Morgunblaðið - 21.12.1983, Síða 40
I
Maybelline
Mest seldu snyrtivörur
í Ameríku.
Fleiri orö eru óþörf.
Pétur Pétursson, heildverzlun,
Suðurgötu 14,
simar 21020 — 25101.
H0LUW00D
Opið
öll Rvöld
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1983
VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR.
Arshækkun
byggingar-
vísitölunn-
ar er 16,2%
HAGSTOFAN hefur reiknað út vísi-
tölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi
fyrri hluta desembermánaðar og
reyndist hún vera 155,09 stig, sem er
um 0,79% hækkun frá síðasta mánuði,
þegar hún var 153,87 stig.
Hækkun vísitölunnar frá því að
hún var síðast reiknuð lögformlega
í septemberbyrjun er 3,83%, en hún
var þá 149,37 stig. Árshækkun vísi-
tölu byggingarkostnaðar, miðað við
þriggja mánaða hækkun, er því lið-
lega 16,2%, en hins vegar 9,9% ef
tekið er mið af eins mánaðar hækk-
un hennar. Á síðustu tólf mánuðum
hefur vísitala byggingarkostnaðar
hækkað um liðlega 55%.
Lánskjaravísitala fyrir janúar-
mánuð er 846 stig. Hefur hún
hækkað um 10 stig frá síðasta út-
reikningi, sem var 836 stig, eða
1,196%.
Kátir krakkar skemmtu sér með foreldrum og kennurum í íþróttahúsi Seljaskóla í Breiðholti í gær. Sjá frásögn og
myndir í miðopnu. MorRunbiaðið/KöE.
\
ATR-42 ítalsk-franska skrúfuþotan, er með sæti fyrir 46—50 farþega.
Endurnýjun á innanlandsflota Flugleiða:
Tvær flugvélagerðir
koma helzt til greina
ENDURNÝJUN á flugflota Flugleiða í innanlandsflugi hefur verið í
athugun um allnokkurt skeið, að því er segir í nýtjasta hefti tímaritsins
„Við sem fljúgum", sem dreift er í flugvélum félagsins.
Söluskattsskyld velta 1983:
Um 15% minni en
hún var árið 1982
Leifur Magnússon, fram-
kvæmdastjóri flugrekstarsviðs
Flugleiða, segir í viðtali við
tímaritið, að tvær gerðir flug-
véla komi helzt til greina. Ann-
ars vegar er það vél af gerðinni
ATR-42, sem er ný ítölsk-frönsk
skrúfuþota með sæti fyrir 42-50
farþega og hins vegar endurbætt
útgáfa af Fokker Friendship,
eins og félagið notar í dag, en
nýja vélin hefur verið nefnd
Fokker 50 og er með sæti fyrir
54-56 farþega.
Leifur segir í viðtalinu, að vél-
ar af þessu tagi kosti um 200
milljónir króna og sé fjár-
magnskostnaður því verulega
mikill. Eldsneytiskostnaður og
viðhaldskostnaður nýrra véla
yrði hins vegar mun minni en
þeirra eldri.
Það kemur ennfremur fram í
samtalinu við Leif, að forsendan
fyrir bættri nýtni vélanna sé, að
verulegar endurbætur fari fram
á flugvöllum landsins.
MUN MINNI fjármagnsvelta hefur
verið hér á landi en var á síðasta ári,
en þó hefur ekki dregið úr veltu í
samræmi við minnkandi kaupmátt
og samdrátturinn er minni en búist
var við, að því er Jón Sigurðsson,
forstjóri Þjóðhagsstofnunar, sagði í
samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins í gær. „Söluskattsframtöl
fyrstu níu mánuði þessa árs benda
til að heildarveltan hafi dregist sam-
an um 9% í verslunargrcinum, miðað
við árið 1982, en um 4 til 7% í ýms-
um greinum iðnaðar, viðgerða og
þjónustu," sagði Jón.
„Söluskattsskylda veltan hefur
hins vegar minnkað mun meira en
heildarveltan, eða um 14 til 15% í
verslunarveltu og 8 til 11% í öðr-
um greinum, svo sem iðnaðar, við-
gerða- og þjónustugreinum," sagði
Jón ennfremur. „Fyrstu tíu mán-
uði þessa árs hefur þó sala á
áfengi og tóbaki aukist um 4% frá
í fyrra. Bensínsala, aftur á móti,
er 3% minni en 1982.
