæð til eigin
ráðstöfunar.
Davíð Oddsson, borgar-
stjóri, benti á hina hlið þessa
máls, skattbyrðina, um leið
og hann gerði grein fyrir
lækkun útsvarsins í borgar-
stjórn á fimmtudaginn.
„Ekki verður það vefengt, að
óbreytt álagningarhlutfall
leiðir til meiri skattbyrði
gjaldenda við minnkandi
verðbólgu, meðan gjöld árs-
ins eru reiknuð af tekjum
næstliðins árs. Verðbólgu-
hraðinn vinnur þá ekki með
skattgreiðendum á sama
hátt og verið hefur í óðaverð-
bólgu liðinna ára.“ Hér kem-
ur borgarstjóri að því lykil-
atriði sem menn verða að
hafa í huga þegar litið er á
lækkun útsvars og annarra
opinberra gjalda, að ekki er
ætlunin að deyfa þungann af
skattbyrðinni á næsta ári
með því að borga mönnum
hærri upphæðir í verðminni
krónum. Ástandið hefur ver-
ið þannig eins og borgar-
stjóri lýsti, að krónutölurnar
sem fara í skattgreiðslur
standa óbreyttar meðan allt
annað verðlag æðir áfram.
Þegar þessi mál eru metin
er ekki unnt að líta fram hjá
þriðja þættinum, stöðu þess
sem skattteknanna nýtur, í
þessu tilviki borgarsjóðs
Reykjavíkur. Sveitarsjóðir
hafa safnað skuldum ekki
síst vegna áhrifa verðbólg-
unnar. Það þarf ekki síður að
huga að fjárhagsstöðu þeirra
en annarra.
Að öllu samanlögðu er
Ijóst að sjálfstæðismenn í
þorgarstjórn Reykjavíkur
hafa slakað á skattheimtu
miðað við stefnu og gjörðir
vinstri flokkanna en engu að
síður verður skattbyrðin
þung á næsta ári. Eina leiðin
til að létta hana enn frekar
er að skera niður þjónustu og
framkvæmdir hjá borginni
eða láta vaða á súðum við
fjármálastjórn hennar.
Framtak
Guðmundar
í Víði
Meðal þeirra bóka sem
nú koma út er lífssaga
Guðmundar Guðmundssonar
í trésmiðjunni Víði. Þar er
því lýst hvernig Guðmundi
tókst af ótrúlegum dugnaði
og áræði að koma á fót urn-
fangsmiklum atvinnurekstri
án nokkurs fjárhagslegs
bakhjarls og án þess að sjá
nokkru sinni handa sinna
skil í fyrirtækinu vegna
blindu. Kjartan Stefánsson,
bókarhöfundur, spyr Guð-
mund í Víði að því hvernig
hafi verið að reka fyrirtæki á
haftatímunum fyrir við-
reisnina sem hófst 1960.
„Það kom sér ákaflega illa
fyrir mig, sagði Guðmundur,
og það braut algjörlega í
bága við lífsskoðun mína. Ég
hef alla tíð talið atvinnulíf-
inu best borgið með því, að
einstaklingarnir hefðu frelsi
til athafna. Heftur hestur
vinnur engin hlaup ... Frelsi
er talið þjóðum nauðsynlegt,
því skyldi það ekki vera jafn
nauðsynlegt í viðskiptum?
Sumir, sem hæst iáta um
frelsi íslands, hafa verslun-
areinokunina á stefnuskrá
sinni. Þeir trúa hvorki á þoi
einstaklingsins né mann-
dóm. Ég skil ekki þessa
glámskyggni, að vilja ekki
brjótast áfram á eigin
ábyrgð, vilja ekki standa á
eigin fótum. Sá sem hefur
þor, kunnáttu og heilindi
verður aldrei illa úti.“
Guðmundur í Víði hefur
sýnt það með framtaki sínu
og lífssögu að hann skortir
hvorki þor, kunnáttu né heil-
indi. Saga hans er einstæð.
Þriðja
bindi
Islenskra
sjávar-
hátta
ÞRIÐJA bindi ritverks Lúðvíks
Kristjánssonar, íslenskir sjávar-
hættir, er komið út hjá Bókaút-
gáfu Menningarsjóðs. Fyrri bind-
in, frá 1980 og 1982, þykja eins-
dæmi í sögu íslenskra fræða, að
því er segir í fréttatilkynningu frá
Menningarsjóði í tilefni af út-
komu bókarinnar. Nýjasta bindið
er 498 blaðsíður og er helgað
minningu íslenskra sjómanna fyrr
og síðar.
Meginkaflar bindisins eru:
Skinnklæði og fatnaður, Upp-
sátur, Uppsátursgjöld, Skyldur
og kvaðir, Veðurfar og sjólag,
Veðrátta í verstöðvum, Fiski-
mið, Viðbúnaður vertíða og sjó-
ferða, Róður og sigling, Flyðra,
Happadrættir og hlutarbót, Há-
karl og Þrenns konar veiðar-
færi.
Ennfremur eru í bókinni
myndaskrá, heimildaskrá, at-
riðisorðaskrá, eftirmáli og efn-
isútdráttur á ensku, í þýðingu
Julian Meldon D’Arcy. Myndir
eru 361 talsins, þar af 30 prent-
aðar í litum. Ljósmyndir hafa
margir tekið en Björn Rúriks-
son langflestar.
