Morgunblaðið - 21.12.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.12.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1983 35 gömul kynni og samfundir okkar urðu fleiri eftir því sem árin liðu. Það var alltaf mannbætandi að skipta orðum við Svein. Hlýjan og einlægnin voru honum í blóð borin og sannarlega var hann vinur vina sinna og ekki er mér kunnugt um að óvini ætti hann neina, enda maðurinn þannig gerður að það hlaut að heyra til undantekninga. Þá skal því ekki gleymt hve Sveinn var lánsamur í öllu sínu lífi. Góða konu, Gerðu Kristjáns- dóttur, eignaðist hann og þau í sameiningu indælt heimili og góða dóttur sem þau hafa ríkulega not- ið og hennar manns nú þegar ald- urinn fór að aukast. Þó ég vissi að heilsu Sveins hafi hrakað undanfarið átti ég von á að enn mættum við hittast og skipt- ast á skoðunum, takast í hendur. Hann var fyrir skömmu á vina- fagnaði Eskfirðinga og Reyðfirð- inga, brattur og hugarheill og það- an fékk ég góða kveðju. Með þessum orðum vil ég þakka Sveini nú við leiðarlok í bili, inni- lega og trausta samfylgd um leið og ég sendi ástvinum hans samúð- arkveðjur. Guð blessi góðan dreng. Arni Helgason Eggertsdóttir. Var hún ætíð eftir það bústýra hjá afa og hugsaði um hann af stakri umhyggju. Er Rannveig féll frá fyrir nokkrum árum, tók Klara dóttir hennar við og leit inn hjá gamla manninum og hjálpaði honum eftir megni. Á hún skilið mikið þakklæti fyrir fórnfýsi sína og alúð. Minningar mínar um afa eru margar og allar góðar. Hann var áhugasamur um allt sem varðaði fjölskylduna og börnin, hvernig okkur gekk í lífinu, hann var ekki með neina mærð, en hjartað var hlýtt sem undir sló. Þessi fáu minningabrot eru þakkir fyrir allt sem hann var börnum sfnum og barnabörnum, hans aðalsmerki var að hann var trúr. Getur maður gefið meira en tryggð sína hvort sem er í starfi eða leik? „Lifi minning liðins tíma, langtum meir þó tímans starf. Lifi og blessist lífsins glíma, leifi framtíð göfgan arf. Hverfi ofdrambs heimsku víma, hefjist magn til alls sem þarf. Lifi og blessist lífsins glíma lifi og blessist göfugt starf “ (H. Hafstein) Borghildur Þorgeirsdóttir bjó yfir mörgum hæfileikum, og var þar á meðal mjög hagmæltur. Þegar önnur okkar fæddist í Með- alholtinu fyrir 23 árum orti hann þessar vísur: Ein er heima hjá afa Inga litla Þóra. Hún er ung, en hann er gamall og hættir bráðum að tóra. Svona er lífsins leikur. Löng er orðin hans ganga. En sólargeisla á hann einn, sem um hans strýkur vanga. Æskunnar ljúfa yndi ellin gamla metur, eins og þegar yljar sól ísaða jörð um vetur. Þegar við hugsum til baka og minnumst afa okkar, þá fyllast hjörtu okkar þakklæti og ást. Það er sárt að horfa á eftir þeim sem maður elskar, og sú spurning vaknar: Hver er tilgangurinn með þessu lífi? En hvers vegna viljum við æðri tilgang? {iðandi lífi erum við sífellt að leita að einhverju æðra og öðru en við höfum og er- um. Um leið og við gerum okkur ljóst, að það erum við sjálf og röddin í brjósti okkar sem er leyndardómurinn, þá er tilgangin- um náð. Við viljum þakka elsku afa okkar fyrir að gefa okkur það fallegasta sem fyrirfinnst, trúna á lífið. Inga Þóra og Imma. t SIGURDUR GfSLASON, fyrrum fiakaali, sem lóst á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíö 14. desember veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 22. desember kl. 3 e.h. Fyrir hönd aöstandenda, Bjarni Gunnarsson. t Þökkum innilega hluttekningu viö fráfall og jaröarför SÓLVEIGAR BENEDIKTSDÓTTUR ÁRMANN, Skorrastaö, Noröfiröi. Guö blessi ykkur öll. Dastur, fósturbörn, tengdasynir, börn og barnabörn. KRISTJÁN SIGURJÓNSSON, Kirkjuvegi 26, Vestmannaeyjum, veröur jarösettur frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, fimmtudaginn 22. desember kl. 14.00. Fyrir hönd aöstandenda, Margrét Ólafsdóttir. t Hjartans þakkir til vina og vandamanna fyrir auösýnda samúö viö andiát og jaröarför eiginmanns míns, BJÖRNS BENEDIKTSSONAR, yfirpóstafgreiöslumanns Guö blessi ykkur öll. Guörún Þorvaldsdóttir. t Innilegar þakkir tii allra sem auösýndu okkur samúö og hjálp við andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar og tengdafööur, GUNNARS GUNNARSSONAR. t Okkar innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug, viö andlát móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, ÞÓRHÖLLU JÓNSDÓTTUR. Svava Björnsdóttir, Sigríður B. Gunnarsdóttir, Ingólfur H. Tryggvason, Þóra Gunnarsdóttir, Ólafur L. Árnason, Gunnlaug Gunnarsdóttir, Gunnar Logi Gunnarsson. Kristján Aöalbjörnsson, Guöbjöra Eggertsdóttir, Hannes Aöalbjörnsson, Guörún Arnadóttir, Guöný Aöalbjörnsdóttir, Einar Magnússon og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö fráfall og jaröarför eigin- manns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, EGGERTSJÓHANNESSONAR. Guölaug Tómasdóttir, Rútur Kjartan Eggertsson, Bergljót Einarsdóttir, Jóhannes Eggertsson, Vilborg Þorsteinsdóttir og barnabörn. t Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför systur okkar, JENNÝJAR GUDBRANDSDÓTTUR. Siguröur Guöbrandsson, Guðrún Guöbrandsdóttir, Andrós Guóbrandsson, Sigríöur Guöbrandsdóttir, Stefanía Guöbrandsdóttir, Halldóra Guöbrandsdóttir, Ólöf Guðbrandsdóttir, Hrefna Guöbrandsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.