Morgunblaðið - 21.12.1983, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1983
Þjóðhagsstofnun og þorskurinn
MORGUNBLAÐINU barst í gær
eftirfarandi athugasemd frá Þjód-
hagsstofnun:
I leiðara Morgunblaðsins í dag,
20. desember 1983, segir: „Fiski-
fræðingar, stærðfræðingar og
hagfræðingar hafa nú komist að
þeirri niðurstöðu að hámarksafli
á þorski skuli nema 220 þúsund
lestum á árinu 1983. Þessi niður-
staða er nær tillögum Hafrann-
sóknastofnunar en Þjóðhags-
stofnunar. í þjóðhagsáætlun fyrir
1984, sem lögð var fram í október
var gert ráð fyrir um 300 þúsund
tonna þorskafla á næsta ári. í til-
lögum fiskifræðinga sem komu
fram nokkrum vikum síðar var
mælt með 200 þúsund lesta árs-
afla af þorski."
í þessari frásögn Morgunblaðs-
ins er látið í veðri vaka, að haf-
rannsóknastofnun og Þjóðhags-
stofnun hafi sett fram mismun-
andi tillögur, nokkurn veginn á
sama tíma, um hámarksafla af
þorski á næsta ári og þjóðhags-
áætlun hafi verið byggð á tillög-
um Þjóðhagsstofnunar. Hér er
um mikinn misskilning að ræða. í
fyrsta lagi gerir Þjóðhagsstofnun
ekki tillögur um hámarksafla,
hvorki af þorski né öðrum fisk-
tegundum. f öðru lagi felur Þjóð-
hagsáætlun, sem lögð var fram á
Alþingi í október, fyrst og fremst
í sér stefnumörkun ríkisstjórnar-
innar í efnahagsmálum fyrir
komandi ár, þar með um fisk-
veiðistefnu. Þjóðhagsstofnun
vinnur ásamt öðrum opinberum
aðilum og ráðuneytum að undir-
búningi þjóðhagsáætlunar, og
getur þess vegna upplýst, að hvað
spár um þorskafla á árinu 1984
varðar, voru lögð drög að þjóð-
hagsáætlun ársins 1984 í júlí og
ágúst síðastliðnum. Þá var fyrst
og fremst byggt á áliti og tillög-
um Hafrannsóknastofnunar um
Athugasemd frá
Blönduóshreppi
Ágúst Stefánsson á vaktinni í hjarta Reykjavfkur. Ljósm. Mbl. RAX
Gústi úr Eyjum syngur
Ágúst Stefánsson úr Eyjum, í daglegu tali Gústi, syngur um þessar
mundir í Hollywood. Hann söng fyrst fyrir helgi við góðar undir-
tektir og í kvöld syngur hann í síðasta sinn í þessari lotu, en m.a.
kynnir hann þar nýja plötu sína með laginu Nú meikar þú það
Gústi. Það mun háttur Gústa að leika á als oddi þar sem hann er og
sama er upp á teningnum í Hollywood.
ísland, ferða-
saga frá 17. öld
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
svohljóðandi athugasemd frá
sveitarstjóranum í Blönduós-
hreppi:
„Vegna fréttar í Morgunblað-
inu þriðjudaginn 13. þ.m. sem
ber yfirskriftina „Blönduós af-
þakkaði fjárveitingar" vill
hreppsnefnd Blönduóshrepps að
eftirfarandi komi fram.
Frétt blaðsins er á misskiln-
ingi byggð, en ekki var haft
samband við heimamenn áður
en fréttin var birt.
Skeyti það sem vitnað er til í
fréttinni og sent var formanni
fjárveitinganefndar Alþingis og
þingmönnum Norðurlands
vestra er svohljóðandi:
„Samkvæmt upplýsingum
sem fyrir liggja getur hrepps-
nefnd Blönduóshrepps með
engu móti sætt sig við þá af-
greiðslu sem fjárveitingabeiðn-
ir sveitarfélagsins hafa fengið.