Bjarni Jónsson listmálari
hefur gert nær allar skýringa-
teikningar en Guðmundur ó.
Ingvarsson teiknaði öll kort.
Nokkrar teikningar eru auð-
kenndar með skýringum og eru
þær eftir Pétur Sigurðsson,
fyrrv. forstjóra Landhelgis-
gæslunnar, Hörð Ágústsson
listmálara og Hörð Kristjáns-
son húsasmíðameistara.
Prentsmiðjan Oddi annaðist
setningu, filmuvinnu, prentun
og bókband Islenskra sjávar-
hátta III, en Korpus litgrein-
ingu mynda. Guðmundur P. Ól-
afsson, líffræðingur, hannaði
kápu, saurblöð og bókband, en
Lúðvík Kristjánsson, rithöfundur, með þriðja bindi ritverks síns um
íslenska sjávarhætti. Morgunblaðift/KEE.
Guðni Kolbeinsson kennari og
Sigurgeir Steingrímsson cand.
mag. höfðu á hendi alla aðra
hönnun bókarinnar, ritstjórn,
prófarkalestur og samningu at-
riðisorðaskrár, er nemur um
sex þúsund orðum á 44 blaðsíð-
um. Að henni unnu einnig
Helga Gunnarsdóttir fil. kand.
og Lilja Bergsteinsdóttir.
Auk fyrrgreindra aðila hafa
margir menn og stofnanir orðið
höfundi að liði, eins og hann
rekur í eftirmála, en þó fyrst og
fremst eiginkona hans, Helga
Proppé.
Guðbjörg Steindórsdóttir:
Yfirlýsing vegna útgáfu bréfa
Þórbergs til Sólrúnar Jónsdóttur
MORGUNBLAÐINU barst í gær
eftirfarandi yfirlýsing frá Guðbjörgu
Steindórsdóttur, vegna útgáfu á
bréfum Þórbergs Þórðarsonar til
Sólrúnar Jónsdóttur:
í tilkynningu frá Máli og menn-
ingu, sem birtist í dagblöðunum
17. þ.m., eru ásakanir í minn garð
fyrir að ég skyldi hafa gefið út
bréf frá föður mínum, Þórbergi
Þórðarsyni, til móður minnar, Sól-
rúnar Jónsdóttur, sem skrifuð
voru á árunum 1922—1931.
Ég vil gjarnan í tilefni af þess-
um ásökunum skýra hvers vegna
ég ákvað að gefa þessi bréf út. All-
ir sem til þekkja vita og viður-
kenna að ég er dóttir Þórbergs
Þórðarsonar, og þarf ekki að fara
nánar út í það, fyrir því liggja
nægar sannanir. En opinberlega
er það ekki viðurkennt. í ævi-
ágripum um föður minn, sem án
efa verða oftsinnis skráð, mun
standa að hann hafi átt eina
laundóttur og ekki aðra afkom-
endur. Við þetta sætti ég mig ekki.
Ég er ekki laundóttir eins eða
neins og vil því bæði mín vegna og
barna minna hljóta opinbera stað-
festingu á réttu faðerni mínu, eins
og foreldrar mínir óskuðu eftir.
Það er talað um í athugasemd
Máls og menningar að bréfin hafi
ekkert bókmenntalegt gildi. Um
það er ég ef til vill ekki fær að
Þórbergur Þóróarson
dæma, en ég hef fyrir því orð
manna sem meira skynbragð bera
á það en fulltrúar Máls og menn-
ingar virðast gera að bréfin séu
vel skrifuð og á engan hátt niðr-
andi hvorki fyrir föður minn, móð-
ur mína né aðra.
Talað er um að ég hafi brotið
siðareglur í bókaútgáfu. Ég er
ekki bókaútgefandi og þekki ekki
hvort einhverjar aðrar siðareglur
gilda meðal þeirra en annars stað-
ar í mannlegu samfélagi. En sam-
kvæmt mínum skilningi á siða-
reglum get ég ekki fundið neitt
brotlegt við það að leyfa fólki að
koma fram eins og það er klætt,
ekki síst þegar það kemur fram
eins og faðir minn í þessum bréf-
um. Samkvæmt mínum skilningi
sýna bréfin að hann var ekki að-
eins mikill rithöfundur, heldur var
hann líka mikill og elskulegur
maður. Það er að vísu engin ný
vitneskja því að þetta vita allir
sem þekktu hann. En þegar þeir
eru komnir undir græna torfu
munu bréfin standa sem sönnun-
argagn um þetta, auðvitað ásamt
ýmsu öðru sem hann lét frá sér
fara.
En á mér hafa verið brotnar
siðareglur og það á ég erfitt með
að fyrirgefa, og er það ein af
orsökum þess að bréfin eru nú
komin fyrir almenningssjónir. Ég
vil að fólk viti um þessi mál og
hver og einn geti dæmt fyrir sig.
Ég vænti þess að mér auðnist að
fá opinbera viðurkenningu á fað-
erni mínu áður en lýkur mínum
hérvistardögum, en verði ekki
skilgreind áfram sem laundóttir.
Reykjavík 20. desember, 1983,
Guðbjörg Steindórsdóttir