Þetta eru nýjustu tölur eða upp-
lýsingar um veltu í verslun, iðnaði
og þjónustu, em fyrir liggja, og
samdrátturinn er minni en svarar
til áætlaðra breytinga á kaup-
mætti. Þetta staðfestir það að það
verði minni umsvif og þjóðar-
útgjöld en í fyrra, en afturkippur-
inn er minni en mátti búast við í
innlendum greinum. Þar virðist
sem velta og viðskipti hafi haldist
meira en á horfðist í vor,“ sagði
forstjóri Þjóðhagsstofnunar að
lokum.
Dufl, sem talið er
sovéskt, rak á land
Kirshofn, 20. deuember.
HÉR FANNST í gær rekið dufl á
Syðri-Brekknasandi, sem er skammt
fyrir sunnan þorpið. Duflið virðist
mjög nýlegt að sjá; allar rær og þess
háttar er óryðgað, og virðist það ekki
hafa lcgið lengi í sjó. Á endum þcss
eru gjarðir, og eru þær krómaðar og
er ekki að sjá neitt ryð á þeim.
Úlfar Þórðarson, bóndi á Syðri-
Brekkum, sagði í samtali við
fréttaritara Morgunblaðsins, að
eftir brim, sem gerði fyrir allmörg-
um dögum, hefði hann orðið var
hlutar í fjörunni, en ekki kannað
hann nánar fyrr en í gær er hann
Ríkissjóður sýknaður af
kröfu Hafnarfjarðarbæjar
gekk fram á duflið. — Að sögn lög-
regluþjónsins á Þórshöfn, sem hef-
ur verið í sambandi við Landhelgis-
gæsluna, virðist vera um sovéskt
dufl að ræða. Duflið er nú í
geymslu í skýli hjá hreppstjóran-
um hér á Þórshöfn, Brynhildi Hall-
dórsdóttur, og verður þar uns menn
koma úr Reykjavík til að kanna
það nánar.
Þess má að lokum geta, að í
framhaldi af fundi duflsins, hefur
fólk hér rifjað upp, að aðeins eru
tvær til þrjár vikur síðan ókennileg
Ijós sáust úti á Bakkaflóa, og hefur
enn ekki fengist skýring á því.
— Þorkell
Iðnaðarráðherra og fjármálaráð-
herra fyrir hönd ríkissjóðs voru
sýknaðir í Bæjarþingi Reykjavfkur
af kröfu Hafnarfjarðarbæjar um að
sá hluti sem kemur í hlut bæjarins
af framleiðslugjaldi af álverinu í
Straumsvík, komi í hans hlut óskipt-
ur, án þess að af sé tekinn kostnað-
ur við eftirlit með Alverinu. Máls-
kostnaður var felldur niður. Dóminn
kvað upp Steingrímur Gautur Krist-
jánsson borgardómari. Fyrir hönd
Hafnarfjarðarbæjar sótti málið Jón
Finnsson hrl., en Gunnlaugur ('laes-
sen hrl. var lögmaður ríkissjóðs.
Framleiðslugjaldi af Álverinu í
Straumsvík, en það er gjald sem
lagt er á hvert tonn af áli, er skipt
í þrjá staði milli ríkissjóðs, iðn-
lánasjóðs og Hafnarfjarðarbæjar.
Ríkissjóður tekur við framleiðslu-
gjaldinu og skiptir því milli aðil-
anna, samkvæmt samkomulagi
sem gert var um skiptinguna. Rík-
issjóður hefur tekið kostnaðinn af
eftirlitinu af framleiðslugjaldinu
áður en því hefur verið skipt. Við
það gat Hafnarfjarðarbær ekki
unað og höfðaði mál til endur-
greiðslu fjárins.
í dómnum segir meðal annars:
„Þegar litið er til þess, að þegar
samningaviðræður aðilanna fóru
fram á árinu 1976 hafði komið upp
ágreiningur um sams konar frá-
drátt vegna kostnaðar og nú er
deilt um, að deilur þessar féllu
niður án þess að stefnandi kæmi
fram kröfu sinni um endur-
greiðslu og að ekkert virðist hafa
verið um þetta rætt í samninga-
viðræðunum, og einkum þegar lit-
ið er til þess sem fram hefur kom-
ið til skýringar á orðalagi sam-
komulagsins, þykir verða að telja,
að stefnandi geti ekki byggt kröf-
ur sínar í þessu máli á því að svo
hafi verið um samið milli aðila, að
stefnandi ætti að fá sinn hluta af
framleiðslugjaldinu þannig að
enginn kostnaður kæmi þar til
frádráttar."
Svarað um íþróttir
JÓHANN Ingi Gunnarsson hand-
knattleiksþjálfari mun svara spurn-
ingum lesenda Morgunblaðisns í dag
frá klukkan 18 til 20 og geta lesendur
komist í samband við hann i gegnum
síma Morgunblaðsins, 10100