Hreppsnefnd hefur því sam-
þykkt einróma að draga til baka
fjárveitingabeiðnir vegna fjár-
laga fyrir árið 1984."
Eins og hver og einn getur séð
eru engar fjárveitingar til
Blönduóss afþakkaðar. Til þess
að láta í ljós megna óánægju
hreppsnefndar með tillögur
fjárveitinganefndar Alþingis
um fjárveitingar til sameigin-
legra framkvæmda ríkis og
Blönduóshrepps, ákvað hrepps-
nefnd að draga til baka fjárveit-
ingarbeiðnir Blönduóshrepps,
enda ekki að sjá að tillit hafi
verið tekið til þeirra við „út-
hlutunina" svo notað sé orðalag
Morgunblaðsins.
Rétt er að fram komi að til
framkvæmda sem eru sameig-
inlega á vegum ríkissjóðs og
Blönduóshrepps eru veittar kr.
1.765.000.00 samkvæmt þeim
upplýsingum sem hreppsnefnd
hafa borist.
Bygging heilsugæslustöðvar á
Blönduósi, en til hennar eru
veittar kr. 6.600.000.00 er sam-
eiginlegt verkefni ríkis og sveit-
arfélaga í Austur-Húnavatns-
sýslu þar sem Blönduós er að-
eins einn aðili af 10.
Það er úr lausu lofti gripið
sem fram kemur í frétt Morg-
unblaðsins að ástæðan fyrir
óánægju hreppsnefndar sé ein-
hver ein fjárveiting öðrum
fremur, t.d. til byggingar í
þróttahúss. Óánægjan er vegna
heildarafgreiðslu fjárveitinga-
nefndar á fjárveitingabeiðnum
Blönduóshrepþs v/fjárlaga
1984.“
Aths. ritstj.:
í frétt Morgunblaðsins 13.
desember síðastliðinn segir, að
fjárveitinganefnd Alþingis hafi
borizt skeyti, þar sem „kemur
fram að hreppsnefnd Blönduós-
hrepps afþakki allar fjárveit-
ingar til Blönduóss á árinu
1984“.
í ofangreindri athugasemd
segir sveitarstjóri Blönduós-
hrepps, að hreppsnefndin hafi
„samþykkt einróma að draga til
baka fjárveitingabeiðnir vegna
fjárlaga fyrir 1984“. Á þessu er
enginn eðlismunur og frétt
Morgunblaðsins því ekki á „mis-
skilningi byggð".
Fjárlög 1984 vóru afgreidd í Sam-
einuðu þingi meö þeirri einu umtals-
verðu breytingu, að samþykkt var
tillaga frá Páli Péturssyni (F), Ragn-
ari Arnalds (Abl.), Eiöi Guönasyni
(A), þess efnis, að verja „til blað-
anna að fegnum tillögum stjórnskip-
aðrar nefndar 13 m. kr.“. Heildar-
gjöld, samkvæmt fjárlögum kom-
andi árs, verða kr. 18,285 m. kr., en
heildartekjur kr. 17,895 m. kr.
Rekstrarhalli er áætlaður 390 m. kr.
en greiðsluafgangur 5 m. kr.
Meginskýring þess, að fjárlög
komandi árs sýna rekstrarhalla,
er sú, að vextir vegna byggðalína,
267 m. kr. eru nú færðir til gjalda
á A-hluta fjárlaga (ríkissjóð) en
ekki B-hluta (ríkisfyrirtæki), eins
og verið hefur til þessa. Að öðru
leyti eru verri horfur í þjóðar-
búskapnum nú, en þegar frum-
varpið var lagt fram.
Þegar fjárlagafrumvarp var
lagt fram í haust stóðu áætlanir
til 650 m. kr. hækkana á tekjuhlið
þess en breyttar forsendur hafa
fært þann tekjuauka niður í um
300 m. kr., að sögn Lárusar Jóns-
sonar, formanns fjárveitinga-
nefndar. Formaður fjárveitinga-
nefndar sagði gjaldahlið frum-
varpsins hafa hækkað í um 360 m.
kr., sem er aðeins 2% af áætluðum
útgjöldum, að blaðastyrknum
meðtöldum. Þá hafi breyting orðið
á sérstökum tekjum frá Alþjóða-
Steingrímur árit-
ar „Ellefu IiT4
STEINGRÍMUR Sigurðsson áritar
bók sína „Ellefu líf“ í dag kl.
16—18 í Bókaverzlun ísafoldar,
Austurstræti 10.
ástand þorskstofnsins frá júlí
1983. Hafrannsóknastofnun lagði
þá til, sem kunnugt er, að há-
marksafli af þorski yrði 300 þús-
und tonn á árinu 1983, gerði ekki
tillögur um afla 1984, en tók fram
að miðað við ástand þorskstofns-
ins að lokinni vetrarvertíð 1983
virtist jafnstöðuafli ekki meiri en
300 þúsund tonn á ári.
Aths. ritstj.
í tilefni af þeirri athugasemd
sem Þjóðhagsstofnun gerir hér að
ofan telur Morgunblaðið rétt að
birta kafla úr forystugrein sinni
frá 4. nóvember 1983, þar sem
viðhorf blaðsins til þess máls sem
hér er lýst kom skýrt fram án
athugasemda frá Þjóðhagsstofn-
un:
„Niðurstaða fiskifræðinganna
(um 200 þúsund lesta hámarks-
afla á þorski innsk.) er birt rétt-
um tveimur vikum eftir að Stein-
grímur Hermannsson, forsætis-
ráðherra, flutti stefnuræðu ríkis-
stjórnarinnar og þjóðhagsáætlun
fyrir árið 1984 var lögð fram á
alþingi. Áætlunin er frá Þjóð-
hagsstofnun og byggist á „eldri
athugunum og reynslunni á þessu
ári“ eins og það er orðað um fisk-
aflann og er gerð með þeim fyrir-
vara að „um margt sé rennt blint
í sjóinn". Þjóðhagsstofnun gerði
sem sé ráð fyrir að þorskaflinn á
árinu 1984 yrði 300—320 þúsund
lestir. Verði þorskaflinn þriðj-
ungi minni á næsta ári er aug-
ljóst að forsendurnar fyrir þjóð-
hagsáætlun eru brostnar og fjár-
lagafrumvarpið er þar að auki
byggt á sandi. Miðað við úrslita-
gildi þorsksins í fslenskum þjóð-
arbúskap er óvarlegt, svo ekki sé
meira sagt, að samræma ekki
vinnu fiskifræðinga og hagfræð-
inga við slíka áætlanagerð. En sá
skipulagsskortur er þó smáatriði
í samanburði við alvarlegar af-
leiðingar þess að þorskurinn
finnst ekki.“
flugmálastofnun (ICAO). Loks
hafi gjaldfærslur vegna Vegagerð-
ar ríkisins verið teknar inn í
frumvarpið. Þegar þetta allt sé
með tekið hafi í raun verið 450 m.
kr. rekstrarhalli á fjárlagafrum-
varpinu, þá fram var lagt, en sá
halli er nú áætlaður 390 m. kr.
Ríkisframlag til blaða var sam-
SÖGUFÉLAG sendir frá sér bókina
ísland. Ferðasaga frá 17. öld. eftir
Tékkann Daníel Vetter. Þetta er
fyrsta bindi í nýrri ritröð sem nefnist
Safn Sögufélags. Þýdd rit síðari alda
um ísland og Islendinga.
Daníel Vetter kom að líkindum
til fslands árið 1613 eða því sem
næst. Hann gerðist kunnur
menntamaður, prestur og bóka-
útgefandi. Um komuár Vetters,
lífshlaup hans o.fl. rita rékkneski
fræðimaðurinn Helena Kadecková
og Helgi Þorláksson í inngangi.
Vetter segir frá ýmsu, s.s. kynnum
sínum af Herluf Daa höfuðsmanni
tillögur um
þykkt með 33:25 atkvæðum, 1 al-
þingismaður sat hjá, 1 var fjarver-
andi. Gegn framlaginu greiddu at-
kvæði þingmenn Sjálfstæðisflokks
utan einn, sem sat hjá, og þing-
menn Bandalags jafnaðarmanna.
Þingmenn Alþýðuflokks, Alþýðu-
bandalags, Framsóknarflokks og
tveir af þremur þingmönnum
og Oddi Einarssyni, biskupi í
Skálholti og nefnir margt um líf
og kjör landsbúa o.fl. sem ýmsum
íslendingum á seinni tímum hefur
þótt ótrúlegt. Þorvaldur Thor-
oddsen ritar hins vegar að „Vetter
hafi sagt svo rétt frá sem honum
frekast var unnt“.
Heilum 345 árum eftir útkomu
sína birtist ferðalýsing Vetters í
fyrsta sinn á islensku, þýdd beint
úr tékknesku af Hallfreði Erni
Eiríkssyni og Olgu Maríu Franz-
dóttur. Myndir eru í bókinni, ýtar-
legar skýringar og skrár.
úthlutun
Kvennalista samþykktu 13 m. kr.
fjárútlát til blaðanna (1 sat hjá).
Ein tillaga stjórnarandstöðu,
hækkun framlags til Blindrabóka-
safns um kr. 200.000.— var sam-
þykkt með 56 samhljóða atkvæð-
um. Aðrar breytingartillögur vóru
felldar, fjölmargar að viðhöfðu
nafnakalli.
Iðunn:
Nýtt bindi af
Öldinni okkar
Morgunblaðinu hefur borist
cTtirfarandi:
„Iðunn hefur sent frá sér nýtt
bindi í bókaflokknum „Aldirn-
ar“. Nýja bókin er Öldin okkar,
minnisverð tíðindi 1971—1975.
(Gils Guðmundsson tók saman.)
Þetta er fimmta bindi sem
gerir skil tuttugustu öldinni,
en tólfta bindi bókaflokksins
„Aldirnar" rekja í formi
fréttablaðs sögu þjóðarinnar
frá byrjun sextándu aldar, eða
nú samfellt í 475 ár. Gils Guð-
mundsson hefur að mestu tek-
ið saman bindin um nítjándu
öldina og hina tuttugustu, en
Jón Helgason ritstjóri annað-
ist þau bindi sem segja frá
hinum fyrri öldum.
Öldin okkar 1971—1975 er
eins og fyrri bindi flokksins
prýdd miklum fjölda mynda.
Meginþorra þeirra tók Gunnar
Andrésson ljósmyndari. Hild-
ur Helga Sigurðardóttir tók
saman efni um íþróttir og
æskulýðsmál. — Hér er að
sjálfsögðu sagt rækilega frá
helstu stóratburðum þessara
ára: eldgosinu í Vestmanna-
eyjum, útfærslu landhelginnar
tvívegis og þorskastríðum við
Breta, heimsmeistaraeinvíginu
í skák, þjóðhátíð í minningu
ellefu alda búsetu í landinu,
pólitískum sviptingum sem
náðu hámarki í þingrofinu
1974 og deilum út af uppsögn
varnarsamningsins við Banda-
ríkjamenn, kvennafrídeginum
mikla, svo nokkuð sé nefnt.
Ekki er heldur gleymt hinum
smáu og einatt spaugilegu at-
vikum sem krydda þjóðlífið á
hverri tíð. Allt speglar þetta
söguna í margvíslegum lit-
brigðum sínum eins og samtíð-
armenn lifa hana frá degi til
dags.
Aftast í bókinni er rækilegt
efnisyfirlit. Hún er 253 blað-
síður. Oddi prentaði, en Aug-
lýsingastofa Kristínar gerði
kápu.“
Fjárlög afgreidd á Alþingi í gær:
Ríkisstyrkur til blaða samþykktur
Stjórnskipuð nefnd geri